Vísir - 25.02.1981, Síða 14
Miðvikudagur 25. febrúar 1981
Miðvikudagur 25. febrúar 1981
„HER ER SAGA
HVERJU HERRERGI’
Vísismenn heimsækia Vigdísi Finnboga-
dóilur. lorseta íslands.að Bessastöðum
//Þetta hús er i einu orði sagt yhdislegt", sagði Vig-
dís Finnbogadóttir, forseti íslands, er hún visaði
blaðamönnum Visis um salarkynni á Bessastöðum
fyrir helgina. „i óveðrinu um daginn, þegar allt lék á
reiðiskjálf i, sat ég hérna og hugsaði rheð mér að þetta
hús hefði staðið af sér veður i 220 ár, og það hlýtur að
hafa komið slikt verður hér áður. Já, það er gott að
vera hérna".
Við fengum okkur sæti við gamla ríkisráðsborðið í
bókhlöðunni á Bessastöðum. Þar þekja merkar bækur
flesta veggi og kjörgripir frá mörgum löndum eru
geymdir jjar.
Þegar við komum i heimsókn var Vigdis að semja
ræðu, sem hún mun f lytja i veislu, sem Margrét Dana-
drottning heldur forseta Islands i Kristjánsborgarhöll
i kvöld. Þótt hún hefði þannig í mörg horn að líta
vegna undirbúnings fyrir þessa fyrstu opinberu
heimsókn sína, þá tók hún beiðni okkar um viðtal vel.
Reyndar hefur hún þurft að sinna ótal beiðnum um
viðtöl þá mánuði, sem hún hefur gegnt forsetastörf-
um, en þær hafa verið frá erlendum blaðamönnum.
„Ég verð að segja það eins og er, að ég býð þig
hjartanlega velkominn hingað ekki sist vegna þess, að
þú ert fyrsti blaðamaðurinn við íslenskt dagblað, sem
óskað hefur eftir slíku viðtalf frá þvi að ég tók við em-
bætti", sagði Vigdís.
Hlýja fólksog virðing fyrir
embættinu
— Hefur þaö aö vera forseti
tslands, reynst ööru visi en þú
bjóst viö?
„Þegar manni er att út i slikt
ævintýri sem forsetakosningar
eru, þá gerir maöur sér ekki
fyrirfram nákvæma mynd af þvi
hvernig starfiö veröur. En þaö er
vissulega býsna einkennilegt aö
vera allt i einu komin i þá aö-
stööu, aö sitja I embætti, sem er
fyrir okkur íslendingum öllum ei-
litiö fjarlægt. Þaö sem mér þykir
vænstum eftir aö ég tók viö þessu
embætti er aö finna fyrir hlýju
fólks og þeirri miklu viröingu,
sem borin er fyrir embættinu.
Þaö met ég mest.”
— Finnst þér, aö eftir haröa
kosningabaráttu hafi þjóöin sam-
einast aö baki þér sem forseta
allrar þjóöarinnar?
, ,,Já, svo sannarlega, meö einni
eöa tveimur undantekningum”.
Mikil ásókn erlendra fjöl-
miðlamanna
— Erlendir fjölmiölar hafa
mikiö fjallaö um forsetakjör þitt.
Hefur ásókn af þeirra hálfu veriö
mikil?
,,Já, ég hef veriö mjög elt af
erlendum blaöamönnum.
Þess hefur hins vegar veriö vel
gætt aö enginn fái viötal við for-
setann nema hann sé sendur út á
örkina af ritstjóra sins blaðs, og
þaö er reynt aö hafa gott eftirlit
meö þvi hvaö er prentaö. En auö-
vitað er til i heiminum fólk, sem
brýtur þessa siðgæðisreglu og
borgar kannski meira fyrir veik-
leika einhvers staðar heldur en aö
koma hingaö heim og sækja sér
fréttir. Og þá skapast auövitaö sú
hætta, að eitthvaö sé prentaö,
sem okkur Islendingum mislfkar.
