Vísir - 03.01.1981, Síða 2

Vísir - 03.01.1981, Síða 2
2 Laugardagur 3. janúar 1981 'VrsiR mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmjmmmmmmmmr^mmmmmmmmmammmmmrmmmmmmmmimmmmmmmmmmmjmmmmmmmwmmmmm-mmmmmmmmmmmmmmmz^mmmmmmmmm^^-rn Sovéska skákvélin ad verða bensínlaus? ólympiuskákmótinu á Möltu er nú nýlokið og uröu úrslit þau, svo sem flestir höföu spáö, aö Sovétmenn endurheimtu ólympiumeistaratitilinn sem þeir misstu fyrir tveimur árum i hendur Ungverja. Sovéska skákvélin haföi fram aö þvi unniö öll þau ólympiuskákmót sem hún tók yfirleitt þátt i og þvi var ósigurinn i Buenos Aires 1978 gifurlegt áfall. Heima i Sovétrikjunum lék allt á reiöi- skálfi, ástæöur ósigursins voru skilgreindar ofan i kjölinn og reynt aö finna leiöir til úrbóta. Annaö eins haföi ekki gengiö á siöan Bóris Spasskij tapaöi heimsmeistaratitlinum til jórtr- 'andi Kana áriö 1972 og þvi var þaö kaldhæöni örlaganna aö Spasskij skyldi vera á efsta boröi þeirrar sovésku sveitar sem fyrst tapaöi titlinum dýr- mæta. Fyrir ólympiumótiö. á Möltu var gripiö til mikilla „hreinsana” i sóvésku skák- sveitinni og aðeins einn stór- meistaranna frá Buenois Aires hélt sæti sinu: Lev Pólúgaévskij. Margir höföu einmitt reynt aö afsaka útreiöina 1978 meö þvi aö Sovét- mönnum heföi ekki veriö unnt aö tefla fram sinni sterkustu sveit þar eö á sama eöa svipuö- um tima stóö heimsmeistara einvigiö á Filipseyjum yfir og þar voru bundnir nokkrir sterk- ustu skákmennirnir, heims- meistarinn Karpov, Mikhæl Tal, Júrij Balasjov... Aörir bentu á aö þessi skýring væri léttvæg: sveit heföi innan sinnan vé- banda Sapsskij, Petrósjan, Pólúgaévskij, Gúljkó, Rómanisjin og Vaganjan hefði átt aö geta unnið og þaö létti- lega. Hvaö um þaö, nú skyldi harma hefnt og einskis látiö ófreistað til aö ná þvi markmiöi. Meöal þess sem taliö var nauö- synlegt aö fórna voru Spasskij og Petrósjan, máttarstólpar sovésku ólympiusveitarinnar siöan sautjánhundruö og súrkál en þeir voru ekki valdir i liðiö. Mikhæl Tal hélt gamla sætinu sinu meö naumindum en annars var sveitin þannig skipuö: Karpov, Pólúgaévskij, Tal, Géller, Balasjóv og Kasparov. Ungverjar skyldu beygöir i duftiö. Og satt var þaö, sigur vannst. Þaö var hins vegar aumur sigur og jafnvel verri en enginn. Þeg- ar upp var staðiö voru erki- fjendurnir Sovétmenn og Ung- verjar jafnir aö vinningum en meö stigaútreikningi, sem vel má telja vafasaman, voru Sovétar úrskurðaöir sigurveg- arar. Nú er sýnt að afsakanirn- ar frá ’78 gilda ekki: teflt var fram þvi liöi sem talið var öflugast og i meira lagi óliklegt aö nærvera Spasskijs og Petrósjans heföi breytt nokkru. A hinn bóginn mætti ætla að menn eins og Romanisjin eöa Beljavskij (fyrir utan náttúr- lega Guljkó sem þvi miöur er undir járnhæl stjórnvalda vegna beiöni sinnar um brott- fararleyfi frá Sovétrlkjum heföu komiö aö skárra gagni en til dæmis margútnefndur jafn- tefliskóngurinn Júrij Balasjov. En sem áöur segir slikar hug- leiðingar eru litils viröi og engar afsakanir gildar sveitin stóö sig barasta ekki betur en svo að meö naumindum og miklum naumindum, tókst aö merja sig- ur. Hvað veldur? Fyrst og fremst (aö þvi er séö veröur) unglingavandamálið. Siöustu tiuár, já lengur: siöustu tuttugu ár hafa sovésk skákyfir- völd átt við að striöa mikiö og erfitt unglingavandamál, fáir einir ungir skákmeistarar sem fram hafa komiö standast gömlu kempunum Bótvinnik, Bronstein, Smyrslov, Tal, Petrosjan, Spasskij, Korschnoi og þeim öllum snúning, aö und- anskildum Karpov raunar eng- inn af viölika kaliber. 