Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 12
12 Þri^jndagur 3: mars 1981. vism Hið daglega brauð Walters Ferrua Jónssonar er að raöa saman mosaikflisum, en á tyllidögum er góöu hráefni og kryddi blandaö saman i Ijúf- fenga rétti, sem viðfáum örlftiðsýnishorn af idag. Visismynd: Friðþjófur. Sigurður Demenz áskorandi siðustu viku er á litlu myndinni. Sex itaiskir heiðursmenn, sem biisettir eru hér á islandi og giftir islenskum konum, hafa haldiö þeim sið i nokkur ár að hittast einu sinni I mánuði yfir vetrar- mánuðina. Þeir matreiða fyrir hver annan og eiginkonurnar, á þessum mánaðarfundum sínum. Tveir þessara manna eru komnir I áskorendahóp Visis, Sigurður Demetz Franzson söngvari var áskorandi siöustu viku og áskorandi dagsins í dag Walter Ferrua JÓnsson iðnrekandi. Les- endur Visis hafa því komist með puttann á slagæö itöisku sælker- anna. Walter Ferrua kom hingaö til lands árið 1958 með foreldrum sinum, en er fæddur I Torino á Norður-italiu. Foreldrar hans og systkin sneru aftur til heima- landsins en hann ilengdist hér. Walter Ferrua hefur mikla ánægju af að matreiða og ætlar aö það sé arfur frá móður hans. Fleira hefur hann liklega fengið I arf frá sinum forfeðrum en virö- ingu fyrir matargerðarlistinni. Gömul iöngrein i italiu er að raða saman steinum, glerjum eöa brenndum leir, sem við þekkjum undir heitinu mosaik. Aðalstarf Walter Ferrua er einmitt að raða saman flísum eftir kúnstarinnar reglum. Héttir þeir sem okkur er boðið upp á í dag af áskorandanum eru Italskrar ættar, nema llklega suð- urströndin — eftirrétturinn. Af annarri strönd verður svo næsti áskorandi, Látraströnd á Nesinu, Kristin Jónsdóttir kennari við Mýrarhúsaskólann varð fyrir valinu hjá Walter Ferrua Jóns- svni, fyrir næsta þriðjudag. —ÞG. TAGLIATELLE — SCALOPPINE — SUÐ URSTRÖND Á sprengidegifinnstmér vel við hæfi aö gefa ykkur uppskrift af TAGLIATELLE meö grænum baunum. Tagliatelle er í spag- hættiættinni eða pasta réttur, og veit ég aö Islendingar eru farnir að kynnast þeim vel nú seinni árin. Sdsan sem notuö er hvaö oftast á þessa pastarétti er heimasoöin tdmatsósa af öllum mögulegum geröum, en henni ætla ég aö sleppa aö þessu sinni og breyta aöeins til. En þess má geta aö ekki sakar aö bera hana einnig meö Tagliatelle, eins og þið fáiö réttinn frá mér. Viö höfum ekki parmisan ost hér, þvi miður, en hann er okkur ttölum alveg dmissandi i matar- gerð. En viö notum þaö sem til er hér og veljum einhvern af okkar ágætu islensku ostum, sem gott er að rifa á rifjárni. Ég hef valið frekar auðvelda rétti, ekki mjög flókna, rétti sem allir geta ráðið við að matbúa. Itölsk matargerð er yfirleitt mjög tlmafrek, og húsmæður i þvi landi eyða mörgum klukku- stundum dag hvern I eldhúsunum sinum. Ég hef sett saman hér litinn kvöldverð fyrir fjóra, i forrétt Tagliatelle, sem aöalrétt SCALOPPINE og eftirréttinn nefni ég SUÐURSTRÖND. Tagliatelli með grænum baunum. 