Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 03.01.1981, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 3. janúar 1981 VÍSIR Um mánaðamótin nóvember desember á síöasta ári lést í París gamall maöur rúmlega áttræöur. Hann var enskur aö uppruna og hét Sir Oswald Mos- ley. Nú oröið þekkja þetta nafn fáir en á f jórða og f immta áratugnum var það á hvers manns vörum í Bretlandi og í Þýskalandi hafði Adolf Hitler auga- stað á honunv haföi hugsað sér að gera hann ein- ræöisherra Bretlands eftir aö Þ jóöverjar hefðu lagt eylandið undir sig. Sir Oswald Mosley var foringi breskra fasista, hann marséraði um í svartri skyrtu og heimtaði styrka stjórn, lög og reglu. Hann var af aöalsættum, gáfaöur og glæsilegur og vonir hans áttu sér engin takmörk. Saga hans er saga hins dyggðumprýdda manns sem hrokinn bjó fall. Hybrys nefndu gömlu Grikirnir fyrirbærið. Adolf Hitler hafði valið Sir Oswald Mosley til að stjórna Bretlandi sem „Gauleiter” eftir að Þjóðverjum hefði tekist að sigra Breta. Ilér sést Mosley flytja ræðu í svartstakkabúningi sinum. Baráttuþjarkar Mosley var uppalinn i Staffordshire, fjölskylda hans var gamalgróin aðalsætt og átti itök viöa á Mið-Englandi. Fjölskyldan auðgaðist mjög á ýmiss konar kaupsýslu en tók ekki upp fágaða siðu aðalsmannasamfélagsins þeir voru baráttuþjarkar, Mosleyarnir og létu sjaldan sinn hlut. „Faðir minn barðist við föður sinn og lagði hann”, sagði Oswald einhverju sinni. „Sjálfur barðist ég við föður minn og lagði hann. Svona var fjölskylda min”. Oswald var sendur i yfirstéttar- skólann i Winchester og kom þaðan uppfullur af mennta- hroka. t fyrri heimsstyrjöldinni þjónaði hann i riddaraliöinu og siðar i flughernum, hann ávann sér orð fyrir hugrekki og jafn- framt helti eftir flugslys. Að striðinu loknu leitaði hann að ein- hverju handa sér að gera. Hann var ólgandi af starfsorku og krafturinn var óendanlegur. Hann ákvað að fara út i pólitik. Í918 settiSÍ hsni? á þing i fyrsta sinn. Flokkur hans var' íhalds- flokkurinn en hann hafði mjög óljósar og kannski engar hug- sjónir til að berjast fyrir. Engu að siður leið ekki á löngu þar til hann var kominn i miðdepil enskra stjórnmála og hann veigraði sér ekki við að ráðast gegn jötnum þess tima, sér i lagi Churchill. Hann hlifði ekki einu sinni Cur- zon, þáverandi utanrikisráö- herra, þó hann gengi skömmu siðar að eiga dóttur hans. Hann var baráttuþjarkur eins og for- feðurnir. Flokkaf lakkari Arið 1921 snerist hann gegn for- ystu Ihaldsflokksins. Hann var andvigur stefnu Lloyd Georges i málefnum lrlands sem miðaði aö þvi að kúga uppreisnargjörnu þjóðina fyrir vestan til hlýðni. Þegar Oswald fékk ekki sitt fram sagði hann sig úr flokknum með látum og áður en varði var hann kominn til liðs við Verkamanna- flokkinn. Það var hann fljótur á toppinn eins og annars staðar þar sem hann kom nærri. Oswald varö sérlegur skjólstæðingur for- manns Verkamannaflokksins, Ramsey MacDonalds, og hann og kona hans, Lafði Cynthia, fylgdu MacDonald á utanlandsferðum hans. Þegar Verkamanna- flokkurinn myndaði stjórn öðru sinni kom tækifærið sem Oswald. hafði beðið eftir upp i hendurnar á honum.honum var falið að starfa með J.H.Thomas við að móta efnahagsstefnu flokksins en at- vinnuleysi var þá mikið og Kreppan mikla i hámarki. Thomas hafði engar hugmyndir og engan vilja. Lansbury sem tók við af honum hafði viljann en fáar hugmyndir. Sir Oswald Mosley hafði hvort tveggja. I hópi þeirra stærstu