1 tiu löng ár, 1960-70, gerðist akkúrat ekki neitt, ekki nokkur einasti ungur og efnilegur kappi birtist á sjónvarsviöinu og þaö var fariö aö fara um skákyfir- völd. Skömmu fyrir 1970 fór aö birta til, þá streymdu til taflsins heilir herskarar ungra metn- aöargjarnra unglinga og stór- meistaratitilum fjölgaði og fjölgaði og fjölgaöi. En þaö var lika næstum þvi þaö eina sem geröist. Ungu mennirnir ekki vandanum vaxnir. Þaö er einkenni þeirra ungu manna sem talist hafa til tið- inda undangengin tiu ár, og um leið drjúgur höfuöverkur yfir- valda, aö þeir hafa skotist upp á stjörnuhimininn á leifturhraða en fá siöan ekki fótað sig á festingunni og hrapa aftur niður i meöalmennskuna meö jafn- skjótum hætti og þeir komu það- an. Nefna má Rafael Vaganjan og Vladimir Túkmakov um 1970, Boris Savon um svipað leyti, Gennadi Kúsjmin nokkru siöar, þá Alexander Beljavskij, Óleg Romanisjin og Alexander Kotsjev, siðan til aö mynda Valerij Tékhov og Jósif Dorf- man. Sumum þessara skák- meistara hefur að visu tekist aö vinna sig upp á nýjan leik, Romanisjin, Vaganjan Belja- vskij, en stöðugleikinn er viös- fjarri og auk Karpovs er það að- eins Júrij Balsjov sem reynst hefur sæmilega traustur, en hann er orðinn 36 ára gamall og aukin heldur með allra liflaus- asta móti Milli „gamla lifvarðarins” og ungu mannanna hefur myndast bil og nú, er þeir gömlu fara að láta örlitið undan siga (furðulit- iö þó) en þeir ungu hrjáöir af ó- er rauninni aðeins Karpov sem yfirvöld hafa getaö treyst á hverju sem gekk. Og hjálpi þeim nú ýmsir heilagir. — A siö- asta ári, 1980, sýndi Karpov nokkúr merki þess, að hann væri hreint ekki óbrigöull, held- ur mannlegur og gerði stundum mistök. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Austur i Bakú við Kaspihaf var að uppalast strák- ur sem skírður hafði veriö Garri Waeinstein. Þegar sýnt aö strákur var liklegur til mikilla afreka viö skákborðið þótti ekki annaö sæma en að skipta um nafn á honum, ekki gátu anti- semltiskir Sovétmennirnir hugsaö sér aö sitja ef til vill uppi með heimsmeistara sem héti þessi gyöinglega nafni. Hann hefur siöan heitið Kasparov, er 17 ára gamall stórmeistari (Fischervar 15 ára, Spasskij 18 og Karpov 19) og bjargaði þvi sem bjargaö varö á ólympiu- skákmótinu á Möltu. Auk Kasparovs, sem hlýtur aö teljast sér á parti: drengurinn er fenómen, eiga Sovétmenn sosum marga unga og upprenn- andi skákmeistara og ýmsir þeirra fyrrnefndu þar ofan á ekki búnir að taka út allan sinn þroska. Hæst þeirra yngstu ber i svipinn Artúr Júsúpov, rúmlega tvitugur stórmeistari, sem varð heimsmeistari unglinga árið 1978, i ööru sæti á skákþingi Sovétrikjanna 1979 og hefur staöiö sig ágætlega siöan. Nú er að vita hvort hann fer sömu leið og til dæmis Kúsjmin og Túkmakov sem eitt sinn voru taldir hugsanlegir heimsmeist- arar en ekki lengur, og þá lika félagar Júsupovs á svipuðum aldri, kannski fyrst og fremst Sergej Dolmatov, heimsmeist- ari unglinga 1977. Annars hefur reynslan sýnt aö engin leiö er aö átta sig á þvi hverjir sovésku skákmannanna ná lengst, ein- mitt vegna óstöðugleikans, og eins gætu það oröiö einhverjir i hópi hinna litt þekktu sem