Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 14
14 VÍSIR Þriöjudagur 3. mars 1981. Þriðjudagur 3. mars 1981. VÍSIR 15 Ýmislegt bendir til bess að hægt verði að vinna raforku beint frá sólinni um næstu aldamót: ERUM VIB AÐ MISSA AF LEST- INNI í RAF- ORKUMALUM? Er hugsanlegt aö ísland, forðabúr orkunnar, verði ekki til eins mikils gagns i orkumálum um næstu aldamót, eins og hingað til hefur verið talið? Reyndar er þetta ekki i fyrsta sinn, sem spurning þessi kemur fram. Þegar beislun kjarnorkunnar til virkjunar var orðin að raunveruleika, komu ein- mitt slikar spurningar upp hér á landi, og menn töldu að Island, með sinar vatnsaflsvirkjanir, yrði fljótlega ósamkeppnishæft við kjarnorkuverin. En vatnsaflið hefur enn yfirhöndina. í dag snýst umræðan um beislun sólar- orkunnar, þar sem ekki þykir óliklegt að stór hluti vestur Evrópu muni hafa rafmagn sitt frá sólarorkunni, þar sem geislum sólar er breytt yfir i mikróbylgjur. Lesendum til fróðleiks, um þessi mál leitaði Visir til þeirra Hauks Tómassonar deildar- stjóra hjá Orkustofnun og örn- ólfs Thorlacius rektors Mennta- skólans við Hamrahlið. Þeir voru inntir álits á þvi hvort vatnsaflsvirkjanir okkar stand- ist sólarorkuvirkjunum snún- ing. Aöur en þeir tjá sig um þau mál skulum við athuga þær hug- myndir sem liggja að baki nýt- ingu sólarorkunnar. Ljósvirkjanir árið 2000 Grein birtist i Aftenposten 17. febrúar siðastliðinn, þar sem hugmyndum um virkjun sólar- orkunnar er mjög haldiö á lofti. Þar er þvi haldið fram að um næstu aldamót veröi raforka Evrópubúa aö mestu leyti feng- in beint úr geislum sólarinnar. Framtiðarskipulagið er sagt verða það, að stöövar úti i geimnum, sendi frá sér geisla sólar niður til móttökustöðva, sem umbreyti siðan geislum þessum i nýtanlegt rafmagn. Fjöldi erlendra fyrirtækja hefur þegar unnið við rannsókn- ir á þessum sviðum. Banda- rikjamenn hafa komist hvað lengst i þessum efnum, en einn- ig má nefna að Frakkar og Hol- lendingar ihuga þennan mögu- leika gaumgæfiiega. Hollenskt fyrirtæki Hydro- manic, hefur þegar náð miklum árangri við rannsóknir sinar og tilraunir. Sá tækjabúnaður, sem nauð- synlegt er að sé staösettur úti i geimnum, yrði fluttur þangað með geimskutlum. Tækjunum væri ætlað að taka við sólar- geislum og senda þá i formi mikrobylgja til ákveðinna staða á jöröinni, þar sem móttaka geislanna færi fram og um- breyting i rafmagn ætti sér stað. Sá er galli á gjöf Njarðar, að bylgjur þessar geta reynst hættulegar mönnum og um- hverfi, og þvi þurfa móttöku- stöövarnar að vera staðsettar fjarri byggðum. Ekki er minnst á i grein Aftenpostens, að fleira kvikt sé á jörðinni en menn og þvi vafamál hvort nokkurstaðar megi senda slika geisla niður, án þess að lifriki skemmist eða raskist á einhvern hátt. En hug- mynd Hydromanic er sú að nýta syðri hluta Norðursjávar undir móttökustöövarnar. Móttöku- svæðið þarf að vera viðfeðmt, en ýmis vandamál koma upp um þaö hvernig staðsetja megi móttökustöðvarnar á þessum stað. Þegar þau vandamál eru leyst, kemur