Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 66 . TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Ádeilan er best
með húmor
Lára Martin sýnir mynd sína á Hins-
egin bíódögum | Fólk í fréttum 63
Tímaritið og Atvinna
Tímaritið | Flugan Heimili Björns Ólafs við hafið Liðið
áfram á lúxusjeppa Litli svarti kjóllinn Atvinna | Austur-
lamb.is í örum vexti Gagnagrunnur um UT ráðgjafa
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300
LEYNISKJÖL sem nú hafa verið
gerð opinber í Bretlandi sýna að
stjórnvöld þar í landi voru komin á
fremsta hlunn með að láta hart
mæta hörðu og freista þess að ná
varðskipinu Ægi á sitt vald. Þetta
kemur fram í grein Guðna Th. Jó-
hannessonar sagnfræðings í blað-
inu í dag.
Þessi áform komu upp í kjölfar
eins æsilegasta atburðar þorska-
stríðanna, laugardaginn 26. maí
1973, þegar Ægir skaut ítrekað á
Grimsbytogarann Everton langt
innan íslenskrar fiskveiðilögsögu
norður af Grímsey.
Breskum ráðherrum ofbuðu að-
farir varðskipsins og vöktu máls á
því að svarað yrði í sömu mynt; að
herskip leituðu varðskipið uppi og
hertækju það.
Taka varðskipsins átti að fara
þannig fram að fyrst myndu her-
þotur og þyrlur leita skipið uppi,
þrátt fyrir að það hefði þýtt að
Bretar hefðu þurft að fara langt inn
fyrir íslenska landhelgi, allt upp að
landsteinum. Skipið skyldi stöðvað
áður en reynt væri að fara um borð
með því að beita stigvaxandi að-
gerðum uns stjórnendur varðskips-
ins hlýddu skipunum. Bretar
myndu síðan ná Ægi á vald sitt með
því að sigla herskipinu Jupiter upp
að síðu hans ef veður leyfði en ella
senda vopnaða sveit manna á gúm-
báti yfir í varðskipið.
„Yfirmenn og sjóliðar skulu taka
að sér stjórn aðalvéla og rafmagns
eftir að þeir hafa yfirbugað 22
manna áhöfnina,“ segir síðan. „Þeir
skulu vera vel á verði vegna hugs-
anlegra tilrauna íslensku áhafn-
arinnar til að vinna skemmdarverk
eða sökkva skipinu. Áhöfnina skal
loka inni í tryggum vistarverum og
skipa vörð fyrir utan. Þeim skal
gerð vistin þolanleg og sýnd til-
hlýðileg virðing.“
Bretar voru með áætlun um töku Ægis
Nýjar upplýsingar um þorskastríðin í leyniskjölum sem gerð hafa verið opinber
Okkar bestu/31
Varðskipið Ægir var breskum stjórnvöldum mikill þyrnir í augum enda
gerði það þeim marga skráveifuna í þorskastríðunum síðari.
MANNSKÆÐAR sjálfsmorðssprengjuárás-
ir í vikunni og ágreiningur um bráðabirgða-
stjórnarskrá munu ekki stöðva framfarir í
Írak í lýðræðisátt. Þetta sagði George W.
Bush Bandaríkjaforseti í vikulegu útvarps-
ávarpi sínu í gær.
„Íraska þjóðin er að ná miklum framför-
um,“ sagði Bush; „meðlimir framkvæmda-
ráðsins ræða með opnum og andríkum hætti
um nýja stjórnskipun lands síns. Þessi bráða-
birgðastjórnarskrá mun verða til þess að
vernda réttindi allra Íraka og mun færa land-
ið á vit lýðræðislegrar framtíðar.“
Undirritun bráðabirgðastjórnarskrárinn-
ar, sem áformað hafði verið að færi fram á
föstudag, var frestað er nýr ágreiningur kom
upp milli fulltrúa hinna ólíku hópa Íraka.
Framfarir
í Írak ekki
stöðvaðar
Crawford í Texas. AFP.
