Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 9

Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 9 STRÁKARNIR sem æfa með Vík- ingi í knattspyrnu eru eins og aðrir ungir menn um allt land öflugir við æfingarnar. Þær fel- ast þó langt í frá eingöngu í því að rekja boltann eða sparka á markið. Meira fer hugsanlega jafnvel fyrir þolæfingum af ýms- um toga. Hér eru t.d. strákarnir í fimmta flokki að þjálfa þolið með því að taka á sprett eftir vell- inum. Það verður þó að bíða þol- inmóður og átekta eftir því að þjálfarinn gefi merki. Síðan er ekkert því til fyrirstöðu að gefa allt í botn og þjóta af stað. Morgunblaðið/Golli Einn, tveir og... nú! SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn hef- ur undanfarið staðið í mikilli her- ferð til að vekja athygli og áhuga á skákíþróttinni. Í vikunni stóðu Hróksmenn aftur í stórræðum og heimsóttu þrjátíu og þrjá grunn- skóla í Reykjavík á þremur dög- um. Salir skólanna fylltust af skákáhugafólki af yngstu kyn- slóðinni og fylgdust mörg þúsund börn með, skiptust á skoðunum og hvöttu samnemendur sína til dáða. Að sögn Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra Hróksins, eru heimsóknir undanfarinna daga eitt af því ánægjulegasta sem Hrókurinn hefur gert frá upphafi. Félagið hefur einnig, í samvinnu við KB banka, dreift skákgetraun til krakkanna, en þar eiga þau að leysa skákþraut og ef heppnin er með þeim geta þau fengið vinn- inga. „Þarna fengu krakkarnir tækifæri til að etja kappi við marga af bestu skákmönnum heims og við tefldum við mörg hundruð börn og mörg þúsund börn fylgdust með,“ segir Krist- jón. „Í langflestum skólum var mjög mikill áhugi fyrir hendi og sums staðar komust færri að en vildu og við þurftum að koma aft- ur til að anna eftirspurn. Áhug- inn var gríðarlegur og ánægju- legt að komast í svona beint samband við þá skákvakningu sem á sér stað meðal unga fólks- ins þessi misserin.“ Kristjón segir að í ljósi góðs árangurs í þessari heimsóknalotu, muni Hrókurinn halda áfram að heimsækja skóla í kringum þau mót sem hann heldur. „Það má líka geta þess að við höldum til Austfjarða eftir helgi, þar sem við munum dreifa bókinni Skák og mát, sem gefin er út af Eddu- miðlun, til allra þriðju bekkinga auk þess sem við heimsækjum alla skóla á Austurlandi. Síðan stefnum við vestur á firði með nokkra stórmeistara með í för í apríl,“ segir Kristjón að lokum. Hrókurinn heimsækir Grunnskóla í Reykjavík Morgunblaðið/Ómar Faruk Taimini teflir fjöltefli við krakkana í Ísaksskóla. HUNDRUÐ Íslendinga hafa sótt Færeyjar heim og hafa sömuleiðis hundruð Færeyinga endurgoldið heimsóknina með hjálp Fiturs, sam- starfssjóðs Íslands og Færeyja sem veitir styrki til að efla ferðamennsku og tengsl landanna tveggja. Meðal annars hefur verið staðið fyrir rit- gerðasamkeppni milli skólabarna. Steinn Lárusson, formaður úthlut- unarnefndar Fiturs, segir að á hverju ári séu veittir styrkir, um það bil 10 milljónir íslenskra króna til eflingar ferðamennsku milli Færeyja og Íslands, en sjóðurinn var stofn- aður af samgönguráðherrum land- anna tveggja um miðjan síðasta ára- tug og leggur hvort land fyrir sig 500.000 þúsund danskar krónur í sjóðinn á ári hverju. Steinn segir að sjóðurinn hafi að- allega stutt við bakið á börnum og unglingum, t.d. skólahópum, íþróttafélögum og hljómsveitum. Einnig hafa kórar og ferðir eldri borgara verið styrktar. Þá kom t.d. færeyskur ræðari hingað á vegum Ungmannahreyfingarinnar til að kenna Íslendingum róður. Styrkurinn nemur um 6–15 þús- und krónum á mann, þegar hópar eru styrktir. Steinn segir þó að allt ferðalagið sé greitt fyrir vinnings- hafa í ritgerðarsamkeppninni. Skipulagið sé þannig að skólum á ákveðnu svæði sé hverju sinni boð- in þátttaka og einn