Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 85

Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 85
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 85 TALAÐ hefur verið um visnun ís- lenska hipp-hoppsins vegna þess að færri slíkar plötur koma út í ár en síð- ustu tvö ár. Það er rangt. Enn er líf í rótum hipp-hopps- ins á Íslandi og sums staðar blómstar það og dafnar meira en nokkru sinni áður. Sönnun þess er nýja platan norðlensku Skyttnanna. Illgresi er spennandi hipp-hopp plata, ævintýraleg, þétt, svöl, gríp- andi, fyndin og ófyrirsjáanleg. Rappið er blátt áfram, skeleggt og taktvisst. Textarnir íslenskir, heim- spekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna. Heilræðavísur, samfélags- rýni, skot í allar áttir, á frægðar- drauma, þotugengi, kaupæði og tjokkópakkið. Aldrei þó farið yfir markið, aldrei gripið til gífuryrða eða nærgöngulla og persónugerðra árása eins og hingað til hefur virst nauðsyn í íslensku hipp-hoppi. Nei, þær kunna sig Skytturnar. Eru þroskaðir strákar. Og talandi um þroska þá er tón- listin sér kapítuli út af fyrir sig því sjaldan hefur hún fundist safaríkari og frjórri á íslenskri hipp-hopp- plötu. Segja má að þeir Sadjei og Nolem sem eiga víst heiðurinn að tónlistinni framar öðrum hafi unnið þar minni háttar kraftaverk því þeir afreka með glæsibrag það sem svo mörgum öðrum hefur mistekist, að brúa bilið milli hipp-hopps og gít- arpoppsins. Takturinn – helst of til- breytingalaus á köflum – er alltaf með djúpar rætur í hipp-hoppinu en er býsna Bonham-legur á köflum sem er vel viðeigandi. Sömplun Sadjei er hófstillt en alltaf áhrifa- aukandi og frjó. Það er samt fjöl- breyttur, lífrænn og leitandi gítar- leikur Nolems sem gefur tónlistinni það gildi sem vegur hana uppyfir flest annað sem maður hefur heyrt í íslensku hipp-hoppi og gerir tónlist- ina að einhverju alveg nýju. Þetta er ekki flókin tónlist og í sjálfu sér ekkert framandi. Lögin eru grípandi, hreint ferlega ávana- bindandi og við hverja hlustun finn- ur maður sér nýtt uppáhaldslag. Fyrst var það „Logn á undan storm- inum“ hjá mér enda gefur það um margt tóninn um þá snilld sem á eft- ir fylgir. Þar er líka gott dæmi um hversu mikið gítarstef Nolems gera fyrir tónlist Skyttnanna. Svo féll ég fyrir næsta lagi á eftir, „Týndur meðal fólksins“, ekki síst fyrir frá- bæran takt og snjallan texta um hvernig við erum öll steypt í sama mót af samfélaginu. Þá kveikti ég á „Ég ætla aldrei“, sem byggist á gömlu Chicago-lagi!, og tek heils- hugar undir með þeim Skyttum. Ég ætla ekki heldur að verða eins og þeir. A-ess fyllir „Guðlast“ af sál en um þessar mundir held ég ekki vatni yfir snilldinni sem „Ólíklegur lífleg- ur“ er en þar rís kannski hæst gít- arsmekkvísi Nolems. Hipp-hopp og Mogwai saman í bræðingi. Þvílík snilld. Þótt lítið hafi borið á Skyttunum síðasta veifið þá eru þær meðal frumkvöðla í íslensku hipp-hoppi og með þessari fyrstu alvöru breiðskífu sinni Illgresi hafa þær lagt línurnar um framtíð íslenska hipp-hoppsins. Magnað hvað það sem þeir kalla ill- gresi er blómlegt þarna fyrir norð- an. Tónlist Blómstr- andi illgresi Skytturnar Illgresið Bitra/Sonet Skytturnar eru: Raddir, textar: Heimir Bjéjoð, Hlynur, GLS. Forritun, sömpl: Sadjei. Gítar: Nolem. Rafmagnspíanó, orgel: Styrmir. Einnig koma fram Diddi fel, Class B, Byrkir, a-ess. Lög eftir Skytt- urnar. Upptökustjórn Sadjei. Útsetningar og hljóðblöndun Sadjei og Nolem. Útgef- andi Bitra og Sonet. Dreifing Sonet. Skarphéðinn Guðmundsson AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. ÁLFABAKKI Kl. 8 og 10.15. B.i. 12. KEFLAVÍK Kl. 5.30, 8 og 10.30. KEFLAVÍK Kl. 10.15. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd Kl. 8. B.i. 16. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill KRINGLAN Sýnd Kl. 9 og 11.15. B.i. 16. Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. „100% ÓMISSANDI“ NEWS OF THE WORLD KRINGLAN Sýnd kl. 4.50 og 6.55. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ HJ. Mbl ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ??  HJ.MBL Kvikmyndir.isGH. Kvikmyndir.com Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frumsýning  Kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.