Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 8
8 vísm P7í»fr. Wiftibil&m Þriöjudagur 3. mars 1981. VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Gúðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaöamaður á Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 nýkrónur elntakið. Visir er prentaður 1 Blaðaprenti, Slðumúla 14. I anda norrænnar samvinnu Norræn samvinna er meiri I oröi en á borði. Hún er fólgin i skýrslumog snobbi. Um þessar mundir býr hún á hótelum i Kaupmannahöfn. í gær féllu þingfundir niður. Það mun hafa verið gert í heiðursskyni við norrænt sam- starf, sem nú hefur komið sér fyrir á hótelum í Kaupmanna- höfn þessa vikuna. Auk ráðherranna sjö, sem sækja Norðurlandaráðsfundinn, situr þar mýgrútur af þingmönn- um og embættismönnum, sem hefur tileinkað sér norrænan virðingarsvip eftir áralanga og farsæla fundarsetu. Það er i rauninni merkilegt rannsóknarefni, hvernig hægt er að gabba greindustu menn til að eyða tíma sínum í fundarhöld sem þessi og telja þeim trú um, að þeir séu að gera gagn. Ef laust láta menn sér þetta lynda og að- lagast fánýtinu, því þeir sjá sér engan hag í því að hneykslast á innihaldi hjns norræna sam- starfs. Umbun þeirra er f rítt ferðalag, ekki aðeins á ráðsfundinn sjálf- an, heldur ógrynnin öll af nefnd- arfundum oft á ári hverju. Þeir stofna til kynna við starfsbræður sína erlenda, búa á góðum hótel- um og bera lof hver á annan í skálarræðum. Til eru þeir embættismenn íslenskir, sem sækja reglulega heim höfuðborgir hinna Norður- landanna, allt í nafni norrænnar samvinnu. Þar taka þeir við skýrslum, sem enginn les, ákveða að semja nýjar skýrslur, sem enginn les að heldur, og ákveðinn næsti fundur, allt í nafni norrænnar samvinnu. Ekki er að efa, að nef ndarstörf og skýrslugerðir séu unnar af fyllstu samviskusemi og íslensk- ir fulltrúar eru áreiðanlega boð- legir fyrir hönd þjóðar sinnar og embættis. Hitt hef ur vaf ist fyrir mönnum hvar árangurs sjái stað. Norrænt samstarf verða menn ekki varir við í sínu daglega lífi, né heldur sérstakt eða umtalsvert vinfengi norrænna f rændþjóða utan funda örfárra útvaldra. Stöku sinnum er verið að út- hluta styrkjum til listamanna eða menntamanna, sem eiga þá að f jalla um eitthvert það verkefni, sem getur f lokkast undir að vera norræns eðlis. Þetta þykir f ínt og má ekki gagnrýna. En þegar kemur að æskunni eða íþróttunum, þar sem hópar norrænnar æsku gætu tengst vináttuböndum fyrir lifstíð, þá kemur annað hljóð í strokkinn. Það þykir ekki nógu fínt. Um árabil hefur það þvælst fram og aftur í gegnum skrif- stofubáknið hjá Norðurlanda- ráði, til nefnda, frá nefndum. Fjöldi kannana hafa verið gerðar og þykkir doðrantar af álitsgerð- um samdir um hugsanleg sam- skipti æsku- og íþróttamanna, en allt kemur fyrir ekki. Norður- landaráð sér ekki ástæðu til að láta f jármagn af hendi rakna til iþróttamála, og sjálfsagt er sú afstaða í þágu norrænnar sam- vinnu. Einstaka íslenskur alþingis- maður hefur haft skilning á því að hér þurfi úr að bæta, en þá kemur bara í Ijós, að þeir tala fyrir daufum eyrum hins alls- ráðandi skrifræðis. Eða þá hitt, sem er miklu líklegri skýring: Þeir ráða engu. Þingmenn eru hafðir upp á punt í Norðurlanda- ráði. Þeir eiga að sjá um fallegu tillögurnar og skálaræðurnar, en að öðru leyti megna þeir harla lítið. ( fyrra stofnuðu íslensk íþróttasamtök til samskipta við Grænlendinga. Það var í fyrsta skipti sem Grænlendingar gátu keppt í nafni þjóðar sinnar. En síðan ekki söguna meir. Þau samskipti eru þegar fyrir bí af fjárhagsástæðum og vafasamt er að nokkur þeirra sem nú sækja Norðurlandaráð hafi um það minnstu vitneskju, hvað þá áhyggjur. Það þykir nefnilega ekki nógu fínt. Norræn samvinna er ekki verri en hver