Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 31

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 31
Laugardagur 3. janúar 1981 VÍSIR 31 „5% reíkníngar bankanna ðeðlilegir viðskiptahættir segir Tómas flrnason sem skrifaði seðlabankanum bréf og lýsii bar skoðun sinni á máiinu „Ég álit að þetta séu óeðli- legir viðskiptahættir, sem séu ekki i samræmi við þær reglur, sem hafa verið settar um vexti og viöskiptakjör og er þess vegna þeirrar skoöunar að það eigi að fella niður með öllu”, sagði Tórnas Árnason viðskipta- ráðherra i viðtali við Visi um svokallaða „5% reikninga” sumra bankanna. Reikningar þessir eru þannig tilkomnir að sumir bankanna taka 5% at upphæö vixla þeirra sem þeir kaupa af viðskipta- fyrirtækjum sinum og leggja inn á sérstakan bundinn reikn- ing. Féð er svo fast bundiö á reikningi þessum að íyrirtækið, sem er eigandi fjárins, getur ekki hreyft við þvi, jafnvel þótt fyrir dyrum standi vanskil þess við þann sama viðskiptabanka. „Ég spurðist fyrir um þetta mál hjá Seðlabankanum fljót- lega eftir að ég varð viöskipta- ráðherra og lét hann rannsaka hvort þetta viögengist. Ég fékk þau svör að svo væri, en að visu mjög misjatnlega mikiö. Ég skrifaði Seðlabankanum bréf, fyrir mörgum mánuðum þar sem ég tjáði honum skoðun mina og ég mun rannsaka hvaða árangur það hefur borið, þegar ég fer að svara fyrir- spurn, sem Guömundur G. Þórarinsson bar fram i þinginu i siðasta mánuði”, sagöi viö- skiptaráðherra. sv Gelraunaseöiilinn birtur á Þriðji getraunaseöillinn i blaðagetraun Visis veröur birtur i blaðinu á mánudag. Þar með gefst áskrifendum Visis tækifæri til að senda inn i þriðja skiptið getraunaseðil, sem dregið verður úr um þrjá glæsilega vinninga. Þessi blaðagetraun er sú veg- legasta, sem efnt hefur verið til hér á landi. Vinningarnir, sam- tals að verðmætum tæpar 300.000 kr. (30 milljónir gamalla króna), mánudag ' verða dregnir i þremur áföngum. Sá fyrsti Mitsubishi Colt aö verð- mæti um 70.000 kr. (rúmar 7 gamlar milljónir) veröur dreginn út i lok þessa mánaðar. Annar vinningurinn Suzuki SS 80F að verðmætum um 50.000kr (gamlar 5 milljónir verður dreginn út i lok marz. Þriðji vinningurinn, sumarbústaður frá Húsasmiðj,- unni aðverðmætum um 150.000 kr (gamlar 15 milljónir) verður dreginn út i lok mai. Atvinnuleysis- dögum fækkar Atvinnuleysi á landinu hefur verið mun minna i ár en undan- farin ár samkvæmt upplysingum frá félagsmálaráðuneytinu. Atvinnuleysisdagar á árinu voru 84 þúsund, en árið 1979 voru atvinnuleysisdagar á landinu rúmlega niutiu og átta þúsund og fimm hundruð. Meðalfjöldi at- vinnuleysisdaga áranna 1975-1979 er 97.100. Siðustu sex árin heíur aðeins einu sinni verið minna atvinnu- leysi i landinu, það er árið 1977. Þá komst talan niður i 74 þúsund. Árið áður voru hins vegar 125.296 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. —ATA Hann hefur liklega þjónað húsbændum sinum vel en örugglega lengi þessi gamli vörubíll sem stingur óneitanlega i stúf við hinn nýtiskulega vörulyftara sem er að lyfta uppá hann enn einni byrgð- inni. Visismynd Gunnar Þór Gislason. Ákvörðun Dagshrúnar: Algreiðslubann á allar bensinstððvar „Dagsbrún setti afgreiðslubann á viðkomandi bensinstöðvar og var það tilkynnt um þrjúleytið til viðsemjenda okkar. Það veröur að gera með 7 daga fyrirvara og bannið tekur þvi gildi aöfaranótt föstudagsins næstkomandi”, sagði Halldór Björnsson hjá Dagsbrún i viðtali við Visi i gær. Nokkrar stöðvar og fyrirtæki á Reykjavikursvæðinu hafa selt bensin þann tima sem afgreiðslu- menn hafa verið i verkfalli. Sagöi Halldór að