Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. janúar 1981 Ólafur Jónsson um og persónulegum hætti. Hreiðar Stefánsson hefur, að minu mati, samið eftirtektar- verða skáldsögu handa börnum og fullorðnum með Grösin i Glugghúsinu. Hreiðar er eins og fleiri islenskir höfundar aö segja ævisögu sina i formi skáldskapar og nær skemmtilega aö sameina ljöðrænu og raunsæi. 2. Af þýddum bókum sæmir ekki að gleyma að minnast á Liðsfor- ingjanuni berst aidrei bréf eftir Gabriel Garcia Marquez i þýð- ingu Guðbergs Bergssonar, 1 fööurgaröi Singers sem Hjörtur Pálsson þýddi og Það á að dansa eftir Heinesen i þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Engin þessara bóka er þó stórtiðindi. En af þvi að minnst er á erlendar bækur get ég ekki stillt mig um að minnast á Dagbækur Pólverjans Gombrowicz, sem er merkileg heimild um rithöíund i útlegð: einmana mann og gagn- rýninn á samtiðina. Ég tei mig lika hafa haft gott af þvi að glugga i Dante þótt ekki sé hann nýr af nálinni, og meö þvi besta i erlendri ljóðlist, sem ég las á ár- inu eru ljóð Mario Luzis landa Dantes. Luzi yrkir á einum stað: Lengst úti á hafi er fátt sem aðskilur rökkur og dögun ég á ekki auövelt með að sjá muninn. Jóhanna Kristjóns- dóttir, Morgunblaðinu. 1. Skemmtilegasta bókin sem ég las á árinu var Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans eftir Guðberg Bergsson. önnur, sem kom mér mjög skemmtilega á óvart hreinlega vegna þess að ekkert hafði heyrst frá þessum höfundi áður, var smásagnasafn Friðu Á. Sigurðar- dóttur, Þetta er ekkert alvarlegt. Það eru ágætar sögur. 1 þriðja lagi ætla ég að nefna Stjörnuglópa eftir Jón Dan sem ég hef verið að lesa nú siðustu daga: hún hugnast mér ákaflega vel. Mig langar að taka það fram að ég á eftir að lesa ýmsar álitlegar bækur og ég get vel upplýst að sú sem ég hlakka mest til þess að lesa er ljóðabók Hannesar Péturssonar, Heimkvnni við sjó. 2. Af erlendum bókum vil ég sér- staklega nefna tvær bækur eftir sænska rithöfundinn Ake Leijon- hufvud, annars vegar Anna och Christian og hins vegar Förför- arens nya dagbok. The Bleeding lieart eftir Marilyn French er að visu ekki bókmenntalegt lista- verk: hún höfðaði þó til min á þeim tima þegar ég las hana. Tvær bækur virtust mér einna markverðastar þýddra bók- mennta ársins, það eru Sunnefu- málið eftir Dennis Cooper i þýð- ingu Franziscu Gunnarsdóttur, og Heygöu mitt hjarta við Undað hné eftir Dee Brown i þýðingu Jóhanna Kristjónsdóttir Kristin Ástgeirsdóttir Magnúsar Rafnssonar. Báðar eru mjög þekkilegar og sérlega vel þýddar. Jón Viðar Jónsson, Dag- blaðinu/Helgarpóstinum. 1. Eg ætla að vera mjög leikhús- legur og nefna þrjár bækur sem snerta leikhús á Islandi. i fyrsta lagi: Leiknum er lokið, safn leik- dóma Ásgeirs Hjartarsonar sem Ölafur Jónsson hefur tekið sam- an. Ásgeir var um langt árabil okkar fremsti leikdómari svo það segir sig sjálft að það er mikill fengur að þessari bók. Leikrit Jökuls Jakobssonar eftir Friðu Á. Sigurðardóttur finnst mér vera markverö við- leitni til að fjalla um leikrit Jök- uls á fræðilegum grundvelli og i þriðja lagi: Kitsafn Jóhanns Sigurjóns- sonar kom út nú fyrir jólin. Verk Jóhanns hafa veriö illa fáanleg i langan tima svo það er viðburður að safnið skuli komiö að nýju á islenskan bókamarkað. 2. Mér virðist þýddar bókmenntir nú í ár hafa verið vægast sagt i rýrara lagi og þó skömm sé frá að segja þá hef ég ekki látið freistast til að lesa nema eina þýdda bók: Rancas — þorp á heljarþröm eftir Manuel Scorza. Hins vegar las ég á árinu bók sem bandarisk- ur félagsfræðingur, Richard "F. Tomasson, hefur ritað um fsland, Iceland, The First New Society. Burtséð frá þvi hvort maður er alltaf sammála niðurstöðum hans þá er það óvenjulegt að út komi slik úttekt á fslensku þjóðlifi eftir útlending og þetta er að mörgu leyti merkisbók. Að siðustu langar mig að nefna eina klassiska skáldsögu. Ég er nú svo mikill glöpur að það var ekki fyrr en i sumar að ég lét verða af þvi að lesa Idjótinn eftir Fjodor Dostoévskij og eftir þá reynslu vil ég eindregið hvetja alla sem ekki hafa lesið bókina að drifa i þvi hið fyrsta: hún er stór- fengleg. Jóhann Hjáimarsson VÍSIR Jónas Guðmundsson Jón Þ. Þór, Timanum. 