400 gr Tagliatelli (fæst i öllum SS-búöum). Sósan: 100 g smjör 100 8 skinka 100 g bacon 1 laukur 1 hvitlauksrif salt og pipar 1/2 lítil dds grænar baunir (smáar) 1/3 af smjörinu sett i pott, marið hvitlauksrif sett úti og einnig finsaxaður laukurinn. Hitað vel án þess að brúnist. Skinka og bacon skorið mjög smátt og sett úti og látiö sjóða i ca. 20 minútur, við mjög vægan hita. Þá er afganginum af smjör- inu og vel siuðum baununum bætt i, tekið af hita strax og smjörið er bráðið. A meðan sósan er að sjóða er Tagliatelle látið I sjóðandi vatn ca. 4 litra. Hrært i aðeins i byrjun og látið sióða I 5-10 minútur. Vatnið siðan vel frá og Tagliatelle sett i skál, hrærið siðan vel heitri sósunni saman við. Rifinn ostur settur út á hjá hverjum og einum eftir smekk. SCALOPPINE 500 g na-utalundir 50 g smjör Kjötið skorið i mjög þunnar sneiðar. Hræriö siðan saman i skál: 2msk þurrkaður laukur (minced onion) 1 1/2 tsk timian 1 tsk estragon 1/2 tsk. origano 1/4 tsk sterk paprika 1 1/2 msk. hveiti salt 1 dl rauðvin i dl vatn. Hitið smjörið á pönnu og brúnið kjötsneiðarnar i eina minútu á hvorri hlið. Helliö siðan kryddleg- inum á milli kjötsneiðanna og látið sjóða við hægan hita i 7-10 minútur. Snúið kjötsneiðunum einu sinni. Raðið kjötinu á heitt fat, bætið svolitlu smjöri saman við sósuna á pönnunni og hellið yfir kjötiö. Borið strax fram. Með þessum rétti CALOPPINE má hafa allskon- ar grænmeti og soðnar smjör- steiktar kartöflur. SUÐURSTRÖND. Bakið nokkrar venjulegar pönnukökur. Takið allskonar ávexti, bæði nýja og niðursoðna eftir vild. Skerið þá i litla bita og hrærið vel saman. Setjið ca. 2-3 msk á hverja pönnuköku. Stráið ofan i 1 tsk flórsykri, svolitlu af kanel og kardimommudufti. Rúllið siðan hverri pönnuköku upp. Smyrjið eldfast form með smjöri og raðið pönnukökunum þar i. Setjið I ofn og bakið i 45 minútur viö 125 gr. hita. Vætið pönnukökurnar öðru hverju með rjóma. Þegar fatið er tekið úr ofninum er hunangi smurt yfir pönnukökurnar að vild. Borið fram heitt meö þeyttum rjóma eða is. Og i' sambandi við drykkjarföng mæli ég eindregið með Chianti Antinori með þessum réttum. Þegar alltþettaer nú komið heim og saman, er að hugsa fyrir fram- tiðinni eða næstu viku, nú er það mitt að skora á næsta áskoranda. Hérá Seltjamarnesinu þarsem ég bý, eru margir góöir sælkerar og væri ég ekki i vandræðum með að benda á nokkra. En efst I huga mér er heiðursfrú að nafni Kristin Jónsdóttir sem býr að Látra- strönd 58. Hún er kennari og kennir viö Mýrarhúsaskólann. Veit ég að margur getur gert sér glaðan dag við að matreiöa eftir hennar uppskriftum. .Viögengum syngjandi á milli vinnustaöa’ - segir ómar Einarsson iramkvæmdastióri Æskuiýðsráðs „Við hittumst klukkan sjö á morgnana á öskudaginn” sagði Ómar Einarsson framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs Reykjavik- ur I viðtali við blaðamann, þar sem hann var spurður um sið Akureyringa” að slá köttinn úr tunnunni.”. Við skiptum okkur i hópa, i hverju liði voru 10-15 krakkar, sem hittumst eldsnemma I ein- hverjum húsagarði og tókum saman lagið. Við vorum öll máluð og klædd i alls konar búninga. Roy Rodgers, Tarzan, Zorro og fleiri kappar voru á þeim árum vinsælir. Siöan röðuðum við okkur upp i kringum tunnuna og hver fékk aö slá eitt högg i tunnuna og fara siðan aftast i röðina og biða eftir þvi' að rööin kæmi aö honum aftur áöur en að tunnan félli. Tvenn verölaun voru veitt, bæði þeim sem hlaut titilinn Tunnukóngur, og eins Kattar- kóngi, en það var sá sem náði „kettinum” úr tunnunni. Báöir kóngarnir fengu skjöld, sem var hengdur framan á þá. Eftir að þessari athöfn lauk, gengum við syngjandi á milli vinnustaða og fengum yfirleitt sælgæti eða peninga fyrir söng- inn. Að kvöldi var svo safnast saman og tekið upp úrpokunum sælgætinu skipt en peningarnir runnu óskiptir i einhverja góð- gerðarstarfsemi”. sagði Ómar Einarsson sem nú er fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavikur. —ÞG. „Púkarnir eru alltaf barðir til ólífls árlega á fiskudaglnn” ðrlygur Slgurösson, rifiar upp kattarsiag trá bernskudögum á Akureyri örlygur Sigurðsson lifs- kúnstner og listmálari er einn þeirra hressu Akureyringa sem tók oft þátt i þvi á yngri árum að ,,slá köttinn úr tunnunni”. Við báðum örlyg að segja okkur eitthvaö um kattarslaginn og öskudag á Akureyri frá hans æskudögum. „Oskudagurinn var alltaf stórkostlegur hátiðisdagur á Akureyri ekki siður en jólin. Minnti dagurinn á fornan upp- runa sinn i kaþólskar kjöt- kveðjuhátiðir ( Mardi Gras)”, sagði Orlygur og fékk glampa i augun. Grimuklædd og syngj- andi börn. „Fri var alltaf I skólunum og börnin æddu grimuklædd og syngjandi um göturnar með lúðra- og hrossablæstri. Allar sælgætisbúðir voru heimsóttar, og bolsiur, karamellur og súkkulaði þegið. Einni verslun var alltaf lokaö á öskudaginn. Fyrir luktum dyrum Guðmanns kaupmanns var sungið, svo undir tók i öllum bænum. Sunginn var sálmurinn, Ó Jesús bróðir besti, en við breytt- um textanum á þessa leið: Ó, Guðmann bróðir besti og barna vinur mesti. Lipur varstu og laginn aö loka á öskudaginn. Guömannileiddist yfirleitt öll kaupmennska og gjafakonfekt og gaf braskið upp á bátinn. Hann hóf umsvifamikinn búskap fyrir ofan Akureyri og lét siöan mikið til sin taka á öll- um bændafundum.” Dauður hrafn i tunnunni. „Jæja, þetta var nú útúrdúr um kaupmanninn, sem var miður vinsæll hjá okkur krökk unum þennan dag. En siðar á öskudaginn var aðalathöfnin, sem var að „slá köttinn úr tunn- unni”. Oftast var notast við dauðan hrafn I stað kattar inni tunnuna. Hverjum þátttakanda var skammtað eitt högg i senn, með miklu barefli. Sá sem vann fyrstur á tunnunni var svo nefndur Tunnukóngur. En sá sem vann með sverði á hrafnin- um, sem var f skreyttri tunn- unni, var nefndur Kattar- kóngur. Sennilega hefur athöfn- in átt að tákna brottvisun ills anda i trúarlegum skilningi sbr. vik frá mér Satan, en þá sást djöfsi I öllum krókum og kimum.” Orlygur hlær nú dátt og bætir viö: „Margt nútima- fólk er alltaf að sjá púka með ' horn og klaufir i hvert öðru. Sliku fólki er hollt að taka þátt I kattarslag á öskudaginn”. „Kannski er Akureyri svona rómuð fyrir hreinlæti og siðfágun af því aö púkarnir eru alltaf baröir til ólifis árlega á öskudaginn”, sagði Orlygur Sigurðsson. Hollt fyrir Reykvikinga að berja tunnu. Við sögöum honum af uppá- komu okkar Vísismanna á Lækjartorgiá morgun öskudag- inn, og spurðum hvernig honum litist á. „Mér finnst ágætt að Reyk- víkingar berji nú tunnu á Lækjartorgi, sér til sálubótar, eins og Akureyringar hafa gert um árabil. Ég hefði nú viljað taka þátt f slagnum með ykkur, en ég verð vist fjarri góðu gamni að þessu sinni. Ég sló nefnilega alla illa anda úr Isnum hér á hlaðinu heima hjá mér I staðinn fyrir úr tunnunni og rif- beinin f mér eru mölbrotin eins og tunnustafur i tunnu á ösku- daginn . En gaman væri að sjá grimu- klædda, syngjandi krakka i miðbæ Reykjavikur á öskudag- inn i framtiðinni. Þvi þessi skemmtilegi siöur setur alltaf mikinn svip á Akureyrarbæ og þvi ekki hér I Reykjavlk lika, ekki er vanþörf á að lifga upp á borgarlifiö,” sagði örlygur Sig- urösson hinn hressasti þrátt fyrir mölbrotin rifbeinin. —ÞG. örlygur Sigurðsson lifskúnstner hress að vanda þrátt fyrir illa anda..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.