Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 73 ÉG RAKST á grein er birtist, að mig minnir, í Morgunblaðinu fyrir skömmu, og því langar mig til að leggja orð í belg. Þegar ég las grein- ina varð mér hugsað: Jæja, er nú loksins komið að því að nútímamenn verða að fara að sjá og kannski við- urkenna stærstu læknisfræðilegu mistök sem gerð hafa verið í heim- inum? En það var þegar flúor fór að tröllríða heiminum. Greinin var um leti. Ekki svona almenna leti eins og við könnumst við hjá okkur mann- fólkinu, heldur er að verða viðvar- andi almennt letiástand á sáðfrum- um ungra manna. Í greininni er talað um rannsókn á ástandi sáðfrumna danskra karlmanna. Ungra manna, þar sem sáðfrumur eiga að vera hvað sprækastar, og svo hjá mönnum sem komnir eru yfir sjötugt. Hvað kom ekki í ljós? Jú, sáðfrumur þeirra eldri voru mun sprækari en þeirra yngri og munaði þar miklu. Í grein- inni er talað um, að líklega sé það ut- anaðkomandi eiturefni sem valdi slappleikanum hjá þeim yngri. Ekk- ert eiturefni er nefnt til sögunnar. En margt er það í heiminum í dag, sem vinnur að því að gera okkur mennina ófrjóa. Enda var sagt fyrir margt löngu, að það yrði ekki loft- steinn sem eyddi lífi á jörðinni, held- ur við sjálf, með fávisku og græðgi. Flúor er það efni, sem heldur betur hefur verið haldið að manneskjunni og þá sérstaklega á seinustu þrjátíu árum eða svo hér á landi, og var efnið skyldað inn í skólakerfið hvað þá annað. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á að flúor er eitt hættulegasta eiturefni sem til er í veröldinni og veldur fólki alvarlegum skaða og jafnvel dauða. Flúor er á lista með tveimur öðrum eiturefnum sem eru talin hvað hættulegust, en það eru blásýra og arsenik. Ekki trúi ég að nokkurt foreldri mundi vilja troða barnið sitt út af blásýru eða arsen- iki? Af hverju þá flúor, sem er í sama eiturefnaflokki? Það vita kannski ekki allir, en það er stranglega bann- að að flytja eiturefni til Íslands. Af hverju er þá flúor flutt til landsins? Hvernig stendur á því, þrátt fyrir þær upplýsingar sem til eru í dag, að ennþá sé flúor haldið að fólki, börn- unum okkar? Það eru bæði læknar og tannlæknar á Íslandi sem vita vel hvað eiturefnið flúor er. Ég skora á lækna að skera upp herör gegn flúor og stuðla þannig að betra heilbrigði á Íslandi. Í rannsóknum sem fram hafa farið á flúor hefur nefnilega meðal annars komið í ljós, að flúor letur sáðfrumur og gerir þær nær óvirkar eða jafnvel óvirkar. Það skyldi þó ekki vera að flúor væri sökudólgurinn í þessu alvarlega máli sáðfrumnanna dönsku? Og þá um leið þeirra íslensku líka? Sífellt fleiri þurfa á gervifrjóvgun að halda. Hvers vegna er það? Almennur krankleiki ungs fólks er staðreynd. Hjartasjúkum fjölgar og aldur fær- ist neðar. Krabbameinstilfellum fjölgar og aldur færist neðar. Gigt- artilfellum af öllum toga fjölgar og aldur færist neðar. Skyldi flúor eitt- hvað hafa með þetta allt að gera? Rannsóknir hafa sýnt að flúor gæti átt stóran þátt í öllu þessu. Og hvað- an kemur allur þessi misþroski og öll þessi ofvirkni í dag? Það hefur nefni- lega komið fram í rannsóknum að flúor veldur heilaskaða, vegna þess að flúor hemur frumuöndun í líkam- anum. Og þar sem heilinn tekur 25% af því súrefni sem við öndum að okk- ur og reyndar meira hjá ungbörnum þar sem heilinn er að þroskast sýnist mér ekki þurfa neinn sérfræðing til að sjá hverjar afleiðingarnar verða. Og flúor er troðið í sífellt yngri börn. Getur verið að flúor eigi þarna ein- hverja sök? Hvað erum við að gera afkomendum okkar? Er þeim sem halda þessu efni að fólki alveg sama um manneskjurnar eða vita þeir kannski ekki betur? Ég þekki enga rannsókn sem sannar að flúor geri glerungi á tönnum gott, enda hvern- ig á efni sem brennir sig í gegnum gler að vernda glerung tanna? Ég er ekki að segja að flúor sé eini orsaka- valdur að heilsutjóni manna, þar kemur fleira til, svo sem skortur vít- amína og steinefna vegna breytinga á fæðuvali. En ég held að flúor eigi stærri þátt í almennu heilsuleysi, sáðfrumuletinni og ófrjóseminni en margan grunar. Í Bandaríkjunum hefur flúor t.d. verið tekið út úr skólakerfinu vegna þess að flúor er viðurkennt skaðlegt eiturefni og því hægt að fara í mál við yfirvöld vegna þess. Sagt er að flúor valdi heilsutjóni sem ekki verði leið- rétt til baka, vegna þess að flúor hleðst upp í líkamanum. Ég ætla ekki hér og nú að telja upp allan þann óhugnað sem rannsóknir hafa sýnt fram á að flúor geti valdið okkur mönnunum, en ég vonast til að þessi mál verði litin alvarlegum augum og skora á Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra að láta skoða þau áður en skaðinn verður svo mikill að ekki verður aftur snúið. Ég vona að við Íslendingar viljum geta fjölgað okk- ur á eðlilegan hátt í framtíðinni. Ís- land í forystu með heilbrigða þegna, án flúors. AÐALSTEINN BERGDAL, leikari. Hvað erum við að gera? Frá Aðalsteini Bergdal leikara:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.