Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 28
Þrið|udagur 3. mars 1981 síminn er 86611 veðurspá úagsins Við suðurströnd Englands er 995 mb lægð, sem þokast suðaustur, en viðáttumikil 1040 mb hæð yfir Norðaust- ur-Grænlandi. Heldur mun kólna i veðri. Veðurhorfur næsta sólar- hring: Suðurland: Norðaustan gola, súld með köflum. Faxaflói og Breiöafjörður: Austanognorðaustangola eða kaldi, viða dálitil slydda eða súld. Vestfiröir: Norðaustan kaldi, en stinningskaldi á miðum, él, einkum norðan til. Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra: Austan og norðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi. Viða él. Austurland að Glettingi og Austfirðir: Norðaustan stinn- ingskaldi, él eöa slydduél. Suðausturland: Norðaustan gola eða kaldi, súld eða rign- ing. Veöriö hér 09 par Veður kl. 6 i morgun: Akureyrialskýjað -r2, Bergen léttskýjað -í-9, Helsinki þoku- móða -í-19, Kaupmannahöfn alskýjað -^2, Osló léttskýjað -fl4, Heykjavik rigning 1, Stokkhólmur alskýjaö h-4, Þórshöfn alskýjað 2. Veður kl. 18 i gær: Aþena léttskýjað 8, Berlln rigning 4, Chicago hálfskyjað 1, Feneyjar þokumóða 3, Frankfurt hálfskýjað 8, Nuuk skýjaö 1, London skúr 9, Luxemborgskyjað 4, Las Pal- mas skýjað 17, Mallorka létt- skýjaö 13, Montrealsnjókoma 1, New Yorkalskýjað 7, Paris rigning8, Rómrigning 12, Ma- laga heiðskýrt 19, Vln súld 0, Winnipeg léttskýjað -^8. ingölfur Jonsson um (rétt Visis um steinullarvérksmiöiuna á sauðárkróki: Kröflu- eða Þórs- hafnarævlntyri? ,,fcg held, að þetta sé svoddan fjarstæða, að Sauðkræklingar geri þetta á meðan stjórnskipuð nefnd er að vinna,” sagði Ingólfur Jónsson, fyrrv. ráð- herra og einn af helstu frum- kvöðlum um steinuIlarverk- smiðju á Suðurlandi, um fréttir af véla- og tækjakaupum Sauð- kræklinga til steinullarverk- smiðju. „Það getur ekki verið stað- reynd, þvl að þeir verða aö fara til ríkisstjórnar og Alþingis með þetta og þetta gerir enginn án þess að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þeir Skagfirðingar, sem ég þekki, eru ekki þannig að þeir hlaupi svona á sig. Er þarna kannski eitthvaö Kröfluævintýri eða Þórshafnar- ævintýri á ferðinni? Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það, en ég veit, aö það á ekki að vinna svona. Þaö þarf lög um stað- setningu þessarar verksmiöju og til þess aö setja þau þarf meirihluta á Alþingi, eins og fyrir Þórshafnartogaranum. Verði álit nefndarinnar, að Þorlákshöfn sé betri staður fyr- ir verksmiðjuna, þá verður hún byggö þar,” sagði Ingólfur. „Við vissum, að þeir voru i viðræðum við franska aðila,” sagði Vilhjálmur Lúðvfksson, formaður þeirrar nefndar, sem á að gera tillögur um staðarval fyrir steinullarverksmiöjuna, þegar hann var spurður um álit á fréttinni. „Hafi þeir gengið frá kaup- um, er það væntanlega uppá þeirra ágin spýtur, það hefur ekkert álit komið frá okkur um hagkvæmni þess né ráðgjöf til rikisins um að taka þátt i sliku. Þetta er þá þeirra mál,” sagði Vilhjálmur og aðspurður sagöi hann, aö niðurstöðu frá nefnd- inni væri að vænta innan tveggja vikna. SV Heldurðu ekki, að hún sé góð þessi, Matthias, sagði Sveinbjörn Sveinsson viö Matthias Guðmundsson, verkstjóra hjá Bæjarútgeröinni, Imorgun, þegar þeir voru að velja tunnu fyrir slaginn I fyrramálið. (Vísismynd: EÞS) Helmíldarmannamállð: FER FYRIR HÆSTARÉTT Sakadómur Reykjavikur hefur úrskurðað, að Atla Steinarssyni og Ómari Valdimarssyni, blaða- mönnum hjá Dagblaðinu, beri að geta heimildarmanna sinna að frétt Dagblaðsins 31. janúar um það meðal annars, að Björg Benjaminsdóttir, sem varð völd að dauða eiginmanns