Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 76
ÍÞRÓTTIR
76 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRASILÍSKI sókn-
armaðurinn Ailton, sem
leikur með Werder
Bremen og er marka-
hæsti leikmaður þýsku
Bundesligunnar, á sér
þann draum að leika
með Þjóðverjum í úr-
slitakeppni HM sem
fram fer í Þýskalandi
2006.
Ailton, sem þrítugur
og hefur skorað 14
mörk á leiktíðinni, seg-
ist gjarnan vilja gerast
þýskur ríkisborgari og
eiga þar með möguleika á að kom-
ast í þýska landsliðið.
Ailton hefur verið í herbúðum
Werder Bremen frá
árinu 1998 en á næstu
leiktíð söðlar hann um
og gengur til liðs við
Schalke en hann hefur
þegar gert samning við
félagið.
Ailton hefur aldrei
fengið að spreyta sig
með landsliði Brasilíu
en hann segist geta
orðið Þjóðverjum að
liði.
„Það yrði mikill
heiður að spila fyrir
Þýskaland og það yrði
ekkert vandamál fyrir mig að
skipta um þjóðerni eftir fimm ára
dvöl í landinu,“ segir Ailton.
Ailton vill spila með
Þjóðverjum á HM
Ailton
FÓLK
ÓLAFUR Stefánsson skoraði 7
mörk, þar af 4 úr vítaköstum, fyrir
Ciudad Real þegar liðið sigraði
Valencia, 33:27, á útivelli í spænsku
1. deildinni í handknattleik í fyrra-
kvöld.
BARCELONA fylgir Ciudad Real
eins og skugginn en Börsungar
unnu öruggan heimasigur á Alm-
ería, 35:27. Iker Romero skoraði 8
mörk fyrir Barcelona og þeir Ja-
rome Fernandez og Enric Masip
gerðu 6 hver. Ciudad Real er með
26 stig í efsta sæti, Barcelona 25 og
þar á eftir koma Ademar Leon og
Portland San Antonio með 21 stig.
PAUL McShane, skoski miðvall-
arleikmaðurinn sem leikið hefur
með Grindvíkingum undanfarin ár
í efstu deild í knattspyrnu, hefur
gert nýjan samning við Grindavík-
urliðið og gildir samningurinn til
ársins 2006.
LEICESTER City hefur sýnt
áhuga á að kaupa enska landsliðs-
manninn Nicky Butt frá Manchest-
er United. Butt hefur fengið fá
tækifæri með Englandsmeisturun-
um á leiktíðinni og hefur hann látið
hafa eftir sér að hann kunni að róa
á önnur mið. Micky Adams, stjóri
Leicester, er sagður tilbúinn að
greiða 3 milljónir punda fyrir
miðjumanninn.
SIR Bobby Robson, knattspyrnu-
stjóri Newcastle, vill sömuleiðis
klófesta Nicky Butt og hefur heyrst
úr herbúðum þeirra röndóttu að
Newcastle ætli að bjóða Manchest-
er United 7 milljónir punda í Butt,
sem er 29 ára gamall og hefur spil-
að 31 leik með enska landsliðinu.
KEVIN Kuranyi, framherji
Stuttgart, toppliðsins í þýsku
Bundesligunni í knattspyrnu, hefur
ákveðið að skrifa undir nýjan samn-
ing við Stuttgart að sögn Karl-
Heinz Försters, umboðsmanns leik-
mannsins. Mörg félög hafa á und-
anförnum misserum borið víurnar í
Kuranyi, sem er fæddur í Brasilíu,
þar á meðal ítölsku liðin AC Milan
og Inter ásamt þýsku liðunum
Dortmund, Leverkusen og
Schalke.
FULHAM hefur augastað á
franska leikmanninum Emmanuelle
Petit, miðvallarleikmanni Chelsea.
Petit hefur lítið leikið með liðinu –
þar sem hann hefur verið meiddur.
THIERRY Henry, miðherji Ars-
enal, var í gær útnefndur Knatt-
spyrnumaður ársins í Evrópu hjá
franska blaðinu Onze Mondial og
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, var útnefndur þjálfari árs-
ins. Þeir leikmenn sem fengu flest
atkvæði voru Thierry Henry
34,25%, Zinedine Zidane (Real
Madrid) 18,35%, David Beckham
(Real Madrid) 13,95%, Pavel Ned-
ved (Juventus) 9,1%, Raul (Real
Madrid) 6,9%, Ruud van Nistelrooy
(Man. Utd.) 5,65%.
