Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar skemmdarvargar réðust inn ígrafreit gyðinga í Frakklandi fyrirrúmum áratug og vanhelguðu grafirbrást franska þjóðin hart við. Um einmilljón manna tók þátt í göngu sem
farin var gegn gyðingaofsóknum, undir slagorð-
inu „aldrei aftur“. En nú hefur gyðingahatur þó
skotið rótum í Frakklandi á nýjan leik. Atvik
þar sem vegið er að gyðingum eða skemmd-
arverk eru unnin á eigum þeirra eru nánast dag-
legt brauð og þykja vart fréttaefni lengur.
Gyðingaofsóknir eiga sér langa sögu í Evrópu
og áttu upphaflega rætur í þeirri kenningu að
gyðingar hefðu borið ábyrgð á dauða Jesú
krists. Það var ekki fyrr en árið 1965 sem kaþ-
ólska kirkjan gaf út yfirlýsingu þar sem þeirri
kennisetningu var endanlega hafnað. Það að
gyðingum var ekki hamlað af trú sinni frá því að
lána fé með vöxtum og tókst því oft að auðgast
og ná árangri í verslun og viðskiptum, auk til-
hneigingar þeirra til að búa í lokuðum sam-
félögum, varð um aldir til þess að ala á andúð á
þeim meðal annarra Evrópubúa. Raunar sýndi
skoðanakönnun sem gerð var af bandarískum
mannréttindasamtökum árið 2002 að enn eimdi
eftir af þessum viðhorfum í Evrópu, en hún
benti til þess að nær þriðjungur íbúa í tíu lönd-
um innan Evrópusambandsins væri sammála
þeirri fullyrðingu að gyðingar væru of áhrifa-
miklir í viðskiptalífinu.
Eftir helför nasista gegn gyðingum á fjórða
og fimmta áratug síðustu aldar skapaðist hins
vegar sameiginleg sektarkennd meðal Evrópu-
búa og víðtæk samstaða um að slík voðaverk
mættu aldrei eiga sér stað aftur. Og sú afstaða
evrópskra þjóða hefur í sjálfu sér ekki mikið
breyst. Þeir íbúar Evrópu sem nú bera hatur í
brjósti til gyðinga og hafa haft í frammi ofbeld-
is- og skemmdarverk gegn þeim eru fyrst og
fremst múslimskir innflytjendur, eða afkomend-
ur innflytjenda, einkum frá norðanverðri Afríku.
Þriðja stærsta gyðingasamfélag í heimi
Í Frakklandi búa um 600 þúsund gyðingar. Er
það þriðja stærsta gyðingasamfélag í heimi,
enda voru Frakkar löngum umburðarlyndari í
garð gyðinga en flestar aðrar Evrópuþjóðir og
lögbundu jafnan rétt þeirra á byltingartímanum.
Aðeins búa nú fleiri gyðingar í Ísrael og Banda-
ríkjunum.
En í Frakklandi búa jafnframt um fimm millj-
ónir múslima, sem flestir eru ættaðir frá Alsír,
Túnis og Marokkó, og einnig frá arabalöndunum
til austurs. Uppgangur bókstafstrúar innan ísl-
am á undanförnum árum, auk áhrifa af pólitísk-
um væringum í Mið-Austurlöndum, hefur orðið
til að kynda undir andúð á gyðingum á meðal
þeirra. Stríðið gegn Írak og meint kúgun Ísraela
á Palestínumönnum hefur vakið með þeim reiði
og hneykslan, sem meðal annars hefur fengið
útrás í árásum á gyðinga í ræðu og riti, og jafn-
vel beinum ofbeldis- og skemmdarverkum.
Árásum á gyðinga í Frakklandi fjölgaði snar-
lega eftir að önnur uppreisn Palestínumanna
hófst haustið 2000, í kjölfar umdeildrar heim-
sóknar Ariels Sharons, núverandi forsætisráð-
herra Ísraels, á Musterishæðina í Jerúsalem. Í
október það ár var kveikt í sýnagógu í Villepinte
í útjaðri Parísar, og á næstu vikum var eld-
sprengjum varpað á fjórar sýnagógur til við-
bótar og 19 árásir á skóla eða fyrirtæki í eigu
gyðinga voru tilkynntar til lögreglu. Önnur of-
beldisalda varð í kjölfar hryðjuverkanna 11.
september og einnig eftir að Ísraelsher gerði
árás á bæinn Jenín á Vesturbakkanum í apríl
2002, en samkvæmt tölum innanríkisráðuneyt-
isins var þá tilkynnt um 395 árásir gegn gyð-
ingum víðs vegar um Frakkland. Meðal annars
var eldur lagður að helsta samkunduhúsi gyð-
inga í Marseilles.