Oswald kvaddi sér til aðstoðar hóp ungra hagfræðinga og i sam- einingu lögðu þeir drög að stefnu sem hefði getað umbylt Bret- landi, stefnu sem jafnvel enn i dag virðist furðu róttæk. Þetta var New Deal þeirra Breta, skipulagðar fjárfestingar, efna- hagssamvinna milli Bretlands og samveldislandanna og kirfileg stjórnun vinnuafls. Oswald fór með byltingarkenndu stefnu sina á fund rikisstjórnar Verka- mannaflokksins og þar var henni hafnað með það sama. Þá fór Os- wald á fund þingflokksins en sama sagan, stefnunni var út- hýst. Hann gerði þriðju tilraunina og sneri sér til ársþings Verka- mannaflokksins og var hafnað i þriðja sinn. Það var árið 1931 og útlitið dökkt. Enginn virtist liklegur til að ná stjórn á efnahagsástandinu og þær hugmyndir áttu miklu fylgi að fagna að setja bæri saman rikisstjórn af þeim mönn- um allra flokka sem eitthvað sýndust hafa til málanna að leggja. Meðal annars voru nefndir til sögunnar Lloyd George Churchill og Sir Oswald Mosley. Hann var kominn i hóp þeirra stærstu og stefndi hærra. Hann var á leið til hæstu hæða en þá gripu örlögin i taumana. Dauða- synd hans var óþolinmæðin og hann sagði sig úr Verkamanna- flokknum. Fyrirmyndin var Musso- lini Fyrst gerði hann tilraun til að stofna nýjan þingræðislega sinn- aðan flokk, Nýja flokkinn,en hann varð skammlifur. Flokkurinn baröist af kappi I aukakosningum snemma á árinu en þegar efnt var til kosninga kramdist hann undir stóru flokkunum og eftir það var hann úr sögunni. Nýi flokkurinn hafði aðallega unnið fylgdi frá vinstrihreyfingunni og ýmsir kunnir forystumenn Verka- mannaflokksins studdu Oswald beint eða óbeint, þar á meðal var Aneurin Bevan. Nú, þegar Os- wald hafði verið hafnað enn einu sinni, snerist hann gegn öllu kerf- inu, þingræðinu og reyndar lýð- ræðinu sjálfu. A þessum óvissu- timum leituðu margir sér fyrir- mynda i austri, Sovét-Rússlandi og Jósef Stalin. Oswald fann sitt átrúnaðargoð á Italiu: Benito Mussolini. Það sem heillaði hann mest var hinn sýnilegi áhrifamáttur fasist- anna, svartstakkarnir, fjölda- göngurnar, slagorðin sem komu i stað hugsjóna og harkaleg með- ferðin á andstæðingum. Oswald var alla tið rómantiskur og hann dreymdi um eigin sigurgöngu, um sjálfan sig sem Napóleon. Einræðishyggjan var honum i blóð borin. Og fyrst lýðræðið hafði kastað honum á glæ hóf hann að leika hlutverk fasisks einræðis- herra á Bretlandi. „Aögeröir!!" Hann byrjaði á þvi að klæða sjálfán sig og fylgismenn sina i svartar skyrtur og svo þrömmuðu þeir fram og til baka á stræt- unum. Settar voru upp svart- stakkabúðir i London og ýmsum öðrum borgum og þar fengu hinir atvinnulausu stormsveitar- þjálfun eða það imyndaði Oswald sér að minnsta kosti. Flokkur hans hét Breska fasistasam- bandið „British Union of Fas- cists”, og þó hann væri ótviræður leiðtogi fékk flokkurinn og stuðn- ing ýmissa mikilsháttar manna i ensku þjóðlifi þar á meðal bæði aðalsmanna og auðkýfinga. Ræður Oswalds tóku stakkaskipt- um ekki siður en klæðnaður hans og framganga öll. Aður hafði hann heimtað efnahagslegar um- bætur, á róttækan hátt að visu, en nú heimtaði hann aðeins eitt: AÐGERÐIR! „Action” var slag- orð B.U.F., aðgerðir aðgerðanna vegna, ofbeldi var skammt 'undan. Eins og annars staðar töl- uðu fasistarnir um að rifa „gamla pakkið” upp með rótum, þurrka út fortiðina og reisa „nýtt” þjóð- félag á rústunum. Ofbeldið færðist stöðugt i auk- ana: nakið og grimmilegt ofbeldi gegn öllum sem dirfðust að setja