kosturinn fram, sem er hagstæð staðsetning stöðvanna til miðlunar raf- magns um Vestur-Evrópu. Móttökustöðvarnar — eyjar úti i hafi Gifurlegur kostnaður mun liggja i gerð móttökustöðvanna. Hugmyndir Hydromanic eru að i syðri hluta Norðursjávar 'Nútima Ikarus” kallaði einhver þetta framtiðartæki, flugvéi, sem knúin er áfram af sólarorkunni einni saman. þar sem dýpt er um 27 metrar, mætti gera flóð- eða varnar- garða, og þurrka allstórt svæði út frá meginlandinu. Einnig eru hugmyndir um það að hlaða upp eyjum á sömu slóðum, þar sem móttökustöðvunum væri komið fyrir. Benter á að Hollendingar eru sérfræðingar á sviði gerða varnargarða og telji þeir að- geröirnar mögulegar, má telja mjög liklegt að svo sé. Fimm mega- þúsund watta virkjanir Orkan sem fengist frá slikum „orkueyjum”, er i samræmi við hinn mikla kostnað, sem lagður yrði i fyrirtækið. Þannig yrði framleiðslugeta nútimakjarn- orkuvers aðeins smáræði miðað við framleiðslugetu orkueyj- anna. Rætt er um að hver sólar- stöð framleiði 5 þúsund mega- wött, sem samsvarar 5 stórum kjarnorkuverum nútimans, eða fimmfaldri áætlaðri orkufram- leiðslu Islendinga um aldamót- „VATNSORKAN ER HAGSTÆÐARI - seglr Haukur Tómasson deiidarstjóri h]á orkustofnun *» „Ég held að það sé ekki ástæða til annars en að ætia að vatnsorka verði hagstæðari orkugjafi en sóiarorkan. Virkj- un á orku sólar, vindum, sjávar- föllum og öldum, ailt er þetta mun dreifðari orka en vatnsork- an, og kostnaður við það að safna henni saman er mjög mikill. Vatnsorkan, sérstaklega þegar fallið er mikið, er hins vegar þétt orka og eölisfræöi- lega er það mjög óliklegt að hún standist öðrum möguleikum ekki snýning”. Þetta voru orö Hauks Tómas- sonar deildarstjóra hjá Orku- stofnuner við inntum hann eftir þvi hver staða vatnsorkunnar væri i samkeppni við aöra virkjunarmöguleika. Haukur tók þó fram að þeir hjá Orku- stofnun væru ekki sérfræðingar i málefnum er vörðuðu virkjun á orku sólar, þar sem áhugi þeirra bindist að öðrum þáttum. Um möguleika sólarvirkjana fyrirEvrópuum næstu aldamót sagði Haukur: ,,Það er stutt til aldamóta, og venjuleg tækni við orkufram- leiöslu, sem er þrælreynd, hefur aðdraganda 8 ár, sem ætti að gefa visbendingu um þann langa tima sem algjörlega óreyndur hlutur þarfnast áður en njóta má góðs af honum i svo stórum stil. Það þarf mun lengri tima til sliks en 20 ár.” Orka send frá islandi — Hvenær má þá áætla að sólarorkan verði raunhæfur möguleiki? „Það er viða farið að gera til- raunir með þetta en nýtni hefur reynst mjög léleg. Orka þessi er i eðli sinu ákaflega dreifð og mun þess vegna alltaf kosta mikið að safna henni saman. Einungis með þvi að breyta ork- unni yfir i varma næst sæmileg nýting. Varðandi hugmyndir um að senda mikrobylgjur úr geimstöðvum, til jarðar, sýnist mér um svipað mál að ræða og eitt sinn var rætt hér á landi. Þá hugleiddu menn möguleika á þvi að senda orkuna frá Islandi Aætlað er að við Hrauneyjarfossvirkjun verði hægt að framleiöa 70 megawött á þessu ári en 1982 verður önnur vél tekin I gagnið, virkjunargeta Hrauneyjarfossvirkjunar árið 1982 verður 140 megawött. „Það er mjög óliklegt aö vatns- orkan standist öðrum virkjunarmöguleikum ekki snúning” sagði Haukur Tómas- son deildarstjóri hjá Orkustofn- til annarra heimsálfa i gegnum gerfihnött,sem staðsettur yrði útiigeimnum. En vandinn er sá að orkan tapast að mestu leyti i sendingu. 