Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Atli Thor Birgis-son fæddist í Reykjavík 15. októ- ber 1984. Hann lést af slysförum í Kaup- mannahöfn laugar- daginn 29. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar Atla Thors eru Birgir Þór Bragason og Maríanna Frið- jónsdóttir. Bræður Atla eru Árni Heiðar Pálmason, Arnar Birgisson og Andri Thor Birgisson. Atli Thor bjó fyrstu ár ævi sinnar á Sogaveg- inum í Reykjavík, en fluttist til Danmerkur árið 1990 og hóf þar skólagöngu í Stavnsholtsskólan- um í Farum. Hann var í skáta- hreyfingunni frá unga aldri, spil- aði á hljóðfæri og gekk í tónlistarskóla, spilaði badminton og æfði júdó. Árið 1997 fluttist Atli Thor til Íslands og bjó hjá föð- ur sínum og gekk fyrst í Hlíðaskóla og síðan í Álftamýrar- skóla. Hann bjó síð- an tímabundið í Kaupmannahöfn og gekk í Langelinje- skolen á Austurbrú. Aftur hélt hann til Íslands og þá tók seinna við nám í Iðn- skólanum. Atli Thor kom mikið við sögu í íslensku mótorsporti þann tíma, sem hann var á Íslandi. Bæði sem keppandi, sem starfsmaður og við upptökur á mótorsportþáttum með föður sín- um og bróður. Undanfarin tvö ár hefur Atli Thor búið í Danmörku hjá móður sinni. Hann lauk námi frá Designskólanum í Nyköbing sl. vor. Útför Atla Thors fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nýr frændi. Aðeins nokkrar merk- ur við fæðingu og vart hugað líf. Barðist og hafði betur. Ljóst lokka- flóð og tindrandi augu. Lúmskt bros og stríðnin mátuleg. Glettinn og í sí- felldri stöðubaráttu við árinu eldri bróður. Fyrirferðarmikill á sína vísu en lét frændur, á annan tuginn, um stóru prakkarastrikin þegar stórfjöl- skyldan hittist. Passaði stóra bróður þegar við átti og átti sama skjól hjá honum. Gekk glaður til lífs og þroska. Örlítið feiminn en fór það sem hann ætlaði sér. Flutti ungur til útlanda og tók nýjum áskorunum og umhverfi. Hneigðist til skapandi hluta. Honum leið vel. Leiðir foreldra skildi og Atli kom aftur til náms og lífsþroska á Íslandi. Erfiðir tímar fóru í hönd og ekki sjálfgefið að velja rétta veginn. Hann fetaði hann þó, óx og dafnaði, prófaði margt, það reyndi á tilfinningarnar samhliða ölduróti unglingsáranna. Hann valdi sjálfan sig, sínar þrár, sínar óskir. Flutti aftur til Danmerk- ur til náms og starfa. Honum leið vel. Lífsreynslan meiri en meðal- mannsins og lífið blasti við. Hugur- inn stóð til hönnunar, sköpunar og lista. Gekk áfram glaður til frekari lífs og þroska. Foreldrar og bræður í sárum. Huggunar í harmi er best að leita til þeirra sem reynt hafa. Einar Bene- diktsson orti í sínum harmi: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Bragi Bragason og fjölskylda. Ég veit ekki hvernig á að byrja þegar maður er að minnast eins frá- bærs manns og Atla. Þetta var mað- ur með endalausa möguleika sem er ekki hægt að setja allt á blað. Hann var tónlistarmaður og hafði með ein- dæmum góða teiknigáfu. Held ég hafi aldrei séð hann nema með blöð og blýant við hönd að teikna, og ef hann hafði það ekki þá var hann í tölvunni eða bara hálfutan við sig og vissi ekki hvað hann átti að gera við hendurnar og reddaði sér blaði. Teikningarnar sem hann gerði voru frábærari en orð fá lýst, það var ekk- ert sem hann gat ekki teiknað, gerði allt fyrir alla án þess svo mikið sem biðja um krónu þó svo að snilligáfa hans í teikningu væri einstök. Tónlistin sem hann gerði var engu síðri, hann get setið við tölvuna og samið tónlist tímunum saman og gerði alveg einstaka tónlist á tölvuna hjá sér. Sama gilti með tónlistina og teikningarnar; hann var ekkert að hafa áhyggjur af tímanum þegar hann sat og samdi tónlist. Þegar ann- ar félagi okkar dó, Lalli hét hann, var Atli kominn fyrir framan tölvuna nokkrum dögum