Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 4
Laugardagur 3. janúar 1981 BÆKUR ÁRSINS GAGNRYNENDUR SPURÐIR ALITS Hver er besta bdkin sem gefin var út áriö 1980? Þvl er ekki hægt aösvara. A hinn bóginn má ætlast tii þess aö þeir sem hafa atvinnu af þvi aö skrifa um bækur i dag- blöö geti svaraö þvi hverjar þrjár bækur eöa svo þeim þóttu at- hyglisveröastar i flóöinu, þessa spurningu lagöi Helgarbiaöiö fyrir 15 valinkunna kritikera. Lögö var á þaö áhersla aö ekki væri endilega veriö aö fiska eftir „bestu” bókunum aö áliti viö- komandi heldur minnisstæöum, markveröum eöa eftirtektarverö- um á einhvern hátt eöa annan. Alika spurning var lögö fyrir kritikerana flmmtán um erlendar bækur sem þeir heföu lesiö á ár- inu, þá átt viö hvorttveggja f senn — þyddar bækur og óþýddar. Svörin sem þeir gáfu fara hér á eftir. Aðalsteinn Ingólfsson, Dagblaðinu Aö sjálfsögöu hlýt ég aö nefna fyrst bók Halldórs Laxness, Grikklandsáriö. Laxness svíkur aldrei, eins og segir i vöruaug- lýsingunum, en i alvöru talað þá er karlinn alltaf samur við sig og bráðskemmtilegur, það er ekki hægt að neita þvi. Manni leiðist ekki með bók eftir hann. Haust i Skirisskógi eftir Þor- stein frá Hamri: mér finnst alltaf gaman aö þvi hvernig hann vefur samandraum og veruleika. Málið sem hann notar er eins og áður kjarnmikið og safarikt. Bók bórs Whitehead, ófriöur í aösigi er siðan mikil söguleg opinberun fyrir mann og ekki hægtannaðen aðhaía mikiö gagn af henni. 2. Af þýddum bókum er það að segja að mér þykir einna mestur viöburður aö fá bók Dee Brown, Heygöu mitt hjarta viö Undaö hné, mí Ut á islensku. Einnig má nefna nóvellu Marquez, Liösfor- ingjanum berst aldrei bréf og endurútgáfu á bók Hemingways, Hverjum klukkan glymur, i listi- legri þýðingu Stefáns Bjarman. Af erlendum bókum á frum- málinu koma fyrst upp i hugann bækur V.S.Naipaul sem þóttu víst koma til greina við úthlutun Nóbelsins i ár: það eru skáld- sagan Bend in the River og rit- gerðasafnið The Return of Eva Peron.Eina ljóöabók langar mig að nefna, eftir irskt skáld sem heitir Seamus Heany Collected Poems, heitir hún. Loks bók eftir Bernard Malamud, Dublin’s Lives. Þetta eru þær erlendar bækur sem ég tel mig hafa haft mest upp úr. Andrés Kristiánsson, Visi. 1. Ég vil taka það fram aö ég hef að sjálfsögöu ekki komist yfir að lesa nema hluta þeirra bóka sem komiö hafa út nú fyrir jólin en þrjár bækur islenskar hlýt ég að nefna: Grikklandsáriöeftir Hall- dór Laxness, Heimkynni viö sjó eftir Hannes Pétursson og Is- lenskir sjávarhættir eftir Lúðvlk Kristjánsson. Þetta eru þær bæk- ur sem mér finnst mest tíl koma af afla ársins, þær eru ólikar en hver um sig mjög góð á sinu sviði. 2. Ég tek þaö fram á nýjan leik aö Erlendur Jónsson ég hef enn ekki lesiö nema fáeinar þeirra þýddu bóka sem út komu á árinu en fyrst langar mig að geta tveggja ljóöaþýöinga: Yngva Jó- hannessonar og Ljóöaþýöingar frá Noröurlöndum eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Mér finnst báðar bækurnar sæta nokkrum tíðindum. Þá nefni ég 1 fööurgaröi eftir Isaac B. Singer i þýöingu Hjartar Pálssonar, það finnst mér mjög góð bók, og fengur að henni. 