1. Ég treysti mér varla til að gera upp á milli bóka á þennan hátt sem hér er lariö fram á, meöal annars vegna þess hversu litiö ég hef lesið af öllum þeim bókum sem út komu á árinu, en get ég sagt það alveg tvimælalaust að Islenskir sjávarhættir eftir Lúö- vik Kristjánsson er einhver merkilegasta bók sem út hefur komið i marga áratugi, alla vega fræðilegs eðlis. Lúövik hefur unn- iö fágætt alrek meö þessari bók. Að ööru leyti á ég sem sagt erfitt með að taka eina bók um- fram aðra en langar þó aö nefna Grims sögu trollaraskálds eftir Ásgeir Jakobsson. 2. Tvær erlendar bækur hafa hrif- ið mig mest á árinu. Annars vegar er það Bergenbys historie, et'tir Norðmanninn Anders Bjarne Fossen, en fyrsta bindi þessa ritverks kom út snemma á árinu 1980 þó númer tvö sé i röð- inni. Þetta er aískaplega lróöleg bók um sögu Björgvinjarkaup- staðar. Hins vegar er svo Thc First Crusade eftir Stephen Runciman. Það er endurútgefin og endurunnin bók, íjarskalega falleg og prýðilega unnin, ekki siður fróðleg en hin lyrri. Jónas Guðmundsson, Tímanum. 1. Ég les orðið ekkert nema fyrir peninga. Hvað maður rambar á að lesa fer eftir því hverju rit- stjórarnir henda í mann. bó get ég nefnt þrjár islenskar bækur sem mér þóttu merkilegar: ég tek það fram að ég er ekki búinn að lesa Grikklandsár Halldórs Laxness. Sjálfsævisaga Björns Eystcins- sonar, sem Bjöm Þorsteinsson, prófessor og afkomandi karlsins, hefur séð um að gefa út. Björn var merkismaður, hann flutti inn á heiðar þegar aörir fdru til Ame- riku og á einum stað i bókinni segirhann frá þvi þegar hann var á ferð meö smábarn I stórhríð. Krakkinn var orðinn aðframkom- inn en þá skar Björn meri sina, risti hana á kviðinn og stakk barninu I gatiö. bað lifði af. Björn var sömuleiðis forfaöir Bjöms d Löngumýri og annarra mikilla stjó mm álam anna. tslenskir sjávarhættir eftir Lúövik Kristjánsson. Þetta er andskoti góð bók og opnar augu manns fyrir ýmsum gæðum sem hafa mátti úr sjdnum. Helst finn ég bókinni til foráttu að hann hefði mátt byrja til sjós en að þvi kemur vist i næstu bindum. önd- vegisrit. 1 sjónmáli eftir Jón R. Hjálm- arsson. Þetta er alls konar fróð- leikur um fólk á Suðurlandi en sjálfur er ég ættaður af Suður- landi svo kannski er það einhver patríótismi i' mér að nefna hana. Þaö er merkilegt aö Skagfirðing- urinn Jón R. Hjálmarsson skuli skrifa svona mikið um sunnlend- inga, hann gerir það vel. Illugi Jökulsson Jón Þ. Þór 2. Fyrsta erlendra bóka ætla ég að nefna Skipabók Fjölvaeftir Enzo Angelucci, Attilio Cucari og Þor- stein Thorarensen. Þetta er fjöl- þjóðaútgáfa og Þorsteinn hefur þýtt bókina en jafnframt skrifað mjög góðan annál yfir islensk skip aftast i bókina. Það fannst mér gaman að lesa og ég komst að þvi aö ég hafði verið á 22 is- lenskum skipum um ævina! Louis Romero hefur skrifað skáldlega bók um mikinn meist- ara þar sem er Salvador Dali. Astæðan til þess að ég vel þá bók er sú, að i febrúar þegar við Dali og Valtýr Pétursson sýndum samtimis i' Paris, þá fór ég á sýn- ingu Dalis i Pompidou-safninu á- samt Jóni Jakobssyni lögfræðingi og við eyddum þar dýrlegum eftirmiðdegi. Skömmu siðar gaf Jón mér þessa bók og i henni er dregin fram i dagsljósið önnur hlið á meistaranum en venjulega ogmeðal annarshöfö eftirhonum ýmis speki. Eftir lesturinn hef ég annað og meira álit á Dali en áð- ur. Að lokum nefni ég Ljóðaþýðing- ar frá Norðurlöndum eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Þessi bók færir okkur nýja heimspeki og nýja viömiöun: menn yrkja öðru v isi i skógum og endalausum grashögum en