En þaö verö ég aö segja, aö i
öllum þeim mikla bunka blaöa,
sem ég hef fengið meö greinum
um þetta embætti og um tsland,
þá er hvergi nokkurs staöar hall-
aö hvorki á tsland né á mig per-
sónulega nema i tveimur grein-
um. I þeim tveimur tilfellum hafa
menn tekiö sér frelsi til þess aö
skálda upp orö, sem ekki hafa
falliö, og okkur tslendingum ber
aö gæta þess aö slikt komist ekki
til skila á tslandi”.
Auglýsing fyrir ísland
— En almcnnt séö ertu ánægö
meö þaö, sem birt hefur veriö er-
lendis?
„Já, i heild hefur þetta veriö
mjög góö auglýsing fyrir Island.
Forseti tslands hefur oröiö tilefni
til þess aö blaöamenn hafa gert
sér ferö hingaö heim, en hins veg-
Texti:
Elias Snæland
Jónsson, rit-
stjórnarfull-
Myndir:
Gunnar V.
Andrésson,
ljósmyndari
ar er tsland sjálftsvo sérstætt, aö
þegar þeir eru á annað borö
komnir hingaö þá veröa skrif
þeirra fyrst og siöast auglýsing
fyrir landiö.
Ég hef i þessum viötölum ein-
beitt mér aö þvi aö tala um
tsland, hvernig viö höfum lifað
meö þessu landi og hvernig við
höfum aö vissu leyti sigrast á
landinu. Og þessi viötöl, sem birst
hafa út um allan heim, hafa veriö
skreytt myndum frá tslandi. Sá
mikli póstur, sem berst embætt-
inu frá útlöndum og er stílaður á
mig, fjaljar yfirleitt um það,
hversu gagnteknir menn hafa
veriö af landinu sjálfu. Mér er
tjáö, aö meira sé bókaö i Islands-
feröir nú en áöur. Ég veit ekki
hvort þaö er þessari landkynn-
ingu aö þakka, en þaö skaöar okk-
ur ekki, þegar viö eigum viö sam-
gönguvandamál viö útlönd aö
etja, aö fá hingað fleiri erlenda
feröamenn.”
Viðbrögð einstaklinga
— Hefur þú oröiö vör viö viö-
brögö almennings erlendis, t.d.
þar sem sjónvarpsviötöl hafa
veriö sýnd?
„Já, heldur betur. Það var til
dæmis sýnt sjónvarpsviötal 8.
febrúar siöastliöinn i Frakklandi.
Þetta var tiltölulega vel gerður
þáttur, vegna þess aö þar var
klippt til jafns saman viötaliö og
myndir af landinu. Eftir sýningu
þessarar myndar byrjaöi bréfa-
hrúga aö berast enn á ný til lands-
ins. Ætli þaö hafi ekki borist þá á
annað hundraö bréf. Þaö sama
geröist þegar viötalsþáttur kom I
danska sjónvarpinu á nýársdag.”
— Hvaö hefur veriö timafrekast
i starfi þinu sem forseti?
,,Ég hef metnaö til aö gera þetta herbergi Grfms Thomsens aö sagnfræöi-
stofu Bessastaöa”, segir Vigdis Finnbogadóttir, sem hér er stödd f her-
bergi Grims.
„Vegna þess að forsetakjöriö
hefur vakið þetta mikla athygli
erlendis, þá hefur bein skrifstou-
vinna verið mjög timafrek.
Viö erum öll einstaklingar, sem
lifum I heiminum, og þaö er sjálf-
sögö háttvisi aö svara bréfum,
þessara einstaklinga en þaö hefur
veriö feikilega timafrekt.
— Er öllum bréfum svaraö?
„Já, viö reynum að svara ein-
staklingum eftir bestu getu, og
eins bréfum frá alls konar
samtökum erlendis, sem skrifa
og óska eftir þvi aö ég veröi ræöu-
maður hjá þeim eða verndari eöa
eitthvaö slikt.”
Að sinna okkur sjálfum
„Þetta er fyrst og fremst
skylduvinna. Skemmtilegri hliöin
á embættinu er að sinna okkur
sjálfum, og þar kemur skýrt fram
þessi hlýja og virðing fyrir em-
bættinu, sem ég minntist á áðan.