seinna og bjó til lag sem hét „Minning til Lalla“ sem var mjög tilfinningaríkt og æðislegt, snerti mann mjög að hlusta á það og ég minnist Lalla alltaf þegar ég heyri það. Atli var einnig meðlimur í stjórn Smells, sem er tölvuleikjamót. Þar áttum við frábæran tíma saman sem ég gleymi aldrei, sátum þar hlið við hlið og spiluðum leiki saman eða hann samdi tónlist og tók upp teikni- blokkina nokkrum sinnum og teikn- aði, hannaði meðal annars Smells- vörumerkið sem er notað enn í dag og verður notað um ókomna framtíð. Einnig gat hann teiknað í tölvunni og var frábær í Photoshop og þar fékk hann að njóta hönnunarhæfi- leika sinna, sem voru óendanlegir vegna fjörugs ímyndunarafls hans. Man alltaf eftir því þegar við vorum í Iðnskólanum saman í nokkur ár að ég var einmitt í áfanga í þessu forriti, Photoshop. Svo þegar kom að loka- verkefninu komst ég að því að ég kunni nú svo gott sem ekki neitt í þessu og fór til Atla, sem átti nú ekki í vandræðum með að hjálpa mér og kom mér í gegnum þennan áfanga með 9 í lokaeinkunn. Það var ekki til betri tími en þegar við þrír vorum saman, ég, Tandri og Atli, í Iðnskólanum og vorum saman alla daga og gerðum eitthvað skemmtilegt af okkur. Vorum allir saman í stjórn skólafélagsins og sáum um hinar ýmsu gleðisamkomur fyrir skólann, og að sjálfsögðu hann- aði Atli allt sem þurfti að teikna eða hanna fyrir félagið og gerði það alltaf jafn vel. Það var ekkert sem Atli var hræddur við að gera, hann var aldrei hræddur við að vera með einhver skrípalæti í skólanum fyrir auglýs- ingu eða skólann. Man eitt skipti þegar við vorum að auglýsa eitt gleðikvöldið hjá Iðnskólanum að ein- hver fékk þá hugmynd að klæða okk- ur strákana í nunnubúninga og stelp- urnar í munkabúninga og af okkur strákunum var Atli fyrstur til að bjóða sig fram. Sýnir það vel að hann var ekki hræddur við að vera til, hann lifði fyrir augnablikið og var ekkert að stressa sig yfir framtíðinni. Ég kynntist Atla fyrst þegar hann kom í gæslu á menntaskólaballi. Okkar kynni voru nú ekki sem best svona fyrst en það leið ekki á löngu þar til við vorum orðnir óaðskiljan- legir. Kynntist ég mörgum vinum hans og hann vinum mínum og núna undir lokin átti hann ógrynni af vin- um sem elskuðu hann og eiga eftir að sakna hans um ókomna tíð. Lokatíminn sem við áttum saman var æðislegur, hann kom til Íslands í þrjár vikur og var í stjórn á Smelli í síðasta skipti, sem mér þótti vænt um. Þarna rifjaðist upp allur sá tími sem við höfðum átt saman á Smelli því langt var síðan við höfðum verið þarna saman vegna búsetu hans í Danmörku, en þar bjó hann með ást- kærri móður sinni og vini okkar, Tandra. Í Danmörku ætlaði hann að fara í grafískan hönnunarskóla (og var bú- inn að vera í öðrum þar) og þróa teiknigáfu sína enn frekar og vinna þá við hana í framtíðinni, en ætlunin hjá honum var alltaf, sagði hann mér, að koma aftur heim og búa hér þó svo að hann hafi elskað að búa úti í Dan- mörku. Ég fékk þann heiður að vera með honum síðustu áramót, 2002–2003, úti í Danmörku og áttum við frábær- ar þrjár vikur saman þar sem ég eyddi með honum og Tandra jólum og áramótum og aldrei sé ég eftir þeim tíma sem við eyddum þarna í að gera allt og ekki neitt. Ætlunin var alltaf að koma næsta sumar og end- urtaka leikinn en þetta sá náttúru- lega enginn fyrir og fæ ég því miður aldrei að sjá hann aftur, en í hjarta mínu geymi ég ávallt minningu hans og mun hún aldrei hverfa. Þetta var í síðasta skipti sem við vorum allir þrír saman. Atli, ég veit ekki hvernig við eigum öll að komast yfir þetta, þetta var hræðilegt slys og ég sakna þín enda- laust. Þetta er búið að vera erfiðasta tímabil lífs míns og ég vildi ekkert frekar en þetta hefði bara verið vondur draumur og við