Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 3. mars 1981. 27 VÍSIR „Höfum stöðvar víða um heim” - Rætt við Jón H. Jónsson um íijálparstarf aðvenlista ,,íslenskir aðventistar eru aðilar að heimsvið- tæku hjálparstarfi og má þar benda á að aðvent- istakristniboðstöðvar eru i Afriku, þar sem kennsla og lækningar eru stunduð”, sagði Jón H. Jónsson i samtali við Visi. „Fjölmargir landsmenn hafa gefið örlátlega i söfnun hjálparstarfs okkar og til þeirra viljum við skila kæru þakklæti”. Eins og Jón benti á hefur hjálp- arstarf aðventista með höndum umfangsmikið verkssvið i þriðja heiminum, þar sem daglega er unnið á sjúkrahúsum og sjúkra- skýlum, oft fjarri siðmenning- unni. „En einnig þegar skyndilegar náttúruhamfarir og hörmungar Jón H. Jónsson. (Visism. Friðþjófur). dynja yfir,er gripið til skjótra að- gerða eins og til dæmis i jarð- skjálftanum á ftaliu nýverið. Þá er gleðilegt að vita af þvi, að framlögin til hjálparstarfsins koma að skjótum og góðum not- um, þegará þarf að halda”, sagði Jón. Við spurðum Jón nánar um hjálparstarfið vegna jarðskjálft- anna á ítaliu. „Hjálparstarf aðventista i Norður-Evrópu hefur sent fjár- framlag til þeirra.sem urðu fyrir hörmungum jarðskálftans sem nemur um 136.000.- nýkr. í Suð- ur-Evrópu hefur Hjálparstarf að- ventista sent tjöld, teppi, o.fl. að upphæð nýkr. 315.000. - og þar að auki sendi alþjóðahjálparstarf aðventista tjöld og teppi fyrir um 300.000.-nýkr. Þá hugsar hjálpar- starfið algerlega um tjaldborg sem i eru 800 tjöld.” — En hvað um hjálparstarf annarra aðventistasöfnuða? „Söfnuðir sjöunda dags aðvent- ista i Þýskalandi, Sviss, og Aust- urriki hafa sent mörg tonrf af hlýjum fatnaði og söfnuðurinn i Belgiu sendi 35 tonn af niðursoðn- um matvælum sem flugfélagið A1 Italia flutti endurgjaldslaust til Rómar. Þar tóku safnaðarmeð- limir við sendingunni, hlóðu henni á vöruflutningabila og óku með hana á hörmungasvæöið. Þetta er aðeins dæmi um það starf, sem stöðugt er i gangi. Nú stendur einnig yfir hjálparstarf i Sómaliu, Efri Volta og viðar, þar sem skyndilega hefur skapast neyðarástand,” sagði Jón H. Jónsson. Blúsbræöurnir ræöa málin viö uppeldismóöur sina, nunnuna Svngjandi smáglæpamenn Laugarásbió: Blúsbræðurnir Leikstjóri: John Landis Höfundar handrits: Dan Aykroyd og John Landis Myndatökumaður: Stephen M. Katz Aðalleikarar: John Belushi, Dan Aykroyd, Cab Calloway, Kathleen Freeman og Carrie Fisher. Bandarisk, árgerð 1979. Tveir bræður af Blús ættinni, þeir Jake (John Belushi) og El- wood (Dan Aykroyd), hljóta uppeldiá munaðarleysingjahæli hjá nunnu nokkurri. Nunnan er ströng m jög og beitir reglustiku til að siða piltana. TJppeldið hjá nunnunni setur þó litinn svip á þá Jake og Elwood.en sama er ekki að segja um tónmennt þá, sem piltarnir hljóta hjá fjör- gömlum negra. Negrinn heitir reyndar Curtis (Cab Calloway), býr i kjallara munaðarleys- ingjahælisins og innprentar hælislimum ást á blústónlist. Blúsbræðurnir hafa að sönnu yndi af tónlist, en eru engu að siður ótindir smáglæpamenn, svo gamlir i hettunni, að þeir getaboriðsamangæðifæöisins i hinum ýmsu fangelsum Banda- rikjanna. Þeir klæðast lika að hætti smáglæpamanna, en fyrir innanlarfana leynast hin mestu gæðablóð, sem allt vilja gera til að hjálpa munaðarlausum og minnimáttar. Af hálparstarfi bræðranna spretta margskonar vandræði enda ekki hlaupið að þvi frekar en fyrri daginn að rétta litilmagnanum hjálpar- hönd. Eftir þvi sem á myndina liður, veröa ævintýri bræðranna æ hrikalegri. Aðalhjálpartæki þeirra er aflóga lögreglubill, sannkallað töfrateppi, og um það leyti, sem ætla mætti að bilaeltingaleikir hefðu þvi sem næst gengið sér til húðar á hvita tjaldinu, birtast Blúsbræður með allan bilaflota Chicagolög- reglunnar á hælunum. Það sem meira er, kappasturinn reynist hreint ekki eins ófrumlegur og ætla mætti. Elwood og Jake kikna heldur ekki undir Blús:nafninu og kyrja söngva sina við undirleik ágætrar hljómsveitar. Raunar skrifir fá þeir til liðs við sig ekki ómerkari listamenn en Ray Charles, James Brown, Arethu Franklin og Cab Calloway. Ton- listin er þvi af þeim ættum, er kenndar eru við sál og blús, en sjálfir Blúsbræður virðast