Þaö koma fjölmargir til min og
segja mér frá félagasamtökum
sinum og starfsemi þeirra. Þetta
fólk vill aö forsetinn viti hvaö er
aö gerast I landinu. Og þegar
félagasamtök eiga t.d. von á gest-
um erlendis frá, þá vilja forráða-
menn þeirra gjarnan kynna for-
seta sinn fyrir þessum gestum, og
gestina fyrir forsetanum. Þessi
samskipti hefur mér þótt
skemmtileg.
Þá hefur mér þótt mjög
skemmtilegt aö fá inn á borö til
min allt prentaö mál á Islandi.
Það er meö ólikindum hvaö
prentaö er hér af alls konar blöö-
um og timaritum. Ég hef ekki
fyrr setiö við að lesa fjöldann all-
an af slikum blööum, svo sem
Vinnuna, Samvinnuna, Sjávar-
fréttir, Sjómannablaðiö, Vest-
firska fréttablaöiö og svo fram-
vegis.
Mér finnst alveg stórmerkilegt
hvaö tslendingar eru lifandi þjóö
og skapandi þjóö. Þvi hef ég
kynnst vel i þessu embætti og ég
er mjög stolt af þvi”.
„Hef mikinn metnað fyrir
hönd Islands"
„Ég hef svo mikinn metnað
fyrirhönd tslands”, hélt Vigdis á-
fram. „Við megum ekki gleyma
þvi, aö metnaöur er ekki neikvætt
orö. Metnaöur er jákvætt orö. Og
mér finnst aö viö höfum ráö á aö
hafa metnað fyrir tslands hönd.
Þótt við högum okkur kannski
stundum eins og viö séum börn á
fermingaraldri, þá er tsland
alveg sérstakt. Aöeins 230 þúsund
manna þjóö meö alla þessa list og
alla þessa menningu. Þaö er
sama hvar þú berö niöur i menn-
ingarlegu tilliti, viö eigum topp-
menn á öllum sviöum, og af þvi er
ég feikistolt. Þegar ég á aö tala
sem fulltrúi Islands erlendis, eins
og núna stendur fyrir dyrum, þá
finnst mér aö þaö sé einmitt
vísm
■i
15
^■■1
Vigdis Finnbogadóttir, forseti tslands, f móttökusalnum á Bessastöðum. A veggjum eru fslensk máf verk.
þetta, sem megi komast til skila
meöal annarra þjóöa.
Þaö gerir okkur auövitað erfitt
um vik aö koma þessu til skila
erlendis, að viö erum á ööru
tungumálasvæði. En við þurfum
að stefna aö þvi núna að styrkja
menn til aö koma til tslands til að
læra islensku og búa með okkur
og sjá hvaö hér er verið að skapa,
sem heimurinn má gjarnan sjá og
heyra lika.”
Tengslin við fólkið
— t kosningabaráttunni siöast-
liöiö sumar var mikið rætt um
nauösyn þess aö forsetinn heföi
sem beinust tengsl viö almenn-
ing. Hyggst þú t.d. fara i ferðalög
um landiö i sumar?
„Mig langar ákaflega til þess,
og ein heimsókn út á land er
reyndar þegar ákveöin. Ég mun
fara á landsmót ungmennafélag-
anna á Akureyri. En um opinber-
ar heimsóknir i sýslur og héruö
hefur ekki ennþá verið rætt.
Hinsvegar kynntist ég svo
mörgu fólki i sumar og þaö hefur
oröiö til þess, aö fjölmargir, sem
uröu persónulegir vinir minir,
hafa ekki hikað viö að hafa sam-
band. Ég tel það mikilvægasta
hlutverk mitt aö vera með
tslendingum.”
— Það hefur þá ekkert boriö á
þvi, eftir aö þú varst kjörin for-
seti, aö fólk sé feimiö viö aö hafa
samband?
„Nei, nei, ég hef ekki ennþá hitt
fyrir þann tslending, sem er
feiminn viö mig”.
— En er mikið um aö einstakl-
ingar leiti til þfn meö vandamál
sin?