bekkur á hverj- um stað hreppi vinning. Í ár keppa skólar í Borgarfirði og Lorvík, Keflavík og Miðvági og Hafnarfirði og Tvöroyri. Árangurinn er mikið samstarf „Þetta hefur skilað geysilega mikl- um samböndum og samskiptum milli landanna, sérstaklega hjá þessu unga fólki. Maður gerir sér vonir um að þau geymi í brjósti sér eitthvað til að efla og halda við til framtíðar. Það hafa myndast þarna sambönd milli alls konar íþróttahópa, t.d. í handbolta, fótbolta og sundi. Krakk- arnir hafa farið og keppt við jafn- aldra sína í Færeyjum og síðan hafa Færeyingar komið hingað og keppt í því sama. Þegar svona lagað er kom- ið af stað gerir maður sér vonir um að það verði framhald á því,“ segir Steinn. Styrkir úr sjóðnum eru af- hentir tvisvar sinnum á ári, á vori og hausti. Umsóknarfrestur fyrir þetta vor rennur út 15. mars næstkom- andi. Hundruð hafa ferðast milli Íslands og Færeyja á vegum Fiturs 10 millj- óna styrk- ir veittir árlega SAMTÖKIN Amnesty International ætla á komandi árum að beina sjónum sínum meira að ofbeldi gegn konum í heiminum, hvort sem er heimilisofbeldi eða ofbeldi í stríði sem beinist að konum. Samtökin hafa nú kynnt alþjóðlega her- ferð til að berjast gegn ofbeldi gegn konum, og var herferðin kynnt á fundum hjá sam- tökunum um allan heim. Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty Int- ernational á Íslandi, segir að í raun sé mun erfiðara að berjast gegn heimilisofbeldi heldur en að berjast gegn ofbeldi gegn kon- um tengdu stríðsátökum, þar sem heimilis- ofbeldi sé oft dulið. „Þetta er tveggja ára átak, og er nýtt í starfi Amnesty. Við höfum starfað mjög mikið í þágu kvenna undanfarin ár, alveg frá stofnun samtakanna, en ekki kanski á sama hátt og verður gert í þessari herferð,“ segir Jóhanna. Hún segir að samtökin hafi hingað til einbeitt sér að því að hjálpa konum í fangelsi sem hafa fallið undir hefðbundna mannréttindabaráttu Amnesty. Nú á að taka á því sem Jóhanna segir vera eitt af stær- stauvandamálunum í heiminum í dag, ofbeldi gegn konum. Jóhanna segir að hugsunarháttur fólks þurfi að breytast, ofbeldi gegn konum eigi alltaf að fordæma, og aldrei megi afsaka það. Einig þurfi að huga að lagaumhverfinu. „Við munum í þessari herferð reyna að tryggja að yfirvöld breyti lögum í löndum þar sem eru lög sem mismuna konum og þar sem ákærur gegn ofbeldismönnum eru hundsaðar. Við munum fara fram á laga- breytingar þar sem þess er þörf, og þar sem lögin eru fyrir hendi munum við fara fram á að þeim verði framfylgt,“ segir Jóhanna. Ástandið á Íslandi nokkuð gott Aðspurð um ástandið hér á landi segir Jó- hanna lagaumhverfið almennt gott, en segir að Amnesty sé að skoða nokkur drög að frumvörpum með það í huga að kanna hvort samtökin muni styðja þau. Hún nefnir sem dæmi frumvarp þar sem umskurður kvenna er bannaður hér á landi, og segir samtökin í það minnsta styðja slíkt bann, þó hún hafi ekki kynnt sér frumvarpið sjálft. Jóhanna bætir við að nálgunarbanni sé ekki nægilega vel framfylgt hér á landi og það sé eitthvað sem þurfi að fara í saumana á. Einnig mætti huga að skráningum á of- beldi gegn konum, og jafnvel taka upp neyð- armóttöku fyrir konur sem sætt hafa of- beldi, sem gæti starfað á svipaðan hátt og neyðarmóttaka vegna nauðgana. Uppákoma í Kringlunni í dag Í dag, sunnudag, mun Íslandsdeild Amn- esty International standa fyrir uppákomu á torginu í Kringlunni milli kl 14. og 16. til að vekja athygli á herferðinni. Þar munu íþróttamenn, þjálfarar og tónlistarmenn mæta og ljá herförinni lið með því að setja lófaför sín á hvítan dúk, en merki herferð- arinnar er einmitt lófafar. Samtökin Amnesty International kynna alþjóðlega herferð Beina sjónum að ofbeldi gegn konum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.