Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 70
FRÉTTIR
70 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KOMIN er út gjafaaskja hjá Land-
mælingum Íslands. Í gjafaöskjunni
eru þrjú nýjustu ferðakort Land-
mælinga í mæli-
kvarðanum
1:250 000.
Á fyrsta kort-
inu er að finna
Vestfirði og
Norðurland. Á
öðru kortinu
Vestur- og Suður-
land og Austur-
land á því þriðja. Kortunum fylgir 72
síðna nafnaskrá með yfir 15.000 ör-
nefnum og vegalengdatöflu.
Með tilkomu gjafaöskjunnar má
auðveldlega nálgast á einum stað
upplýsingar um landið og staðhætti.
Meðal nýjunga á kortunum má
nefna að við helstu ferðamannastaði
eru þjónustutákn. Kortablöðin eru
stór (86x136 cm) og í handhægu
broti sem hentar vel á ferðalögum.
Aðeins er prentað öðrum megin á
blöðin sem gerir alla meðferð kort-
anna auðvelda og þægilega.
Á kortunum eru yfir 15.000 ör-
nefni og allar almennar staðfræði-
upplýsingar og upplýsingar um vegi,
veganúmer, vegalengdir og bensín-
afgreiðslur. Á kortunum er hæðar-
skygging og 50 metra hæðarlínubil.
Merkingar eru fyrir helstu staði þar
sem þjónusta er í boði fyrir ferða-
menn, s.s. gisting, tjaldstæði, sund-
laugar, golfvellir og svo framvegis. Á
kortunum þremur er enn fremur að
finna upplýsingar um söfn, friðlýstar
minjar, upplýsingamiðstöðvar,
hringsjár, bæi í byggð, eyðibýli og
rústir svo eitthvað sé nefnt. Skýr-
ingar eru á ensku, frönsku og þýsku
auk íslensku.
Ferðakort í gjafaöskju
SKÁKSKÓLI Hróksins og skák-
félagsins Bosna Sarajevo stendur
fyrir opnu skákmóti grunnskóla-
barna í Sarajevo um helgina.
Hrafn Jökulsson, forseti Hróks-
ins, er lagður af stað til Sarajevo
klyfjaður verðlaunagripum frá fjöl-
mörgum íslenskum fyrirtækjum.
Stórmeistarinn Ivan Sokolov er
einn öflugasti liðsmaður Hróksins og
hefur haft veg og vanda af stofnun
skólans í Sarajevo en hann og Hrafn
fengu hugmyndina að verkefninu í
mars. Hrafn segir að líta megi á skól-
ann sem nýja tegund þróunarhjálpar
en meginmarkmið hans sé að gleðja
börnin í Sarajevo sem enn hefur ekki
náð sér á strik eftir langvarandi
stríðsátök.
Sokolov hefur fengið bestu skák-
kennara á Balkanskaga til liðs við
skólann en löng hefð er fyrir skák-
skólum á stríðshrjáðum skaganum.
Bosníunefnd utanríkisráðuneytis-
ins hefur styrkt verkefnið fjárhags-
lega og embættismenn á vegum
ráðuneytisins heimsóttu skólann í
vetur og létu vel af starfinu enda
leyndi það sér ekki hversu mikil gleði
ríkti hjá unga fólkinu við taflborðin.
Á heimasíðu skólans (http://
www.skbosna.ba/SCHOOL/scho-
ol.htm) má nálgast fréttir og myndir
úr starfinu.
Hrókurinn með
skákmót í Sarajevo
Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18 – Laugardaga frá kl. 10-16
Fyrirtæki og stofnanir!
Gefum gott í skóinn
í ár, gefum gjafabréf
frá Gripið & Greitt.
Pilgrims
kalkúnabringur
á 2.299 kr/kg Skútuvogi 4 - www.gg.is
Ora í miklu úrvali á góðu verðiIlmandi gjafakassar í miklu úrvali á 1.599 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
31
32
12
/2
00
3
Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands
500.000.000 kr.
1. flokkur 2003
Nafnverð útgáfu
Heildarnafnverð flokksins er 500.000.000 kr.
Skilmálar skuldabréfa
Skuldabréf 1. flokks 2003 eru gefin út til 5 ára og greiðist verðbættur höfuðstóll skuldarinnar
í einu lagi þann 30. október 2008. Skuldabréfin hafa tvo vaxtagjalddaga á ári, 30. apríl og
30. október, fyrst 30. apríl 2004 og síðast 30. október 2008. Útgáfudagur bréfsins er
30. október 2003. Skuldabréfið ber 5,80% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll
Íslands verður JRDB 03 1
Skráningardagur
Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 17. desember 2003.
Upplýsingar og gögn
Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf.,
Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt
að nálgast hjá Landsbanka Íslands.
vefsíða www.landsbanki.is