Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 03.03.1981, Blaðsíða 11
s*u;in c. Þriöjudagur 3. mars 1981. 11 [Laúsáskluídum-lbuö~ábý99lenda'] i breytt í 10 ára skuldabréf? i í janúar skipaði 2 rikisstjórnin nefnd til þess að athuga með hvaða hætti unnt væri að breyta lausaskuld- um húsbyggjenda i lán til lengri tima, og i sið- ustu viku skilaði nefnd- in tillögum til rikis- stjórnarinnar, þar sem gert er ráð fyrir þvi að öllum lausaskuldum verði breytt i verð- trvggð lán til 10 ára með 2% vöxtum. Gert er ráö fyrir þvi að láni& veröi i formi skuldabréfs, sem Húsnæðismálastofnun rikisins myndi gefa út á banka eöa sparisjóö. „A þessu stigi málsins er þetta hugsaB sem brú fyrir þá sem hafa keypt eöa byggt á siö- ustu fjórum árum, og eru nú að kikna undir okurvöxtum”, sagði Jón G. Sólnes i samtali viö blaöamann, en Jón er formaöur ofangreindrar nefndar. Jón sagöist á þessu stigi ekki vilja tjá sig um hvernig þessar tillögur eru útfærðar, — enda séu þetta aöeins frumdrög sem rikisst jórnin á eftir að fjalla um. Eriendum tosku- heildsölum fer fjOlgandi hérlendls Félag islenskra stórkaup- manna hefur bent á i ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félags- ins að erlendir aðilar sæki i sivax- andi mæli inn á islenskan markað i þvi formi að erlendir heildsalar reki starfsemi sina hér á landi auk þess sem notkun pöntunar- lista fari i vöxt og jafnvel að bein verslun þessara aðila, sem ekki greiða hér skatta og skyldur, hafi einnig farið vaxandi. Visir hafði samband við Jónas Þór Steinarsson framkvæmda- stjóra Félags islenskra stórkaup- manna og innti hann nánar eftir máli þessu. Þá var rætt við Kristján Hafliðason yfirmann Bögglapóststofunnar og hann spurður hvort póstsendingar til einstaklinga frá erlendum fyrir- tækjum hafi farið i vöxt að undan- förnu. Þá er lagaleg hlið þessa máls aðeins reifuð. ,,Það er ljóst að á undanförnum árum hefur það sifellt farið i vöxt að hingað komi erlendir sölu- menn, sem búa hér á hótelum i 1-4 vikur og jafnvel lengur. Þeir ganga i fyrirtæki og selja vöru sina en hafa hér enga starfsað- stöðu eða verslunarleyfi i sam- ræmi við islensk lög”, sagði Jónas Þór Steinarsson fram- kvæmdastjóri Félags islenskra stórkaupmanna er Visir innti hann nánar eftir þvi hvað hæft væri i fullyrðingum um stóraukin umsvif erlendra kaupsýslumanna hér á landi. „Þeir safna saman pöntunum sem þeir svosenda hingað. Benda má á, aö slik starfsemi er ólögleg auk þess sem verslunin flyst að verulegum hluta úr landi og birgðahald er að mestu leyti er- lendis. Hér er oft um aö ræða danska og þýska sölumenn og t.d. er ekki lengra siðan en fyrir nokkrum dögum að við höfðum fregniraf einum slikum dönskum sölumanni sem var reyndar ný- farinn úr landi en hafði verið hér i um það bil vikutima og selt vefnaðarvöru. Þessi aðili kemur hér reglulega tvisvar á ári og hef- ur engan innlendan umboðs- mann”, sagði Jónas Þór. „Erlendir umboðsaðilar stunda hér farandsölu- mennsku” ,,Þá hefur einnig farið i vöxt að islenskir aðilar sem óskað hafa eftir að kaupa vörur frá erlendum framleiðendum t.d. i Danmörku er vinsamlega bent á það að ákveðin heildverslun i Kaup- mannahöfn hafi einkaumboð fyrir Island og þeir geti aðeins fengið vöruna keypt hjá þeim aðilum og hafa komið upp dæmi að þetta eru þeir aðilar sem hér stunda farandsölumennsku en hafa starfsemi sina að öðru leyti i Kaupmannahöfn. Einnig hefur þetta vandamál komið upp varð- andi vörur t.d. frá Ameriku að ameríski framleiðandinn tilnefnir ákveðinn umboðsmann á Norður- löndum sem einkaumboösmann fyrir Island m.a., þannig að is- lenskt fyrirtæki getur ekki keypt þessa vöru nema frá umboðs- manninum á Norðurlöndum, sem oft þýðir þá óhagkvæmt verð. Benda má á að i nýlegu tölublaði „Business America” sem gefið er út af bandariska viöskiptaráðu- neytinu er bent á þetta og fram- leiðendur hvattir til að selja beint til Islands.” Erlenú viðskiptl hér ð landi: Skaðleg og ólögleg Samkvæmt lögum um verslunaratvinnu, nr. 41 frá 1968, er fullljóst að hinir títtnefndu tösku- heildsalar, sem hingað koma til landsins og selja vörur til einstakl- inga og i verslanir, eru með þvi að brjóta is- lensk lög. í 2. gr. þessara laga er bent á við hvað sé átt með orðinu versl- un, og er þar nefnd heildverslun, umboðsverslun og smáverslun. 1 3. gr. er bent á að verslun sam- kvæmt 2. grein sé óheimilt að reka á íslandi eða i islenskri land- helgi nema til komi leyfi sam- kvæmt lögum þessum. Þá segir meðal annars i 4. greim að eitt skilyrði til þess að maður fái leyfi til verslunar, sé að hann hafi islenskt rikisfang og sé heimilisfastur á tslandi. Það á þvi að vera fullljóst sam- kvæmt lögum þessum að starf- semi erlendra aðila hér sem staldra hér við um tima og bjóða varning sinn til sölu er ólögleg og ætti hverjum viðskiptavini þeirra að vera ljóst að slikir aöilar greiða hvorki skatta né aðrar skyldur hérlendis og færa þvi væntanlegan hagnað ekki aftur inn i þjóðarbúið.’ — AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.