1 þvi dæmi var reynd- ar um það að ræða að geisli var sendur upp i hnöttinn og siðan niður aftur i gegnum gufuhvolf- ið. 1 hinu dæminu væri nýtni lik- lega helmingi betri þar sem sendingin væri aðeins úr geimn- um og niður i gegnum gufu- hvolfið. Ég tel mig geta fullyrt að fyrir okkur Islendinga sé málið ekki áhugavert, þar sem við höfum enga sól þegar mest er orkuþörf og jarðvarminn er enn liflð nýtt- ur”, sagði Haukur Tómasson. OrkuDörf islendlnga um aidamót: Samsvarar einu nú- tima Kjarnorkuveri A tslandi eru nú virkjanir sem framleiöa 668 megawött. Vatnsaflsvirkjanirnar eru þar langstærstar og framleiða 542 megawött, jarövarmavirkjan- ir. eins og i Vestmannaeyjum 10 megawött en dieselstöðvar geta framlcitt 116 megawött. Samkvæmt upplýsinguni Rúts Ilalldórssonar fulltrúa hjá Orkustofnun hljóðar orku- spáin upp á að um aldamótin vcrði orkuþörfin 1105 ntega- wött, en þar er ekki gert ráö fyrir aukningu i stóriöju. 1 dag er þörfin metin 534 megawött. Orkuþörfin um aldamót er þvi sambærileg við framleiöslu eins nútimakjarnorkuvers. Talið er að nú sé búið að virkja um 12% af virkjunar- möguleikuin, cn hámarksnýt- ing hér á landi er metin til 38.000 gfgawattstunda. Hag- kvæmast er taliö aö virkjað verði sem samsvarar 28 þús- und gigawattstundum. Nokk- uð flókiö er að bera saman gigawattstundirnar og mega- wattafjöldan þar sein orkan eykst meira en aflið. „FULL ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ TAKA SPANA ALVARLEGA” - seglr ðrnóllur Thorlacius rektor Menntaskólans við Hamrahlið „Það er ákaflega margt sem orkar tvimælis i þessum málum og ber aö athuga áður en hægt er að fullyröa nokkuð um framtíð ákveðinna orkugjafa”, sagði örnólfur Thorlacius i samtali viö blaðamann, er hann var spurður um álit á því hverjir framtiðar- möguleikar sólarorkunnar væru i rafmagnsnotkun Evrópubúa. örnólfur benti á að meðal þess sem orkaði tvimælis væri hversu mikið heildarmagn af nýtanlegri oliu væri i heiminum, og einnig það hver orkuþörfin verði. „Það er alveg ljóst að eins og við i hinum þróuðu löndum notum bæði orku og hráefni, og ef stefnt væri að þvi að koma öllum á þetta sama tæknistig, þá munu orka og hráefni ganga til þurrðar á ör- skömmum tima. Hins vegar er mjög sennilegt að við verðum að breyta þjóðfélaginu á þann hátt, að við notum orku og hráefni i minni mæli en við gerum i dag. Þá er spurningin hversu vel okkur takist til við að draga úr þörfinni. Einnig má benda á að olia og kol eru viða einu orku- lindirnar sem menn hafa, annað en sólarorka af einhverju tagi, en slik efni eru ekki aöeins nauðsyn- leg sem orkugjafi, heldur einnig ef við ætlum að halda þessu tækniþjóðfélagi gangandi, þvi