Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mörg augu farið forgörðum Tugir slasast á hverju ári Áramótin fara í höndmeð tilheyrandiskothríð á nætur- himninum. Því miður er það fastur fylgifiskur að sumir skoteldar ná ekki sínum ætlaða leiðarenda og springa í höndum eða lenda í andliti þeirra sem ætluðu sér að hafa skemmtun af eldfærunum. Morgunblaðið ræddi um þessi mál við Guðmund Viggósson, forstöðumann Sjónstöðvar Íslands. Hversu algengir eru augnskaðar á áramótum? „Það er alkunna að flug- eldar, blys og önnur púð- uráhöld geta valdið alvar- legum augnáverkum. Almenningur á Íslandi notar slíkar vörur fyrst og fremst til að fagna nýju ári, þ.e.a.s. á gamlárskvöld, en einnig, í mun minna mæli, á þrettándan- um. Á hverju ári slasast tugir manna á augum um áramótin og í sumum tilfellum svo alvarlega að varanleg sjónskerðing hlýst af.“ Lenda aðallega börn og ung- lingar í augnslysum? „Já, því miður er það svo. Sam- kvæmt reynslunni eru það fyrst og fremst drengir á aldrinum 10– 12 ára sem eru í hvað mestri hættu, enda eru þeir þá nógu kjarkmiklir til að þora að með- höndla skotelda, blys og púður á eigin spýtur en ekki nægilega vitrir til að gera sér grein fyrir þeim hættum, sem því geta fylgt.“ Hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir slysin? „Með tiltölulega einföldum ráð- um er í mörgum tilvikum hægt að koma í veg fyrir augnslys af völd- um púðuráhalda. Menn verða að þekkja það sem þeir eru með í höndunum og fylgja vel skrifleg- um leiðbeiningum framleiðenda. Þá ættu menn ávallt að nota hlífð- argleraugu og hanska við með- höndlun þeirra, öfugt við það sem máltækið segir um vettlingatökin. Aldrei er heldur um of brýnt fyrir foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum, hvað þau eru að bardúsa, og láta ekki of ung börn meðhöndla púðurvörur. Augna- bliks óvarkárni eða óvitaskapur getur breytt lífi barns ævilangt. Fækka mætti alvarlegum augná- verkum ef farið væri eftir slíkum einföldum ráðum. Þá hefur fræðsla og áróður fjölmiðla og fé- lagasamtaka eins og Blindra- félagsins um hættur samfara notkun skotelda á síðustu árum örugglega gert sitt gagn.“ Hvað er það fyrsta sem ber að gera þegar slys ber að í heima- húsi eða úti við? „Það er í sjálfu sér ekki svo margt sem leikmenn geta gert við augnslysum í heimahúsum. Hægt er þó og nauðsynlegt að kæla brennda húð þegar í stað með köldum bakstri, jafnvel snjó ef menn eru staddir utan dyra. Ef þungt högg hefur kom- ið á auga á að forðast að snerta það eða nudda til að gera ekki illt verra. Auga getur laskast alvarlega inn- vortis án þess að springa, t.d. getur orðið blæðing inni í auganu, sem versnar við alla áreynslu. Best er því að halda ró sinni og leita sem fyrst læknis, t.d. á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Sem betur fer er oftast um minniháttar áverka að ræða, eins og rispu á glæru augans eða púð- urbruna á augnalokum. Slíkum áverkum fylgja oft miklir verkir en batahorfur eru góðar.“ Hvað er það versta sem þú hef- ur séð? „Ég var á vakt áramótin þegar tívolíbomburnar komust í tísku. Þær voru feiknaöflugar, nánast eins og sprengjuvörpur. Þá ríkti stríðsástand á augndeildinni og mörg augu fóru forgörðum og ekki bara augun því í sumum til- vikum mölbrotnuðu höfuðbeinin einnig. Eftir slíka nótt veltir mað- ur því fyrir sér hvort fegurð skot- eldanna sé ekki of dýru verði keypt.