1 þriöja lagi kemur ýmislegt tU greina en ég held að ég nefni Grænlensk dagbókarblöö eftir ThomasFredriksensem Hjálmar Ólafsson sneri á islensku. Árni Bergmann Þjóð- viljanum 1. Fyrst ætla ég að nefna Grikk- landsáriö eftir Halldór Laxness, en i þessari nýju bók sinni gefur Halldór ennþá einu sinni lif Is- landi þeirra manna sem ekki vilja notfæra sér meðul heimsins en lifa á öörum sviðum. Ljóö SigfUsar Daðasonar eru vissulega ekki ný af nálinni en það er alltaf hollt aö vita af skáldi sem gerir sér jafnljósa grein fyrir þvi og hann að það er óþarfi aö yrkja meira en eitt ljóð á ári. I þriðja lagi langar mig að nefna Söguna af Ara Fróöasyni og Hugborgu konu hans eftir Guð- berg Bergsson. Annars vegar er Guðbergur fyndnari en aðrir prósahöfundar og hins vegar er hann nærgöngulli en þeir flestir. 2. 1 Pari's, minnir mig.er nýkomið út annaö bindi af Endurminning- um Évgéniu GinsbUrg, það hefur ennekkiveriðþýttáönnurmál en rússnesku. Hún sat i fangabúöum á tímum Stalins og fyrir mitt leyti eru endurminningar hennar þaö merkilegasta sem fram hefur komið af fangabúöabókmenntun- um sovésku, mér finnst þessi kona sem nú er nýlátin aö mörgu leyti hafa manneskjulega yfir- burði yfir til aö mynda Solténitsjin. Þetta er eina spá- nýja erlenda bókin sem mér finnst ástæöa til aö geta: hins vegar las ég um jólin sögu sem Tolstoj skrifaöi fyrir hundrað ár- um um hest... Erlendur Jónsson, Morgunblaðinu. 1. Ég vil taka það fram aö ég tel islensk skáldverk ársins 1980 hafa verið með rýrara móti og þess vegna nefni ég aðeins sagnfræði- og þjóöfræðirit. í fyrsta lagi, ófriöur f aösigi eftir Þór Whitehead. Vel skrifuð bók skemmtileg og aö minu viti góð sagnfræöi. 1 ööru lagi, tslenskir sjávar- hættir eftir Lúðvík Kristjánsson. Undirstööurit i sinni grein. Og i þriöja lagi, Jónas Hall- grimsson og Fjölnir eftir Vil- hjálm Þ. Gislason. Læsileg bók og aögengileg hverjum sem er. 2. Af erlendum bókum kýs ég aö nefna þrjú þýdd verk sem mér þóttu athyglisverð: Liösforingj- anum berst aldrei bréf eftir Gabriel Garcia Marquez, t fööur- Eysteinn Þorvaldsson garöi eftir I.B.Singer og loks Ljóöaþýöingar frá Noröurlöndum eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Eysteinn Þorvaldsson, Þjóðviljanum. 1. Af nýjum islenskum bókum ársins 1980 eru mér þessar efst i huga: Heimkynni viö sjóeftir Hannes Pétursson. Fögur lýrikk og list- rænt myndmál. Haust i Skirisskógi eftir Þor- stein frá Hamri. Skemmtileg og safarik saga full af óvæntum uppákomum og ógleymanlegu mannlifi. Ljóö vega menn eftir Sigurö Pálsson. Lfflegur og einlægur skáldskapur á frumlegu ljóðmáli. 