Svo fleiri dæmi séu nefnd var skóli gyðinga í
útjaðri Parísar brenndur til grunna í nóvember
síðastliðnum. Árásir á gyðinga á götum úti eru
orðnar svo algengar að æðsti rabbíni Parísar-
borgar hefur ráðlagt gyðingadrengjum að hylja
höfuð sitt frekar með hafnaboltahúfu en hefð-
bundinni kollhúfu. Fjöldi þeirra gyðinga sem
fluttust frá Frakklandi til Ísraels tvöfaldaðist
árið 2002 frá árinu áður, í rúmlega 2.000 manns.
And-semítismi í skjóli and-síonisma
Í nýlegri skoðanakönnun í Frakklandi játuðu
10% svarenda því að þeim mislíkaði við gyðinga.
Könnunin sýndi raunar einnig að Frakkar hafa
töluverða fordóma í garð innflytjenda af norður-
afrískum uppruna, því 23% gengust við því. En
kannanir á borð við þessa hafa ennfremur stað-
fest að andúð á gyðingum er ekki einskorðuð við
samfélög múslima í Frakklandi, þótt þar sé hún
útbreiddust. Andstaða við stefnu Ísraelsstjórnar
er iðulega nefnd sem ástæða. Að sögn fræði-
manna og talsmanna hagsmunasamtaka gyðinga
hefur borið æ meira á því undanfarin misseri að
gyðingahatri, eða and-semítisma, sé veitt útrás í
skjóli and-síonisma, eða andstöðu við Ísraelsríki.
Í úttekt í New York Times Magazine um liðna
helgi er haft eftir heimspekingnum Alain Fin-
kielkraut að ákveðnar stjórnmálafylkingar hafi
umborið alvarlegt kynþáttahatur af hálfu
franskra múslima, þar sem þeir hafi búið mál-
flutning sinn í búning mótmæla við framferði
Ísraela gagnvart Palestínumönnum.
„Andúðin á Ísrael er svo megn að hún er nán-
ast áþreifanleg,“ segir Finkielkraut í viðtali við
blaðið, og bendir á þá þverstæðu að minning-
unni um helförina sé nú iðulega beitt gegn Ísr-
aelum.
Stigmögnun deilnanna milli Ísraela og Palest-
ínumanna hefur jafnframt valdið klofningi milli
þeirra frönsku gyðinga sem telja annars vegar
að fordæma beri mannréttindabrot af hálfu
stjórnvalda í Ísrael og hins vegar þeirra sem
telja það skyldu sína að verja Ísraelsstjórn hvað
sem á dynur.
Stjórnvöld bregðast hart við
Forseti Ísraels, Moshe Katsav, fór í opinbera
heimsókn til Frakklands um miðjan febrúar og
vakti þá máls á vandanum við Jacques Chirac
Frakklandsforseta. Chirac hét því að sýna enga
linkind í baráttunni gegn gyðingahatri.
Í raun réttri hafa núverandi stjórnvöld í
Frakklandi gert töluvert til að sýna að þau
hyggist ekki líða ofsóknir gegn gyðingum. Jean-
Pierre Raffarin forsætisráðherra, sem styður
Chirac að málum, lýsti því yfir stuttu eftir að
hann tók við völdum fyrir tæpum tveimur árum
að „árásir á gyðinga jafngiltu árásum á franska
lýðveldið“. Gæsla hefur verið stóraukin við sam-
kunduhús og skóla gyðinga og kennarar í al-
mennum grunnskólum hafa fengið fyrirmæli um
að taka hart á andróðri gegn gyðingum af hálfu
nemenda sinna. Þessar aðgerðir þykja hafa bor-
ið árangur, því talið er að árásum gegn gyð-
ingum hafi jafnvel fækkað nokkuð á síðasta ári.
Innanríkisráðherrann Nicolas Sarkozy hefur
getið sér orð fyrir röggsemi og festu. Hann hef-
ur lagt áherslu á að uppræta hvers konar hat-
ursglæpi í frönsku samfélagi og í því skyni hefur
hann gefið fyrirmæli um að framfylgja skuli
stefnu sem kennd er við „ekkert umburðar-
lyndi“ gagnvart brotamönnum. En það er einnig
liður í áætlunum Sarkozys að bæta stöðu norð-
ur-afrískra innflytjenda og afkomenda þeirra,
enda eigi vandamál á borð við fordóma og kyn-
þáttahatur sér flóknar samfélagslegar orsakir,
sem bregðast verði við með heildstæðum hætti.
