Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 3. janúar 1981 vism fyrsta sinn sem sett eru skilyrBi sem beinast að öðru en þvi að tryggja rikisábyrgðarsjóð vegna endurgreiðslunnar. En ég held að það hafi verið fullkominn eining innan stjórnarinnar meðan á þessu stóð og menn gert sér grein fyrir að þetta myndi ganga yfir”. Allir eru sérfræðingar Sigurður talar jafn rólega um sviptingarnar varðandi Flug- leiðamálið og hann væri að ræða um óhjákvæmilega umhleyp- ingar i veðrinu. Hann fæst ekki til að úthrópa neinn einstakan en stendur fast á sinu. En hver er hans skýring á þvi hvað málið olli miklum deilum? „Ég held að þetta hafi að ein- hverju leyti verið spurning um viðhorf manna annars vegar til einkareksturs og hins vegar til rikisreksturs. Það er enginn vafi á þvi að einhver öfl voru þess fýs- andi að flugreksturinn færi undir umsjá rikisins. Annað var og að hér er um mjög flókið mál að ræða og um það þyrlað upp sliku moldviðri að menn hætt að gera sér grein fyrir þvi um hvað meginmálið snerist. Við erum ekki ósvipaðir frænd- um okkar Irum að þvi leyti til að við erum sérfræðingar á öllum sviöum. Ég ræddi einu sinni haf- réttarmál við einn sérfræðing okkar á þvi sviði. Hann spurði af hverju ég ræddi þetta við sig þegar við ættum 230 þúsund sér- fræðinga á íslandi i hafréttar- málum”. Tekjulind rikisins Þegar Flugleiðamálið og erfið- leikar félagsins voru á hvers manns vörum gáfu stjórnmála- menn óspart út yfirlýsingar um mikilvægi flugsins. En hvernig hafa þeir metið þetta mikilvægi til þessa og hvernig hafa þeir búiö að flugrekstrinum. Um þetta sagði Sigurður meðal annars: „Það er algjört einsdæmi, ef litið er til nágrannalandanna, að þessi flutningagrein skuli hafa verið byggð upp algjörlega af ein staklingum hér. Það hafa aldrei komið til neinir rikisstyrkir til þessa rekstrar. Alltaf hefur veriö staðið við að greiða þau lán sem rikisábyrgð hefur verið veitt fyrir. Þessi rekstur hefur fyrst og fremst verið tekjulind fyrir rikis- sjóð. Það sannaðist best þegar við ætluðum að leggja niður Norður Atlantshafsflugið i núverandi mynd. Þá var viðurkennt að ómældar tekjur hafði þaö skapað rikinu á liðnum árum og áratug- um. Tilhneiging til skattlagn- ingar á þessu sviöi er óæskilega mikil og það er algjör smán og háðung að við skulum búa við hæsta flugvallarskatt i viöri ver- öld. Hér er verið að leggja höft á þennan atvinnurekstur sem ekki eingöngu leggur hömlur á ferða- lög landsmanna heldur kemur beinlinis i veg fyrir að erlendir feröamenn komi hingað I auknum mæli. Þaö er hins vegar forsenda þess að viö getum haldið uppi nægilega tiöum samgöngum við umheiminn. tslendingar eru of fáir til að standa einir undir nægi- legri ferðatiðni. Viö getum einnig nefnt innan- landsflugið en þvi er haldið i slik- um viöjum að það er alltaf halli á þeim rekstri. Þetta getur ekki gengið til lengdar fyrir nú utan það að viðast hvar út um land skortir gifurlega mikið á að að- staðan sé nógu góð- Þar þarf að gera gifurlegt átak ekki siður en i vegamálum. — Hvernig list þér á aö fá sam- keppni i millilandaflugið? „Mér list ekki vel á það einfald- lega vegna þess að þessi mark- aður er svo þröngur að ef við ætl- um að halda uppi sæmilegri ferðatiöni þá er farþegafjöldinn ekki til skiptanna. Annars er samkeppni fyrir hendi, bæði frá SAS sem hefur viðkomu hér og einnig frá öðrum erlendum fél- ögum sem geta flogið hingaö leiguflug hvenær sem er. Ná- grannaiöndin hafa fariö þá leið aö heimila einu félagi reglubundiö flug i þeim tilgangi að tryggja þessar samgöngur