“ Eru löglegir flugeldar í umferð sem eru að þínu mati beinlínis hættulegir? „Ég tel að í langflestum tilvik- um megi álíta löglega skotelda örugga, en það er þó með þá eins og byssurnar að það er notandinn sem ekki er alltaf öruggur. Sumir eru ekki í standi til að meðhöndla púðuráhöld vegna ölvunar og aðr- ir fara illa eftir leiðbeiningun um meðferð þeirra.“ Hefur snúist til betri vegar síð- ustu árin … og ef svo er, hverju er það að þakka? „Það er ljóst að áróður fjöl- miðla, félagasamtaka og seljenda hefur haft sitt að segja. Nú er nánast reglan að fólk noti hlífð- argleraugu við sprengingar. Þá hafa framleiðendur og seljendur vandað val á skoteldum og allt hefur þetta leitt til fækkunar al- varlegra augnslysa. Nú stendur yfir há- tíð ljóss og friðar og framundan eru ára- mótin með allri sinni gleði. Ljósadýrð flug- elda á skammdegis- himni lætur fáa ósnortna. En stutt getur verið milli gleði og sorgar. Augnabliks óvarkárni og óvitaskapur getur breytt lífi barns ævilangt. Fylgj- umst með hvað börn okkar aðhaf- ast þessa dagana. Með einföldum ráðum má koma í veg fyrir lang- flest þessara slysa. Heillarík ára- mót og megum við njóta fegurðar og gleði um ókomin ár.“ Guðmundur Viggósson  Guðmundur Viggósson fædd- ist í Reykjavík 1946. Útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1973 og er sér- fræðingur í augnlækningum frá Lundarháskóla 1980. Starfaði á augndeildum Landakotsspítala og Landsspítala frá 1981–87 en tók þá við stöðu forstöðumanns og yfirlæknis Sjónstöðvar Ís- lands. Maki Guðmundar er Líney Þórðardóttir hjúkrunarfræð- ingur og eiga þau dótturina Mar- gréti, ellefu ára. Guðmundur á einnig Ragnar Bjart og Hrafn- hildi Björt með fyrri maka sem er látinn. Fylgja vel skriflegum leiðbein- ingum Mikið brim var við suðurströndina á jóladag. Sunnan undir Dyrhólaey börðu öldurnar stanslaust klettana og urðu sumar öldurnar töluvert háar þegar þær skullu á grjótinu. Ferðalangar sem voru að dást að sjónum urðu oft að hlaupa svo öld- urnar bleyttu þá ekki. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Brimið leikur sér við klettana Morgunblaðið. Fagridalur SIGURÐUR Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings Búnaðarbanka, segir það engin áhrif hafa á starfsemi Kaupþings í Svíþjóð, að Aftonbladet setti bankann ásamt sex öðrum fyr- irtækjum í fjórða sæti yfir verstu fyr- irtæki í landinu á árinu. Hann segir lítið tekið mark á þess- ari útnefningu blaðsins, sérstaklega þegar horft sé til þess, að einn harð- asti gagnrýnandi Kaupþings í Svíþjóð og talsmaður samtaka smærri hluta- bréfaeigenda þar í landi, Lars Mill- berg, sat í dómnefndinni. Sá hafi reynt að ófrægja Kaupþing í sænskum fjölmiðlum eftir yfirtöku á JP Nordiska. Sagði hann að Kaup- þingsmenn ættu að láta sænska hlutabréfamarkaðinn vera því það væri enginn fiskmarkaður og ráðlagði hluthöfum að hafna yfirtökutilboði Kaupþings. Sigurður segir hann því hafa valdið umbjóðendum sínum stór- kostlegu tjóni og eigi í vök að verjast. Hann virðist eiga erfitt með að sætta sig við velgengni Kaupþings í Svíþjóð. Sigurður