2. Varðandi erlendar bækur er nauðsynlegt að geta þess aö þær berast sjaldan glænýjar til min. En af þeim bókum erlendum sem ég las á árinu eru mér þessar minnisstæðastar: Bók sem i þýskri þýöingu heitir Ein Mann eftir itölsku blaðakon- una og rithöfundinn Oriana Fallaci. (A itölsku Un uomo, 1979) Þetta er stórkostleg lýsing á griska baráttumanninum Alex- ander Panagoulis sem sat árum saman í dýflyssum grisku herfor- ingjastjórnarinnar og sætti hin- um hroðalegustu pyntingum. Panagoulis hlaut alltaf að verða að berjast einn, hann hafnaði öll- um kenningakerfum og öllum trúarbrögðum. Andlegt sjálfstæöi hans kjarkur og baráttuþrek var óbilandi og að lokum galt hann með lffi slnu. The Cement Garden er fyrsta skáldsaga ungs bresks höfundar sem heitir Ian McEwan en hann hefur áöur vakiö mikla athygli fyrir smásögur sinar. Þetta er mögnuð saga og vel samin meö óvenjulegu imyndunarafli og þrungin dularfullum óhugnaöi. Bókinkom útikilju á þessu ári en haföi skömmu áöur komiö i fyrstu útgáfu. Sfðast en ekki slst vil ég nefna bók sem er að visu ekki ný alls- staöar þvi' aö hún kom út I Banda- rikjunum fyrir nokkrum árum en mér var hún ókunn þar til nUna á jólum. Hún heitir Mnemosyne, The Parallel Between Literature and the Visual Arts og er eftir Arni Bergmann Mario Praz prófessor viö háskól- ann IRóm. Lesturþessarar bókar er einstætt ferðalag gegnum aldirnar með stórfenglegt útsýni yfir listir, samspil þeirra og tengsl við reynslu og sögu mann- kyns. Gunnlaugur Ástgeirs- son, Helgarpóstinum. 1. SU bók sem mér finnst einna merkilegust Islenskra bóka árið 1980 er tslenskir sjávarhættir eft- ir LUÖvík Kristjánsson og þar kemur tvennt til. Annars vegar er þarna dreginn saman óhemjulega mikill fróðleikur um efni sem litt hefur verið sinnt áður og Lúðvik tekst að vinna mjög vel úr þessu öllu saman, setur efnið fram á mjög aðgengilegan hátt. Fræði- lega séö er þvi gifurlega mikill fengur að þessari bók og svo er hitt: hversu mikið hefur veriö lagt i þessa bók frá hendi forlags- ins að gera hana sem best úr garði. Útgáfufyrirtæki hafa oft haft tilhneigingu til þess að gera fræðibaakur heldur þurrar og leiðinlegar ef svo má segja en þarna er ekkert til sparað til að gera bókina sem vandaðasta og aðgengilegasta. Sem „prent- gripur” er þessi bók þvl kóróna bókaiðnaðarins! Ef maður færir sig svo yfir til nýrra skáldsagna þá finnst mér Pelastikk eftir Guölaug Arason skera sig töluvert úr. Guðlaugi tekst mjög vel að lýsa sildar- veröldinni fyrir norðan á árunum fyrir 1960 og jafnframt að tengja þennan heim skynjun stráksins, söguhetjunnar. Eiginlega tel ég Pelastikk þá skáldsögu sem lang- samlega best hefur lukkast nú i ár. Iþriöja lagi held égégvelji bók Hannesar Péturssonar, Heim- kynni við sjó. Vist eru ýmsar ljóöabækur yngri höfunda sem mér sýnast á sinn hátt forvitni- legri en bók Hannesar er ákaflega vönduð ljóöabók, falleg og vel unnin á allan hátt. Að listrænni ögun stendur þessi bók upp úr. Eftir á að hyggja: ég veit ekki hvort það er einhver þráhyggja i mér en þessar bækur tengjast all- ar sjó! Liklega er þaö tilviljun... 