smátt og smátt ynnu sig á toppinn. Af þeim er nóg framboö: Makaritév, Panténkó, Kúpreitsjik, Mikhælisjin, Palatnik, Rsúvév, Georgadse, allir stórmeistarar eöa þá hinir almennu Timosénkó, Mark og Mikhæl Tseitlin, Alexander Térnin etc. etc., etc., Viö fjöl- marga stráklinga, um eöa innan viö tvitugt eru og bundnar mikl- ar vonir: Asmajparasvili, Kúnetov, Salov, Andrianov og Pigusov og aftur etc. Og kannski verða þaö einhverjir ókunnir Vesturlandabúum enná sem um siðir skara fram úr. Spurningin er bara: verða þeir skilyröislaust fremri taflsjúkl- ingum annarra þjóöa? Til dæm- is Ungverja. —IJtóksaman. Lennon er látinn — Hfi Lcnnon „John Lennon. — Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig". Þessi orð sá ég skrifuð á litla mynd af hinum nýlátna hljómlistarmanni. Myndin var í eigu fertugs kaupmanns og hann hafði komið henni fyrir ásamt áletruninni í búðarglugga sínum. — Þannig fór þessi breski kaupmaður að þvi að votta hinum látna virðingu sína. Þessi litla mynd festist mér í minni. Hún vakti at- hygli minaá þvísem ég raunarvissi ofboð vel fyrir, að Lennon og Bítlarnir voru goðumlíkar þjóðhetjur í heimalandi sínu. Kaupmaðurinn var að sjálfsögðu ekkert einsdæmi. Hann var bara einn af milljónum Breta sem sáu í Bítlunum fyrirmynd og stolt. Fyrir löngu eru menn hættir að óskapast yfir Bitlunum. Sítt hár og óvenjuleg uppátæki nægðu auðvitað til að hneyksla marga.Menn töluðu um þá af lítilli virðingu. Eldri kynslóðin sá í þeim tákn og imynd hnignandi vestrænnar menningar. En allt er þetta fyrir bí. Morð 24. hverja mínútu Einhver sagöi aö Lennon heföi dáiö sérstaklega ameriskum dauödaga. Hann var skotinn til bana i landi, þar sem menn eru myrtir 24. hverja minútu sam- kvæmt einhverjum tölum sem ég sá um daginn. Lennon haföi búiö i New York siöustu árin og undi hag sinum þar hið besta, að sögn kunnugra. 1 New York fann hann Liverpool æsku sinn- ar, fulla af ævintýrum, nýjung- um og margbreytilegu mannlifi. Eitthvert blaðiö, haföi þaö eftir gömlum skólastjóra Lennons, sem þekkti hann vel, að svona dauödagi hefði sennilega ekki veriö honum á móti skapi. „Ég get ekki imyndaö mér Lennon visna og fölna og hverfa loks á braut, aldurhniginn og saddan lifdaga”, sagöi hann. Ullin í geitarhúsinu Þaö væri likt og aö fara i geitarhús aö leita ullar, aö fletta upp i breska blaöinu The Econo- mist, til aö finna poppfréttir. Economist fjallar um pólitík og efnahagsmál af miklu viti. En popp. Hreint alls ekki! Aldrei hef ég heldur vitaö til aö stór- blaöiö The Times legöi sig niö- ur viö aö skrifa um popp. Þetta viröulega blaö, sem sagt er aö geti ráöiö veraldargengi heilu rikisstjórnanna, hefur um ann- aö aö skrifa. Viö andlát John Lennons töldu þó þessi blöö bæöi ástæöu til aö f jalla um málin i leiöurum sinum, jafnt og i almennum frá- sögnum. John Lennon var nefni- lega ekki bara neitt popp. Hann var dýrkaöur. Hann og félagar hans hófu nýtt timabil. Meö láti hans hlýtur þvi menn aö setja hljóöa. Aðdáun Stjórnmálafræöilektor frá Oxford, fyrrverandi sendiherra Breta i Washington, orkumála- ráöherra og skugga-mennta- málaráöherra. Hvaö eiga þessir einstaklingar sameiginlegt? Fátt viröist mér nema aö þau eru öll á aldrinum 35-45 ára. Og þau komu öll fram i sjónvarps- þætti fyrir skömmu til aö svara spurningum sjónvarpsáhorf- enda. Fyrsta spurningin sem sett var fram