segir ekkert undarlegt við að Kaupþing hafi keypt upp önnur fjármálafyrirtæki í skiptum fyrir hlutabréf í sjálfu sér eins og látið er líta út fyrir í Aftonbladet. Slík gagn- rýni hafi komið fram áður og eigi ekki við nein rök að styðjast. Endurspeglar ekki umfjöllunina Þessi frétt Aftonbladet endur- speglar engan veginn umfjöllun um Kaupþing í sænskum fjölmiðlum að sögn Sigurðar. Fyrir rúmum mánuði hafi t.d. birst grein þar sem greiningardeildir banka voru flokkaðar eftir gæðum. Kaupþing hafi verið í þriðja sæti yfir bestu greiningarnar á smærri og millistórum fyrirtækjum og í fimmta sæti í greiningu á stórum fyrirtækj- um. Hefur engin áhrif á Kaup- þing í Svíþjóð NÝ bók eftir Guðjón Bergmann, jógakennara og rithöfund, kemur út í dag hjá Forlaginu og nefnist „Þú getur hætt að reykja“. Þar eru á ferðinni ráð frá fyrrverandi reyk- ingamanni, „ráð sem geta bjargað lífi þínu,“ eins og segir á bókarkápu. Samkvæmt upplýsingum frá Forlag- inu mun þetta vera í fyrsta sinn sem bók kemur hér á markað milli jóla og nýárs, eftir því sem best er vitað. Guðjón var sjálfur stórreyk- ingamaður frá 12 ára aldri en tókst að hætta tólf árum síðar. Eftir að- eins sex mánuði var hann farinn að deila aðferð sinni með öðru reyk- ingafólki. Síðan þá, eða fyrir rúmum sex árum, hafa á sjötta hundrað manns komið á námskeið til Guðjóns og hann flutt fyrirlestra í skólum, fé- lögum og fyrirtækjum um allt land. Hann segir þetta starf hafa styrkt sig, aldrei hafi hann langað að reykja aftur. En af hverju bók? Guðjón segist hafa einbeitt sér meira að jóga- kennslunni síðustu ár og ekki gefist tóm til að halda nema eitt reyklaust námskeið á ári. Fannst honum synd að láta allt þetta efni fara til spillis. Því settist hann niður einn daginn og hóf að skrifa öll þau ráð sem hann hefur gefið fólki frá árinu 1997. Að vera vel undirbúinn Hver er svo galdurinn? Hvaða ráð hefur hann handa reykingamönnum sem vilja drepa í síðustu sígarett- unni eða vindlinum? Lykillinn er að vera vel undirbúinn, segir Guðjón. Beita þurfi ákveðinni hugarleikfimi, vera jákvæður og staðfastur. Það sé því miður of algengt að margir fari af stað illa eða ekkert undirbúnir. Áramótaheitin séu oft strengd í lítilli alvöru en með útgáfutíma bók- arinnar nú sé ætlunin að gefa fólki tækifæri til undirbúnings fyrir ára- mótin. „Illa undirbúinn maður hleypur ekki maraþon. Aðalmálið er að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Fólk getur mokað skurð með lélegri skóflu en í bókinni minni er ég að gefa því skurðgröfu,“ segir Guðjón með bók sína í hendi, sem er lítil, auðveld meðferðar og ódýr. Hann telur reykingamenn þurfa að vinna í sínum málum og misjafnt sé hversu skjótur árangurinn sé. Þetta geti verið erfitt en menn verði að leggja eitthvað á sig. „Allir sem fylgja ráðunum í bókinni ná árangri. Að tveimur mánuðum liðnum verða menn „frjálsir“ til frambúðar og þurfa aldrei að hugsa um reykingar aftur,“ segir Guðjón Bergmann. Bókaútgáfa milli jóla og nýárs Reykingafólki gef- in ráð til að hætta Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðjón Bergmann með eintak af nýju bókinni sinni, Þú getur hætt að reykja, sem kemur út í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.