Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÁNA LANDSVIRKJUN Stjórn Norræna fjárfestingabank- ans (NIB) hefur samþykkt sam- hljóða að veita Landsvirkjun lán upp á 70 milljónir evra, eða um sex millj- arða króna á núverandi gengi. Er láninu ætlað að fjármagna hluta af framkvæmdum við Kárahnjúka- virkjun, sem áætlað er að kosti ríf- lega 100 milljarða króna. Lögregluskólinn þrjú ár? Hugmyndir eru uppi um að lengja nám lögreglumanna úr einu ári í þrjú og tryggja nemum í Lögreglu- skóla ríkisins laun allan námstím- ann. Hafa hugmyndirnar verið kynntar fyrir dómsmálaráðherra og gangi allt eftir verður næst tekið inn í Lögregluskólann haustið 2005 og þá í samræmi við nýja námsskrá. Gjöld hækka um 13 þúsund Dagforeldrar telja víst að hækka þurfi gjald fyrir fulla vistun um a.m.k. 13 þúsund krónur ef drög að reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum verða samþykkt óbreytt og börnum á hvert dagfor- eldri fækkað úr fimm í fjögur. Ráð- gert er að hún taki gildi 1. apríl nk. en dagforeldrar hafa frest til 10. mars til að skila inn umsögn til fé- lagsmálaráðuneytisins. Clapton selur safnið Eric Clapton hefur ákveðið að bjóða upp hluta af safni þeirra gítara sem hann hefur eignazt um ævina. Uppboðið fer fram hjá Christie’s í New York í júní og verður ágóðan- um varið til reksturs meðferðar- stöðvar fyrir vímuefnafíkla sem Clapton hefur komið upp á eyjunni Antigua. Alls verða 56 hljóðfæri boð- in upp, en Clapton seldi stóran hluta safns síns á svipuðu uppboði fyrir fimm árum. Bush lofar framfarir í Írak Mannskæðar sjálfsmorðs- sprengjuárásir í vikunni og ágrein- ingur um bráðabirgðastjórnarskrá munu ekki stöðva framfarir í lýð- ræðisátt í Írak. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í viku- legu útvarpsávarpi sínu í gær. Fyrirtæki í Frakklandi Þrír Akureyringar hafa fest kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Marcel Baey í Boulogne Sur Mer í Frakk- landi. Fyrirtækið veltir um einum milljarði íslenskra króna á ári. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is TÁKNMÁLSTÚLKUN verður kennd við Háskóla Íslands næsta vetur. Fé hefur verið tryggt til kennslunnar fyrir frumkvæði Páls Skúlasonar, rektors Háskóla Ís- lands, og er því fagnað í yfirlýsingu frá Félagi heyrnarlausra. Anna Agnarsdóttir, forseti heim- spekideildar Háskóla Íslands, sagði að fyrir lægi að táknmálstúlkun yrði kennd næsta vetur. Rektor hefði lýst því yfir að fé til kennslunnar yrði tryggt. Anna sagði að þess misskilnings hefði gætt í fjölmiðlum að til hefði staðið að leggja niður kennslu í tákn- málstúlkun. Það hefði aldrei staðið til, heldur hefði einungis verið um að ræða að kenna hana ekki næsta vet- ur þar sem heimspekideild hefði ekki fjármagn til kennslunnar. Nú væri rektor hins vegar búinn að finna leið til að tryggja fé til kennslunnar næsta vetur. Komið í veg fyrir mikið áfall Í yfirlýsingu frá Félagi heyrnar- lausra er þessari ákvörðun fagnað. „Félag heyrnarlausra fagnar því að Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, hefur ákveðið að táknmáls- túlkun verði kennd næsta