var þessi: Hvaö segiö þiö um dauöa Johns Lenn- ons? Og svar allra var hiö sama: Viö söknum hans, viö teljum aö hann hafi veriö mikil- menni. Meö öörum oröum. Þennan mislita hóp sameinaði eitt. Aödáunin á John Lennon. Svörin heföu sennilega ekki Einar K. Guö- finnsson skrif ar frá Bret- landi. vakiö hjá mér neina athygli ef þátt heföu tekiö plötusnúöar eöa einhverjir valinkunnir popp- áhugamenn. En þetta fólk sem fyrr er nefnt, hefur veriö þekkt aö ööru en poppáhuga. Þessi sjónvarpsþáttur sýndi mér meö öðru hvilikrar aödáunar Lennon naut. Líktog morðið á Kennedy Þaö má kannski merkilegt heita hve dauöi Johns Lennon hefur vakiö mikla athygli. Peter Jay, fyrrum sendiherra Breta I Bandarikjunum, sagöi i sjón- varpsþættinum sem ég vék fyrr aðy aö dauöi Johns Lennons markaöi álika timamót og morðiö á Kennedy. — Flestir muna hvar þeir voru staddir, jafnvel enn þann dag i dag, þeg- ar þeir spuröu lát Kennedys. Svipaö trúi ég, aö verði meö lát Lennons. Menn munu minnast þess jafnvel aö mörgum árum liðnum hvar þeir voru, er þeim voru sögö tlöindin, sagöi Jay. Þaö er kannski undarlegt, vegna þess aö Lennon hefur haft hljótt um sig undanfarin ár. Bitlarnir voru löngu hættir. Hljómsveitin var leyst upp áriö 1971, endanlega og 1966 spiluöu þeir siöast saman á hljómleik- um. Heil kynslóö popp-unglinga hefur vaxiö úr grasi siöan. Krakkarnir sem nú eru aö byrja aö þyrpast á skemmtistaði voru vart talandi þegar bltlaæðið reiö yfir. En samt syrgja menn Lennon. Auövitaö má segja sem svo aö þó Lennon deyi, þá lifi lögin hans og textarnir. En fleira kemur til, sem veldur þvi aö hans er nú minnst um gjörvalla heimsbyggöina, og ekki sist i heimabyggöinni Bretlandi. Tilkoma Bitlanna markaöi timamót. Rokk'timabilið þegar hinn ókrýndi konungur nefndist Elvis Presley, var ameriskt timabil. Þessu breyttu Bitlarn- ir. Helgimyndabrjótar Bretland varö miðstöö popps- ins. Liverpool, iönaðarborg og kunn af engu ööru, varð skyndi- lega miödepill alheimsins. Fjór- ir ungir menn, sem klæddust ööruvisi en allir aðrir, hegðuðu sér ööruvisi og frömdu annars konar músik, breyttu popp- heimsmyndinni. Bretland er land margra mál- lýska. Fólk frá Liverpool talar meö öörum hreim en fólk frá Suöur Englandi o.s.frv.. Hreimurinn þeirra i Liverpool hefur aldrei þótt sérlega fagur, en Bitlunum fjórum var sama. Þeir geröu ekkert til aö breyta honum og sögöu þvi öllu mál- lýskusnobbi strið á hendur. Auðvitaö voru þeir ekki fyrstu ungu mennirnir af óbreyttu bergi brotnir sem geröu garöinn frægan . En fordæmi þeirra auðveldaði mörgum góöum drengnum leiöina. Þaö braut niöur múra á milli stööuhópa og fólks frá ólikum landssvæðum. Og framkoma þeirra átti sinn þátt i aö gera unglinga aö sér- stökum hópi, meö unglinga- vandamál, unglingaþarfir og allt þaö sem allir hamast viö aö tala um nú um stundir. Bitlabyltingin, sem hófst upp úr 1960, er auðvitað afstaðin. Mússikin er oröin hluti af menn- ingunni og viðtekinn er sá sann- leikur, aö kalla, aö Bitlarnir séu snar þáttur samtimasögu okk- ar. John Lennon lék aöalhlut- verk i þessari velheppnuöu bylt- ingu, sagöi The Times i grein um hann látinn. Þess vegna syrgja menn fráfall hans. EKG Skömmu fyrir moröiö gaf Lennon væntanlegum moröingja sinum, Mark David Chapman, eiginhandaráritun. Þá var þessi mynd tekin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.