Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 14
Sem sígauni hef ég flamencoí blóðinu, þetta er eitthvaðsem býr djúpt innra meðokkur. Þegar ég var tólfára kenndi frændi minn, Cristóbal Reyes, mér flamenco og aðra dansa. Núna hef ég mína eigin sýn,“ segir Cortes þegar ég spyr hann um fyrstu kynni hans af flam- enco-dansi. Upp frá því hófst dansferill Joa- quins, hann lærði flamenco og klass- ískan ballett og komst inn í spænska þjóðarballettinn aðeins fimmtán ára gamall. Hann ferðaðist um heiminn með þjóðarballettinum en sagði skil- ið við flokkinn og stofnaði sinn eig- inn dansflokk árið 1992, þá aðeins 23 ára gamall. Síðustu tólf ár hefur hann ferðast um heiminn með dansflokki sínum, Joaquin Cortés Ballet Flamenco, og troðið upp í öllum helstu leikhúsum heims, meðal annars Radio City Music Hall í New York og Royal Al- bert Hall í London. Persóna hans er því orðin vel þekkt um allan heim og eins flamenco-dansinn sem hann túlkar með sérstökum hætti. Brýtur upp aldagamalt listform Joaquin Cortés hefur skapað sinn eigin nútíma-flamenco en hann hef- ur verið óhræddur við að blanda aldagömlum hefðum flamenco við bæði klassískan ballett og nútíma- ballett. Þessi tilraunastarfsemi Joa- quins fór í upphafi fyrir brjóstið á mörgum hefðbundnum flamenco- dönsurum sem vildu vera trúir forminu, sem á rætur að rekja til 15. aldar, þegar menning gyðinga, sí- gauna og mára blandaðist á Suður- Spáni. „Þegar ég byrjaði á þessu fékk ég harða gagnrýni. Fólk skildi mig ekki, það skildi ekki minn stíl. En mér leið 100% flamenco og, auðvit- að, 100% Joaquin Cortés. Smátt og smátt hafa hlutirnir breyst og minn stíll hlotið aukinn skilning. Jafnvel enn í dag heyri ég þó stundum þess- ar gagnrýnisraddir. En ég virði þær,“ segir Cortés um gagnrýnina. Eitt sérkenni Joaquins sem hefur vakið mikla athygli er að hann dans- ar oftast ber að ofan með sítt svart hárið laust niður á axlir. Þetta var eitt af því sem hneykslaði eldri kyn- slóðina en skiptir í raun ekki nokkru máli í ljósi þess hvað Joaquin Cortés er eindæma hæfileikaríkur og kraft- mikill dansari. Auk þess hefur hann lag á að setja saman sýningar sem höfða til hins almenna áhorfanda þar sem hæfileikar hans sjálfs nýt- ast til fulls, studdir af hópi dansara og tónlistarfólki. Samruni dans, tón- listar og lýsingar skapar nýja teg- und af stemmningu sem sífelld eft- irspurn virðist vera eftir. „Live“ persónulegri en fyrri sýningar Cortés hefur áður ferðast um heiminn með sýningarnar „Cibayí“, „Gipsy Passion“ og „Soul“ en dans- flokkur hans frumsýndi þá nýjustu, „Live“, í Barcelona árið 2001 og er enn að sýna hana. „Live“ hefur nú verið sýnd meðal annars á Ítalíu, í Portúgal, Rússlandi, Þýskalandi, nokkrum löndum Suður-Ameríku og brátt bætist Ísland í hópinn. Ég spurði Joaquin hvernig „Live“ væri frábrugðin fyrri sýningum hans: „Í „Live“ fer ég aftur til fortíðar og kanna uppruna minn og rætur. Það má segja að „Live“ fjalli nánar um flamenco en þær fyrri. Þessi sýning byggist á mínum skilningi á flamenco, á því hvernig ég sé dans- inn, skynja og skil,“ segir Cortés en yfirlýst markmið hans er að færa flamenco-dansinn inn í 21. öldina. Sígaunablóðið hjálpar Þegar talað er um flamenco koma sígaunar strax upp í hugann en flamenco er svo djúpt samofinn menningu þeirra að ekki verður skilið á milli. Cortés er sígauni og lýsir flamenco-menningunni á eftir- farandi hátt: „Í mínum huga felst flamenco-lífsstíllinn í því að njóta frelsisins. Að lifa fyrir einn dag í einu og vera ekki með áhyggjur af því hvað gerist á morgun.