Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 6
6 vism Laugardagur 3. janúar 1981 Er þingmeirihluti fyrir brádabirgdalögunum? llefur rfkisstjdrnin þingmeirihluta fyrir þeim bráhabirg&alögum um aögeröir I efnahagsmálum, sem sett voru á gamlársdag? Þessu hafa menn velt fyrir sér eftir aö Guörún Helgadóttir lýsti þvi yfir, að hún væri hætt stuöningi sinum viö rikisstjórnina vegna brottvisunar Gervasoni af iand- inu. I»á hefur Albcrt Guðmundsson sagt, aö hann heföi ekki skuldbundiö sig til annars en aö verja stjórnina vantrausti viö inyndun hennar, en heföi aö ööru leyti frjálsar hendur. Þcss má geta.aö viö afgreiöslu fjárlaga greiddi Albert atkvæöi meö stjórnarandstööunni i nokkrum málum. Sé litiö á styrklcikahlutföllin á alþingi, er ljóst, aö rikisstjórnin hefur tryggan meirihluta I efri dcild. Þar hefur hún ellefu þingmenn á móti niu mönnum stjórnar- andstöðunnar. Þar viöbætist.að enginn stjórnarliöinn i efri deild er iiklegur til þess aö hlaupa út undan sér viö atkvæöagreiöslu. i neöri deild horfa málin dálitíö ööruvisi viö, en sem kunnugt er þarf meirihluta i báöum deildum alþingis til þess að koma málum fram. i neöri deiid hefur ríkis- stjórnin 22 þingmenn á móti 18 mönnum stjórnarandstööunnar. Eru þau Guörún og Albert þá talin i hópi stuöningsmanna stjórnarinnar. Þaö er þvi ljóst, aö ef þau myndu bæöi greiöa atkvæði á móti bráðabirgöalögunum, þá féllu þau á jöfnum at- kvæöum og þar með gæti rikisstjórnin tekiö pokann sinn. Hitt er jafn ljóst, aö þaö nægir rikisstjórninnief annaö þeirra situr hjá við atkvæöagreiösluna til þess aö iög- in nái fram að ganga. Hér á eftir er rætt viö þau Albert og Guörúnu um afstöðu þeirra, auk þess sem olafur Ragnar Grimsson, formaður þingflokks Alþýöubandalagsins, er spuröur um ákveðin atriöi þessa máls. Guðrún Helgadóttir: ,,Tek mér allan þann tíma sem mér sýnist” „Ég hef enn ekki tekið neina ákvörðun um það hvort ég greiði þessum bráðabirgðalög- um atkvæöi mitt eða ekki, og ,,Ég hef enn ekki tekið neina ákvörðun um þaö hvort ég greiði þessum bráðabirgðalög- um atkvæði mitt”, segir Guðrún Helgadóttir. ætla að taka allan þann tima sem mér sýnist til þess að hug- leiða það mál”, sagði Guðrún Helgadóttir, alþingismaður. „Formlegum stuðningi min- um við rikisstjórnina lauk þegar Gervasoni var sendur úr landi, — um einstök mál tölum við bara seinna. Bg á til dæmis eftir að fara á fund i stjórn BSRB núna á mánudaginn og mér liggur ekkert á að taka afstöðu til bráðabirgðalaganna”, sagði Guðrún og vildi ekkert tjá sig efnislega um lögin. — Ef mál Gervasonis verður tekið upp aftur og leyst á þann hátt sem þú sættir þig við, myndirðu i þvi tilfelli greiða at- kvæði með bráðabirgðalögun- um? „1 þvi tilfelli get ég hugsað mér að styðja rikisstjórnina al- mennt eins og ég hef gert. Annað hef ég ekki um málið að segja á þessu stigi”. Albert Guómundsson: Felli ekki stjórnina nema að önnur taki við strax” „Ég vil ekki undir neinum kringumstæðum fella rikis- stjórnina nema önnur sé tilbúin til þess að taka við, án kosninga, innan fárra klukkutima, og þá með betri málefnasamning en núverandi stjórn hefur”, sagöi Albert Guðmundsson, alþingis- maður. „Ef rikisstjórnin á aö falla á þessum efnahagsaðgerðum verða þeir sem vilja fella hana, að leggja það mál þannig fyrir mig, að ég sjái