Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 23
Laugardagur 3. janúar 1981 23 Örtröð I bönkunum fyrir hádegi i gær vegna gjaldmiðilsbreytingar bað var mikið um að vera i peningastofnunum i landinu i gærdag vegna gjaldmiðils- breytingarinnar. Bankar og úti- bú i Reykjavik voru opnuð kl. 10 i gærmorgun og mynduðust fljótlega biðraðir viðskiptavina sem komnir voru i þeim erinda- gjörðum að skipta gömlum krónum i nýjar, hundrað sinn- um meiri að verögildi. Þetta voru einu viðskiptin, sem fram fóru i bönkum i gær, en almenn viðskipti hefjast nk. mánudag. Þá verður ávisunum einnig skipt, en þeim var ekki hægt að skipta i gær, þar sem einungis var unnið að mynt- skiptingu, eins og áður sagði. Heldur hafði hægst um hjá gjaldkerum, þegar Visismenn litu við i Landsbankanum eftir hádegið i gær. Þó voru nokkrar biðraðir, en gjaldkerar og við- skiptavinir fóru sér hægt, enda flas trúlega ekki til fagnaðar að þessu sinni. Jóhann Ágústsson banka- stjóri var meðal þeirra sefn blaðamenn höfðu tal af og sagði hann að mikil ös hefði verið i bankanum fyrr um dag- inn. Mætti likja þvi við góðan föstudag eftir mánaðamót. Sagði Jóhann aðspurður um hvernig afgreiðslan gengi, að hún hefði farið hægt af stað, en bæði starfsfólk og viðskiptavinir hefðu sýnt þolinmæði, þannig að allt hefði gengið vel fyrir sig, þrátt fyrir mikinn fjölda hinna siðarnefndu. ,,Það var alveg blindös fram að hádegi”, sagði hann, ,,en fólk virðist yfirleitt hafa hugleitt breytinguna nokk- uð. Vitaskuld þarf það að hugsa „Þetta kennir fólki ad bera virdingu fyrir verðmætunum” sig vel um, þvi komman vill rugla suma nokkuð i riminu. Einstaka finnst að hún eigi að færast um einn staf i stað tveggja”. Meira um að vera á mánudag Þá kvað Jóhann menn búast við meiri umsvifum i bönkum á mánudaginn næsta. Þá hæfust almenn viðskipti i bönkunum og hætt yrði við að einhver ör- tröð yrði a.m.k. til aö byrja með eftir opnun. Starfsmenn Landsbankans voru á þönum i gær við að hjálpa fólki við að fylla út þar til gerða seðla, áður en það skipti um mynt. Á seðlunum átti að fylla út reit fyrir þá upphæð i gömlum krónum, sem skipt væri, og annan, þar sem upp- hæðin kom fram i nýjum krón- um. Var þetta gert til að auð- velda og flýta allri afgreiðslu. Eitthvað bar þó á þvi, að fólk liti þessa seðla með tortryggni, þar sem einnig var gert ráð fyrir að Suniir komu með heilu pokana með mynt i til að skipta og margir sjálfsagt fegnir að iosna við allt þetta „klink”. Gömiu seðiarnir streymdu inn. Þeir sem komu með heilu búntin, fóru aftur með fáeina seðla, — en enginn varð fátækari fyrir vikiö. Visismyndir: GVA. viðkomandi setti nafn sitt á seð- ilinn. Töldu sumir aö þarna væri verið að hnýsast i einkamál við- skiptavinarins, en menn sættust þó á að þetta myndi flýta íyrir, þegar málið var útskýrt fyrir þeim. Blaðamenn hittu einn starfs- mannanna að máli og spuröu hann hvort fólk skildi yfirleitt þá breytingu, sem verið væri að framkvæma. Sagði hann,að hún vefðist töluvert fyrir fólki, eink- um þvi eldra. Margir væru af- skaplega fegnir þvi að fá ein- hverja aðstoð við að fylla út fyrrgreinda seðla. ,,bað er eins og margir hafi sloppið úr hreinsunareldinum, þegar þeir eru búnir að útíylla seölana og komnir með nýkrónurnar milli handanna”, sagöi hann. Eintómt ,,blöff” Þótt langflestir virtust vera ánægðir með myntbreytinguna, mátti þó heyra einstaka raddir efasemdarinnar með ágæti hennar. ,,Ég held að þetta sé bara gert til að „blöffa” fólk, sagði eldri maöur i viötali við blaðið. „Menn bera ekkert skynbragð á það sem þeir eru með milli handanna