„Já, þaöermikiðum þaö, og ég
hef mikið lært af þvi. En ég get
ekki sagt aö ég hafi haft af þvi
eAias Snæland Jónsson, ritstjórnarfulltrúi, ræöir viö Vigdlsi Finnbogadótt-
ur, forseta tslands, I bókhlööunni á Bessastööum. Boröiö fremst á mynd-
inni er þaö gamla borð, sem alltaf hefur veriö notaö viö rikisráösfundi á
forsetasetrinu. Stóra keramikskáiin á borðinu er gjöf tii forsetaembættis-
ins frá Finnlandi.
mikla gleði, vegna þess aö þessi
viötöl hafa sýnt mér aö vlöa á fólk
I erfiöleikum á tslandi.”
— Hefur þú einhver tök á aö
hjálpa þessu fólki?
„Ekki nema með þvi að ræöa
málin. Viö búum I lýðræðis- og
þingræöisþjóöfélagi. Þaö eru lýð-
ræðislega kjörnir þingmenn, sem
taka ákvaröanirnar, en ekki for-
setinn, og dómsvaldiö veröur líka
aö hafa sitt sjálfstæöi. Þaö væri
til aö æra óstööugan ef forsetinn
færi að blanda sér i málefni þess-
ara aöila.
En svo viröist sem aöeins þaö
aö koma til forseta sins og segja
frá sinum málum hjálpi mörgu
fólki. Þaö viröist gefa þvi ákveö-
inn styrk til aö horfast I augu viö
vandamálin aö vita aö þetta em-
bætti, sem er táknrænt fyrir okk-
ur tslendinga, veit af vandamál-
um þeirra.”
„Það er saga hér í hverju
herbergi"
Og þá vikur talinu aö forseta-
setrinu að Bessastööum og þeim
viöbrigöum, sem þvi fylgdi aö
flytja þangaö úr borginni.
„Það er ákaflega sérkennilegt
að þvi leyti, aö ég hef aldrei fyrr á
æfi minni búiö nema svo sem tiu
minútna göngu frá mlnum vinnu-
staö”, sagði Vigdis. „Þaö tekur
þess vegna miklu lengri tima aö
komast i vinnuna nú en áöur. En
þegar ég finn fyrir þvi, hversu
langan tima þetta tekur, þá verð-
ur mér hugsaö til allra þeirra,
sem lifa viö þau kjör aö þurfa aö
eyöa miklum tima til aö komast I
vinnuna — bæði hérlendis og ekki
slður erlendis, og þá veröur þetta
smávægilegt i minum augum.
— En Bessastaöahúsiö sjálft?
„Þetta 220 ára gamla hús er i
einu orði sagt yndislegt, og þaö er
gott aö vera liérna.
Þaö sem er svo ljúft viö þetta
hús hér á Bessastöðum er, aö þaö
er byggt eftir að Island fór að
rétta úr kútnum. Fyrsti amtmað-
urinn hér var Magnús Gislason,
og húsið var byggt á hans tiö eða
á árunum eftir 1760.
Auövitaö eru sumir hlutar
hússins frá siöari tlmum, en um
þann hluta hússins, sem tilheyrir
gamla timanum, má segja, aö
þaö sé saga I hverju herbergi.
Veggirnir hérna beinlinis anda
sagnfræði.
Undanfarið hef ég mikiö veriö
aö hugsa um þá menn, sem hér
hafa búiö, og lesa verk allra
þeirra skálda, sem hér hafa
veriö, Jónas Hallgrimsson,
Benedikt Gröndal, Sveinbjörn
Egilsson og slöast en ekki slst
Grimur Thomsen — heimsmað-
urinn, sem kom til íslands og
settist aö hér á Bessastööum áriö
1868 og bjó hér til 1896. Ég hef
mikið veriö aö velta þvi fyrir
mér, hvernig þeir hugsuðu, og
hvernig lif þeirra var hérna i
æsku. Þeir hafa sett svip sinn á
þetta setur bara með þvi aö hafa
búiö hér.