hag i þvi fyrir þjóöina. Ég vil ekki taka þátt i þvi nú, né nokkurn tima, að skapa þá ringulreið sem fyig- ir stjórnarkreppu”. í íréttaljósinu Texti: PállMagnús- son, blaöa- maöur. Albert kvaðst ekki vera búinn að taka efnislega afstöðu til bráðabirgðalaganna, en sér sýndist I fljótu bragði, að þar væri aö finna bæði góð atriði og slæm. „Það er ýmislegt varðandi verslunina sem ég á erfitt með að sætta mig við, en annað er lika mjög gott fyrir hana, —þaö er stefna sem kemur i veg fyrir hækkandi vexti, og jafnvel lækkar þá, sem er til mikilla bóta fyrir verslunina. Það má lika nefna fast gengi, sem er ekki bara til bóta heldur nauð- synlegt. Þetta gengissig er að sliga alla starfsemi i landinu, — kannski ekki sist þá sem á að hjálpa — sjávarútveginum”. — Telurðu þig bundinn af ein- hverskonar samkomulagi um að verja stjórnina falli ef til þess kemur? „Ég er ekki bundinn við neitt annað en mina eigin samvisku, — hvorki flokkssál né stjórnar- vilja. Ég er frjáls maður”. ~m ■ > „Vil ekki taka þátt i þvi aö skapa þá ringulreið sem fylgir stjórnarkreppu”, segir Albert Guömundsson. Ólafur Ragnar Grimsson: „ENGINN ÞINGMAÐUR FLOKKS- INS ANDVÍGUR LÖGUNUM” „Það er engin ástæða til að ætla annað en að það sé þing- meirihluti fyrir þessum lögum og Guðrún Helgadóttir hefur ekki lýst sig andviga þeim enda tók hún fullan þátt i afgreiðslu málsins i þingflokknum”, sagöi Olafur Ragnar Grimsson, for- maður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. — En það Ufe6ur heldur ekki fyrir a& hún muni styðja þessi lög og hún hefnr lýst sig óbundna af núverandi stjórnar- samstarfi? „Ef Guðrún greiðir ekki atkvæði á móti lögunum þá nægir þaö til þess aö koma þeim i gegn. Þær aðgerðir sem lögin gera ráð fyrir að gripið verði til eru i svo rikum mæli i fullu samræmi við stefnu Alþýöu- bandalagsins.aðég á ekki voná þvi að Guðrún Helgadóttir eða nokkur annar þingmaður flokksins greiði atkvæði á móti þeim. Guðrún hefur hins vegar lýst þvi yfir, að hún sé að skapa sér viðspyrnu i Gervasoni-mál- inu, eins og allir hafa séð, og það er skiljanlegt”. — Þegar þú gekkst á fund for- seta íslands á gamlaársdags- morgun fullyrtir þú þá að þing- meirihluti væri fyrir þessum bráðabirgðalögum? „Ég greindi henni frá þvi hvernig málin hefðu farið i þingflokki Alþýöubandalagsins, að enginn þingmaður flokksins væri andvigur lögunum. Þegar málin voru borin undir atkvæði kvöldið fyrir gamlaársdag tók Guðrún Helgadóttir fullan þátt i afgreiðslu þeirra og lýsti ekki andstöðu við nein ákvæði lag- anna”. — Greiddi hún atkvæði með þessum aðgerðum? „Hún var reyndar fjarstödd þegar þingflokkurinn kvöldið áður greiddi atkvæði um einstök atriði, en það dugir út af fyrir sig að hún lýsi ekki andstöðu við bráðabirgðalögin”. — Finnst þér ekkert ámælis- vert að setja bráðabirgðalög án þess að það liggi fyrir, að þing- meirihluti sé fyrir þeim? „Það liggur fyrir að allir þingmenn stjórnarflokkanna hafa tekið fullan þátt i af- greiðslu málsins og enginn þeirra lýst andstöðu við þessi lög. Þaö eina sem væri ámælis- vert I þessu sambandi, væri ef bráðabirgðalögin heföu verið sett og það lægi fyrir að þing- meirihluti væri á móti þeim”. „Guörún er aö skapa sér viðspyrnu i Gervasonimálinu”, segir ólafur Ragnar Grimsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.