kol og olia eru ákaflega verðmæt uppspretta af hráefnum, sem not- uð eru i margþætta hluti aðra en til orkugjafar. Það er þvi full ástæða til þess að taka þessa spá nokkuð alvarlega, þannig að ef ekki verður snúið við á þeirri braut sem við erum á i dag, þá er ljóst að við sitjum uppi með fáa aðra orkugjafa en sólar- orkuna”, sagði örnólfur Thorlacius Varðandi virkjun • beint úr sólarorkunni, nefndi örnólfur að lengst hefðu menn komist i að hita~vatn með sólarsellum djg-að viða væri slikt orðið raunhæfur möguleiki. A húsþökum er ákveðnum ljósnæmum hellum komið fyrir, sem hiti siðan vátn til upphitunar i húsum. Sama má gera við aðra hluti og má þar sér- staklega benda á að Bandarikja- menn hafa gert tilraunir með að knýja rafhreyfla áfram með sólarljósinu, og fyrir nokkru sið- an tókst mönnum að fljúga flug- vél með slikum tækjabúnaði, þar sem sólarorkunni var samtimis breytt i orku sem knúði hreyfil vélarinnar áfram, og undrið flaug. Tæknin er þvi komin á það stig að breyta sólarorku beint yfir i rafstraum, en alltaf þarf langan tima til þess að gera slika tækni hæfa til almenns reksturs. „Eins og dæmið er sett upp i þeirri grein, sem þú nefnir, þá tel ég fullvist að ekki sé alveg komið að þvi að menn ráði við að beina sólarorkunni niður úr i gegnum gufuhvolfið, með ákveðnum mikrobylgjum.Lengst hafa menn komist i að nýta sólarorkuna i geimferðum þar sem ekki þarf að horfa-i kostnaðinn” sagði örnólf- ur. Gehnstöðvar og gerfitungl, sem ætlað er að vera lengi úti i geimnum,geta verið á braut mun lenguren rafhlöðurendast. Þvi er tækjabúnaður miðaður við það að takavið sólarorku og breyta i raf- orku til þess að knýja tækja- búnaðinn áfram. Tæknin er þvi fyrir hendi, en i dag er hún gifur- lega dýr og orkufrek. — Er ástæða til þess að óttast að vatnsorka islendinga viki fyrir sólarorkuvirkjunum? „Viðhorf manna til slikra vangaveltna hafa breyst á siðustu áratugum. Ég minnist þess að um 1960 var almennt talið að kjarn- orkuver myndu leysa vatnsorku- verin af hólmi, og má þar nefna að þegar veriö var að ræða fyrst um Þjórsárvirkjanir, þá ræddu menn alvarlega um það aö slikar framkvæmdir væru að verða um seinan, þetta væri siðasti mögu- leikinn til þess að komast að hag kvæmum orkusölusamningum, þar sem atómstöðvarnar yrðu teknar.við innan skamms. En eins og þá var bent á sem mótrök viö þessum vangaveltum, þurfa vatnsorkuverin ekki að kaupa sinn orkugjafa. Stofnkotnaöur þeirra er að visu dýrari en kjarn- orkuveranna, en þar þarf orku- gjafinn að framleiða og endur- nýja, auk þess sem umhverfisleg vandamál hafa komið upp varö- andi kjarnorkuverin. Þvi virðast vatnsorkuverin vera hagkvæmari en nokkur ann- ar virkjunarmöguleiki i dag, svo ekki sé nú minnst á framtiðar- möguleika gufuaflsvirkjana”, sagði örnólfur Thorlacius. „1960 var almennt taliö aö kjarnorkuverin myndu leysa vatnsorku- verin af hólmi”, sagöi örnólfur Thorlacius rektor, og umsjónar- maöur sjónvarpsþáttarins Nýjasta tækni og visindi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.