Og svo allt þaö mannlif sem
veriö hefur á þessum staö. Og
rómantikin hérna. Hugsaðu þér
heybindingarnar úti á túni! Enda
held ég aö margir hafi gengið sinn
lifsveg annað hvort meö konu eöa
karli eftir aö hafa kynnst hér á
Bessastöðum.”
Herbergi Gríms Thomsens
— Er eitthvert herbergi hér á
Bessastööum þitt óskaherbergi,
ef svo má aö oröi komast?
„Já, þaö er herbergi Grims
Thomsens. Það er nú eitt her-
bergi, en þvi var áöur skipt i
tvennt. Þar bjuggu þau Þorgrim-
ur og Ingibjörg, foreldrar Grims.
Og mér er sagt aö Grimur hafi
fæöst i innra herberginu og dáiö i
fremri stofunni.
Ég held mikiö upp á þetta her-
bergi og vonast til að geta gert
þaö aö sagnfræðistofu hér á
Bessastöðum, svona álika og safn
Jóns Sigurössonar á Hrafnseyi,
meö teikningum og ljósmyndum
úr fortlöinni og verkum skáld-
anna i bókaskápum.”
— Nú hlýtur hver sá sem býr
hér aö setja sinn svip á staöinn.
Hefur þú mótaö húsiö i þlnum
stil?
„Ég held aö þaö sé alveg óhjá-
kvæmilegt. Viö þekkjum þaö úr
daglega lifinu aö ef maöur flytur
á milli húsa eöa I nýja ibúö þá
raöar maöur kannski húsgögnun-
um eilitið ööruvisi en maöur geröi
á gamla staönum. Og ég er nú
einu sinni húsfreyja og hef alltaf
veriö, og auövitað hef ég sem hús-
freyja hugsað um hvernig ég vil
hafa ikringum mig. Mér þykir á-
kaflega gaman aö vera hús-
freyja”.
Að meira heyrist í Norður
löndum í hinum stóra
heimi
Vigdis lagði I morgun upp i slna
fyrstu opinberu heimsókn og viö
spuröum hana, hvort það heföi
veriö sjálfgefiö aö Danmörk yröi
fyrst á dagskrá.
„Kannski ekki sjálfgefiö, en
fyrir þvi er hefö, vegna okkar
gömlu tengsla, aö Danmörk sé
heimsótt fyrst. Og þaö gladdi mig
mikiö aö þannig skyldi æxlast, aö
Danmörk varð fyrst, og ekki siöur
hvaö þessi heimsókn viröist hafa
vakiö mikla athygli þar I landi.”
— A hvaö munt þú leggja á-
herslu I þessari heimsókn?
„Ég mun leggja mesta áherslu
á vinasamband þjóðanna og
norrænt samstarf. Og einnig á
þaö, sem hefur veriö mér kapps-
mál I mörg ár I öllu starfi minu á
norrænum vettvangi, aö mér
finnst timi til kominn að þaö
heyrist meira i okkur Noröur-
landabúum úti i hinum stóra
heimi. Nágrannaþjóöir okkar,
t.d. Frakkar og Bretar sem ég hef
haft mikiö samband við, vita svo
ósköp litiö um okkur. Þeir sjá
„Þetta er mesti dýrgripurinn I bókasafninu”, segir Vigdis Finnbogadóttir
um bókina, sem hún heldur á. Þetta er bók eftir H.C. Andersen frá 1858 —
„Nye Eventyr og fortællinger” — sem er árituð af höfundi til vinar sins
Grims Thomsens.
okkur fyrir sér sem eitthvaö
hreint og fint og vel skipulagt
þjóöfélagslega séö, en vita lítiö
um aö hér sé lifandi og skapandi
fólk. Ég mun tala fyrir tsland
hvar sem ég get á jákvæöan hátt,
og um leiö og ég geri þaö þá tala
ég fyrir Norðurlönd vegna þess aö
viö erum hluti af norrænni menn-
ingu”.
Hef haft minni tíma
— Nú hefur þú mörg persónuleg
áhugamái. Hefur þetta starf haft
þau áhrif, aö þú hafir ekki getaö
sinnt ýmsum áhugamálum, sem
þú myndir eila hafa mikinn hug á
aö sinna?