sendibila- stöðvamar i Reykjavik hefðu lagt stund á bensinsölu i verkfallinu, svo og BSR og Bæjarleiðir. Þá hefðu stöövar i Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellssveit verið opnar. Allar þessar stöðvar hefðu nú fengið á sig afgreiðslubann en það væri mál viðkomandi aðila hvort atvinnutæki þeirra stöðvuöust, úr þvi að þeir hefðu ekki virt verk- fallið. „Þeir eru búnir að lofa okkur, að vera ekki að þessu, meöan mennirnir eru i verkfalli, en það viröist ekki standa stund- inni lengur", ságöi Halldór. „Þá erveriðaðtaka upp almenna sölu hjá fyrirtækjum og það er brot á öílum venjum”. —JSS Vísisbíó i Regnboganum Vísisbió verður i Regnboganum i dag klukkan þrjú og verður þar sýnd hin fræga mynd Jasssöng- varinn, sem er i litum með islenskum texta. Athugið að sýn- ingin er i Regnboganum en ekki Hafnarbió. Þannig var hafisinn við tsland um áramótin sanikvænit veöurtunglamyndum og því sem sjá mátti af is- könnun Landhelgisgæslunnar. Hafísinn meiri nú en í fyrra Hafis við landið er nú i meðal- lagi miðað viö árstima en hcldur meiri en um sama leyti i fyrra. Þetta kom fram i iskönn- unarflugi Landhelgisgæslunnar 30. desember, svo og af veður- tunglamyndum og öðrum gögnum. Á hafiskortinu á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu hafissins eins og hún var um áramótin. Hafsvæðið, sem táknað er ineð hcildregnunt skálinum og hringum er þakið is að 7 til 9 ti- undu hlutum, en uær Grænlandi er sjór alþakinn. Lóðrétt smástrik tákna nýmyndun. Krotalinur á auðu hafi austur af isjaðrinum gefa til kynna i stórum dráttum hvernig háttað er liita yfir yfirhorð sjávar. oifumöi h.f.: RIKIÐ GEFUR EFTIR 300 MILLJðHA SKULD „Þetta ákvæði heföi fallið úr gildi nú um áramótin og þess vegna gengum við frá samþykkt- inni nú milli jóla og nýárs”, sagöi Geir Gunnarsson, formaður t'jár- veitinganefndar, þegar blaöa- maður Visis spurði hann um þá Brunaúlköll- um fækkar Brunaútköll á árinu 1980 urðu 353 talsins. Þetta eru mjög fá út- köll miðað viö i fyrra, en þá urðu útköllin 474. Fjórir menn létust i eldsvoða á árinu. í 271 tilfelli var um eld að ræða, en engir stórbrunar urðu á árinu þannig að tjón næmi meira en 30 milljónum. Tólf sinnum var um gabb að ræða. Sjúkraflutningar á árinu urðu 10.295, sem er svipaö og i fyrra. Hins vegar voru neyðarflutningar mun fleiri en i fyrra eða 1353 — ATA samþykkt nefndarinnar, aö ljár- málaráðherra nýti heimild á fjár- lögum 1980 til þess aö breyta skuldum Uliumalar h.f. viö rikis- sjóð i eignarhlut rikisins. Fyrirtækið skuldar rikinu um 300 milljónir króna vegna van- greidds söluskatts, og meö þvi aö breyta skuldinni i eignarhlut er fyrirtækinu forðaö frá gjaldþroti. Einnig er fyrirhugað aö eignar- aðild að íyrirtækinu breytist á þá lund, að sveitarfélögin, sem átt hafa stóran hluta i þvi, ganga út og rikiðstendureftir sem eini eig- andinn. Sveitarlélögin munu greiða upp ábyrgöir slnar og gjaldfallnar skuldir, en Fram- kvæmdasjóður mun taka yfir reksturinn á fyrirtækinu. —P.M. Gengissig íslensku krénunnar 1980: um 05% gagn- vart yenlnu Bandarikjadollar stóð i 6,23 ný- krónum eða 623 g.krónum um áramótin, en i ársbyrjun var doll- arinn skráður á 394.40 krónur. Þetta er gengissig upp á 57.96%. Gjaldmiðlarnir hafa sigiö mjög mismikið og hefur þaö að mestu farið eftir styrk hvers gjald- miðils. Sem dæmi má nefna að gagnvart sterlingspundinu hefur islenska krónan sigiö um 69,83%, gagnvart dönsku krónunni um 40,13% og 38,92% gagnvart þýska markinu, þá hetur islenska krón- an sigið um 85,74% gagnvart japanska yeninu. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.