núna og ég held að einhverjir hlaupi til og versli frá sér allt vit með þess- um nýju peningum. Það eru allir hlutir svo miklu ódýrari á verðmiðanum núna en áður”. Annar viðmælandi blaðsins var ekki alveg á sama máli. Kvaðst hann álita, að þessi breyting væri aðeins til góðs eins. „Það þarf að kenna vólki að bera virðingu fyrir gjald- miðlinum”, sagði hann, ,,og þetta er góð aðferö og e.t.v. eina aðferðin til þess, að fólk geri sér grein fyrir þvi sem það heiur handa á milli”. Menn eru að finna gömlu myntina úti á gólfi, undirrúmum og hreinlega hvar sem er. Hvers vegna? Ekki af neinu öðru en virðingarleysi fyrir verðmætunum”. Vissum ekki okkar rjúkandi ráð Þriðji viðskiptavinurinn sem Visismenn réðust á sagði farir sinar ekki sléttar. Kvaöst hann hafa farið inn á veitingastað og keypt sér kaffi og með þvi. Þeg- ar hann hefði ætlað að borga fyrir með nýkrónum hefði af- greiðslustúlkan ekki vitað hvernig ætti að umreikna upp- hæðina. „Við stóöum þarna bæði og vissum ekki okkar rjúk- andi ráð. Loksins gátum við þó klórað okkur út út úr þessu dæmi með þvi aö leggja bæði saman”, sagði hann. Af þessu siðasta dæmi má glöggt sjá, að sjálfsagt verða margir i vandræðum fyrstu dagana eftir gjaldmiðilsbreyt- inguna. En leiðbeiningar liggja viða frammi, þannig að fólki ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að kynna sér hana, þ.e. þeim, sem ekki eru þegar búnir að þvi. — JSS Jóhann Ágústsson bankastjóri i Landsbankanum. Strax i gær voru suniir farnir að borga blaöiö sitt meö nýkrónum og hann var harla ánægöur meö þaö Visisstrákurinn, enda mun minni unisvif fyrir hann. Þau eru búsett i Sviþjóö, en höföu brugöið sér heim i jólaleyfi. Þeim fannst ekki úr vegi aö bera saman sænska seöla og islenska, sem eru hreint ekki ósvipaöur a.m.k. aö verðgildi núna. 23.8 milljardar gamalla króna í umferd í landinu öllu á gamlársdag „Ef svo heldur sem nú horfir, má gera ráð fyrir að allt að helmingur af gömlu seðlunum sem voru i umferð verði kominn inn í kvöld”, sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri m.a. á fundi með fréttamönnum, sem stjórn Seðlabanka Islands efndi til i gærdag. „Ef það reynist rétt mat, þá er það ákaflega góð byrjun”, sagði seðlabankastjóri enn fremur. Þá kom fram i máli hans, að eftir lokun banka á gamlársdag voru 23 milljarðar og 800 mill- jónir gamalla króna i umferð i landinu, sem jafngildir 238 milljónum nýkróna. Sagði seðlabankastjóri engan vafa á þvi, að þvi fyrr sem fólk tæki eingöngu til við að nota ný- krónur. þeim mun auðveldari yrði gjaldmiðilsbreytingin, þar sem fólk hætti þá að hugsa i gömlu myntinni. Kvað hann engin vandamál hafa komið upp um daginn, nema hvað einstaka manni hefði komið á óvart er viðkom- andi hafði verið beðinn aö fylla út svokallaða afgreiðsluseöla. Slikt hefði aðeins átt að stuðla að þvi að auðvelda alla af- greiðslu. Þá var Jóhannes Nordal spurður álits á nýgerðum efna- hagsráðstöfunum rikisstjórnar- innar. Kvað hann svo skamman tima liðinn, siðan þær hefðu litið dagsins ljós, að ekki væri hægt að meta þær fullkomlega. Hins vegar væri mikilvægt að slikar aðgerðir væru gerðar samhliða gjaldmiðilsbreytingunni. „Það vofði yfir, að verðhækk- anir yrðu verulega örari en i fyrra hefði ekkert verið að gert. Ef aðeins er litið á þátt verðlags og launabreytinga i þessum ráðstöfunum, ætti verðbólgan að geta farið niður fyrir það, sem hún var á siöasta ári. En það eru ýmsir óvissuþættir og erfitt að meta aðgeröirnar til fulls á þessari stundu", sagði seðla bankastjóri. —JSS • t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.