ÞRÁTT fyrir að Bayern
München hafi náð sigri á
Anderlecht og komist áfram í
16-liða úrslit, eru Bæjarar
áhyggjufullir. Franz Becken-
bauer, forseti liðsins, sagðist
vera ánægður með að liðið
komst áfram, en ekki með
hvernig það leikur. „Það sem
ég sá, var ekki líkt þeirri
knattspyrnu sem ég óska eftir
að horfa á. Ef liðið heldur
áfram á þessari braut geta
leikmenn gleymt einhverjum
frama í meistaradeildinni.“
Oliver Kahn, fyrirliði liðs-
ins, segir að leikmenn hafi
leikið af fimmtíu prósent getu
gegn Anderlecht.
Áhyggjur
Bæjara
Drátturinn verður með þeimhætti að liðin sem höfnuðu í
efsta sæti í riðlunum átta dragast
á móti liðunum sem lentu í öðru
sæti en þó geta lið ekki dregist
saman sem voru í sama riðli, til að
mynda Manchester United og
Stuttgart, og heldur ekki lið frá
sama þjóðlandi. Þannig er það
ljóst að ensku liðin Arsenal,
Chelsea og Manchester United
dragast ekki saman og heldur ekki
Evrópumeistarar AC Milan og
Ítalíumeistarar Juventus.
Eins og fyrr segir eiga Spán-
verjar flesta fulltrúa í 16 liða úr-
slitunum – fjögur lið frá Spáni
verða í pottinum í dag, þrjú ensk,
tvö ítölsk, tvö þýsk, tvö frönsk og
eitt frá Tékklandi, Portúgal og
Rússlandi.
Sigurvegarar riðlanna
Lyon (Frakklandi)
Arsenal (Englandi)
Mónakó (Frakklandi)
Juventus (Ítalíu)
Man. Utd (Englandi)
Real Madrid (Spáni)
Chelsea (Englandi)
AC Milan (Ítalíu)
Liðin í öðru sæti
Bayern München (Þýskalandi)
Lokomotiv (Rússlandi)
Deportivo (Spáni)
Real Sociedad (Spáni)
Stuttgart (Þýskalandi)
Porto (Portúgal)
Sparta Prag (Tékklandi)
Celta Vigo (Spáni)
Fyrri leikirnir í 16 liða úrslit-
unum fara fram 24. og 25. febrúar
og síðari leikir 9. og 10. mars. Lið-
in sem lentu í öðru sæti í riðla-
keppninni fá fyrst heimaleik.
8 liða úrslitin eru á dagskrá 23.
og 24. mars og 6. og 7. apríl. Und-
anúrslitin 20. og 21. apríl og 4. og
5. maí og úrslitaleikurinn fer fram
í Gelsenkirchen í Þýskalandi,
heimavelli Schalke, 26. maí.
Sterk lið í
UEFA-keppninni
Þá verður í dag dregið til 32 liða
úrslitanna í UEFA-keppninni en
mörg sterk sterk lið eru í keppn-
inni. Liðin átta sem lentu í þriðja
sæti í riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar koma inn í UEFA-keppn-
ina og verða í styrkleikaflokki eitt
ásamt öðrum átta félögum sem
samkvæmt sérstökum stigaút-
reikningi eru í efstu sætum. Liðin
sem eru í styrkleikaflokki eitt og
geta þannig ekki lent saman eru:
Celtic, Inter, PSV, Galatasaray,
Panathinaikos, Marseille, Besikt-
as, Club Brugge, Barcelona, Liver-
pool, Roma, Parma, Mallorca, Bor-
deaux og Newcastle.
Meðal liða í öðrum styrkleika-
flokki eru Rosenborg, Bröndby,
Auxerre, Benfica og Vålerenga.
Dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag og í UEFA-keppninni
Mikil spenna í Nyon
UM hádegisbil í dag verður
dregið í 16 liða úrslit Meist-
aradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu og í 32 liða úrslit í
UEFA-keppninni í höfuðstöðv-
um evrópska knattspyrnu-
sambandsins, UEFA, í Nyon í
Sviss. Spánverjar eiga fjögur
lið í Meistaradeildinni, Real
Madrid, Celta Vigo, Deportivo
La Coruna og Real Sociedad.
Englendingar þrjú – Manchest-
er United, Arsenal og Chelsea.
Ítalir eiga liðin tvö lið – Evr-
ópumeistara AC Milan, sem
vann Juventus í úrslitaleik sl.
keppnistímabil í vítaspyrnu-
keppni á Old Trafford.
AP
Jimmy Floyd Hasselbaink, leikmaður Chelsea, gengur af leik-
velli undir regnhlíf í Gelsenkirchen í Þýskalandi – til að verjast
smápeningakasti tyrkneskra áhorfenda.
Ruud van Nistelrooy skorar mark sitt gegn Stuttgart og jafnar markamet Denis Law.