Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið erum öll mjög
stolt af þér, þú
hefur sannarlega
markað tímamót
hjá okkur og þú
sýndir að þetta
er raunverulega
hægt,“ stóð í
heillaóskakorti sem Kristinn Jón
Bjarnason fékk frá hópi heyrnar-
lausra félaga sinna er hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð, fyrstur heyrnarlausra
Íslendinga, fyrir hartnær 20 árum.
Kristinn Jón lét ekki þar við sitja,
því árið 1996 hóf hann nám við Gall-
audet-háskóla í Washington DC og
útskrifaðist með BS-gráðu í tölvun-
arfræði árið 2000, með stjórnun sem
aukagrein. Og hann ákvað að bæta
enn við sig og lauk annarri BS-gráðu
í viðskiptafræðum ári síðar.
Í alfræðiriti, sem gefið var út árið
1965 og ber heitið Hljóð og heyrn
segir meðal annars: „Mikilvægi
heyrnarinnar kemur gleggst fram,
er hana vantar. Barn, sem fætt er
blint eða skynlaust á sársauka, sigr-
ast oft á erfiðleikum sínum og verð-
ur nýtur borgari. En barn, fætt
heyrnarlaust, fer oft á mis við mann-
lega tilveru. Fyrstu skref mannssál-
arinnar til þroska eru því um megn.
Það kynnist ekki hljómi lífsins:
vöggusöng mömmu, glamri hring-
lunnar, ekki einu sinni eigin sultar-
væli. Það getur ekki haft eftir þýð-
ingarmikil hljóð, af því það heyrir
þau ekki. Það nær aldrei tökum á
tungumáli þjóðar sinnar, er dæmt til
að lifa einangrað frá mannkyninu,
nema grettistaki sé lyft því til bjarg-
ar.“
Þessi orð eru skrifuð árið eftir að
Kristinn Jón Bjarnason fæddist, –
nánast heyrnarlaus. Það má því ef til
vill til sanns vegar færa að grett-
istaki hafi verið lyft í hans tilfelli,
eða öllu heldur að hann sjálfur hafi
unnið þrekvirki í þögninni.
Varð oft útundan í margmenni
En hvernig upplifði Kristinn Jón
það þegar hann áttaði sig á því sem
barn, að hann heyrði ekki það sem
fólk sagði?
„Það var mjög erfitt að vera með-
vitaður um að maður heyrði ekki
eins og aðrir. Á þessum tíma var
áberandi að fólk glápti á þá sem
höfðu heyrnartæki, til dæmis í
strætó og var það óþægilegt tilfinn-
ing. Manni fannst maður þess vegna
oft vera á einhvern hátt öðruvísi en
aðrir. Einnig fann ég fyrir að ég gat
ekkert fylgst með samræðum fólks.
Ég gat talað við fólk ef það talaði
beint til mín, þar sem ég les af
vörum, en ég get ekki fylgst með
samræðum og lenti þess vegna oft
útundan í margmenni. Ég gat ekki
heldur fylgst með íslenskum þáttum
í sjónvarpinu, þar með töldum
Stundinni okkar, eða öðru barnaefni
sem var talsett á íslensku. Ég hugs-
aði ekki mikið út í hvað þetta þýddi
fyrir framtíð mína á þessum árum.
Ég gerði mér þó fljótt grein fyrir því
að ég gæti ekki valið mér hvaða starf
sem er svo sem flugmaður, en ég
hafði sem barn og hef enn mikinn
áhuga á flugi.“
Segðu mér frá skólagöngu þinni
frá því þú byrjaðir í skóla og þangað
til þú laukst stúdentsprófi frá MH?
„Ég hóf nám í Heyrnleysingja-
skólanum fjögurra ára gamall. Um
30 börn hófu nám á sama tíma, en
þetta var óvenju stór árgangur
vegna þess að margar verðandi
mæður höfðu smitast af rauðum
hundum á meðgöngunni. Því var
ákveðið að byggja nýjan skóla sem
gat rúmað allan þennan fjölda af
nemendum.
Skólaskylda var fyrir heyrnarlaus
börn frá fjögurra til átján ára aldurs
og var alveg sama hversu mikið þau
lærðu, þau voru útskrifuð 18 ára á
þessum tíma. Það var sem sé engin
áhersla á að heyrnarlaus eða heyrn-
arskert börn lykju nokkru prófi, svo
sem grunnskólaprófi. Á þessum
tíma var kennsluaðferð þar sem
kennt var með talmáli, og var tákn-
mál bannað í skólanum. Afleiðingin
er sú að eiginlega enginn heyrnar-
laus á Íslandi fór í menntaskóla eða
háskóla.
Margir hættu skólagöngu eftir 18
ára og fóru að vinna, aðrir gátu farið
í Iðnskólann með því að taka bókleg-
an hluta í Heyrnleysingjaskólanum
og verklegan í Iðnskólanum. Það var
ekki fyrr en 1980 að táknmál var
leyft í Heyrnleysingjaskólanum –
nafni skólans var síðar breytt í Vest-
urhlíðarskóli. Nú ljúka alltaf fleiri
og fleiri stúdentsprófi og eru það að-
allega nemendur úr 1979 árgangn-
um og yngri sem ná þeim áfanga
enda var það fyrsti árgangurinn sem
hafði kennslu á táknmáli frá byrjun.
