Vísir - 03.01.1981, Page 25

Vísir - 03.01.1981, Page 25
Laugardagur 3. janúar 1981 VÍSIR „Von a Clark Terry meo 17 manna „big band” - Rætt við vernharð Línnet. tormann Jassvakningar „Það er mikill áhugi á jass hér á landi og hann fer vaxandi frem- ur en hitt,’’ sagði Vernharður Linnet, formaður Jassvakningar i samtali við Visi. Jassvakning hélt sina siðustu jasstónleika ársins 1980 á Hótel Borg siðastliðinn mánudag. Það voru Kvartett Guðmundar Ing- ólfssonar og Nýja kompaniið, sem þar komu fram. „Þetta er fyrsta islenska kvöld- ið, sem Jassvakning stendur fyrir", sagði Vernharður. — Þýðir það, að einhver breyt- ing er að verða á hljómleikahaldi ykkar? „Nei, alls ekki. Það er bara, að Stúdentakjallarinn og fleiri, hafa haldið uppi slikum kvöldum, þannig að við höfum einbeitt okk- ur að stærri verkefnum, til dæmis feneum við Bob Magnússon hing- að upp á árinu tilað spila með is- lenskum jasselikurum. Nú er það liðin tið, en við höfum áhuga á að efla jassinn, svo við brugðum á það ráð að halda jasskvöld i anda áðurnefndra staða og munum eft- ir mætti reyna að halda þvi áfram." — Hvernig er rekstri Jass- vakningar háttað? „Við eigum náttúrlega i mikl- um fjárhagsörðugleikum. Það var mjög dýrt aðfá Bob hingaö og þegar fengnar eru erlendar stór- stjörnur þýðir ekkert annað en að fylla minnsta kosti Háskólabió til að slikt standi undir sér. NU svo er annað, að við höfum engan ákveðinn stað fyrir okkar hljóm- leikahald, þannig að við verðum að taka það sem býðst, vinveit- ingahUsin til dæmis sýna þessu engan áhuga, jafnvel þótt á dauö- um kvöldum sé og svo þegar þau fást, þá taka þau mikið fyrir sinn snUð.” — En nU voru þið að efna til samstarfs við Visnavini og SATT, ekki satt? „JU, það er rétt. SATT festi ný- lega kaup á hUsi einu, og við og Visnavinir erum hluthafar þar i, þótt ekki stórir hluthafar, þá komum við inni kaupin eftir okk- ar getu. Annars höfum við átt töluvert samstarf við bæði þessi félög. Fyrir skömmu héldum við sameiginlegt skemmtikvöld i KlUbbnum, sem tókst nokkuð vel. Að minu viti, þvi öll eru þau áhugafélög um rytmatiska tón- list, ég vil ekki segja alþýöutón- list, þarna eru jU sameiginlegir hagsmunir, sem knýja á." — Hvernig fannst Bob Magnús- syni samvinnan viö islenska jass- leikara? „Hann var mjög ánægður með samvinnuna, hún gekk alveg ótrúlega vel. Það var stuttur timi til æfinga, þvi hann taföist, kom ekki til landsins fyrr en að morgni þess dags, er hann átti að koma fram i fyrsta sinn. Honum þótti jassleikararnir standa sig vel, ekki sist þegar litiö er á, að is- lenskur jass hefur ekki mikla rútinu og islenskir jassleikarar hafa ekki tækifæri til að spila á hverju kvöldi. — Hvernig hefur aösóknin ver- ið að jasskvöldunum? „Við þurfum ekki aö kvarta undan þeirri hlið mála, þvi að- sóknin hefur verið góð og hún fer vaxandi, enda virðist áhugi á jass hér á landi vera að aukast." — Hvað er framundan hjá ykk- ur? „Clark Terry kemur i april með 17 manna hljómsveit og verður það i fyrsta sinn, sem stórt „big band" kemur til lslands. Hann mun halda hljómleika, sem vænt- anlega verða i Háskólabió. Siðan er von á plötu með Bob MagnUs- syni um