sem best. Það er engum til góðs að hleypa öðr- um aðilum inn I okkar flug á tæki starf sitt mjög alvarlega og væri einhver umtalsfrómasti maður sem hann hefði kynnst. En er flugreksturinn sérstaklega heillandi atvinnugrein og hefur Sigurður þess vegna kynnt sér allt sem flugi viðkemur svo vel? Mjög gott starfsfólk „Ég held að það sé ofsögum sagt af þvi hvað þetta er heillandi starf. En ef maður ætlar að fást við einhver verkefni verður maður að setja sig vel inn i við- komandi svið og vita allt sem þarf að vita svo hægt sé að taka réttar ákvarðanir. Þetta gildir um öll störf. Flugið er mjög alþjóðlegur rekstur og i honum er gifurlega hröð framþróun. Við búum yfir mikilli tækni- kunnáttu. Hér er velþjálfað starfsfólk sem stendur flugfólki annarra þjóða fyllilega á sporði. Þegar við erum með verkefni út i heimi fáum við mjög lofsamleg ummæli um frammistöðu is- lenskra flugliða. Nýjasta dæmið er frá Libýu, þeir eru mjög ánægðir með frammistöðu okkar manna þar. Þetta er ánægjulegt, ekki sist þegar tekið er tillit til þess að við erum bara smáfélag á alþjóðlegan mælikvarða”. Millispil í viðtali Þegar hér er komið sögu man ég eftir þvi að upphaflega ætlaði ég að ræða við Sigurð Helgason um allt nema fiugrekstur. Gott ef ég orðaði það ekki við hann i byrj- un að ég ætlaði aðeins að minnast á flugið i framhjáhlaupi, en annars spyrja meira um hann sjálfan. En auðvitað hefur svo ekki verið rætt um neitt nema flug. Sigurður hefur setið sallaró- legur allan timann, svarað öllum spurningum að bragði en hann er ekki maður stóryrða. Aður en ég fæ skriftarkrampa i handlegginn er rétt að forvitnast aðeins um manninn sjalfan, til dæmis hvað hann tekur sér fyrir hendur i tóm- stundum, ef hann á einhverjar. Það væri út i hött að spyrja hann um ferðalög, maðurinn eyðir um 200 klukkustundum á ári um borð i flugvél en meðalflugstundafjöldi flugmanna fyrirtækisins eru um 500stundir á ári. En það var þetta með tómstundirnar? Gengur og hlustar á tónlist „Ég reyni að gera sem minnst af þvi að taka vinnuna með mér heim. I svona starfi losnar maður þó aldrei undan þvi nema þá að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég hef ánægju af útivist, geng tals- vert, hef gaman af veiðiskap og svo hlusta ég á tónlist. Einnig hef ég gaman af myndlist og fer mikið á sýningar. Starfinu fylgja hins vegar þaö mikil ferðalög að erfitt er að skipa tima sinum fyrirfram”, segir Sigurður. Þá er ekki annað eftir en fá ein- hverja flugsögu svona i lokin. Eitthvaö hlýtur' að hafa hent óvenjulegt i öllum þessum flug- ferðum sem maðurinn hefur farið á liönum árum og áratugum. Sig- urður hugsar sig um stutta stund, en neitar þvi að nokkuð óvenju- legt hafi borið við. Svo verður hann fjarrænn á svip eitt augna- blik og ég sé að eitthvað er að fæðast. Missti af vél sem fórst „Þó ég muni ekki eftir neinni óvenjulegri flugferð þá er mér kanski minnsstæðust ferð sem ég átti að fara en fór ekki. Ég var staddur i Vestmannaeyjum árið 1948 og átti pantað far með Ama- zonvél Loftleiða til Reykjavikur að morgni dags. Þennan morgun bregður svo við að ég sef yfir mig, en það kemur annars yfirleitt ekki fyrir. Mér bara tókst ekki að vakna og missti fyrir bragðið af vélinni. Hún fórst i þessari ferð á Hellis- heiði og allir sem i henni voru. Nei, ég finn ekki tii flughræðslu. Þvert á móti kvartar konan min undan þvi þegar við ferðumst saman, að ég sofna yfirleitt alltaf þegar komið er i loftið. þetta er öruggasti samgöngumáti nútim- ans eins og allar tölur sýna og sanna”. — SG Siguröur og Unnur Einarsdóttir