Rétt er þó að geta þess að tveir í
mínum árgangi hafa lokið kennara-
prófi, ein er með stúdentspróf og ein
með verslunarpróf á nýliðnu ári. Þar
áður voru tveir eða þrír í mínum ár-
gangi komnir með iðnskólamenntun,
einn með kokkamenntun og ein með
þroskaþjálfamenntun. Á árinu 1972
var ákveðið að ég fengi almennilega
menntun, og reynt að nýta heyrn-
arleifar sem ég hafði, enda var staða
menntunar heyrnarlausra mjög
slæm á þessum tíma. Foreldrar mín-
ir höfðu farið með mig til Danmerk-
ur þegar ég var tveggja ára, þar sem
þau lærðu aðferðir til að kenna mér
að tala og nota þær heyrnarleifar
sem ég hafði. Ég stóð því mun betur
en margir aðrir heyrnarskertir hvað
tal og hlustun varðaði. Ég fékk mik-
inn stuðning hjá mömmu minni og
ömmu, sem kenndu mér að tala.
Settur var á stofn sérstakur bekk-
ur fyrir heyrnarskertra í Hlíðaskól-
anum, og sá nýútskrifaður sérkenn-
ari um að kenna okkur. Seinna
færðist ég svo yfir í almennan bekk í
Hlíðaskóla en fékk stuðning frá sér-
kennaranum. Ég lauk samræmdum
prófum frá Hlíðaskóla um leið og
jafnaldrar mínir þar.
Árið 1980 fór ég í Menntaskólann
við Hamrahlíð, það er ein besta
ákvörðun sem ég hef tekið. Á þess-
um tíma hafði enginn heyrnarlaus
lokið námi í menntaskóla. Mamma
hjálpaði mér mikið, hún lagaði ís-
lenskuna og sýndi mikinn áhuga á
því hvað ég væri að læra. Hún er
kennari sjálf og var óþreytandi við
að aðstoða mig við námið og hvetja
mig, því oft var þetta erfitt. Einnig
fékk ég sérkennslu í ákveðnum
greinum og stuðning einnig í fram-
haldsdeild Heyrnleysingjaskólans.
Ég notaðist við tónmöskvunarkerfi
eða FM-tæki þar sem ég hafði
heyrnartæki og var það gífurlegt
álag að fylgjast með varalestri kenn-
aranna, en það hafðist og ég var
þreyttur eftir hvern dag. Tungumál-
in voru alltaf erfið og í sumum fög-
um gat ég ekki fylgst með, til dæmis
vegna hópvinnu eða sérstakra að-
stæðna og fékk ég einkatíma en það
var takmarkað við 9 tíma á viku.
Mamma barðist líka fyrir að fá fleiri
sérkennslutíma fyrir mig, þannig að
ég drægist ekki aftur úr. Ég fékk
leyfi til að sleppa við að læra þýsku,
en tók stærðfræði og fleira í staðinn
og hafði þegar ég lauk stúdentsprófi
tekið nærri alla stærðfræðikúrsa
sem kenndir eru við skólann. Ég
lauk því stúdentsprófi 1. júní 1985
frá eðlisfræða- og náttúrufræða-
braut MH.“
Gallaudet-háskóli hentaði best
Hvað tók svo við að loknu stúd-
entsprófi?
„Ég hóf starf í Landsbankanum
sem sumarstarfsmaður sumarið
1985. Var mjög heppinn með yfir-
menn mína og samstarfsmenn einn-
ig. Ég vann í aðalbanka fyrstu tvö
árin og fluttist þá yfir í Skjalasafn
bankans. Á árinu 1989 losnaði full-
trúastaða í Skjalasafninu, ég sótti
um og hlaut stöðuna. Gegndi þeirri
stöðu þar til ég fór út til Bandaríkj-
anna 1996, en hélt áfram að vinna í
bankanum í sumar- og jólafríum til
ársins 1999.
Á árinu 1995 fór ég að athuga
hvaða námsmöguleika ég hefði, fór í
Háskóla Íslands en fann að það yrði
erfitt. Ég yrði að fá túlk, einhver
yrði að glósa fyrir mig þar sem ég
gat ekki gert allt í einu, horft á túlk-
inn og glósað um leið. Einnig fann ég
að ég væri ekki nógu góður í ensk-
unni og gæti því átt erfitt með að
lesa námsbækur á ensku. Ég sá líka
að ég yrði einangraður í háskóla-
námi á Íslandi og vildi því helst
reynast að komast út á milli fólks.
