Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 5
vlsm 5 Þriðjudagur 3. mars 1981. S-Afríku hafnað á ailsherj- arbingi Enn hefur S-Afriku verið visað frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, i þriðja sinn á sex ár- um, en i gær átti að endurvekja umræður um sjálfstæði til handa Namibiu (Suðvestur-Afriku). Þetta er i annað sinn, sem S- Afrika reynir að fá að sitja fund allsherjarþingsins, þegar ræða hefur átt málefni Namibiu. Þátt- töku S-Afriku var hafnað á alls- herjarþinginu i nóvember 1974 vegna stefnu hennar i kynþátta- málum. Pik Botha utanrikisráðherra S- Afriku lét hafa eftir sér að ibúum lands hans heföi verið neitað um þann grundvallarrétt, að hlustað yrði á þá. Kvað hann undarlega að farið af öflum, sem gera kröfu til þess að S-Afrika móti afstöðu sina til Namibiu með tilliti til al- þjóðavilja og þvi sem alheimur leggði til. Giscard D’Estaing forseti telur sig eina frambjóðandann, sem borið geti sigurorð af frambjóðendum vinstri manna I Frakklandi. DEstaing tilkynnti framboö sitt Valery Giscard D’Estaing, Frakklandsforseti, tilkynnti i gær, að hann byði sig fram til annars 7 ára kjörtimabils i kosn- ingunum i næsta mánuði. — Lýsti hann sig eina frambjóðandann, sem möguleika ætti á þvi að sigra framboð vinstri manna. Forsetinn sagði i gærkvöldi: „Stjórnarandstaðan (socialistar) verður annaö hvort að reyna aö komast i stjórn með kommúnist- um eða svikja kjósendur sina meö þeim afleiðingum, sem það hef- ur.” Nýjustu íkoðanakannanir þykja gefa til kynna, aö D’Estaing og hinn 64 ára leiðtogi socialista, Francois Mitterrand, njóti mjög svipaðs fylgis. Mitterrand býður sig nú i þriðja sinn fram til for- seta, en ekki munaöi nema 2% á fylgi hans og D’Eastaings 1974, enda mynduðu socialistar og kommúnistarkosningabandalag i þeim kosningum. D’Estaing sagðist mundu gefa sig allan að kosningabaráttunni og ekki fela sig á bak við virðu- leika forsetaembættisins. Hann var siðastur af aðalframbjóö- endunum til þess aö tilkynna framboð sitt opinberlega. Meöal annarra frambjóðenda eru Georges Marchais, leiðtogi kommúnista, og Jacques Chirac, fyrrum forsætisráöherra og leið- togi Gaullista. — Mikill fjöldi manna er i framboöi fyrir þessar kosningar. Ræða vopna- hléshugmynd- ir í Persa- llóastrfðl Ognar lífi 150 meö handsprengju Yfirmaöur Iranshers hefur vakið máls á möguleika vopna- hlés milli írans og íraks, en strið- ið hefur nú staðið i fimm mánuði. Skilmálar hans sýnast þó óaö- gengilegir fyrir Bagdadstjórnina. Þetta er samt i fyrsta sinn, sem áhrifamaður i Iran !jær máls á þvi, að til greina komi að semja um vopnahlé við Iraka, áður en iraskir hermenn verði á brott úr Iran. Valiollah Fallahi, hershöfðingi, segist styðja vopnahlé, sem gefi Irökum færi á að flytja herlið sitt brott af Irönsku landssvæði. Hussein forseti Iraks sagði fýrr i gær nokkrum múhammeðskum leiðtogum, sem reyna að beita sér fyrirfriði milli striösaðilanna, að hann væri reiðubúinn að láta af bardögum um leið og Iranir sam- þykktu vopnahlé. En hann sagöi að ekki kæmi til greina, að her hans yrði kaUaður inn fyrir fyrri landamæri rikjanna, áður en samið hefði veriö um lausn deil- unnar. Pakistani, vopnaður hand- sprengju og skotvopnum, neyddi Boeing 720-þotu i innanlandsflugi milli Karachi og Peshawar til þess að fljúga til Kabúl i Afganistan. Um borð i vélinni voru 148 far- þegar og áhöfn og hafðist fólkið við i vélinni i nótt, meðan ræning- inn þjarkaði við yfirvöld heima i Karachi i gegnum senditæki vélarinnar. Fékk fólkiö mat og teppi frá flugvallaryfirvöldum. Flugræninginn krafðist þess, að faöir hans, bróðir og fleira fólk, sem handtekið hefur verið i Pakistan i pólitisku umróti þar, verði látið laust. Valdi hann sama dag til flug- ránsins og nýstofnuð samtök völdu til mótmæla gegn fjögurra ára herstjórn landsins. Samtökin vilja beita sér fyrir endurreisn