Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. janúar 1981 vlsnt 3 Það gerðist í baðkarinu... Baðherbergið er vanmetið oft á tiðum og þá ekki siður baðkar- ið sjálft. Auðveldlega má leiða að þvi rök að baðkarið hafi haft veruleg og áfmáanleg áhrif á veraldarsöguna. Ýmsir merkir atburöir hafa átt sér stað i bað- herberginu. Viljiði heyra? Heimildir innan griskrar goðafræði herma að Medea hafi myrt frænda Jasons, Pelias Þessalinikíukóng, með þvi að búa honum bað með ógurlegu eitri sem hún sagði að myndi endurlifga æsku hans. Annað kvenskass griskrar goðafræði, Klýtemnestra, myrti eiginmann sinn, sjálfan Agamemnon, með þvi að greiða honum tvö axarhögg þar sem hann lá i baði sinu og hafði það notalegt. Þá var Agamemnon nýkominn heim úr Trójustrlð- Griski vi'sindamaðurinn Arkimedes sat eitt sinn i baö- kari sinu og velti vöngum um eðlisfræði. Skyndilega datt hon- um dálitið i hug: að skrokkur sem sökkt er i vökva léttist um þyng þess vökva sem hann ryð- ur frá sér. Arkimedes fannst þetta svo gott hjá sér að hann stökk upp úr baðinu, hljóp alls- nakinn um götur Sýrakúsu og skrækti „EVREKA. (Ég hef fundið það?) Eftir að Arabar lögðu Alexandríu undir sig er sagt aö þeir hafi brennt 700 þúsund bæk- ur hins fræga bókasafns borgar- innar til þess að halda hita á hinum 4000 almenningsbaðstöð- um borgarinnar. Anna, drottning Dana, var eiginkona Jakobs I af Englandi. Árið 1615 kviknaði á einhvern hátt eldur i gufum sem stigu upp úr ilmvatnsbaði hennar og drottningin skaddaðist alvar- lega af brunasárum. Benjamin Franklin er talinn hafa flutt fyrsta baðkarið til Ameriku. Hann hannaði það upp á nýtt og samtimaheimildir segja að hann hafi gjarnan setið I baðinu lengi dags við lestur eða skriftir. Jean-Paul Marat var einn aðal manna frönsku byltingar- innar og var hann meöal annars ritstjóri timaritsins L’Ami du peupleog hélt þar fram málstað hins versta ofbeldis. Girondisar svokallaðir urðu að flýja undan honum tilNormandi og þar ráku þeir meðal annars áróður yfir ungri stúlku sem hét Charlotte Corday. Hún sannfærðist um að Marat yrði að deyja og fór tii Parisar til að vinna verkið. Eft- ir aö hafa keypt sér stóran slátrarahnif barði hún að dyrum hjá Marat en hann sat þá i baði sinu, svo sem hann gerði marg- ar klukkustundir á dag til að halda niðri húðsjúkdómi. Marat kallaði Corday til sin og þau ræddu um stjórnmál i nokkrar minútur, þá þreif hún upp hnif- inn og stakk hann til bana. Morgun einn árið 1803 sat Napóelon Bónaparte i baðkari sinu þegar bræður hans Josep og Lucien ruddust inn, ólgandi af bræði vegna bess að beir höfðu þá nýlega heyrt af ráð- gerðum hans að selja Louisina til Bandarikjamanna. Lucien átti hagsmuna að gæta sem nú eyðilögðust og jós skömmum yf- ir keisarann, bróður sinn. Joseph lét ekki sitt eftir liggja og sagði Napóleon að hann gæti endað i útlegð ef hann héldi fast við ákvörðun sina. Er Napoleon heyrði þetta reyndi hann að risa reiðilega upp en féll aftur fyrir sigog skvetti vatni yfir allt her- bergið. Þjónn keisarans ' sem var nærstddur hneig samstund- is i ómegin. Þýska tónskáldið Richard Wagner lá öllum stundum I baði sinu, sem fyllt var af Irlands- mjólk-ilmvatni, meðan hann var að semja óperu sina. Parsifal (1882). Taldi Wagner að óvenjuleg lyktin af ilmvatn- inu, hitinn i baðinu og ilmefni um allt herbergið kæmu hér i viðeigandi skap til að semja tónlistina. Paul Morphy er einn þekktasti skákmaður allra tima, Fischer 19. aldarinnar. Hann var bam aö aldri orðinn meðal sterkustu skákmanna heims og um tvftugt fór hann I fræga reisu um heiminn ogsigr- aði þá alla þekkta skákmenn þess tima. Hann var hins vegar óstöðugur persónuleiki og frá 22ja ára aldri tefldi hann ekki neitt, allt þar til hann lést 1884, þá 47 ára gamall. Morphy var sannfærður um að setið væri á svikráðum viö sig og hélt sig að mestui'einangrun. Dag nokkrun kom hann heim úr gönguferð, fékk sér kalt bað en fékk hjarta- slag og dó. George Joseph Smith byggði lifsafkomu sina á nánast dáleiðsluhæfileikum sinum yfir konum. 1910 hitti hann Bessie Mundi og giftist henni (án þess að geta þess aö hann væri þegar giftur) og lét sig svo hverfa með peninga hennar og föt öll. Tveimurárum siðar hittust þau aö nýju af tilviljun og fóru að búa saman. Smith taldi Bessie á að skrifa erfðaskrá þar sem hann fékk alla hennar peninga og taldi hana siðan á að leita læknis við veiki sem hann sagöi hana þjást af og hún samþykkti. Nokkrum dögum siðar fannst hún látin i baðkari sinu og töldu allir aö hún hefði fengiö kast og drukknað. Smith giftist tvisvar enn og báöar konur hans drukknuðu i baðkerum eftir að hafa liftryggt sig fyrir háa upp- hæð. Þegar faðir annarrar las um dauða hinnar vakti svipaður dauödagibeggjaathyglihans og hann lét lögregluna vita. Smith var dreginn fyrir dóm og tekinn af lifi fyrir morðin á konunum. Hin löglega eiginkona hans, Edith, bar fyrir réttinum að sjaifur hefði Smith aðeins einu sinniá ævinnifariðibaðsvohún vissi til. John Glenn, geimfari, var ár- ið 1964 að berjast fyrir kosningu sinni til öldungadeildar banda- rikjaþings þegar hann rann til i baðkari sinu og slasaðist það mikiðað hann varð að draga sig i hlé og komst ekki á þing fyrr en tiu árum siðar. Vaxiuynd af Marat i baðkarinu. Tilmæli til viöskiptamanna banka og sparisjóöa Vinsamlegast greiðið fyrir gjaldmiðilsskiptum með því að halda gömlu og nýju krónunum aðskildum í öllum greiðslum. Útbúnir hafa verið sérstakir fylgiseðlar til útfyll- ingar fyrir innborganir eða skipti á gömlum seðlum og mynt. Bankar og sparisjóðir Útsalan hefst á mánudag ~wrhli‘rfiiw_ Laugolæk — Sími 3-C3Í7-55

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.