Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. mars 1981. vísm útvarpsráð hefur sent trá sér ályktun varðandi fjárhagsstöðu stofnunarinnar og niðurskurð á dagskrá. Útvarpsráð gekk á fund forsætlsráðherra á laugardaginn og afhenti honum ályktunina. sem hér hirlist: veigaminni dagskrá og skert Hiónusta Undanfarin tvö ár hefur Rikisútvarpið verið rekið með halla, sem nemur samtals 16,5 milljönum króna. Það er mat yfirstjórnar Rikis- útvarpsins að til þess að ná jafn vægi i rekstri á yfirstandandi ári, miðað við tekjulikur nú, þurfi að draga saman kostnað við dagsrkrárgerð i hljóðvarpi um 14% og i sjónvarpi um 9%. Útvarpsráð telur þetta óvið- unandi, enda hlýtur slikur sam- dráttur að skerða þjónustu Rikisútvarpsins við hlustendur og torvelda stofnuninni að framkvæma fyrirmæli útvarps- laga um hlutverk hennar. Nú blasir við annað tveggja varðandi sjónvarpið: 1. Að lengja lokunartima að sumrinu um viku, binda sið- degissjónvarp á sunnudögum við 3 mánuði i skammdeginu, stytta daglegan útsendingar- tima um 30 minútur fjóra daga vikunnar og stytta timabil vetrardagskrár, sem er viða- meiri en sumardagskrá, um 1 1/2 manuð. 2. útsendingar sjónvarps verði aðeins 5 daga i viku i stað 6. Ljóst er að samdráttur, sem annað hvort lýsir sér i styttri eða þá veigaminni dagskrá muii einnig bitna á hljóðvarpi Hvaða kostur sem valinn yrði þýðir i raun, að Rikisútvarpinu mun reynast erfiðara að halda uppi eðlilegri og vandaðri dag- skrárgerð. Tilgangur Rfkisútvarpsins er lögum samkvæmt að stuðla að almennri menningarþróun þjóðarinnar. Til þess að þau orð verði ekki dauður bókstafur verður að halda uppi fjöl- breyttri dagskrárgerð i hljóð- varpi og sjónvarpi. Útvarpsráð telur, að afnota- gjöld Rikisútvarpsins séu óeðli- lega lág, en þau eru nú sem svarar áskriftarverði dagblaðs fyrir hljóðvarp og litasjónvarp samanlagt. Útvarpsráð vill ekki hverfa aö þvi ráði að skerða stórlega dag- skrárgerð án þess að gera rikis- stjórninni sérstaka grein fyrir þvi sem framundan er. Fjársveltistefna sú; sem stjórnvöld islensku þjóðarinnar, gerir Rikisútvarpinu ókleift að rækja lögbundið hlutverk sitt. Útvarpsráð lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum, sem nú hafa i hendi sér hvort dagskrá verður stytt. Samþykkt samhljóða á fundi útvarpsráðs þann 27. febrúar 1981. utvarpsins ao ui pess ao na ,ia - degissjónvarp á sunnudögum mun reynast erfiðara að halda samanlagt. 1981. Mígpænum’sjúiiiúgá vélaverkfræðlngsins Telja verður það mjög ánægjulegt og athyglisvert að stungið skuli niður penna um mál eins og tengingu hitakerfa, en hefði mátt vera með öðru hugarfari en pistill höfundar, þvi um veigamikið mál er að ræða fyrir alla þá fjölmörgu, er tengja hús sin hitaveitum. Haldin hafa verið sjö nám- skeiði'stillingu hitakerfa, þar af fjögur i Reykjavik en einnig á tsafirði, Egilsstöðum og Akur- eyri. Hefur Byggingaþjónustan og Iðnaðarráðuneytið staðið að þessum námskeiðum, en þau hafa i alla staði tekist vel og er fjöldi þátttakenda orðinn á fjórða hundrað. Leiðbeinendur voru verkfræðingar, pipulagn- ingameistarar og sölumenn undir stjórn ólafs Jenssonar, framkvæmdastjóra Bygginga- þjónustunnar. Einfalt eða tvöfalt hita- kerfi Það er rétt hjá vélaverk- fræðingnum að nauðsynlegt er aðhalda mismunaþrýstingi yfir hitakerfi innan hæfilegra marka, þegar notaðir eru sjálf- virkir ofnlokar. Vil ég þó benda honum á, að ef góður árangur á að nást við stillingu hitakerfis án uppblöndunar, er ávallt nauðsynlegt að jafna mismuna- þrýsting yfir hitakerfið, hvort sem um er að ræða sjálfvirka ofnhitastilla eða handstillta ofn- loka. í pistlinum er réttilega lýst muninum á svokölluðum einföldum og tvöföldum fjar- varmaveitum, en hitt er forðast að nefna hvað sé mismuna- þrýstingur innan hæfilegra marka, eins og hann orðar það. Ég hefði talið að ekki þyrfti að fræða hann um þetta, en honum hefði ef til vill verið gagnlegt að taka þátt i námskeiðinu og þá verða einhvers visari m.a. um mat hlutlausra aðila. Nokkrir verkfræðingar og tæknifræðing- ar hafa veriö þátttakendur á umræddum námskeiðum án þess að sjá ástæðu til að mót- mæla fullyrðingum fyrirlesara um mismunaþrýsting yfir kerfi eða einstaka