værum að fara að hittast bráðum aftur og skemmta okkur. En það sem heldur manni gang- andi er hvað þú peppaðir alltaf upp hjá manni lífið með jákvæðni þinni og orku – þú sagðir að mamma þín hefði skemmt þig með of mikilli jákvæðni og hressleika – og maður verður bara að reyna að halda áfram með lífið. Við hittumst hinum megin er ég viss um, og þá verður gaman, en það er langt í það og það mun ekki líða sá dagur sem ég hugsa ekki til þín og sakna þín. Atli, þú varst besti vinur sem ég hefði getað eignast og ég þakka þér fyrir að við kynntumst og náðum svona vel saman og ég mun aldrei gleyma öllum þessum tíma sem við skemmtum okkur saman. Atli, takk fyrir allt og við sjáumst seinna. Björn Finnbogason. Elsku Atli minn, það hefur ekki liðið sá dagur síðan ég frétti þetta að ég hugsi ekki um það hvað lífið sé ósanngjarnt. Það er ólýsanlega sárt að missa einn af sínum bestu vinum. Ég bíð eftir því að vakna upp af hræðilegum draumi. Það er svo stutt síðan þú varst hér heima og við töl- uðum um lífið og tilveruna. Þú sagðir mér frá skólanum sem þú ætlaðir í og ýmis framtíðarplön, sem voru svo spennandi. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem munu fylgja mér í gegnum lífið og ég veit að þú fylgist með okkur öllum. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég votta fjölskyldu og aðstandendum samúð mína. Þinn vinur að eilífu, Steingrímur. Ég trúi því ekki að þú sért farinn yfir móðuna miklu Atli minn. Það er ekki nema tæpur mánuður síðan þú varst hér á Íslandi hjá okkur síðast og við strákarnir vorum að skemmta okkur saman. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið með mikla sorg í hjarta en ég get nú samt ekki gert neitt annað en brosað þegar ég hugsa til þín af því að allar þær minningar sem ég á um þig eru svo góðar. Þú varst alltaf svo ánægður með lífið og áttir mjög erfitt með að fara í fýlu. Ég man svo vel eftir því þegar þú varst hér síðast þá varstu að segja mér þín stóru framtíðarplön, þau hljómuðu svo vel og ég var alveg viss um að þetta mundi allt ganga upp hjá þér af því að þú hafðir alveg hæfileikana og gott betur en það. Þú varst líka alltaf tilbúinn að hlusta ef eitthvað var að og komst mér alltaf í gott skap af því að það var ekki hægt að vera í vondu skapi í meira en tvær mínútur þegar maður var með þér. Ég trúi þessu ekki ennþá að þú sért farinn Atli minn og er búinn að vera í sjokki alveg síðan ég fékk fréttirnar, af því að þetta var eitt af því síðasta sem ég átti von á að heyra. Þú varst einn af mínum bestu vinum og ég á eftir að sakna þín og geyma minningu þína í hjarta mínu þangað til við hittumst aftur handan móðunnar miklu. Ég vona bara að þú hafir nóg að gera hvar sem þú ert og að hæfileik- ar þínir nýtist þér vel. Þinn vinur, Eiríkur. Þegar ég loka augunum sé ég Atla fyrir mér brosandi með tindrandi augu og opinn faðm. Þannig var Atli. Alltaf tilbúinn að koma fólki í gott skap með nærveru sinni. Hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur og sá aðeins það góða í fólki. Það var ekki vottur af hatri í hans stóra og fallega hjarta. Frá því að ég sá Atla fyrst vissi ég að hann var sér- stakur. Hann var svo brosmildur, hlýr og hafði svo mikið að gefa og hann varð fljótt einn af mínum bestu vinum. Hann er nú kominn á æðra tilverustig en við sem elskum hann skiljum ekki hvers vegna hann var tekinn svona snöggt frá okkur. En þeir deyja víst ungir sem guðirnir elska og honum hefur verið ætlað eitthvað miklu meira annars staðar, enda var hann mjög hæfileikaríkur, og í mínum huga sannur listamaður. Ég á margar góðar minningar um Atla, sumarbústaðaferðir, kaffihúsa- spjöll, faðmlög, bros og skemmtileg- ar umræður, en þó er mér sérstak- lega minnisstætt þegar Ég og