vetur og mun hann sjá um að útvega það fjár- magn sem á vantar. Komið hefur verið í veg fyrir mikið áfall fyrir sam- félag heyrnarlausra og heyrnar- skertra því táknmálstúlkar eru lykill heyrnarlausra að íslensku samfélagi og forsenda þess að þeir geti nýtt sér heilbrigðisþjónustu, notið menntun- ar og tekið þátt í samfélaginu sem fullgildir þegnar. Án táknmálstúlka er heyrnarlausum meinaður aðgang- ur að íslensku samfélagi. Félagið vill því þakka öllum sem hafa lagt málefninu lið og stuðlað að því að fjölga táknmálstúlkum á Ís- landi.“ Táknmálstúlkun verð- ur kennd næsta vetur MAÐURINN sem lést í vél- sleðaslysi í Karlsárdal við Dal- vík á föstudag hét Guðmundur Jón Magnússon, til heimilis í Hrísalundi 8c á Akureyri. Hann var fæddur 18. nóvember árið 1980 og lætur eftir sig unnustu og tvö börn. Lést í vél- sleðaslysi „ÞAÐ var ekki nógu góð veiði og mér líst satt best að segja ekki á ástandið. Ég er ekki viss um að það sé eins mikið af loðnu og sumir vilja vera láta,“ sagði Grímur Jón Gríms- son, skipstjóri á loðnuskipinu Ant- ares VE, í samtali við Morgunblaðið, þá á leið til heimahafnar í Vest- mannaeyjum með um 700 tonna afla. Grímur Jón sagðist hafa þurft að kasta sjö sinnum til að ná aflanum en það sé óvenju oft kastað á þessum árstíma. Venjulega dugi tvö til þrjú köst til að fylla skipið. „Það er greinilega mun minna af loðnu af ferðinni núna en í venjulegu árferði. Ég vona svo sannarlega að úr rætist en ég er alls ekki bjartsýnn. Það þarf að minnsta kosti mikið að breytast ef við eigum að ná kvót- anum. Þessar göngur sem verið er að veiða úr núna virðast ekki stórar. Það hefur reyndar komið fyrir að það hafa komið nýjar loðnugöngur upp á grunnið undan suðurströnd- inni, upp úr Reynisdjúpi og Háfa- djúpi. Þessar göngur hafa þá farið dýpra en komið og bæst við þær göngur sem fyrir eru við ströndina.“ Stefnt var að því að frysta aflann úr Antares VE í Eyjum en Grímur Jón sagði samt óvíst hvort hægt væri að frysta loðnuna ennþá, hún væri komin það nálægt hrygningu. Loðnan veiðist nú skammt undan Ingólfshöfða og segir Grímur Jón að hún virðist hafa staðnæmst þar í bili. „Hún hefur farið af stað vestur fyrir höfðann en hrekst jafnharðan til baka. Það er mjög sterkt austurfall þessa dagana og virðist sem loðnan hafi sig bókstaflega ekki á móti því. Eins má vera að hún sé máttfarnari þegar hún er svona langt gengin. Hún er óvenju bráðþroska á þessari vertíð enda verið lengi í heitum sjó. Hún er komin fast að hrygningu og hrygnir væntanlega hér undan suð- urströndinni. Það hefur reyndar gerst áður og virðist ekki hafa áhrif á viðgang stofnsins,“ sagði Grímur Jón. „Líst ekki á ástandið“ Ljósmynd/Landhelgisgæslan Loðnuflotinn er nú að veiðum skammt undan Ingólfshöfða. MIKLAR skemmdir urðu á þjóðveg- inum við Ófeigsstaði í Köldukinn í S- Þingeyjarsýslu og einnig á malar- veginum í Út-Kinn þegar Skjálf- andafljót flæddi yfir bakka sína eftir hlýindin í síðasta mánuði. Að sögn Sigurðar Oddssonar, deildarstjóra framkvæmdadeildar Vegagerðar- innar á Norðausturlandi, er talið að tjónið á þessum vegarköflum sé