Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 4
Ekki lengur minnstur en alltaf ódýrastur INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg - Simi 33560 Nýkomið kvenskór SKÓSALAN Laugavegi1 — Sími16584 VÍSIR Þriöjudagur 3. mars 1981. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 78.. 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á hluta i Leirubakka 28, þingl. eign Sæmundar Areliussonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eign- inni sjálfri fimmtudag 5. mars 1981 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð - Áhrif sögusagna á verðhrélamark- aðinn er meiri en marga grunar Hefurðu heyrt það? Ronald Reagan fékk hjartaáfall. Og Sovétmenn réðust inn i íran. Og Bandarikjamenn hafa kallað heim sendiráðsstarfsmenn sina i Póllandi”. Allt var þetta orðrómur en á hinum stóru verðbréfamörkuðum hafði þetta mikið að segja — þar breytast allar upplýsingar i doll- ara á svipstundu. Þessi orörómur hafði það i för með sér, eins og ótal aðrar sögu- sagnir, að verðbréf fyrir milljónir dollara skiptu um eigendur. Sum- ir högnuðust á orðrómnum — miklu fleiri töpuðu á honum —• fóru jafnvel á hausinn. Sagan var ekki ótrúverðug og fjöldi brask- ara heyrðu hana, og það nægði. „Orðrómurinn einn nægir til að hreyfa við markaðinum”, sagði Don Tierney, fyrrverandi verð- bréfa- „fræðingur”. Hann sagði, að um þaö bil helmingur sögu- sagna reyndist vera réttur, en gamalgrónir blaðamenn, sem heyrðu þetta, fullyrtu að ekki væri nema fimm prósent sögu- sagna sönn. En það væri erfitt fyrir braskarana að skella við skollaeyrum, þegar sögusagnir yrðu til, þvi margir aðilar á verð- bréfamarkaðinum hafa sam- bönd langt uppi og fréttu þvi ýmislegt áður en það gerðist i raun og veru. Sé orðrómur á annað borð kom- inn á kreik, er hann fljótur að ber- astheimsálfa á milli. Við skulum taka nokkur dæmi. — Siðla á liðnu ári barst sú saga, að sovéskt herlið hefði verið sent inn i Pólland. Verðbréfa- markaðurinn skalf. — Meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar i Bandarikjunum stóð sem hæst á siðasta ári, komst sá orðrómur á kreik að Ronald Reagan hefði fengið hjartaáfall og dáið. Verð- bréf féllu i veröi og gullverð hækkaði uppúr öllu valdi. — Hvað eftir annað var stað- hæft að Tito Júgóslaviuforseti, hefði dáið áður en dauða hans bar að höndum á siðasta ári. — Sá orðrómur komst á kreik að sovéskt herlið hefði ráöist inn i Iran skömmu eftir innrás Sovét- manna i Afganistan. Þessi orð- rómur varð til þess að gullverð hækkaöi upp i 900 dollara únsan, sem er langhæsta verö, sem feng- ist hefur fyrir gull til þessa. — Næstum hvern einasta dag af þeim 444, sem bandarisku gisl- arnir voru i haldi i Teheran, bár- ust fréttir af þeim, sem höfðu áhrifá verðbréfamarkaðinn. Oft- ast hafði einhver gislanna verið tekinn af lifi, samkvæmt sögu- sögnunum. Atvinnubraskararnir lifa á þvi að kaupa og selja á réttum tima. Þess vegna verða þeir að bregð- ast fljótt við. Þá nærist orðrómur og sögusagnir best i tauga- spenntu andrúmslofti, en vart getur að lita rafmagnaðri salar- kynni en verðbréfahallirnar. Þá má geta þeirra sögusagna, sem einstaka baraskari kemur sjálfur af stað i þeim tilgangi að geta keypt verðbréf á hagstæðu verði. Þessi auðgunaraðferð er að sjálfsögðu ólögleg, en það er afar sjaldgæft að dæmt er i slikum málum. Ástæðan fyrir þvi kynni að vera sú, að þaðer allt annað en auðvelt 'að rekja slikar sögusagn- ir heim til föðurhúsanna. Þvi til sönnunar gerði pófessor nokkur, Levin að nafni, athyglis- verða tilraun. Hann útbreiddi þann orðróm i háskóla nokkrum að tiltekiðpar hefði gifst og negldi upp tilkynningu þess efnis á til- kynningatöflu skólans, degi siðar en giftingin átti að hafa farið fram. Viku siðar gerði hann könnun meðalstúdentanna ogekki aðeins höfðu tólf prósent þeirra verið viðstaddir giftinguna, heldur gátu margir lýst kjóli brúðarinn- ar i smáatriðum. t kauphöllunum skipta verðbréf fyrir milljaröa um eigendur daglega. ORDRðMUR Axel Ammendrup ikrifar: sem auglýst var 179., 81. og 85. tbl. Lögbirtingablaös 1980 á Stekkjarseli 4, þingl. eign Sighvats Snæbjörnssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 5. mars 1981 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Heimsmet f eidspýtingum Benifax hinn mikli, ööru nafni Inge Widar Svingen, setti nýlega heimsmet — i eldspýtingum. Á skemmtun i Jessheim I Noregi kom Benifax fram sem eldgleypir og spýtti eldtungunni upp i rjáfur samkomuhússins. Lofthæöin er sex metrar, og þar meö var met Þjóðverjans Rudolt Plecers slegiö, en sú eldspýting var 5.20 metrar. Benifax er 31 árs gamall og þetta er ekki I fyrsta skipti, sem hann setur heimsmet. Fyrir nokkrum árum kom hann fram sem lifandi nálapúöi, og stakk 131 nál í gegnum kroppinn á sér eitt og sama kvöldið. Verkföilum lokið Forystumenn verkamanna og stjórnin á Nýja Sjálandi hafa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.