Eiki fórum að heimsækja hann og Tandra til Danmerkur í maí sl. Það var frá- bær ferð og þaðan á ég margar fal- legar minningar um Atla. Einnig var frábært að hann skyldi koma til Ís- lands fyrir stuttu, og ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að eyða þessum tíma með honum og segja honum enn og aftur hvað hann væri mér mikils virði. Ég er án efa betri manneskja eftir að hafa átt Atla sem vin í þessi ár, en þó hefði ég viljað hafa þau miklu fleiri. Ég vil votta fjölskyldu Atla mína dýpstu samúð og megi minningin um yndislegan dreng lifa í hjörtum okk- ar þangað til við hittum hann á ný. Sofðu rótt engillinn minn, þín vin- kona, Anna Rut. Atli minn, mikið er það skrítið að vita af því að þú sért farinn frá okkur. Á mánudaginn vaknaði ég við sím- hringingu frá Fanneyju og lét hún mig vita hvað hafði komið fyrir, svo kvöddumst við. Ég sat uppi í rúminu mínu í smástund, fór svo að símanum og hringdi til baka í Fanneyju því ég gat ekki trúað því sem hún hafði ver- ið að segja. Við sem vorum öll saman laugar- daginn 22. nóv. og var svo gaman að sjá þig. Það sem mér fannst svo gaman við þig var hversu hugmyndaríkur þú varst og fór það ekki framhjá neinum þetta kvöld. Þú fórst fram á bað og komst strax aftur og hélst á bart- skera (rakvél), horfðir á mig og sagð- ir: „Langar þig ekki að losa mig við allt þetta hár … ertu ekki í hár- greiðslu?“ Ég byrjaði að raka þig en það gekk ekki alveg, klukkan var að verða þrjú og flestir að fara í bæinn. Það endaði á því að mér var skutl- að heim að ná í skærin mín og var hafist handa. Ég klippi fólk og það verður jú ánægt en þú varst svo feg- inn að losna við allt þetta hár að ekk- ert annað kom upp úr þér en takk, koss á kinn og faðmlag. Það sem ég lærði af þér er það að innra með okk- ur öllum situr lítil Pollýanna. Þakklætið var allt hjá þér og á ég aldrei eftir að gleyma þér minn kæri vinur, þú verður ávallt í mínu hjarta. Stórt knús og þakkir frá mér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég bið guð að fylgja þér svo og þínum nán- ustu í gegnum þennan missi. Ef ég væri beðin að lýsa þér væri ég sko ekki í vanda, en hér er ég með ljóð svo að allir hinir skilji hvernig þú varst. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þín Stefanía Hjaltested. Þegar sorgin kveður dyra á svo óvæginn og harðneskjulegan hátt vaknar sú áleitna spurning hver sé tilgangurinn. Þegar ungur og efni- legur drengur er hrifsaður frá ást- vinum sínum á morgni lífsins vakna efasemdir um sanngirni almættisins. Atli Thor Birgisson var gleði- og kærleiksgjafi þann stutta tíma sem við fengum notið hans og því spyrj- um við í vanmætti okkar hvort e.t.v. hafi verið meiri þörf fyrir mannkosti þessa unga drengs annars staðar. Við verðum að trúa því að einhver til- gangur hafi verið með skyndilegri burtköllun hans. „Skærasta birtan framkallar dimmustu skuggana,“ stendur einhvers staðar og víst er að það er huggun harmi gegn að minn- ing Atla Thors er sveipuð mikilli birtu og kærleika. Sú birta og þær yndislegu minningar sem við eigum um þennan unga mann eru það hald- reipi sem við höfum þegar við lútum höfði í vanmætti og sorg. Vinkonu minni, Maríönnu, Birgi Þór, bræðrum hans og öðrum ástvin- um sendi ég samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau. Minning Atla Thors mun lifa. Og þennan vetur varstu oft á ferð, þó væri kalt og jörðin snævi þakin. Af fótum þínum var sú gata gerð, sem gleymist seinast, verður oftast rakin. Því alltaf, þegar syrtir yfir sjónum, sé ég þau blika – sporin þín í snjónum. (Davíð Stefánsson.) Ragnheiður Davíðsdóttir. ATLI THOR BIRGISSON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýs- ingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.