Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 18
Yngstí nautabani heims Lous Maguel Campano er 13 ára gamall og litill eftir aldri og hann vegur aðeins 43 kiló. En þegar hann kemur inn á leikvanginn þar sem nautaöt eru háð, er hann risi, — enda yngsti nautabani heims. Það er aðeins rúmt ár siðan Luis hóf feril sinn sem atvinnu- maður i nautaati og á þeim tima hefur hann barist viö tugi nauta og haft sigur i öll skiptin, þrátt fyrir þá staðreynd, að i saman- burði við skepnurnar er hann eins og dvergur. En hann ersnillingur með skikkjuna og sverðiö og hef- ur snilli hans á þessu sviði borið hróður hans viða. —„bessi drengur er i sérflokki", — segir hinn reyndi nautabani Carlos Avila, — „hann er alveg laus við taugaóstyrk og Hinn ungi, hugaði nautabani, Louis Miguel, i viðureign við naut. veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann á eftir að ná langt og verða rikur og frægur”, — segir Carlos. Don Vicente Zabala, sem er einn helsti nautaats gagnrýnandi Spánverja og hefur gefið út sex bækur um nautaöt hefur látið svo um mælt, að Luis sé efnilegasti nautabani sem fram hefur komið á Spáni á þessari öld og að hann sé jafnframt sá yngsti i 60 ár. Luis erfði áhuga sinn á nautaati frá föður sinum sem staríar sem aðstoðarmaður nautabana. „Hann varð yfir sig hrifinn þegar hann sá nautaat i fyrsta skipti og ég veit að hann hefur allt til að bera til að komast i fremstu röð", — segir faðir drengsins. Sjálfur segist Luis aðeins hafa fundið til hreiðslu i fyrsta skiptið: — „En ég vissi að hræðsla var minn versti óvinur og mér tókst að gleyma henni", — segir Luis, sem hefuraldrei orðið misdægurt i hringnum. En hann veit að ein- hvern tima kemur að þvi að hann fær að finna íyrir hornunum. — „Það kemur fyrir hvern einasta nautabana og þá á ég kannski eft- ir að finna fyrir þvi hvað hræðsla er”, — segir hann. Blaöamenn skemmtu sér hið besta í veislunni Hlaöan I Óöali — býöur upp á ýmsa möguleika „Blaðamenn eru kannski ekki vanir að þurfa að skeminta sér sjálfir en cg sé að þeim hefur tek- ist það bærilega hér í kvöld”, — sagði Jón óðalsbóndi Hjaltason i fjölmennu og vel heppnuðu samsæti, sem heann hélt blaða- mönnum nú nýverið i tilefni ýmissa nýjunga sem fvrir- hugaðar eru i rekstri óðals. Meðal þeirra nýjunga má nefna opnun nýs salar, Hlöðunnar og Tunglskinsbarsins. Hlaðan er innréttuð i grófum stil og snætt er við langborð. 1 Hlöðunni verður tekiö á móti hópum i smærri og stærri veislur. Verðlag vcitinga i Hlöðunni er i algerri andstöðu við vcrðbólguna. Sem dæmi má nefna, að grisa og kjúklingaveisla ásamt fordrykk, vænni krús af Baron bjór nieð matnum, aðgangseyri og danstónlist, kostar aðeins kr. 95,00. Það þarf þvi ekki cinu sinni sérstakt tilefni fyrir fclög, klúbba o.þ.h. til að gera sér hressilegan dagamun. lllöðuna er hægt að panta öll kvöld vikunnar, fyrir hópa 16—100 manns. Tilvalið er fyrir hópa úr dreifbýlinu, sem koma til höfuð- borgarinnar t.d. i leikhúsferð, aö bvrja eða ljúka ferðinni með kostaveislu i Hlöðunni. Þessi nýlunda losar auk þess stjórnir og skemmtinelndir hinna ýmsu samtaka við allt amstrið sem þvi fylgir að taka á leigu sali og atasl i öllu þvi sem fylgir undirbúningi og framkvæmd hátfða. Halldór Arni, skemmtanastjóri, ásamt örvari Kristjánssyni og Texasbræðrum, en þeir félagar stjórn uðu fjoldasong við góðar undirtektir. 1 Hér eru menn komnir I samkvæmisleikinn „Höfuð, herðar.hné og tær" og Jón óðalsbóndi (t.h.) tekur að sjálfsögðu þátt I leikn- um. Ómar Valdimarsson, fréttastjóri Dagblaösins (lengst t.v.) er hins vegar þreyttur eftir amstur dagsins og lætur sér nægja að fylgjast ineð úr sæti sinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.