kona hans ganga á milli boösgesta I fyrstu áætlunarferö b lugfeiöa til Parisar. A árunum fyrir vestan. Asgeir Asgeírsson þáverandi forseti Isiands iheimsókn. að svona aðgerðir eins og hér hafa átt sér stað, þegar við höfum þurft að sjá eftir fjölda starfs- manna, þá skapar það óróa og sviptingar. Innbyrðis deilur flug- manna og deilur þeirra við fél- agið hafa verið mjög i fjölmiðlum og fólk þvi haldið að ástandið væri slæmt. Þetta er hinn mesti mis- skilningur og ég held að almennt sé góður andi innan fyrirtækisins. Við höfum farið i það núna i kjöl- far uppsagnanna að iipplýsa starfsmenn betur um þessar að- gerðir og útlit og horfur i mál- efnum félagsins. Það er búið að halda fjölda funda með starfs- mönnum og við höldum þeim fundum áfram, enda mjög mikil- vægt að treysta tengslin milli stjórnenda og starfsmanna”. — Bendir þetta ekki til aö þarna hafi eitthvaö skort á? „Jú, ég get vel fallist á það, en það hefur verið óskaplegt rót á öllum hlutum hér.Meðan svo stóð þá var mjög erfitt að koma áreiðanlegum upplýsingum til starfsmanna þar sem óvissan var svo mikil. En ég held að almennt skorti á það i Islenskum fyrir- tækjum að lögð sé nægileg rækt við góð tengsl milli allra er hjá þeim starfa”. Sigúrður sagði að nú væri upp- sögnum lokið en fækkun starfs- fólks hefði náð til bæði lægra sem hærra settra. Yfirbyggingin hefði veriö minnkuð i samræmi við minni umsvif, skipulagið verið gert einfaldara og um leið virk- ara. Ekki væri nóg að fækka her- mönnunum, það hefði lika þurft að fækka herforingjunum. Einn þeirra sem létu af störfum hjá Flugleiðum var Jón Júliusson sem var framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs. 1 viðtali við Visi sagði Jón meðal annars um Sig- urð Helgason, að hann væri allra Islendinga best að sér i flug- málum. Það mætti fletta upp i honum eins og orðabók, hann væri sivinnandi og eljusamur, þessu stutta sumri sem notað er til að jafna hið óhjákvæmilega tap sem verður yfir veturinn og það er verulegt”. Viðhöldum áfram að ræða flug- málin vitt og breitt og ekki rúm til að rekja allt það sem bar á góma. En hvað ber framtiðin i skauti sinu? Er rétt að stefna að blönd- uðu flugi i auknum mæli með vörur og farþega, eins og sumir telja heppilegast? Og mun rikið okkar og ætluðum að leggja þetta Atlantshafsflug niður i núverandi mynd vegna gjörbreyttra að- stæðna. Það eru miklar svipt- ingar á sviði flugrekstrar og nú var verið að tilkynna um enn eina oliuverðhækkunina. Um blandað flug er það að segja að við gerðum könnun á hagkvæmni þess á sínum tima og þótti þá ekki fýsilegt að taka það upp. An þess að fullyröa nokkuð „Sárnaöi kannski helst þegar fyrrverandi samstarfsmenn sökuöu mig um hluti sem þeir vissu aö enginn fóturer fyrir”. seilast til frekari ihlutunar um rekstur Flugleiða? óvissa um framtiðina „Við höfum timabundna bak- tryggingu frá rikinu i eitt ár. Hvað þá tekur viö er erfitt að segja og skal ég engu um það spá. Viö ræðum við Luxemborgara á næstunni um hugsanlegt fram- hald á fluginu eða hvað taki við. Viö vorum búnir aö gera upp hug þá eíast ég um aö grundvöllur fyrir slikt flug sé fyrir hendi i dag. Allt fragtflug yfir Atlantshaf er rekið með verulegum halla og of- framboð á flutningagetu hefur leitt til farmgjaldalækkunar. En þetta gæti breyst”. Góður starfsandi — Þaö hefur oft veriö rætt um aö slæmt samband sé milli þin og starfsmanna fyrirtækisins eöa öllu heldur sambandsleysi? „Ég tel þetta hafa verið orðum aukið. Hins vegar fer ekki hjá þvi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.