á Islandi. Af bók- inni kynnist maöur annarri ljóð- hugsun en maður á að venjast hér, innan um 50 þúsund hagyrö- inga.... Kristin Ástgeirsdóttir, Þjóðviljanum. I Mér finnst það hafa einkennt bókamarkaðinn nú i ár, að litið hefur komiö út af skáldverkum sem tiðindum sæta en þvi meira af ýmiss konar fræðibókum. Þar vil ég taka fyrst bók Lúðviks Kristjánssonar, tslenskir sjávar- hættir: sú bók er mikiö stórvirki og liklega einhver almerkasta bók sem komiö hefur út á Islandi um langt árabil. Konur skrifa eftir marga höf- unda, finnst mér vera merkilegt greinasafn en af skáldverkum dettur mér helst i hug bók Guö- bergs Bergssonar, Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans. Það er ansi skemmtileg saga og ólik fyrri bókum Guð- bergs. 2. Ég tel það mikil timamót aö Kvennaklósettið eftir Marilyn French skuli nú komin út á Is- landi en hún er sú bók hinna svo- kölluðu kvennabókmennta sem mest hefur verið rætt um að undanfömu. Það er fengur að henniog ég held að hún geti vakiö töluverðar umræöur um málefn- ið, kvennabaráttuna. Ég er mikill aðdáandi Heine- sens, og það gleður mig alltaf aö sjá verk hans birtast á íslensku, i þessu tilfelli Það á að dansa. Það er og viöburður aö hún skuli gefin út samtímis hér og' i Danmörku. Heygðu mitt hjarta við Undað hnéeftirDee Brown er um mál- efni sem ég tel aö skipti okkur miklu máli, það er að segja saga Heimir Pálsson 5 1 Jón V. Jónsson Indiána i Norður-Ameriju. Meö- ferðin á þeim er meöal mestu glæpa mannkynssögunnar og bókin lýsir þvi' mjög vel. Ólafur Jónsson, Dagblaðinu. 1. Ég hafði ljómandi gaman af bók Þorsteins frá Hamri, Haust i Skirisskógi: mér er hún minnis- stæð vegna þess hversu gálaus hún var og óhátiöleg. Þá má nefna Fina hverfiðeftir Þorstein Antonsson, einmitt vegna þess hve hún er sett og ráðdeildarleg. Þriöju bókina hef ég ekki lesiö, úrval Ólafs Briem úr Kvæðum séra Matthíasar. Stórskáldin eru gjarnan lokuð ofan i lfkkistum, þar sem eru ritsöfnin, vonandi veröur þessi útgáfa til þess að opna kistuna upp á gátt og hleypa séra Matthiasi út. 2. Það er hverfandi litið sem ég hef lesið af nýjum þýðingum, þó hafði ég mikla ánægju af bók Heinesens Það á að dansa. I stað þýðinga gæti ég máske nefnt bók sem er vi'st ekki splumkuný en ég las fyrir stuttu: Shikasta eftir Doris Lessing. Ég veit ekki hvað á að kalla þessa bók: space-fic- tion? Lessing er allténd einhver allra helsti höfundur á Englandi og þessi bók er upphafið að stór- eflis verki, mér skilst önnur bókin sé nú komin út. Eina bók keypti ég mér fyrir jólin: Smiley’s People eftir John le Carré, og vænti mér góðs af henni, hann er jú aö likindum langbesti njósna- sagnahöfundur þeirra sem nú skrifa. Fróðleikur handa þeim sem gaman af af tölum. Sumar bækur voru nefndar oft- aren aörar, Islenskir sjávarhætt- ir eftir Lúðvik Kristjánsáon og Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson oftast eða sex sinnum hvor bók, vonandi gerir enginn sér þær grillur að það séu ein- hvers konar atkvæði. Grikklands- árið kom þar á eftir, nefnt fjórum sinnum og Sagan af Ara Fróöa- syni og Haust i Skírisskógi þris- var sinnum hvor. Sfðan Ófriöur i aðsigi, Ljóstollur, Fina hverfiö og Ljóð Sigfúsar Daöasonar tvisvar hver bók, aðrar einu sinni. Tekiö skalfram að þó hæpið sé eru talin með þau tilvik, örfá, þegar við- mælandi hafði ekki lesið ein- hverja bók en kaus samt að nefna hana sem sérstakt tilhiökkunar- efni. Fjórar voru' nefndar oftast þýddra bóka, Heygöu mitt hjarta, Það á að dansa og Liösforingjan- um berst aldrei bréf. Siöan Kvennaklósettið, 1 fööurgaröi og Ljóðaþýðingar frá Norðurlönd- um, þrisvar. Rancas-þorp á helj- arþröm var nefnd tvisvar og sömuleiöis The Bleeding Heart en sú bók og Smiley’s People voru jafnframt einu útlendu bækurnar á frummáli sem nefndar voru oft- ar en einu sinni. Gunnlaugur Ástgeirsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.