Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 57
✝ Pétur Jónssonfæddist að Drag-
hálsi í Borgarfirði 11.
september 1918.
Hann lést á Hrafnistu
í Reykjavík 4. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Steinunn Bjarnadótt-
ir, f. 17.3. 1895, d.
27.12. 1972 og Jón
Pétursson, f. 23.3.
1887, d. 22.9. 1969.
Systkini Péturs eru
Sigríður, f. 24.8. 1916,
d. 8.4. 1986; Bjarni, f.
15.2. 1920; Einar, f.
24.5. 1921; Halldóra, f. 23.4. 1923,
d. 23.4. 1923; Halldóra, f. 26.6.
1925; Erna, f. 26.2. 1927; Haukur, f.
25.7. 1929, d. 10.10. 1991; Pálmi, f.
17.4. 1932, d. 22.12. 1956; og Elísa,
f. 29.3. 1938, d. 19.11. 1986.
Með Sóleyju Svövu Kristinsdótt-
ur, f. 19.1. 1928 á Pétur soninn
Kristin Einar, f. 22.6. 1962, kona
hans er Björk Þórarinsdóttir, f.
15.12. 1964, synir þeirra eru Alex-
ander, f. 2.12. 1989 og Þröstur, f.
3.12. 1995.
Með Sigrun Karin Holdahl, f.
10.3. 1941 á Pétur tvær dætur; 1)
Sunnevu, f. 10. 7. 1962, sonur henn-
ar er Pétur Már, f. 22.12. 1983, fað-
ir hans er Sveinn
Mikael Ottósson. 2)
Steinunni, f. 23.11.
1963, gift Friðriki
Valgeiri Guðmunds-
syni, f. 30.4. 1958,
börn þeirra eru Kári,
f. 13.5. 1985 og Bára
Valgerður, f. 15.7.
1986.
Pétur ólst upp
fyrstu æviár sín að
Draghálsi en bjó síð-
an með foreldrum
sínum að Geitabergi
uns hann flutti til
Reykjavíkur 1946.
Pétur vann ýmis störf til sjós og
lands m.a. við skógarhögg í Sví-
þjóð. Í Reykjavík vann Pétur hjá
ýmsum verktakafyrirtækjum.
Hann stofnaði síðan verktakafyr-
irtæki sitt Véltækni hf. árið 1958.
Pétur var mikill frumkvöðull og
framsýnn í að tileinka sér nýjustu
tækni á hverjum tíma, einnig leit-
aði hann erlendis eftir verkefnum
og tók meðal annars að sér verk-
efni í Svíþjóð, Noregi og Saudi-Ar-
abíu. Pétur lét af störfum hjá Vél-
tækni árið 1990.
Útför Péturs verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í dag verður jarðsettur ástkær
tengdafaðir minn Pétur Jónsson.
Pétur var um margt merkilegur
maður og ef ég ætti að finna eitt orð
sem væri lýsandi fyrir hann þá væri
það frumkvöðull. Pétur kom til
Reykjavíkur laust eftir seinni heims-
styrjöldina og fór þá að vinna við
jarðverksframkvæmdir. Hann var
úrræðagóður og verklaginn og var
því fljótlega valinn til ábyrgðarstarfa
á þeim vettvangi. Pétur var fram-
sýnn maður og sá að betur mætti
nýta vélarafl en gert hafði verið til
þessa og stofnaði því eftir nokkur ár
í Reykjavík fyrirtækið Véltækni.
Fyrirtækið tók að sér ýmsar jarð-
vegsframkvæmdir og má telja þær
stærstu hafa verið er hann tók að sér
gerð Fossvogsræsisins á sjöunda
áratugnum en þá var hann með um
hundrað manns í vinnu hjá sér. Hann
tók að sér margvísleg verkefni í
gegnum árin eins og gerð hafnar-
mannvirkja, hitaveitu, gatna, gang-
stétta og kantsteina og var einna
fyrstur manna að leggja klæðningu
sem bundið slitlag á Íslandi.