mánaðamótin mars, april, en það eru upptökur frá þeim þrem hljómleikum, sem hann hélt hér á landi. Þá höfum við áhuga á að fá hingað aðrar stórstjörnur og er veriö að athuga það mál. t þvi sambandi erum við einkum með i huga sólóista og þá blásara, sem kæmu til með að spila með islenskum jassleikur- um, svona til að krydda aðeins". — Eitthvað að lokum? „Ekki nema að mig langar til að hvetja islenska jassáhuga- menn að leggja þessu máli lið. Þetta er hundraö prósent áhuga- mennska og ræöst þvi af, að að- sókn ségóð. NUmer eitt er að hafa einhvern visan stað fyrir þessa starfsemi og draumur okkar er að það takist, en þaðhefst ekki nema með sameiginlegu átaki,” sagði Vernharður Linnet. Ö 19 OOÓ .§@151117 A- Jólamyndir 1980 Jasssöngvarinn Frumsýning í Evrópu Skemmtileg — hrifandi, frá- bær tónlist. Sannarlega kvikmyndavið- burður.... NEIL DIAMOND — LUCIE AHANZ. Tónlist: NEIL DIAMOND — Leikstjóri. RICHARD FLEICHER. kl. 3, 6, 9 og 11.10 Islenskur texti ---------..[|i_______________ Trylltir tónar „Disco’’myndin vinsæla meö hinum frábæru „Þorps- búum” kl. 3, 6, 9 og 11.15. ■§@0w *.C LANDAMÆRIN Sérlega spennandi og við- buröahröð ný bandarisk lit- mynd, um kapphlaupið viö að komast yfir mexikönsku landamærin inn i gullland- ið... TELLY SAVALAS, DENNY DE LA PAZ, EDDIE AL- BERT. Leikstjóri: CHRISTOPHER LEITCH. Islenskur texti. Bönnuð börnum. Hækkað verð. Sýnd kl.3.10-5.10-7.10-9.10 og 11.10 --------r§<aBw-,® --------. Hjónaband Mariu Braun Spennandi —- hispurslaus, ný þýsk litmynd gerð af Rainer Werner Fassbinder. Hanna Shygulla — Kiaus Lowitsch Bönnuð innan 12 ára íslenskur texti Sýnd kl. 3, 6, 9, og 11.15. Sími 11384 Jólamynd 1980: „10" Heimsfræg bráöskemmtileg ný, bandarisk gamanmynd i litum og Panavision. Inter- national Film Guide valdi þessa mynd 8. bestu kvik- mynd heimsins s.l. ár. Aöalhlutverk: Bo Derek, Dudley Moore, Julie Andrews. Tvimælalaust ein besta gamanmynd seinni ára. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. ísl. texti Hækkað verö SMIDJUVEGI 1, KÓP. SÍM: 43500 (Útv»g«bwikshú«lnu lutltil I Kópavogi) Ljúf leyndarmál Ný amerisk, lauflétt, gamansöm mynd af djarfara taginu. Marteinn er nýsloppinn úr fangelsi og er kvennaþurfi. Hann ræður sig i vinnu i antikbúð. Yfirboöari hans er kona á miðjum aldri og þar sem Marteinn er mikiö upp á kvenhöndina lendir hann i ástarævintýrum. Leikarar: Jack Benson, Astrid Larson, Joey Civera. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuö innan 16 ára. AÐVÖRUN: Fólki sem likar illa kynlifssenur eöa erotik er eindregiö ráölagt frá þvi aö sjá myndina. Wi Smurbrauðstofan BwlORTSJITMN Njáfsgötu 49 — Sími 15105 Simi50249 Kóngulóarmaðurinn birtistá ný Afarspennandi og bráö- skemmtileg ný amerisk kvikmynd i litum um hinn ævintýralega Kóngulóar- mann. Leikstjóri. Ron Satlof. Aðalhlutverk: Nicholas Hammond, JoAnna Cameron Sýnd kl. 5 og 9 laugardag Sigling hinna dæmdu Afburöaspennandi mynd. Aöalhlutverk: Max von Sy- dow og James Mason Sýnd kl.9 sunnudag Kóngulóarmaðurinn Sýnd kl.5 sunnudag Barnasýning kl.3 Nýtt teiknimyndasafn. Verum viðbúin vetrarakstri Jr™

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.