„Þaö er þá helst aö þvi leyti aö
ég hef haft ivið minni tima. Ég
hélt reyndar þegar ég var leik-
hússtjóri hjá Leikfélagi Reykja-
vikur, að þaö væri varla hægt aö
hafa meira aö gera, ásamt þvi aö
vera húsfreyja, en enn sem komiö
er hef ég haft enn minni tima i
þessu starfi.
En bað stendur allt til bóta, þvi
ég held að þetta sé eins og hver
önnur nýjung sem gengur yfir.
Annars finnst mér þaö mjög sér-
kennilegt, aö á árinu 1980 skuli
þaö hafa vakið svona mikla
athygli úti I heimi, aö kona var
kjörin forseti tslands. Þaö hefur
ekkert meö þaö aö gera aö þaö
var ég. Ég haföi engan persónu-
legan metnaö til aö fara I þetta
embætti. Þaö er eins og hvaö
annað sem gerist i lifi einnar
manneskju”.
— Heldur þú kannski aö þetta
hafi veriö forlögin? Ertu forlaga-
trúar aö þvi leyti?
„Ég er kannski ekki forlagatrú-
ar, en ég gleymi ekki fortiöinni.
Þaö er einmitt þaö, sem ég er aö
segja þegar ég minnist á allt
þetta fólk, sem hér hefur búið, og
einmitt þaö aö lifa meö fortiöinni
finnst mér býsna gott”.
„Ég neita að gefast upp"
Aö lokum vikjum viö talinu aö
ástandinu i islensku þjóöfélagi i
dag og þeim mikiu vandamálum,
sem stjórnmálamenn og aörir
reyna aö leysa, oft aö þvl er virö-
istmeölitlum árangri. Hefur Vig-
dís trú á þvl aö okkur takist aö
yfirstiga þessa erfiöleika án
verulegra skakkafalla?
„Já, ég get ekki annaö en haft
þá trú”, sagöi hún. „Þaö er eitt af
þvi, sem mér hefur tekist aö
koma til skila úti I heimi, en
kannski ekki hér heima, aö mér
finnst svartsýni vera svo
slævandi og bjártsýni þaö sem viö
þurfum aö stefna aö. Ef viö litum
ekki fram á viö meö baráttu fyrir
batnandi heimi I huga, þá tel ég
það vera uppgjöf i sjálfu sér. Og
ég er þannig gerö aö ég neita aö
gefast upp”.
— tslendingar mættu þá hafa
bjartsýnina meira aö leiöarljósi
en þeir gera stundum?
„Já, hvernig getum viö elskaö
börnin okkar og aliö þau upp i
kærleika, nema viö reynum um
leið að hjálpa þeim til aö skilja
heiminn á jákvæöan veg. Von-
leysi er einmitt vandamáliö svo
víöa i dag. Fólk er aö slæva sig á
eiturlyfjum af þvi aö þaö trúir
ekki á framtíöina. Viö fulloröna
fókiö eigum aö hjálpa börnunum
til aö hlakka til framtiöarinnar,
en ekki kviöa fyrir henni.
Þetta er kjarni þeirrar lifsskoö-
unar, sem ég er svo oft spurö um
hver sé i erlendum blaöaviötöl-
um.
Auövitað erum viö svo raunsæ
aö viö vitum aö margt er erfitt i
lifinu, en einmitt vegna þess aö
viö erum raunsæ eigum viö aö
nota þessa greind, sem viö höf-
um, til þess aö vinna bug á erfiö-
leikunum”.
Þegar Vigdis hefur gengið meö
okkur um salarkynni forsetaset-
ursins kveöjum viö húsfreyjuna á
Bessastööum og göngum út i
vetrarkuldann, sem hefur gert
landsmönnum nokkrar búsifjar
aö undanförnu. Og viö minnumst
oröa hennar, sem hæfa svo vel á
þessum staö og gætu veriö mælt
fyrir munn islenskrar þjóöar i
ellefu hundruö ár:
„Ég er þannig gerö, aö ég neita
aö gefast upp”.
—ESJ.