Ég hafði ekki þekkt Pétur lengi
þegar ég fór með þeim feðgum á að-
alfund Verktakasambands Íslands
og þar komst ég fyrst að því hve Pét-
ur var vel metinn innan vertakageir-
ans – var nánast orðinn að goðsögn
innan hans. Pétur var mikill smekk-
maður í klæðaburði, yfir honum var
mikil reisn og svo hafði hann líka eitt
það flottasta skegg sem til var. Ég
man eftir því að fyrir tæplega tíu ár-
um í útskriftarveislu hjá mér þá áttu
vinkonur mínar ekki orð yfir þvílíkur
sjarmör hann væri, hann væri hrein-
lega eins og enskur hefðarmaður. Já
því kynntist ég oft í gegnum árin ef
við fórum út með Pétri að hann dró
að sér kvenfólkið (og hann hafði nú
ekkert á móti því), mikill hluti af
sjarma hans lá einnig í yfirbragði
hans sem var rólegt, yfirvegað og
kurteist.
Pétur fór alltaf sínar eigin leiðir í
lífinu og var í raun piparsveinn fram
í fingurgóma. Þó er tæpast hægt að
segja að hann hafi verið dæmigerður
piparsveinn því hann átti jú þrjú
börn sem honum þótti mjög vænt
um. Pétri þótti líka mjög vænt um
barnabörnin sín fimm, sérstaklega
var gott samband hans og elsta
barnabarnsins, Péturs en þeir náðu
mjög vel saman og höfðu svipaðan
húmor.
Pétur var líkamlega hraustur þar
til á þessu ári, en fyrir nokkrum ár-
um fór minnisleysi að hrjá hann og
greindist hann með Alzheimer. Varð
það til þess að hann varð að hætta að
búa einn. Það var erfitt fyrir hann í
fyrstu því hann hafði nær alla sína
ævi búið einn og ráðið sér algerlega
sjálfur. Sjálfstæði var Pétri mjög
mikilvægt og hann vildi ekki vera
upp á aðra kominn. Einu sinni fórum
við Kiddi til Kanaríeyja með eldri
son okkar. Þá ákvað Pétur að skella
sér líka en það varð að vera á hans
forsendum. Hann fór með annarri
ferðaskrifstofu en við og gisti annars
staðar þannig að við gátum hist
reglulega en vorum samt ekki hvert
ofan í öðru. Þar áttum við sannarlega
góðar stundir saman öll fjögur en
líka fóru þeir Pétur og Kiddi einir út
á lífið og síðast en ekki síst naut Al-
exander sonur okkur góðs af og fékk
nokkrum sinnum að gista einn hjá
afa Pétri á Kanaríeyjum. Já, Pétur
vílaði aldrei fyrir sér að passa fjör-
ugan strák meðan heilsan leyfði.
Yngri sonur okkar Þröstur hefur
ekki getið notið eins mikilla samvista
við afa sinn vegna heilsubrests hans,
en þegar ég sagði honum að afi hans
væri dáinn þá var hann ansi lengi
hugsi og sagði síðan: „Nú er afi á
himnum og líður vel og man allt, líka
allt það sem gerðist á jörðinni“. Með
þessum orðum kveð ég mætan mann
sem dó saddur lífdaga eftir að hafa
átt mjög viðburðaríka og merka ævi.
Björk Þórarinsdóttir.
Í dag er til moldar borinn Pétur
Jónsson frá Geitabergi, löngum
kenndur við fyrirtæki sitt Véltækni
hf. Pétur, sem varð áttatíu og fimm
ára í haust, átti að baki langan og
gæfuríkan starfsferil og væri það
ævintýri allt eflaust efni í skemmti-
lega bók. Ævintýrið um sveitastrák-
inn sem hleypti heimdraganum með
nesti og nýja skó og stofnaði fyrir-
tæki í Reykjavík um miðja síðustu
öld. Og varð ríkur á því að grafa
borgina okkar meira og minna í
sundur til að færa okkur heita vatnið
– eða svo er mér sagt.
Kynni mín af Pétri tengjast ekki
Véltækni, en eru samt sem áður um
margt ævintýraleg, enda var mað-
urinn mjög sérstakur og eftirminni-
legur.