Ég sendi bréf til háskóla á Norð-
urlöndunum, og hugsaði með mér að
námið væri ódýrara þar, og ég hefði
allgóða kunnáttu í Norðurlandamál-
unum. Það kom hins vegar í ljós að
ég yrði illa settur varðandi túlkamál-
in, þar sem túlkaskortur var í þess-
um löndum og ganga íbúar landanna
fyrir með túlkun sem von er. Þarna
stóð ég því og átti ekki möguleika á
velja mér hvaða nám sem er eins og
heyrandi án þess að þurfa að vera
háður einhverjum. Ég sá að Gallau-
det-háskóli í Washington DC myndi
henta mér best og sótti um og fékk
inngöngu strax haustið 1996.
Gallaudet University í Wash-
ington DC er eini háskóli fyrir
heyrnarlausa og heyrnarskerta í
heiminum. Skólinn er mjög þekktur
og virtur, og er núverandi skóla-
stjóri heyrnarlaus. Hann var ráðinn
til skólans 1988 eftir mikla baráttu
nemenda til að fá skólastjóra sem
væri heyrnarlaus. Í skólann geta
eingöngu heyrnarlausir eða heyrn-
arskertir, sem hafa 70 desibela
heyrn eða minna, komist inn í
grunnnám en um framhaldsnám þar
geta allir sótt. Um 2.000 nemendur
eru í skólanum. Fjöldi kennara í
skólanum er um 240, þar af eru 35 af
hundraði heyrnarlausir eða heyrn-
arskertir. Í hverjum bekk eru 10–15
nemendur og sitja í hálfhring svo
allir geta séð til hinna þar sem allt er
kennt og talað á táknmáli.
Í skólanum byrjaði ég strax á
þriggja vikna námskeiði News Sign-
er Program fyrir þá sem kunna lítið
sem ekkert í bandarísku táknmáli,
enda er táknmál ekki alþjóðlegt mál
eins og margir halda. Einnig tókum
við þátt í svokölluðu Discovery-nám-
skeiði á vegum íþróttadeildar skól-
ans. Þetta var skemmtilegt nám-
skeið og stóð í tvo tíma dag hvern.
Meðal þess sem við þurftum að gera
var að klifra upp í tré og jafnvel
ljósastaur og stökkva svo niður það-
an.
Síðan tók háskólinn við. Í upphafi
náms þurfa allir nýnemar að þreyta
próf í ensku og í stærðfræði. Ef þeir
ná ekki lágmarkskröfum í þessum
greinum, fara þeir í fornám í ensku
eða stærðfræði sem er ekki metið
sérstaklega í skólanum, en enskan
er að sjálfsögðu lykillinn að náminu í
Gallaudet. Heyrnarlausir þurfa sér-
staka kennslu í að lesa og skrifa tal-
að mál, þar sem þeir heyra ekki mál-
ið. Gallaudet kemur til móts við
þessa nemendur með því að þjálfa
þá upp og krafist er að þeir skrifi
nokkuð rétt. Ég byrjaði á því að fara
í enskuna og var í henni í 12 tíma á
viku á fyrstu önn en náði svo upp í
háskólastig í ensku. Í Gallaudet er
allt kennt á bandarísku táknmáli, við
tölum saman á táknmáli og manni
líður mjög vel í tímunum. Þarna gat
ég talað við aðra nemendur á tákn-
máli og kennarana, og var í fyrsta
skipti á minni skólagöngu jafningi
annarra nemenda. Mér gekk vel í
náminu og hlaut þrisvar viðurkenn-
ingu, „Who’s Who Among Students
in American Universities and Col-
lege“. Aðeins 40 efstu nemendur úr
hverjum skóla fá þessa viðurkenn-
ingu.
Ég útskrifaðist með BS-gráðu
með láði, eða „cum laude“ á árinu
2000 í tölvunarfræði með stjórnun
sem aukagrein. Ég ákvað að taka
eins árs nám til viðbótar til að geta
verið vel undirbúinn fyrir masters-
námið og tók starfsnám og lauk ann-
arri BS-gráðu í viðskiptafræðum.
Ég var í starfsnámi á vegum skólans
í nokkra mánuði hjá ríkisstofnun
National Institute of Health. Mér
var boðið fast starf þar, en eftir at-
burðina 11. september 2001, voru
gerðar kröfur um að maður yrði að
vera bandarískur ríkisborgari til að
mega vinna í landinu og því varð
ekkert úr starfsframa mínum þar.
Ég var því án vinnu í nokkra mánuði
eða þar til ég fékk starf í Gallaudet-
háskólanum við tölvukerfið. Mjög
Þrekvirki í þögninni
Kristinn Jón Bjarnason varð fyrstur heyrnarlausra
Íslendinga til að ljúka stúdentsprófi. Hann lét ekki
þar við sitja heldur lauk einnig BS-prófum, bæði í
tölvunarfræði og viðskiptafræði, og stefnir á
áframhaldandi mastersnám. Sveinn Guðjónsson
spjallaði við hann um námið og lífið í Bandaríkj-
unum, þar sem hann er nú búsettur.
Ljósmynd/Golli
Kristinn Jón Bjarnason
Kristinn Jón fyrir framan Gallaudet-háskólann í Washington DC.
’ Það er mikilvanþekking eða
fáfræði meðal
fólks á Íslandi um
hvernig á að hafa
samskipti við
heyrnarlausa. Þar
þyrfti að gera
átak. ‘