loka. Þess má þó geta, að fyrirlesari varð nokkuð fróðari að námskeiði loknu um álit pipulagningamanna o.fl. á þrýstiminnkurum. Hvað er innan hæfi- legra marka Innan hæfilegra marka telst minnsti mögulegi mismuna- þrýstingur yfir hitakerfið við mesta álag þess, þ.e.a.s. I kald- asta veðri. í venjulegu mið- stöðvarkerfi með dælu er al- gengast að mismunaþrýstingur yfir kerfi geti orðið mest 1-2 metra vatnssúla við minnsta álag, en fellur við vaxandi álag. Verða þvi hönnuðir hitakerfa að ganga út frá þessum forsendum m.a. og hefur það væntanlega verið gert við hönnun eldri húsa sem nýrra, er tengjast fjar- varmaveitum. Fjöldieldri kerfa eru þó hönnuð sem eigin- þyngdarkerfi og I þeim kerfum getur verið þörf á enn nákvæm- ari stillingu á mismunaþrýst- ingi. Samkvæmt ofanrituðu er rétt stilling þrýstijafnara mis- munaþrýstingur minni en 1-2 metra vatnssúla yfir hitakerfið. Þessi stærð er stillanleg með membrustýrðum þrýstijöfnur- um, sem framleiddir eru og seldir af fjölda fyrirtækja. Rétt er, að þrýstijafnarar eru dýrari en þrýstiminnkarar, en sá þrýstijafnari, sem er mest seld- ur og notaður hér á landi, er sá ódýrasti á markaðnum, miðað við kröfur, sem gerðar eru um nákvæmni. A fyrsta námskeið- inu, þar sem rætt var um still- ingu hitakerfa og öllum seljend- um loka og stillitækja var boðið að kynna vöru sina, mætti véla- verkfræðingurinn og félagi hans. Einnig voru þar fyrir Danfoss-sölumenn, en aðrir seljendur sýndu málinu ekki áhuga. Sölumaður spurði hann við þetta tækifæri, hver væri ná- kvæmni stillingar þrýstiminnk- ara þeirra, er hann kynnti, og var svarið 5 m vatnssúla, eins og fjöldimanns varð vitni að, en þetta er hliðstætt við upplýsing- ar um aðra þrýstiminnkara. Reyndin er hins vegar sú. að erfitt mun vera að stilla þá þrýstiminnkara, sem á markaðnum eru hér á landi, á þá nákvæmni, sem upp er gefin. Er undirrituðum kunnugt um, að nákvæmari þrýstiminnkarar finnast, en þá á hærra verði. Hveijir eru ókostirnir Ókostir óþarflega mikils mis- munaþrýstings yfir kerfi eru verulegir, þö þrýstingur sé inn- an þeirra hámarksmarka, er framleiðendur handstilli- og h itastill iloka tilgreina sem mesta þrýsting yfir lokana. Get- ur þetta m.a. komið fram I rennslissuði i lokum og kerfinu sjálfu, sveiflukenndri starfsemi sjálfvirkra ofnhitastilla, þ.e.a.s. snöggheitum eða -köldum ofn- um á vixl með þar af leiðandi meiri vatnsnotkun og óþægind- um Dæmi: Fáist 100% rennsli við þrýstihlutfall 1 og þrýsti- hlutfalliö sé fjórfaldaö t.d. úr 1 metra vatnssúlu i 4 metra yfir kerfi, eykst rennsli um 100% eða tvöfaldast. Af þessu dæmi sjá þeir, sem áhuga hafa, að ekki aðeins þarf að stilla þrýstijafn- ara af kunnáttu, heldur einnie það, að þrýstiminnkarar henta illa til þessarpr notkunar, hvort sem um er að ræða einfalda eða tvöfalda fjarvarmaveitu. Gisli Jóhannsson, einn af sölumönnum Danfoss- umboösins, skrifar í til- efni pistils Hafsteins Blandons, vélaverkfræö- ings í Visi þriðjudaginn 24. febr. s.l. Gisli vill upp- lýsa aö Hafsteinn er sölu- maöur hjá Danfoss- umboöinu, enda þótt hann vilji sýnilega ekki að það komi fram. . Það getur orðiö I mörgum til- fellum dýr eftirleikur húsráð- enda, ef illa teksttil um stillingu kerfis og ekki má vænta að vinnan sé gefin, ef skipta þarf um tæki. Orðasambandið „allt I græn- um sjó” var fengið að láni hjá öðrum leiöbeinanda á umræddu námskeiði, þá notað um kerfi i slæmu ásigkomulagi og á þvl einnig við um kerfi með þrýsti- minnkara. Að lokum vill undir- ritaður taka undir lok-aorð véla- verkfræðings, að miklum fjár- munum er varið i uppbyggingu fjarvarmaveitna og þvi sé full ástæða til aö hvet ja húseigendur og aðra, er fyrirhuga tengingar við hitaveitu, að kynna sér vel 'hvers eðlis hitakerfiö er, svo velja megi hagkvæmustu stjórntæki f hverju tilfelli. Einnig þetta, tilgangur að- standenda margræddra nám- skeiða hefur væntanlega verið sá að fá leiöLeinendur, er best gætu miölað upplýsingum, og þá sérstaklega til þeirra, sem vinna f ndnu sambandi við ney t- endur, um mikilvægi þess, að hitakerfi þeirra væru rétt stillt. Við skulum vona að það hafi borið árangur. GIsli Jóhannsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.