Ég var ekki nema fárra ára gömul
þegar Pétur fór að gera hosur sínar
grænar, eins og sagt er, fyrir
mömmu minni Sóleyju Kristinsdótt-
ur. Ég var víst ekkert sérlega upp-
rifin yfir þessum verðandi nýja
pabba og tók honum varlega. Vildi
heldur ekkert að mamma færi að
flytja frá ömmu og afa úr Barmahlíð-
inni þar sem við höfðum það svo gott.
Á þessum árum í kringum 1960 voru
hinar svokölluðu samsettu fjölskyld-
ur ekki eins algengar og nú og þekkti
ég engan, nema auðvitað Mjallhvíti
og Öskubusku, sem átti stjúpa eða
stjúpu.
Þegar ég þekkti Pétur var hann
mjög lokaður og að því er virtist
feiminn. Hann var ekkert að skipta
sér af uppeldinu á mér dagsdaglega,
nema þegar við vorum í bíltúrunum
að heimsækja foreldra hans á Geita-
bergi eða Siggu systur hans á Lundi
í Lundarreykjadal. Þá lagði Pétur til
að ég færi í sveit. Segja má að á þeim
stundum hafi Pétur nánast skipt um
ham. Í stað feimninnar og þegjanda-
háttarins sem hann viðhafði í
Barmahlíðinni kjaftaði á honum hver
tuska þarna í sveitinni. Svei mér þá
ef hann var ekki um tíma að ýja að
því að ég ætti annan hvorn tvíburann
á Lundi, syni Sigríðar, og yrði
bóndakona þar! Nei, takk, sagði ég.
Ég var dauðhrædd við þessar stóru
skepnur í fjósinu og þá sveitastráka,
Jón og Þorbjörn, báða tvo.
En þó að Pétur skipti sér ekki
mikið af uppeldi mínu sýndi hann
væntumþykju sína á mér á mjög
stórbrotinn hátt. Það var sérstak-
lega á jólum og svo þegar hann kom
heim frá útlöndum. Hann hafði það
fyrir sið að koma á aðfangadags-
kvöld með risastóra pakka handa
mér og mömmu. Alltaf var þessum
stóru gjöfum vandlega pakkað inn í
fínan gjafapappír, en á þeim árum
var ekki bruðlað með nýjan jóla-
pappír og bara það sagði sitt um hve
flott allt var hjá Pétri.
Pétur gaf mér einu sinni páskaegg
– en aðeins einu sinni. Þá birtist
hann á páskadag með sjálft sýninga-
reggið úr glugga verslunar Silla og
Valda! Í minningunni er þetta eins
og ævintýri, eggið var á stærð við
sjálfa mig og ég rétt gat rogast með
það í hús. Ég, ég sjálf, hafði fengið
stærsta páskaegg í heimi. Mig minn-
ir að ég hafi kysst hann á kinnina
fyrir, ekki minna feimin en hann var.
Stærsta gjöfin sem Pétur gaf mér
var auðvitað Kiddi bróðir minn. Það
eina sem skyggði á gleði mína á þess-
um bernskuárum þegar mamma og
Pétur voru í sínu tilhugalífi var að
eiga ekki systkini. Það áttu bókstaf-
lega allir systkini nema ég. Ég var
því ekki lítið ánægð þegar mamma
sagði mér að nú fengi ég bráðum
systkini og hún ætlaði að giftast
Pétri. Þá var ég orðin átta ára og var
alveg til í að flytja upp í Eskihlíð þar
sem Pétur bjó, fengi ég svona litla,
lifandi brúðu til að stússast með.
Pétur hafði lag á því að koma
mönnum á óvart, en árið sem Kiddi
bróðir fæddist og Sunneva hálfsystir
hans voru tíðindin þess eðlis að það
var snarlega hætt við giftingu. Pétur
eignaðist aðra dóttur, Steinunni,
með Sigrúnu ráðskonu sinni ári síð-
ar, og var, eftir því sem mér sýndist
þá, harla ánægður með börnin sín
þrjú. Dæturnar voru líka algjörar
dúllur. Mig dauðlangaði að eiga þær
líka sem litlu systur en það var ekki
hægt. Sagði mamma.