2. Ég treysti mér ekki til þess að tala um aðrar erlendar bækur en þær sem hafa komið út hér á landi i islenskri þýðingu og þar verður fyrst fyrir mér Heygðu mitt hjarta viö Undaö hné eftir Dee Brown. Sáralitið er til á islensku um Indfána og Indiánamenningu og ekkert um þetta tfmabil — lokaherferöina gegn þeim svo þetta er mjög merkileg lesning. Siðan eru Suður-Amerikubækurn- ar, bæði Rancas — þorp á heljar- þröm eftir Manuel Scorza og Liðsforingjanum berst aldrei bréf eftir Gabriel Garcia Marquez, Þama er veriö að opna ný svið fyrir islenska lesendur hinn margbreytilega Suður-Ameriku- heim og á býsna skemmtilegan hátt. Loks langar mig aö nefna Kvennaklósettið eftir Marilyn French sem er mikilvægt verk I kvennabaráttunni á siðustu ár- um, þannig að það er mikill fengur að þvi aö fá þá bók á is- lensku. Reyndar hef ég valiö þessar þýddu bækur fremur eftir Andrés Kristjánsson þvi að hverju er mestur fengur á islensku, heldur en listrænu mati. Heitnir Pálsson, Helgarpóstinum. 1. Ég á fjarskalega erfitt með að svara þessari spurningu þar sem ég starfa ekki lengur við það aö rita um bókmenntir og hef þvi ekki lesið ennþá ýmsar þær-bæk- ur sem ég þykist vita að séu hvað markverðastar. Af þeim bókum sem ég hef lesið finnst mér mest- ur fengur i ljóðabók Hannesar Péturssonar, Heimkynnum við sjó, og þar eð Hannes er alls góðs maklegur ætla ég að láta sitja við að nefna hann einan. 2. Af þýddum bókum fannst mér mest til um að Kvennaklósettið eftir Marilyn French sé nú komin út á Islandi og sú bók erlend á frummáli sem mér fannst merki- legust, er eftir sama höfund, það er að segja The Bleeding Heart. Siðan hef ég alltaf ákaflega gaman af William Heinesen, og Það á að dansa er f jarska notaleg og góð bók. Illugi Jökulsson, Visi. 1. Það er ekki farið fram á litið, eiginlega er þetta mesta frekja. Ég skal samt prófa. Ljóstollur eftir Ólaf Gunnars- son. Ég sá ekki gerla áhrifin frá Dostoévskij — enda er þetta hressileg bók. Fina hverfið. Það fór aldrei svo, að Þorsteini Antonssyni tæk- ist ekki að setja saman skikkan- lega bók. Hún er um Gunna Tór, Ásgeir Hannes og alla hina strák- ana, lika Þorstein Antonsson. Siðast en náttúrlega ekki sist: Ljóö Sigfúsar Daðasonar. Ég skrifaði ritgerð um Sigfús i menntaskóla. Þarf frekari vitna við? 2. Ég ætla að leyfa mér að nefna fyrst bók eftir Hugh Kenner, hún heitir Ulysscs og gefur meöal annars gagnlegar upplýsingar um magamál Leópolds Bloom. I Smiley’s People sannar Le Carré rétt einu sinni hæfileika sina til að velja sögupersónunum flott nöfn, i henni kemur við sögu Mr. Murgatroyd. Bókársins — fyrir sjálfum mér — er reyfari og það ekki vegna þess hann sé góður: The Island eftir Peter Benchley. Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaðinu. 1. Spurt er um minnisstæðar bæk- ur bækur. Ég hef satt að segja ekki trú á þvi að margar bækur ársins 1980 eigi eftir að verða minnisstæðar. Ég gæti engu að siður nefnt skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Ljóstollur, sem er athyglisverð saga i hrjúfleik sin- um og vitnar um aukin tök höf- undar á uppáhaldsviðfangsefni sinu: misheppnuðum karakter- um. Hrifning Ólafs af bandarisk- um skáldsagnahöfundum er hon- um ekki fjötur um fót heldur nýt- ast áhrifin prýðilega. Hannes Pétursson kemur ekki á óvart með Heimkynnum við sjó, en heldur sinu striki með hljóðlát- Aöalsteinn Ingólfsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.