lýðræðis i Pakistan og standa að þeim niu stjórnarandstöðuflokk- ar. Við stofnun samtakanna i sið- asta mánuði brutust út viðtækar stúdentaóeirðir og leiddi það til handtöku hundruða stúdenta. Flugræninginn segist styðja flokk Ali heitins Bhúttós, for- sætisráðherran s, sem Zia Ul-Hag hershöfðingi bylti og lét siðar taka af lifi. Lagði hann fram lista með nöfnum 80 manna, sem hann vildi láta lausa. Hótaði hann ella aðsprengja upp flugvélina og far- þegana með. Zia hershöfðingi er staddur erlendis vegna tilraunar múhammeðstrúarsamtaka til þess aðkoma á friði milli lrans og íraks. Þeir, sem heima sitja við stjórn á meðan, höfðu ekki komist aö neinni niðurstöðu i morgun varðandi úrslitakosti flugræn- ingjans. komist að samkomulagi sem bindur enda á verkföll sem staðiö hafa yfir í taqia viku. Verkamenn i mörgum starfsgreinum fóru i verkfall til að mótmæia fangelsun verkamanna, sem voru i verk- falli. Robert Muldoon, forsætisráð- herra, sagði að stjórnin væri til- biíin að ræða breytingar á verka- lýðslöggjöf landsins, ef verkfalls- menn sneru aftur til vinnu sinnar. Jim Knox, forseti alþýðusam- bandsins þeirra Ný-Sjálendinga, mælti eindregið með þvi viö verkamenn i gær, að þeir mættu til vinnu i dag. Vandræðin hófust á þriðjudag- inn þegar vélstjórar hjá Air New Zealand, sem voru i verkfalli til að knýja fram hærri laun, voru handteknir á flugvellinumi Auck- land, sakaðir um að vera á ferli á bannsvæði. Handtaka þeirra kom af stað verkföllum, sem lömuðu almenningssamgöngur og lokuðu mörgum verksmiðjum. Eftirlýstur ráðherrasonur Dómstóll f Paris leggur til, aö Marco Dona t-Cattin, sonur eins af framámönnum kristilegra demó- krata á ítaliu, verði framseldur itölskum yfirvöldum. Hann er sakaður um hlutdeild i hryðju- verkum, eins og mannráni, íkveikjum og morði nú á Emilio Alessandrini í Milanó 1979. Faöir hans lá undir grun um að hafa misnotað sér valdaaðstöðu til þess að komast að þvi að lögregl- an ætlaði að handtaka soninn og þá varað Marco við, svo að hann fldði úr landi. Fjöldamorð á svörlum börnum Svartir foreldrar i Atlanta i Gerorgiu eru sem þrumu lostnir af skelfingu og reiði þessa dag- ana. Siðustu nitján mánuðina hafa nftján svört börn verið myrt og lítils drengs er saknað. Börn- um yngrien 17 ára er ekki heimilt að fara út úr húsi á kvöldin og um næturna og lögreglan er með i gangi einhverja umfangsmestu leit að moröingjanum eða morð- ingjunum i sögu Bandarikjanna. „Ég trúi þvi ekki að sami mað- urinn hafi verið hér að verki i öll skiptin, þó svo ummerkin sýni að sami maðurinn beri ábyrgð á nokkrum þeirra”, sagði Jackson, borgarstjóri, I blaðaviðtali ný- lega. A engu likanna nitján, sem fundist hafa, eru merki þess að fórnarlömbin hafi veitt mótstöðu og hafa þvi komist á kreik sögu- sagnir um að morðinginn hafi dulbúiö sig, til dæmis sem lögregluþjónn, slökkviliðsmaður eða jafnvel prestur. Þá eru margir á þeirri skoðun, að geðsjdklingur hafi framið fyrsta morðið og hafi þaö morö oröiö til þess að kveikja í mörgum öðrum geðsjúkum mönnuir. Enn aðrir eru á þeirri skoðun, að sam- tökin illræmdu, Ku Klux Klan standi hér að baki. Engln gengst vlð árásinni Yfirlýsingum frá samtökum Baska, Eta, um vopnahlé hefur almennt verið fagnaö á Spáni, og litið á hana sem fyrsta skrefið I átt til friösamlegrar lausnar á málefnum Baska. Engin samtök hafa lýst sig ábyrg fyrir árásina á lögreglu- stöðina i gær, en öll bönd berast að hinum róttækari armi Eta samtakanna. Sú hreyfing hafði áður lýst sig scka um 110 vig á lögreglumönnum á slðasta ári. Stjórnmálasamtök Baska hafa sagt, að vopnahléið væri undir þvi komið að skæruliðar héldu að sér höndum. Báðir aðilar hafa sam- þykkt þær efnahagsáætlanir sem varöa Baskahérööin, en skærulið- ar hafa lýst yfir áframhaldandi baráttu fyrir fullu sjálfstæði Baska.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.