vera alætur á tónlist, þó að rokkiö sé ef til vill þeirra ær og kýr. „Blúsbræðurnir” erhinn besti kokteill, tónlist og grin til helm- inga, vel hrist. Hressir, kætir, bætir, eins og einhvers staðar i fornu danskvæði. —SKJ svomœlir Svarthöíði TRÚNAfllARSKYLDABLADAMANNA Agreiningsmál, sem lengi hefur verið til umfjöllunar erlendis, virðist nú i uppsiglingu hér á landi. Það er spurning um trúnaðarsambandið á milli blaðamanna og heimildar- manna þeirra. Hið beina tilefni er út af fyrir sig ekki merkilegt: iitil frétt i Dagblaðinu fyrir nokkru um, að kona ein hefði játað á sig voða- vcrk, fyrst viö forstöðumann safnaðar sins og siðar við starf smenn Rannsóknarlög- reglu rikisins. Þessi frétt var fljótlega staðfest af Rannsóknarlögreglu rikisins með fréttatilkynningu. Það er þvi ekki uin það deilt, að hún hafi i meginatriðum verið rétt. Hvers vegna þá deilumál? Svo virðist sem forstöðu- maður umrædds safnaðar hafi talið fréttina einhvers konar brot á trúnaðarsambandi sínu við umrætt safnaðarbarn sitt og hafi þvi krafist rannsóknar á þvi, hvernig fréttin hafi veriö til komin: þ.e. hver hafi verið laus- máll við blaðamenn. Þetta virðist þó ekki vera aðalmálið hjá yfirvöldum lög- reglumála nú heldur hitt, hvort einhver af starfsmönnum Rannsóknarlögreglu rikisins hafi kjaftað frá og þar með brot- ið starfsreglur sinar. Af þessum sökum hefur Rannsóknarlög- reglan beitt sér fyrir þvi, að reynt verði að knýja viðkomandi blaðamenn til að gefa upp nöfnin á heimildar- mönnum sinum — væntanlega svo hægt verði að gefa viðkomandi starfsmönnum Rannsóknarlögreglunnar á baukinn. Nú fer það væntanlega ekki á milli mála, að umræddir blaða- menn munu ekki gefa upp nöfn heimildarmanna sinna. Þeir beita þar fyrir sig siöareglum blaðamanna, þar sem áhersla er á það lögð, að blaðamenn virði i öllu trúnaö við heimildar- menn sina. sé þess óskað. Þetta er eðlileg vinnuregla blaða- manna, sem þeir hljóta að standa fast við, þvi annars er hætt við að margar fréttalind- irnar færu að þorna upp og litið annað yrði birt i blöðunum en opinberar tilkynningar og aðrar þær fréttir, sem stjórnvöldum væru þóknanlegar. Trúnaður við heimildarmenn er einfald- lega nauðsynleg vinnuregla blaðamanna, sem vilja stunda frjálsa fréttamennsku. Vafalaust gera yfirmenn lög- reglumála sér ljós, að þeir fá ekki fram í dagsljósið þær upplýsingar, sem þeir óska eftir. Engu að siður hafa þeir valið að fara leið dómstólanna, og Hæstiréttur landsins fær þvi það vandaverk til meðferðar að úrskurða, hvort vegi þyngra trúnaður blaðamanns við heimildarmenn sina eða hags- munir rikisvaldsins að refsa opinberum starfsmönnum, sem kunna að hafa gerst lausmálli en starfsreglur þcirra segja til um. Þvi verður ekki trúaö að óreyndu að Hæstiréttur felli úrskurð i þessu máli gegn blaðamönnum. Slikt væri alls ekki i samræmi við lýðræðis- reglur þess þjóðfélags, sem við lifum og hrærumst i. Það heföi heldur ekkert gott i för með sér nema siður sé. Lagalegur grundvöllur I mál- um sem þessum mun vera næsta fátæklegur hér á landi og það gerir Hæstarétti að sjálf- sögðu enn erfiðara um vik að kveða upp stefnu- markandi úrskurð. Blaöamenn hljóta alltaf aö berjast fyrir þvi að þjóðfélagið verði sem opnast: aö upplýsing- ar um sem flesta hluti liggi fyrir, svo hægt sé að gera almenningi, blaðalesendum, grein fyrir málunum. Það er starf blaðamanna. En það er hins vegar eðli stjórnvalds að vilja halda ýmsum hlutum leyndum, og að ráða þvi sjálft hvað er sagt opinberlega og hvenær. Þess vegna hljóta blaöamenn og stjórnvöld alltaf að vera i eins konar reiptogi. Og þá er ekkert eölilegra en að blaðamennirnir leiti sér óopin- berra heimildarmanna til þess að fá að vita meira en stjórnvöld vilja segja, og fá að vita það fyrr, svo þeir geti skýrt lesend- um sinum frá þeim málum. Þetta gerist reyndar i blöðunum dag hvern án þess að yfirmenn viðkomandi stofnana telji ástæðu til að hlaupa til dómstól- anna og heimta nöfn heimildar- manna. Slík sambúð er eðlileg. Þess vegna væri Rannsóknar- lögreglu rikisins nær að einbeita sér að rannsókn sakamála, en láta blaðamenn í friði við störf sin. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.