Mamma hélt áfram vinsemd sinni
við Pétur í mörg ár eftir þetta og ég
naut góðs af því. Pétur var slíkur
smekkmaður á kvenfatnað að ég hef
aldrei kynnst öðru eins, nema ef vera
skyldi hjá bróður mínum, Kristni
Péturssyni. Það var alveg hreint
furðulegt hvernig þessi fámálugi og
feimni sveitamaður, sem mér fannst
Pétur alltaf vera, gat fundið svona
ótrúlega smart og flott föt. Ekki
bara á mömmu, heldur líka á mig,
unglinginn. Þegar Pétur kom frá
London toppaði hann mínar villtustu
óskir um tískuföt. Á Kidda keypti
hann allt frá hatti oní skó og hann
var aldrei í vandræðum með að velja
á milli lita. Hann keypti bara alla.
Pétur var lengi einhvers konar
kostgangari heima hjá okkur eftir að
þau mamma skildu að skiptum.
Mamma vildi ekki skilja á milli
þeirra Kidda og Péturs. Pétur drakk
te með matnum, nokkuð sem var
mjög óvenjulegt á þessum árum. Þá
virtist mér hann hafa ákveðið að
verða ævarandi piparsveinn og sér-
vitringur sem þótti gott að borða
„gras“ á heilsuhælinu í Hveragerði.
Það eina sem afi, Kristinn Einars-
son, hafði út á Pétur að setja sem
tengdason var þetta furðulega gras-
át hans í Hveragerði. Og svo lét Pét-
ur sér vaxa flott yfirskegg.
Heilbrigðan hitti ég Pétur síðast á
Kringlukránni fyrir allmörgum ár-
um. Þar var hann umsvermaður af
kvenfólki, sem hann bandaði frá sér
eins og flugum.
Þá var honum efst í huga að tala
við mig um börnin sín þrjú. Þau voru
honum allt. Hann var mjög ánægður
með hvað Kiddi ætlaði að líkjast hon-
um um margt, og gæti tekið við Vél-
tækni hf., en hann var svona að spek-
úlera í hvort stelpurnar gætu ekki
náð sér í bónda. Mér fannst sem
hann vildi sjá þær sem bændur í
Borgarfirðinum.
Ævi Péturs Jónssonar var um
margt ævintýri líkust. Eða ættum
við kannski að segja skáldsögu lík-
ust. En hann var fyrst og fremst góð-
ur maður, heiðarlegur og duglegur á
gamaldags vísu, eins og hann sýndi
og sannaði í samskiptum sínum við
mig, börnin sín og barnabörn alla tíð.
Blessuð sé minning Péturs Jóns-
sonar.
María Anna Þorsteinsdóttir.
PÉTUR
JÓNSSON
metið hvers tónlistarlíf landsmanna
hefur farið á mis.
En vegir okkar Maríu voru ekki
þar með skildir. Við áttum eftir að ná
heldur betur saman á vettvangi
framboðsmála minna og flokksum-
svifa. Þar var hún mín stoð og stytta í
blíðu og stríðu. Alltaf traust og söm á
hverju sem gekk. Það munaði um
minna. Þar kom til að hún var áhrifa-
rík á staðnum. Hún var metin af per-
sónuleika sínum og verkum. Hún var
stöðvarstjóri Pósts og síma um ára-
bil, forystukona kvenfélagsins,
kirkjuorganleikari og söngstjóri.
Hún stóð á gömlum merg. Í ýmsum
efnum hafði hún tekið við hlutverki
móður sinnar í lífi hreppsbúa og var
verðugur fulltrúi móðurforeldra
sinna og þeirra ættmenna sem í hug-
um Flateyringa höfðu sérstöðu fyrir
hlut þeirra í sögu og tilveru staðar-
ins.
Samskipti okkar Maríu voru ekki
einungis bundin við flokksstörf og
Alþingiskosningar. Samband okkar
risti enn dýpra. Ég átti því láni að
fagna að eiga góðan vin. Samveru-
stundirnar voru vinafundir. Það
fylgdi því mikil ánægja þegar María
var með okkur hjónum á ferðalögum.
Eftirminnileg er ferð okkar í Hval-
látra og um Breiðafjarðareyjar.
Hana hafði lengi langað til að fara
þessa för. Og hún naut þess að líta
augum náttúruundrin á ættarslóðum
föður síns.
María var miklum kostum búin.
