Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 9
I f £;> - *' "s‘ r> ií h 1 .•’ JJ • 1 Laugardagur 3. janúar 1981 VlSIR 9 1 Tjaldad til einnar nætur Enginn vafi er á þvi', að mark- verðasti atburður síöasta árs á sviði þjóðmálanna var myndun núverandi rikisstjórnar. Hún var mynduð eftir langvarandi stjórnarkreppu. Vert er að rifja það upp, að sú stjórnarkreppa átti sér nokkurn aðdraganda. Um langt skeið hafði sigiö stöð- ugt á ógæfuhliðina i efnahags- málum, raunar allan siðasta áratug, og eftir þvi sem verð- bólgan jókst, breikkaði bilið milli stjórnmálaflokkanna um leiðir til lausnar. Stjórn Geirs Hallgrimssonar 1974-1978 féll vegna óánægju ijósenda með efnahsgsstefnu þeirrar stjórnar. Stjórn ólafs Jóhannessonar sprakk af sömu ástæðum. 1 vetrarkosningunum 1979 var það samdóma álit bæði frambjóðenda og kjósenda, að tekist væri um afstöðu flokk- anna til efnahagsmála. Og stjórnarkreppan siðastliðinn vetur stafaði eingöngu af ósætti flokkanna og ágreiningi um að- gerðir i efnahagsmálum. Sniðug aðferð Sú stjórn sem Gunnar Thor- oddsen myndaði, varö að veru- leika vegna þess að þeim mönn- um og flokkum sem að henni stóðu, tókst að koma sér saman um stjórnarsáttmála, sem kvaö á um, hvað gera skyldi til hjöðn- unar á verðbólgu. Niðurtalning- in varð ofan á, og i stað þess að einblina á skerðingu launa sem lið i efnahagsaðgerðum, var valin sú leið að miöa viö niður- talningu verðlags. Þetta var sniðug aðferð, en ekki að sama skapi raunhæf. 1 upphafi var gerð tilraun til slikrar niðurtalningar. Við- skiptaráðherra lagði fram reglugerð um framkvæmd hennar og hélt i fyrstu fram, að niðurtalningin væri hafin. For- sætisráðherra talaði sannfær- andi um að verðbólgan færi lækkandi og virtist trúa sjálfun sér i þeim efnum. Gagnger endurskoðun Þegar leið á árið, viðurkenndi Tómas Arnason „að niðurtaln- ingin væri i rauninni ekki haf- in”, enda fór það svo, að allar spár kváðu upp úr meö það, að verðbólgan stefndi i 70-80% verðbólgu á næsta ári. Það þarf hvorki stjórnarand- stæðing eða illkvittni i garð rflússtjórnarinnar, til að kom- ast að þeirri niðurstöðum.aö rikisstjórninlét i rauninni aldrei sverfa til stáls gegn veröbólg- unni á siðasta ári. Þetta er stað- reynd, sem allir geta játað. Það var þvi ekki vonum seinna, þegar forsætisráðherra hélt stefnuræðu sina i' október- mánuði, að hann léti sér eftir- farandi orð um munn fara: „Samfara gjaldmiðilsbreyt- ingunni hefur rikisstjórnin i huga margháttaðar efnahags- aðgerðir. Gagnger athugun og endur- skoðun er nú hafin á þeirri við- tæku sjálfvirkni, sem nii á sér stað, ymist samkvæmt lögum, samningum, eða venjum, um verðlag, vexti, kaupgjald, lán og önnur atriði, er verulegu skipta um þróun efnahagsmála. Þessi sjálfvirkni og vixlhækk- anir eiga sinn mikla þátt i verð- þenslunni. Um þessi mál verður haft samráð við J>au samtök, sem hlut eiga að máli”. Unnið er að nyjum visitölu- grundvelli, sem ætti að geta gengið i gildi um áramótin”. gagngera endurskoöun, sem ráðherrann gat um, hafi farið fram og staðið yfir. Hinu var þó ekki leynt, að litið samkomulag virtist vera fyrir hendi til hvaða niðurstöðu endurskoðunin leiddi. Siöustu vikurnar fyrir áramót, var skipuð ráðherra- nefnd, ásamt með fulltrúum svokallaðrar efnahagsmála- nefndar og verulegur meininga- munur var greinilega uppi hjá Framsóknarflokki annars veg- ar og Alþýðubandalagi hins vegar. Sá ágreiningur var einkum fólginn i þvi, að framsóknar- menn lögðu áherslu á allsherj- arniðurtalningu verðlags, vaxta, lána og kaupgjalds, en alþýðubandalagsmenn voru tregir til skerðingar á launa- verðbótum. Forystumenn þeirra siðarnefndu úr verka- lýðsstétt voru skiljanlega li'tið hrifnir af þvi, að virða að vett- ugi þá kjarasamninga, sem undirritaðir voru i nóvember. Menn minnast i þvi sambandi yfirlýsinga Tómasar Arnasonar þess efnis, að afnema ætti allar verðbætur fyrsta desember, og viðbragða verkalýðsforystunn- ar við þeim. Málamiðlun Aður en yfir lauk, var þó sú staða komin upp, að fyrir lá til- laga i ráöherranefndinni um 10% skerðingu á launaverðbót- um sem liður i efnahagstillög- um. Um þessa hugmynd áttu sér stað harðvitug átök i Al- þýðubandalaginu. Sú krafa var að lokum sett fram af hálfu Al- þýðubandalagsins, að rikis- stjórnin felldi út frá og með 1. mars öll skerðingarákvæði Ólafslaga á útreikningi visitöl- unnar, m.a. skerðingu vegna rýrnandi viðskiptakjara, áfeng- is- og tóbakshækkana og laun- um bóndans. Þessu mótmæltu framsóknarmenn mjög ákveðið, enda væru þá Ólafslög að engu orðin. Gunnar Thoroddsen og félag- ar hans höfðu ekki öðru hlut- verki að gegna en ganga á milíi ogleggja íran: sáttatíflögur. Að lokum varð sú tillaga forsætis- ráðherra samþykkt til mála- miðlunar, aö fallast á kröfur Al- þýðubandalagsins, að undan- skildum hækkunum á áfengi og tóbaki. Það gerðist á siðustu stundu og með hangandi hendi. ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar Engin samráð Annar þáttur þessa máls er einnig athyglisverður. Samráð- in við samtök launafólks gleymdust. Nokkrir áhrifamenn i verkalýðshreyfingunni, s.s. Asmundur Stefánsson og Guð- mundur J. Guðmundsson eru i innsta hring Alþýðubandalags- ins, Ásmundur i miðstjórn og Guðmundur iþingflokki. Þannig gátu þeir að einhverju leyti fylgst með þróun mála. En formleg samráð, eins og lög segja fyrir um, og forsætisráð- herra hafði lofað i stefnuræðu sinni, voru engin. Alþýðuflokks- menn i verkalýðshreyfingunni og Björn Þórhallsson varafor- seti ASl. hafa tekið fram, að þeir hafi þá fyrst séð efnahags- tillögurnar, þegar þær lágu fyrir tilbúnar og samþykktar af rikisstjórn. Asmundur Stefáns- on var litt haföur með i ráðum áður en yfir lauk. Febrúarlögin margfrægu Miðað við afstöðu og sam- þykki Alþýðubandalagsins til efnahagstillagnanna, verður að álita, að flokkurinn telji sig hafa tryggingu fyrir þvi, aö verka- lýðshreyfingin muni ekki risa upp gegn þessum ráðstöfunum. Það yrðu mikil tiðindi. Ekki þar fyrir, að einstakir hagsmunaaöilar eigi aö hafa það i hendi sinni, hvaða stefnu rikisstjórn landsins tekur i veigamiklum málum. En sllk viöbrögö verða söguleg með hliðsjón af harkalegri afstöðu Alþýðusambandsins til sam- bærilegra aðgerða fyrri rikis- stjórna, þar sem Alþýðubanda- lagið hefur verið utan dyra. Með núverandi aðgerðum rikisst jórnarinnar er launþega- hreyfingin að gangast undir verri og meiri kjaraskeröingu en stjórn Geirs Hallgrimssonar lagði til með febrúarlögunum margfrægu. Það sem launþegar fá i staðinn, með afnámi á við- skiptak jaraskerðingunni og öðrum breytingum á visitöl- unni, er ekki annaö en það sem hún hafði samkvæmt febrúar- lögunum. Margir fyrirvarar Allt er þetta rakið hér til að undirstrika á hve veikum grunni efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar eru byggðar. Þær eru málamiðlun á siðustu stundu. Auðvitað kann þaö að skipta litlu máli, ef þær bera árangur. Það er sjálfsagt að viðurkenna. Það er vissulega nokkurs virði, ef rlkisstjórn fær hagsmunaaðila I þjóðfélaginu til að fallast á, aö verðbólga verði ekki kveðin niður, nema allir leggist á eitt og kosti nokkru til, einnig launþegar. 1 þvi getur gildi þessara ráöstafana legið. Þær ráðstafanir sem nú hafa verið boðaðar hafa hins vegar á sér fleiri hliðar. Þær eru háðar mörgum fyrirvörum og eru veikburða tilraun, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Þær eru keyptardýru verði: uppbót- arkerfi, fölsku gengi, verðstöðv- un og íullum verðbótum eftir þrjá mánuði. Þær eru ekki var- anlegur uppskurður, heldur verðbólgufrestur um stundar- sakir. Með þessum aðgeröum hefur rikisstjórnin viðurkennt i reynd, að hún hefur enga mótaöa stefnu I efnahagsmálum. Niður- talning launa nær aöeins til þriggja mánaða. Markmið hennar er það eitt að halda verðbólgunni i.horfinu, að hraö- inn aukist ekki frá þvi sem var á siöasta ári. Þetta er ekki háleitt markmið. Albert og Guðrún Spurning dagsins er sú, hvort rikisstjórnin hafi meirihluta á alþingi fyrir bráðabirgðalögum sinum. Ekki sýnist stjórnarand- staðan vera ýkja hrifin, enda ekki hennar hlutverk að greiða götu slfkra mála. Guðrún Helgadóttir segistýmislegt eiga vantalað viö rikisstjórnina. Hvað sem mönnum sýnist um þrákelkni hennar varðandi Gervasonimálið, þá er hún þó alténd sjálfri sér samkvæm. Það sama hlýtur að gilda um „samningana i gildi”. Albert Guðmundsson getur og ráðið úrslitum. Hann hefur ó- bundnar hendur, en varla geta ráöstafanir rikisstjórnarinnar verið fulltrúa atvinnureksturs- ins að skapi. Og vist er, aö Al- bert Guðmundsson lætur ekki kaupa atkvæði sitt. EliertB. Schram. Agreiningur i rikisstjórn Ekki skal dregið I efa, að sú

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.