Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 23 skólaliðunum og ef maður tekur lé- legt skot þá veit maður að það þýðir að þú ferð á bekkinn við fyrsta tæki- færi. Skotavalið þarf því að vera gott og menn komast ekki upp með neitt rugl hérna úti. Samkeppnin er gríð- arleg og það eru að ég held 320 há- skólar í 1. deild og allir sem leika með þeim vilja fá tækifæri til þess að láta ljóst sitt skína í von um að fá tækifæri í NBA eða í Evrópu. Að mínu mati er styrkleikinn á 1. deildinni hér vest- anhafs svipaður og að leika sem at- vinnumaður í 2. deild í Þýskalandi eða Frakklandi. Álagið er mikið og allir leikir sem farið er í eru erfiðir. Umgjörðin í kringum liðin er einn- ig mun meiri en við þekkjum frá Ís- landi. Umgjörð leikjanna er mun meiri og stærri, ótal aðstoðarmenn eru á leikjunum að skrá niður töl- fræðina og annað sem því fylgir. Það eru allir leikir bikarúrslitaleikir. En því miður fáum við ekki að leika í 64- liða úrslitum NCAA að þessu sinni þar sem að skólinn er á fyrsta ári sínu sem 1. deildar skóli en við verðum þá bara að endurtaka leikinn og verðum þá með í „marsbrjálæðinu“ árið 2005.“ Lyftingarnar skila árangri Jakob skoraði 14,7 stig að meðaltali í vetur með BSC og var meðal þeirra bestu á landsvísu í skotnýtingu utan þriggja stiga línunnar, 48,5%, og er það athyglisvert í ljósi þess hve mörg slík skot hann tekur í hverjum leik. Að auki var Jakob með bestu víta- hittnina í Big South-deildinni, 86,6% og varð fimmti stigahæsti leikmaður deildarinnar. „Ég klikkaði á fjórum vítaskotum í síðasta leik og það var ekki til þess að bæta árangurinn. Við vorum langt yf- ir í þeim leik og ég varð kærulaus að ég held. Kemur ekki fyrir aftur,“ seg- ir Jakob. Frá því að Jakob fór til Bandaríkj- anna haustið 2000 hefur hann bætt líkamsstyrk sinn verulega og segir hann sjálfur að hann hafi nú alveg mátt við því að bæta á sig vöðvamassa og á undanförnum árum hefur hann markvisst reynt að þyngja sig. „Ég var nú ekki nema 84 kg þegar ég fór frá KR. Og mér var tjáð það þegar ég kom fyrst út, að ég þyrfti að styrkja mig. Það hef ég gert og hef bætt við mig um 6 kg, á síðustu árum. Það er oft erfitt að þyngja sig ef mað- ur vill það því æfingarnar og leikirnir eru það erfiðir að það verður oft lítið eftir af orkuforðanum sem maður hefur. Maður brennir of miklu, öfugt við það sem er talið vera helsta vandamál Bandaríkjamanna, þeir brenna víst of litlu, borða of mikið og hreyfa sig lítið. Ég ætla bæta við mig 2–3 kg á næstu leiktíð en síðan held ég að það sé nóg því ég vil ekki verða of þungur. Snerpan þarf líka að vera til staðar.“ Landsliðið á hakanum Jakob segir að þrátt fyrir góðan vilja íslenskra þjálfara þá hafi þeir ekki tíma til þess að sinna starfi sínu líkt og kollegar þeirra vestanhafs. Eftir hvern leik er Jakob boðaður á fund með þjálfurum liðsins þar sem að farið er yfir það sem hann gerði vel í leiknum deginum áður og einnig er farið yfir það sem hann gerði illa. „Smáatriði. Þau skipta miklu máli þegar upp er staðið og á þessum fund- um fær maður það svart á hvítu hvað maður hefur gert vel og hvað illa. Fullkomnunaráráttan er til staðar hjá þjálfurum liðsins og þeir gera ekkert annað en spá í liðið 8–9 tíma á dag.“ Íslendingar hafa lítið séð til Jakobs frá því að hann fór vestur um haf haustið 2000 og hann hefur lítið getað tekið þátt í landsliðsverkefnum á und- anförnum misserum. Jakob var til að mynda ekki með á Smáþjóðaleikun- um á Möltu sl. sumar þar sem að hann var enn við nám hjá BSC og í haust er allt eins líklegt að hann geti ekki tekið þátt í undankeppni Evrópumóts landsliða vegna skólagöngu sinnar. Þar leikur Ísland gegn Dönum, Rúm- enum og Aserum. „Þetta er óheppilegur tími, ég þarf að vera mættur í skólann í lok ágúst og byrjun september þegar flest landsliðsverkefnin eru. En vonandi get ég verið með á næstu Smáþjóða- leikum í Andorra enda eru oft útsend- arar frá liðum í Evrópu á því móti. Kannski að pabbi verði þar,“ segir Jakob í léttum tón og kveður frá Ala- bama. seth@mbl.is ’ Samkeppnin ergríðarleg og það eru að ég held 320 há- skólar í 1. deild og allir sem leika með þeim vilja fá tæki- færi til þess að láta ljós sitt skína í von um að fá tækifæri í NBA eða í Evrópu. ‘ NATURAL BOOSTER með kreatíni húðarinnar. Fjölþætt styrking á náttúrulegum vörnum húðarinnar gegn öldrun. Hannað eins og húðin vinnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.