sins i bruna i Kötlufelli, hafi viöurkennt verknaðinn fyrir forstöðumanni þess trúarsafnaðar, sem hún til- heyrir. Einar J. Gislason, for- stöðumaður Filadelfiusafnaðar- ins óskaði eftir þvi að rannsakað skyldi með hvaða hætti fréttin varð til, þar sem mál þetta snerti trúnaðarsamband forstöðumanns við sóknarbarn sitt. „Við höfðum neitað að gefa heimildarmenn upp óg þá krafð- ist Hallvarður þess, að dómurinn úrskurðaði að við skyldum opna munninn”, sagði Atli Steinarsson, blaðamaður. Visir hafði samband við Hall- varð Einvarðsson, rannsóknar- lögreglustjóra en hann sagðist ekki vilja láta neitt eftir sér hafa um þetta mál. Aðspurður hvort rannsóknin snerist nú að hugsan- legum „leka” innanhúss, sagðist Hallvarður ekki hafa ástæðu til að gruna neinn sinna manna á þessu stigi málsins. ÁS/—ATA Nu sláum við köttlnn ur tunnunni Vlslr blður Reykjavfkurbörn um aðstoð vlð að reka l burtu llla anda, - siá kðttlnn úr tunnunnl t fyrramálið klukkan 10 mun Vlsir standa fyrir þvi meö góðra manna hjálp, að sleginn verði kötturinn úr tunnunni á Lækjar- torgi. — Að þvl er örlygur Sigurðsson segir á fjölskyldusiðu blaðsins i dag, er þar með verið að hreinsa borgina af illum önd- um þetta árið og má þvi nærri geta hvaða gagn þau munu gera borginni sinni, börnin, sem mæta I furðufötum i fyrramáliö til þessa gagnlega starfs. öll börn eru velkomin til þessa ieiks. Visir hefur fengið kunnáttu- mann frá Akureyri, Aðalstein Bergdal leikara, til að stjórna þessum akureyrska sið, sem við erum núað flytja til Reykjavikur með velþóknun borgaryfirvalda, en þess má geta að Æskulýðsráð og Bæjarútgerðin leggja Visi lið i þessu máli. Börnin eru hvött til þess að koma i furðufötum með grimur eða máluð, almennt þess likleg að geta hrakið illa anda af höndum okkur. — Akureyrsk börn nota oft tækifærið, þegar kötturinn hefur verið sleginn úr tunnunni til að safna fé fyrir verðugt verkefni auk þess að snikja sér ofurlitið sælgæti i búðum og fara þau þá gjarnan syngjandi um bæinn sinn i alls kyns búningum, sem athygli vekja. Æskilegt er, að börnin komi niður á Lækjartorg skömmu fyrir kl. 10, en athöfnin mun hefjast stundvislega. Sjá nánar um köttinn úr tunn- unni á bls. 12 segir 1 tilefni af dansk-islenskri samvinnu fáum við hér einn „Loka" að láni úr dönsku pressuhni um helgina: „Kvartaö er undan þvl I blaðagrein, að Danir éti alltof litiö af lambakjöti. Það er sennilega þess vegna sem Danir ætla hreinlega að éta hana Vigdlsi”. Haraidur ðlafsson. dðmari I „velslu svarið?” HEF KVEDIÐ UPP ÚRSKURÐ OG HONUM VERDUR EKKI RREYTT PP „Þetta getur veriö vafaatriði, en eftir að hafa borið spurning- una, eins og hún var oröuö I þætt- inum, undir tvo menn sem hafa mikla þekkingu á þessu sviði, kvað ég upp þann úrskurð, að Gullbringusýsla væri rétt svar og þvl verður ekki breytt”. Þetta sagði Haraldur ólafsson, lektor, þegar blaðamaður Visis ræddi við hann um útvarpsþátt- inn „Veistu svarið” i fyrrakvöld, en i Visi i gær var frá þvi greint, að áhöld kynnu að vera um dóms- úrskurð i sambandi viö svar við spurningu um i hvaða sýslu flestir- kaupstaðir hafa risið. „Eins og spurningin var orðuð verður að telja Gullbringusýslu rétt svar en þetta er vafaatriði og ég ætla að sjá til þess aö það verði ekki fleiri slik”, sagði Haraldur. Blaöamaður hafði einnig sam- band við Jónas Jónasson, stjórn- anda þáttarins, oe sagði hann að dómarinn hefði úrskurðað i þessu máli og hann gæti engu breytt þar um. „Ef hann hins vegar vill breyta úrskurði sinum, þá skal ekki standa á mér”, sagði Jónas. —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.