LJÓS og litir léku sér í aftureldingu í gær-
morgun, útivistarfólki á höfuðborgarsvæðinu
til mikillar ánægju. Þessi árrisuli borgari naut
unleikfimi við að skafa hélaðar bílrúðurnar. Í
dag, sunnudag, er hins vegar spáð hlýindum og
hvassri sunnanátt, lítt kræsilegu útivistarveðri.
sólarupprásarinnar. Eftir hláku og hlýindi und-
anfarna daga heilsaði gærdagurinn með kulda
og bílaeigendur fengu góðan skerf af morg-
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Leikur ljóss og lita við Rauðavatn
STJÓRN Norræna fjárfestingabankans (NIB)
hefur samþykkt samhljóða að veita Landsvirkj-
un lán upp á 70 milljónir evra, eða fyrir um sex
milljarða króna á núverandi gengi. Er láninu
ætlað að fjármagna hluta af framkvæmdum við
Kárahnjúkavirkjun, sem áætlað er að kosti ríf-
lega 100 milljarða króna. Samningar um láns-
kjör hafa ekki verið undirritaðir en stjórn
Landsvirkjunar á eftir að fjalla um lánveit-
inguna á fundi sínum eftir helgi.
Lánið nú er veitt til 15 ára, með möguleika á
að framlengja það um önnur 15 ár ef með þarf.
Jón Sigurðsson, forstjóri NIB, mun samkvæmt
Svíinn Johan Ljungberg, sérfræðingur NIB í
umhverfismálum, annaðist umhverfismatið fyrir
bankann. Hann sagðist í samtali við Morgun-
blaðið hafa farið í gegnum öll þau ítarlegu gögn
sem hefðu legið fyrir um Kárahnjúkavirkjun,
kynnt sér rannsóknir og farið yfir umhverfismat
stjórnvalda. Hann kom hingað til lands og
kynnti sér aðstæður. Ljungberg sagði þessa
vinnu hafa tekið marga mánuði og niðurstaðan
hefði verið sú að mæla með lánveitingu út frá
umhverfissjónarmiðum. Umhverfismatsvinnan
á Íslandi hefði að mati bankans verið bæði vönd-
uð og ítarleg.
upplýsingum Morgunblaðsins hafa lagt mikla
áherslu á að lánveitingin fengi ítarlega umfjöllun
innan bankans með hliðsjón af kröfum um arð-
semi og umhverfismál. Guðmundur Ólason,
svæðisstjóri hjá NIB, sem fjallaði um lánsbeiðn-
ina fyrir bankann, sagði að á þessum forsendum
hefði stjórn NIB ákveðið að taka þátt í fjár-
mögnun Kárahnjúkavirkjunar.
Bankinn starfar eftir strangri umhverfis-
stefnu og gerð er krafa um að verkefni hafi farið
í lögformlegt umhverfismat í viðkomandi landi.
Guðmundur sagði að síðan færi hvert verkefni í
sjálfstætt umhverfismat hjá bankanum.
Norræni fjárfestingabankinn með sjálfstætt umhverfismat um Kárahnjúkavirkjun
Bankinn lánar sex milljarða
króna til Landsvirkjunar
ERIC Clapton hefur ákveðið að bjóða upp
hluta af safni þeirra gítara sem hann hefur
eignast um ævina. Uppboðið fer fram hjá
Christie’s í New York 24.
júní og verður ágóðanum
varið til reksturs með-
ferðarstöðvar fyrir vímu-
efnaneytendur sem Clap-
ton hefur komið upp á
eyjunni Antigua.
Clapton seldi síðast
hluta safns síns á uppboði
árið 1999. Hann segir að
hljóðfærin sem nú verða
seld séu þau sem hann hélt þá eftir og gat
ekki hugsað sér að segja skilið við. „Allir
þessir gítarar eru góðir til síns brúks,“ segir
Clapton. „Ég ætla aðeins að halda þeim eftir
sem ég þarf á að halda, vinnunnar vegna.“
Alls verða 56 hljóðfæri boðin upp. Fyrst-
an skal nefna „Blackie“, svartan Fender
Stratocaster sem Clapton mun hafa sett
saman árið 1970 en frumpartarnir eru sagð-
ir vera frá 1956. Talið er að þessi gítar fari á
7 til 10 milljónir króna. „Þessi gítar er hluti
af sjálfum mér,“ segir Clapton.
Annar dýrgripur í safninu er rauður Gib-
son ES-335 árgerð 1964 sem mun vera ann-
ar rafgítarinn sem Clapton eignaðist.
Clapton selur
gítarsafnið
♦♦♦