Dómgreindin var óbrigðul og vilja-
styrkur mikill. Hún þekkti ekki
neina hálfvelgju. Þess vegna dró hún
ekki af sér í fylgi við Sjálfstæðis-
flokkinn frekar en í öðru sem hún tók
sér fyrir hendur. Hún hafði sjálf-
stæðar skoðanir á mönnum og mál-
efnum og talaði tæpitungulaust og
oft snögg í tilsvörum. En jafnframt
var henni listhneigðin í blóð borin og
umfram allt átti tónlistin sterkar
taugar í eðli hennar og æði. Hún tók
oft í píanóið gamla sem ég lærði á
forðum daga. Hún var í dagfari hress
og kát. Kunni vel að skemmta sér og
öðrum á góðri stund og njóta lífsins.
Hún var elskuleg í viðmóti og bar sig
með höfðingsbrag og reisn.
Samt hafði lífið ekki ætíð verið
henni dans á rósum. Hún mátti þola
að missa eiginmann sinn á miðjum
aldri. En hún bar ekki sorg sína á
torg. Slíkt hefði ekki hæft persónu-
gerðinni. Og hún átti líka því láni að
fagna að eiga börnin tvö og barna-
börn, mannvænlega fjölskyldu og
mikinn ættgarð.
Þegar María Jóhannsdóttir kveð-
ur nú þennan heim er það mikill
sjónarsviptir í byggðarlaginu þar
sem hún ól aldur sinn og var virt og
dáð og setti sitt sterka svipmót á.
Það er margs að sakna.
En mestur er missir barna og fjöl-
skyldu. Þeim er vottuð dýpsta samúð
af þeim sem áttu heiðurskonuna að
vini.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
Þegar María Jóhannsdóttir kveð-
ur þetta líf eftir langa ævi langaði
mig að vera í hópi Flateyringa þegar
þeir kvöddu hana en ekki varð úr því.
Mig langaði til að þakka minningar,
sem hún og fjölskylda hennar gáfu
mér þegar ég var barn á Flateyri og
sem fylgdu mér alla ævi, þótt ung
væri að árum þegar ég flutti burt.
María, Guðrún Torfadóttir móðir
hennar og móðursystir Ástríður,
sem ég kallaði ýmist Ástu eða Töntu
Ástu voru bestu vinir lítillar telpu og
áhrifin hafa fylgt henni alla ævi. Þess
vegna var það, að mig langaði til að
kveðja Maríu dóttur Guðrúnar með
Flateyringum og þakka alla elsku-
semi og kærleika, sem ég naut hjá
þessari góðu fjölskyldu. Börn Guð-
rúnar Torfadóttur voru þá fullorðið
fólk fannst mér nema sú sem hér er
kvödd, því að hún og foreldrar mínir
spiluðu oft og sungu saman og slíkt
var mikil hátíð fyrir lítið barn.
Nú spila þau og syngja á öðrum
slóðum og ég bið Guð að blessa minn-
ingu Maríu Jóhannsdóttur, sem ég á
svo mikið að þakka, og votta ástvin-
um dýpstu samúð.
Anna Snorradóttir.
Fleiri minningargreinar um Mar-
íu Jóhannsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær móðir okkar,
ÍSÓL FANNEY GUÐBRANDSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Reykjavík sunnudaginn 7. des-
ember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju þriðju-
daginn 16. desember kl. 13.30.
Sigrún Ellertsdóttir, Jósep Valgeirsson,
Erla Ellertsdóttir, Hálfdán Hermannsson,
Þórunn Ellertsdóttir,
Ómar Ellertsson, Ásgerður Annarsdóttir,
Eiríkur Ellertsson, Helga Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LILJA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Bjartartanga 10,
Mosfellsbæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 10. desember.
Guðríður Jónsdóttir,
Lovísa Jónsdóttir, Baldur Birgisson,
Jón Sævar Jónsson, Kolbrún Guðjónsdóttir,
Ásthildur Jónsdóttir, Smári Sigurðsson,
Stefán Ómar Jónsson, Brynja Guðmundsdóttir,
Steinar Jónsson, Auður Eygló Kjartansdóttir,
Snorri Jónsson, Prachim Phakamart,
Reynir Jónsson, Ásta Dís Óladóttir,
ömmubörn og langömmubörn.