vel á annan tug milljóna króna. Klæðning- in flettist af norðausturvegi frá Ófeigsstöðum og að brúnni yfir Skjálfandafljót á um 700 metra kafla og í Út-Kinn fór malarvegurinn í sundur á þremur stöðum. Man ekki eftir öðru eins flóði Sigurður sagði að flóðið á dögun- um hefði verið það næstmesta í Skjálfandafljóti frá því að mælingar hófust árið 1950, eða yfir 1.000 rúm- metrar á sekúndu. „Það var mikill ís í fljótinu og því ekkert skrýtið að eitthvað hafi látið undan.“ Sigurður sagði að unnið yrði að bráðabirgðaviðgerð á þessum vegar- köflum en með vorinu verður farið í fullnaðarviðgerð. Vegurinn við Ófeigsstaði verður þá hækkaður, styrktur og lagður tvöfaldri klæð- ingu. Baldvin Kr. Baldvinsson, bóndi í Torfunesi í Köldukinn, sagðist ekki muna eftir öðru eins flóði. „Það myndaðist klakastífla í fljótinu hérna sunnan og neðan við hjá mér og þess vegna spýttist það hér upp á land enda hæðarmunurinn lítill.“ Baldvin sagði að stór klakastykki hefðu safn- ast við veginn frá Ófeigsstöðum að brúnni yfir Skjálfandafljót. Þá fóru heyrúllur og baggar af stað og eitt- hvað af þeim hvarf í flóðinu. „Ég veit ekki hversu miklar skemmdir hafa orðið á heyrúllunum en skemmdir á girðingum eru miklar, bæði hjá mér og norðar í Kinninni. Hér er allt enn undir ís en ég hef ekki trú á því að það hafi orðið miklar skemmdir á túnum,“ sagði Baldvin. Miklar skemmdir á þjóðveginum þegar Skjálfandafljót flæddi yfir bakka Tjónið talið vera vel á annan tug milljóna króna Morgunblaðið/Kristján Stór klakastykki söfnuðust við veginn frá Ófeigsstöðum og að brúnni yfir Skjálfandafljót í flóðinu á dögunum. BÚNAÐARÞING 2004 verður sett í dag, sunnudag, í Súlnasal Hótels Sögu. Auk ávarpa frá formanni Bændasamtakanna og landbúnaðar- ráðherra mun Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, flytja hátíðarræðu og veitt verða landbún- aðarverðlaun 2004. Nýr formaður Bændasamtakanna verður kjörinn eftir helgi en Ari Teitsson gefur ekki kost á sér áfram. Fjölmörg mál verða lögð fyrr þingið að þessu sinni en drög að málaskrá er að finna á slóðinni: bondi.is. Þinginu lýkur 10. mars. Búnaðarþing hefst í dag HRÓKURINN vann öruggan sigur, 5½ vinning á móti 2½ á Helli í 5. umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór á föstudagskvöldið og leiðir nú með 3½ vinning á Taflfélag Reykjavíkur sem er í öðru sæti. Hrókurinn leiðir í 2. deild, Haukar í 3. deild og Taflfélag Garðabæjar í 4. deild. Úrslitin í 1. deild: Skákfélagið Hrókurinn a-sveit - Taflfélagið Hellir a-sveit 5½-2½ Taflfélag Reykjavíkur a-sveit - Skákfélag Akureyrar a-sveit 7-1 Taflfélag Vestmannaeyja a-sveit - Skákfélag Akureyrar b-sveit 6½-1½ Taflfélagi Hellir b-sveit - Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 5½-2½ Hrókurinn sigraði Í dag Sigmund 8 Hugvekja 52 Hugsað upphátt 51 Myndasögur 56 Listir 33/35 Bréf 56/57 Af listum 34 Dagbók 58/59 Birna Anna 28 Krossgáta 53 Forystugrein 36 Leikhús 62 Reykjavíkurbréf 36/ 37 Fólk 62/67 Skoðun 42/50 Bíó 66/69 Minningar 38/41 Sjónvarp 70/71 Þjónusta 42 Veður 71 * * *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.