önnur alþjóðleg sam- vinna. Hún gerir engum mein og f yrir þá sem taka þátt í henni, er þetta hin besta skemmtun og hvíld frá dagsins önn. En fyrir hinn venjulega íslending, þá er hún harla lítið og ekki neitt. r----------------- Þegar Shirley Williams yfirgaf miðstjórn breska jaf naðarmannaf lokksins hljóðaði svanasöngur hennar á þessa leið: ,,Flokkurinn sem ég elskaði og starfaði fyrir í svo mörg ár, er ekki leng- ur til". í V-Þýskalandi er Hel- mut Schmidt undir vax- andi gagnrýni frá vinstri vegna afstöðu sinnar til nifteindasprengjunnar, slökunarstefnunnar og innanlandsvandamála. í Frakklandi standa vinstri f lokkarnir í illdeilum um, hvaða leið sé æskilegust til að hrekja Valerie Gis- card d'Estaing frá völd- um. Um alla Evrópu eru vinstri flokkar í opinber- um slagsmálum vegna hugsjónalegs ágreinings. Þeir eru komnir í stríð gegn sjálfum sér. Berast á banaspjótum Atök af þessu tagi eru ekki ný af nálinni meðal evrópskra vinstri manna. Þar sem hægri stjórnir hafa fest i sessi i vel- flestum Evrópulöndum, vex þeirri tilhneigingu ásmegin aö setja fram róttækar hugmyndir sem valkost gegn hægri og ihaldssamri stjórnarstefnu. f hverju landinu á fætur öðru er víglinan dregin milli þeirra, sem vilja halda fast við hug- myndafræðilegar formúlur marxismans og hinna, sem vilja aðlaga sig og stefnuna að breytingum, og laöa til áln fleiri kjósendur. VINSTRI MENN ISTRH) QEQN SJlLFUM SER Afleiöingin er sú, að kommún- istar sundrast I ólikar fylkingar, sósialistar snúast gegn kommúnistum og I æ rikari mæli berast sósialistar á bana- spjótum gegn öðrum sósíalist- um. Atökin eru jafnvel meiri á milli sósíalista innbyrðis, frekar heldur en gegn kommúnistum. Hinir praktísku flokks- foringjar Þessi ágreiningur verður bitr- ari og viðkvæmari, eftir þvi sem hagur Evrópulanda versnar efnahagslega og atvinnulega. Eftir þvi sem efnahagserfiö- leikar vaxa, þvi verra verður ástandið meðal jafnaöarmanna og sósfalista. Atvinnuleysi i Vestur-Evrópu nær til 10 milljóna manna, iðn- framleiðslan minnkar, við- skiptakjör fara versnandi og vafamál er hvort nokkurt Evrópuriki hefur efni á aö spýta meira fjármagni i atvinnulifið, öðru visi en verðbólgan magn- ist. Þessi staöa dregur skarpari linu á milli þeirra vinstri manna, sem vilja auka rikisaf- skiptin, og hinna, sem vilja fara vægar i sakirnar, en i þeirra hópi eru hinir praktisku eða pragmatisku flokksforingjar. Kaldhæönin er sú að fram- gangur sósialista var hvaö mestur, þegar vöxtur landanna i efnahagslegu tilliti, stóö meö blóma. Nú, þegar veikleikar hins kapitaliska þjóöfélags koma svo glögglega i ljós, bitn- ar það ekki siöur á samstöðu vinstri flokkanna. Flótti er brostinn á Afstaðan til Moskvu hefur og haft sin áhrif. Berlinger, foringi italskra kommúnista og Carrillo, spánski kommúnistaforingina halda enn i kenningar sinar um „Evrópukommúnisma”, en sá siðarnefndi á nú i miklum erfið- leikum, einmitt vegna þessarar höröu anti-Sovét afstöðu sinnar. Á hinn bóginn er brostinn á flótti úr franska kommúnistaflokkn- um, vegna þess hve harður og ósveigjanlegur Marchais, for- maöur flokksins, er i fylgi sinu við Sovétrikin. Innrás Sovétrikjanna i Afghanistan, og stjórn Reagan i Bandarikjunum hafa og haft sin áhrif inn i raðir kommúnista i sitt hvora áttina. Þegar Banda- rikjamenn færast til hægri, ger- ist nær sjálfkrafa að jafnaðar- menn i Evrópu færast lengra til vinstri. Sundurlyndi evrópskra vinstri manna er mismunandi frá einu landi til annars. En þó er ljóst, að jafnaðarmannaflokkar og reyndar flokkar lengra til vinstri við þá, ganga um þessar mundir i gegnum timabil, sem getur reynst þeim afdrifarikt i framtiðinni. Þýtt og endursagtúr Newsweek

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.