sig upp á móti fasistunum og Leiðtoga þeirra. Ofbeldið var ekki einhliða, kommúnistar og bandamenn þeirra skipulögðu harða andstöðu gegn Oswalds og mönnum hans en það voru fasist- arnir sem áttu upptökin. Og það var ofbeldið sem eyðilagði vin- sældir fasismans og Oswalds sjálfs. Stofufangelsi í striðinu Oswald reyndi eftir mætti að halda i áhrif sin og vinsældir. Þótt einangrun hans hefði verið varúðarráðstöfun en ekki refsing. Yfirvöldin bifuðust ekki. Hrokinn varð honum að falli Svo var striðinu lokið. í fyrstu bjó Oswald á Irlandi en settist skömmu siðar að nálægt Paris. Hann gerði öðru hvoru tilraunir til að brjótast á nýjan leik til áhrifa i breskum stjórnmálum, hélt fram kynþáttastefnu i beinu framhaldi af antisemitismanum áður en ekkert gekk. Ollum var i fersku minni svarta skyrtan og krafan um tilyrðislausar Að- gerðir. Hann reyndi aö klóra i bakkann, barðist fyrir samstarfi og samvinnu Evrópulrikja og tal- aði stundum eins og hann hefði skapaö Efnahagsbandalagið einn og sjálfur. Rétt eins og John Gabriel Borkman beið hann alla ævi eftir kallinu sem aldrei kom. Hvað var það sem varð Sir Os- wald Mosley að falli? — þessum manni sem virtist hafa svo margt Kallió sem aldrei kom — Foringi breskra nasista, Oswald Mosley, er látinn Nasisminn lifir enn i Bretlandi. A þessari mynd sjást meölimir nasistasamtakanna National Front reyna aö ögra fjöldagöngu sem stcfnt vartil höfuös þeim. hann héldi þvi siðar fram að hann hefði ekkert á móti gyðingum reyndi hann fyrir strið að nota sér andúðina á þeim, réðist á þá af fullri hörku og sakaði þá um að hvetja til striðs gegn Adolf Hitler, sem smám saman varð fyrir- mynd hans i stað Mussolinis. Þegar striðið skall á rann upp erfiðleikatimi fyrir Oswald en hann geröi sitt ýtrasta til að standa upp úr en eftir þvi sem á leið varð það illmögulegra. Er orrustan um Bretland stóö sem hæst og innrás Þjóðverja sýndist yfirvofandi voru Oswald og kona hans sett i einangrun og stofu- fangelsi þar sem þau voru álitin hugsanlegir samstarfsmenn Hitlers ef illa færi. Oswald stóð ætið á þvi fastar en fótunum að hann væri þrunginn föðurlandsást en hitt er vitaö að Hitler hafði i huga að skipa hann stjórnanda Bretlands, Gauleiter, ef honum tækist aö sigra eyþjóðina. Striöiö hélt áfram og fljótlega varö ljóst að Bretar yrðu ekki sigraöir. Engu að siður var Os- wald og konu hans haldið i stofu- fangelsi öll striösárin en það gagnrýndu margir, bentu á að til brunns að bera og geta komist svo langt. Hinn frægi enski sagn- fræðingur A.J.P.Taylor er ekki i neinum vafa. I nýlegri blaðagrein segir hann: „Það var hrokinn sem eyðilagði Mosley. Hann ofmat sinar eigin gáfur og fyrirleit heimsku ann- arra. Ofbeldið bjó innra með honum, fyrst i hugsun siðan i að- gerðum. Hann hafði tröllatrú á skyndiáhlaupum en leiddist lang- varandi barátta, sin eigin barátta ekki sist. A örlagastundum breskra fasista var hann oftar en ekki fjarverandi: stóð þá i veislu- glaumi finu vina sinna i Fen- eyjum. Mosley var reyndar mjög hæfur leikari. Frá þeirri stundu að hann byrjaði aö likja eftir Mussolini liktist hann mest leikara sem fer um sveitirnar meö stykki sem aðrir hafa gert vinsælt i höfuð- borginni. Þegar horft er á frétta- myndiraf Mosley marsérandi um East End minnir það allramest á annan Lundúnabúa. Sir Oswald Mosley bauð sig fram til Ein- ræðisherrans. Sir Charles Chaplin lék það hlutverk miklu betur”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.