Vaxandi gyðingahatur
vekur ugg í Frakklandi
Andúð á gyðingum og beinar ofsóknir á hendur þeim eru að færast í
aukana í Frakklandi. Er þessi þróun fyrst og fremst rakin til reiði
franskra múslima vegna stríðsins í Írak og deilna Ísraela og
Palestínumanna.
AP
Franskur gyðingur virðir fyrir sér legstein sem hakakrossinn, merki nasista, hefur verið krotaður á. Um það bil 20 legsteinar í grafreiti gyðinga í Strasbourg í
Austur-Frakklandi fengu svipaða útreið hjá skemmdarvörgunum að þessu sinni, en æ meira ber á andúð og ofsóknum gegn gyðingum í landinu.
ÞÓTT Frakkland sé það land
Evrópu þar sem umræðuna um
aukið gyðingahatur hefur borið
hæst undanfarið er það talið
vaxandi vandamál mun víðar í
álfunni.
Samkvæmt opinberum tölum
í Bretlandi fjölgaði kærumálum
sem töldust tengjast gyðinga-
ofsóknum um 7% á síðasta ári
frá árinu 2002. Þar á meðal var
um að ræða líkamsárásir,
skemmdarverk á eigum gyð-
inga og vanhelgun á sýnagóg-
um og grafreitum. Talsmenn
hagsmunasamtaka breskra
gyðinga rekja fjölgunina fyrst
og fremst til reiði vegna stríðs-
ins í Írak og aukinnar spennu í
samskiptum Ísraela og Palest-
ínumanna, en á fyrsta mánuði
Íraksstríðsins voru helmingi
fleiri slík atvik tilkynnt en á
sama tíma árið áður.
Tilkynningum um árásir
gegn gyðingum hefur einnig
fjölgað í Hollandi og Belgíu.
Stjórnvöld á Ítalíu settu nýlega
á stofn sérstaka nefnd til að
hafa eftirlit með og berjast
gegn gyðingahatri og slíkar
ráðstafanir eru til umræðu í
fleiri löndum Evrópusambands-
ins. Vandamálið hefur löngum
verið þekkt í Rússlandi, en
nefna má að skemmdarverk
voru unnin á grafreit gyðinga í
St. Pétursborg um miðjan síð-
asta mánuð.
Jafnvel á Norðurlöndum er
andúð á gyðingum orðin stjórn-
völdum slíkt áhyggjuefni að þau
hafa gripið til sérstakra ráðstaf-
ana til að sporna við þróuninni.
Í dagblaðinu Berlingske Tid-
ende var því slegið upp á for-
síðu um síðustu helgi að ráð-
herra innflytjendamála í
Danmörku hefði samþykkt að
láta gera rannsókn á útbreiðslu
gyðingahaturs meðal skóla-
barna af múslimaættum. For-
stöðumaður deildar um helför-
ina og þjóðarmorð við Dönsku
alþjóðamálastofnunina beitti
sér fyrir því að málið yrði kann-
að eftir að sambærileg rann-
sókn leiddi í ljós að gyð-
ingahatur væri töluvert útbreitt
meðal múslimskra nemenda í
stærstu borgum Svíþjóðar.
Evrópusambandið
boðar aðgerðir
Romano Prodi, fram-
kvæmdastjóri Evrópusam-
bandsins, hét því í ávarpi á ráð-
stefnu um gyðingaofsóknir,
sem haldin var í febrúar á veg-
um ESB og Evrópu- og al-
heimssamtaka gyðinga, að sam-
bandið myndi ekki loka
augunum fyrir þessu vanda-
máli. Hvatti Prodi þjóðir Evr-
ópu til að setja lög sem bönnuðu
ofsóknir gegn gyðingum, þar á
meðal að gert yrði saknæmt að
afneita helförinni.
Það vakti harða gagnrýni
þegar upp komst í janúar að
skýrslu, sem unnin var á vegum
Evrópusambandsins um of-
sóknir gegn gyðingum, hefði
verið stungið undir stól af emb-
ættismönnum.
Skýrslan var samin af þýsk-
um rannsóknarhópi, sem komst
að þeirri niðurstöðu að gyðinga-
hatur væri töluvert útbreitt
meðal múslima í innflytjenda-
samfélögum, einkum í Frakk-
landi, og ætti það meðal annars
rætur í átökunum fyrir botni
Miðjarðarhafs. Samkvæmt því
sem þýski rannsóknarhópurinn
heldur fram voru embættis-
menn sambandsins ragir við að
gera opinbera þá gagnrýni sem
fram kom í skýrslunni á mús-
limska innflytjendur. Opinber
skýring ESB á því að skýrslan
hafi ekki verið birt er hins veg-
ar sú að rannsóknirnar hafi
ekki verið nógu áreiðanlegar.
Vandamál
víða um
Evrópu