“ Í ljósi þessa vafðist fyrir mér hversu auðvelt eða erfitt væri fyrir óbreytta (það er, ekki-sígauna) að læra flamenco-dansinn. Ég bar eft- irfarandi reynslu mína undir Cortés: Ég sótti eitt sinn námskeið í flam- enco hér á Íslandi hjá spænskum kennara sem hafði dansað flamenco frá blautu barnsbeini og var mjög metnaðargjarn kennari. Við vorum í miðju kafi að undirbúa stóra flam- enco-sýningu undir hans hand- leiðslu þegar hann loks missti stjórn á skapi sínu og sagði við okkur stelpurnar í hópnum að við gætum aldrei dansað flamenco almennilega, við hefðum einfaldlega ekki skap- gerðina í það. – Er þetta rétt, verður maður að hafa flamenco í blóðinu eða sálinni? spurði ég Cortés. „Ef þú berð flamenco í sálinni og hefur andað honum að þér frá fæð- ingu stendurðu augljóslega betur að vígi. En ef þú hefur ástríðu fyrir flamenco geturðu lært hann og notið þess að dansa hann. Ég er ekki sam- mála þessum kennara,“ sagði Cortés ábúðarfullur, mér til mikils léttis. Góð ráð fyrir flamenco- þyrsta Íslendinga Þetta svar Cortés er ágætt fyrir alla unnendur flamenco-dans að hafa í huga. Þeir þurfa ekki að hafa minnimáttarkennd vegna uppruna síns í flamenco-kennslustundinni. Þess ber að geta að flamenco hefur verið kenndur með hléum hérlendis í mörg ár. Í ljósi þess, ætli konungur flamenco-dansins geti gefið þeim Ís- lendingum sem langar að læra flam- enco góð ráð? „Já, þeir geta byrjað hjá hvaða flamenco-kennara sem er. Þó væri best að gera það á Spáni þar sem meira er af þeim. Mín helsta ráð- legging er: Láttu ástríðuna leiða þig áfram. Þar sem er vilji, þar er leið,“ segir Cortés. Frá fimmtán ára aldri hefur Joa- quin Cortés haft dansinn að atvinnu, og nú er hann að verða 35 ára. Síg- aunastrákurinn frá Cordoba gerir sér fyllilega grein fyrir því hve stórt hlutverk dansinn leikur í lífi hans: „Dans er líf mitt. Hann er mín stærsta og langlífasta ást, og verður alltaf hluti af mér.“ Dansinn er stærsta ástin Cortés þykir hafa lag á að setja saman sýningar sem höfða til hins almenna áhorfanda. Ein skærasta stjarna Spánar um þessar mundir er án efa flamenco-dansarinn Joa- quin Cortés. Sem saklaus sígaunastrákur kynntist hann flamenco-dansinum sem síðar varð hans stærsta ást í lífinu. Síðan hefur hann dansað heiminn á enda og er nú loks að koma til Íslands. Ragna Sara Jónsdóttir átti viðtal við Joaquin Cortés um dansinn sem hann ann svo heitt. rsj@mbl.is Joaquin Cortés hefur skapað sinn eigin nútíma-flamenco og hefur verið óhræddur við að blanda aldagömlum hefðum flam- enco við bæði klassískan ballett og nútímaballett. Í mínum huga felst flamenco-lífsstíllinn í því að njóta frels- isins. Að lifa fyrir einn dag í einu og vera ekki með áhyggjur af því hvað gerist á morgun. 14 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.