Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 52

Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVER greinin hefur rekið aðra að kvarta yfir veiðibanni á rjúpu. Nýlega kom þó grein eftir Indriða Aðalsteinsson, þar sem kveður við annan tón. „Stattu þig Sif“ heitir greinin. Þar er veiði- mennskunni rétt lýst. Indriði segist um ára- tugi hafa verið fengsæl rjúpnaskytta. En látið slíkt ógert síðustu tvö haust vegna ástands stofnsins. Um fækkun rjúp- unnar segir hann: „Þetta er heldur engin furða, meðan sífellt fleiri og tæknivæddari dauðasveitir sportveiðimanna á fjallabílum og snjósleðum, líkt og engisprettuplága, þaulkemba land- ið, oft á auðri jörð, frá ystu nesj- um til innstu jökulkima miðhá- lendisins, svo rjúpan á hvergi griðland.“ Skelegg og vel skrifuð grein. Um formann Skotvíss, Sigmar B. Hauksson, segir Indriði: „Mætti margt segja. Læt það bíða.“ „Frægastur hefur hann þó orðið raunar að endemum er hann sótti um það í nafni samtakanna að bæta hrossagauknum á sælkera markað sinn.“ Grein Indriða er gagnmerk. Og nú 10. nóvember stutt grein eftir Sigmar B. Hauks- son, „Gagnrýna rjúpnaveiðibann“ heitir greinin. Nú vonast þeir eftir að Alþingi taki á þessum málum. Þeir vilja láta Alþingi ógilda ákvörðun umhverfisráðherra – og þá sjálft sig um leið. Til þess er umhverfisráðherra að taka af skarið í alvarlegum umhverf- ismálum, eins og dauðahættu rjúpnastofnsins. Á sama tíma grein eftir Björn Björns- son. Hann ætlar Al- þingi að taka fram fyrir hendur um- hverfisráðherra. Björn talar þó um þúsundir veiði- manna, sem elta rjúpur, samanber lýsingu Indriða. Nema hvað látið er í veðri vaka að flestir sport- veiðimenn veiði fáar rjúpur. Og svo kemur vorkunn- semi við bændur með bændagist- ingu. „Komið yrði með afnámi veiðibanns í veg fyrir mikið tekju- tap í ferðaþjónustu bænda,“ segir Björn. „Það fer sífellt í vöxt að veiðimenn af höfuðborgarsvæðinu taki sér frí á rjúpnaveiðitímabilinu og haldi út á land, þar sem keypt er gisting, fæði og þjónusta fyrir tugi milljóna króna á ári, við rjúpnaveiðar.“ Svo vorkennir Björn þeim sem versla með skot og vörur fyrir veiðina. Þessi lýsing Björns sannar grein Indriða á Skjaldfönn. Undir öllum þessum kostnaði á rjúpnaveiðin að standa. Sést vel hve algjört veiðibann á rjúpu er aðkallandi. Óhæfa er, að bændur eða aðrir með ferða- mannahópa hafi leyfi til að selja innlendum og útlendum ferða- mönnum veiðar á íslenskum fugl- um. Ólafur Karvel Pálsson, frv. formaður Skotvíss, skrifar nú 10. nóvember 2003 greinina: „Stjórn- sýsla umhverfisráðherra.“ Hann er mjög sammála núverandi for- manni Skotvíss. Ég hef hér fyrir framan mig grein frá 17. ágúst 2003, „Verndun rjúpunnar“, eftir þrjá merka menn, Jón Gunnar Ottósson, Ólaf K. Nielsen og Kristin Skarphéð- insson. Formönnum Skotvíss er bent á að lesa þá grein, hún hefur öll svör við máli þeirra. Svo að furðu sætir að lesa greinar fyrr- verandi og núverandi formanns Skotvíss. Ég bendi veiðimönnum á að fækka hettu- og sílamáfum og minkum. Vonandi bæta nú ráða- menn fyrir forvera sína sem fluttu inn minka. Og samþykki rjúpna- veiðibannið. Ótrúlegt að 18 þingmenn vilji afnema rjúpnaveiðibann Rósa B. Blöndals skrifar um rjúpnaveiðar ’Óhæfa er, að bændureða aðrir með ferða- mannahópa hafi leyfi til að selja innlendum og útlendum ferða- mönnum veiðar á íslenskum fuglum. ‘ Rósa B. Blöndals Höfundur er rithöfundur. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Í MEDCARE FLÖGU HF. Mánudaginn, 12. janúar 2004 Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Medcare Flögu hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Medcare Flögu hf., Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík eða í síma 510 2000 eða á netfang hluthafaskra@medcare.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf, fyrir skráningardag. verða hlutabréf í Medcare Flögu hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Medcare Flögu hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Medcare Flögu hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta bréfleiðis. www. .commedcare Ford Focus C-Max, sjálfskiptur. Verðmæti 2.370.000 kr. Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. www.krabb.is Vertu með og styrktu gott málefni N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 1 0 8 1 7 Glæsilegir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.