Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 24
24 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
George Harrison stóð æv-inlega í skugganum af fé-lögum sínum í Bítlunum,John Lennon og Paul
McCartney. Hann var þó liðtækur
lagasmiður eins og sannast á mörg-
um plötum sveitarinnar og átti að
auki sólóferil sem var vel heppnaður
um flest. Síðustu árin áður en Harr-
ison lést vann hann að endurútgáfu á
sólóskífum sínum sem hafa verið ófá-
anlegar um árabil og fyrsti skammt-
ur er sex diska kassi með plötunum
sem hann gaf út á eigin merki, Dark
Horse Records, og ýmislegu auka-
efni.
George Harrison var yngstur Bítl-
anna, fæddur í febrúar 1943, átta
mánuðum yngri en Paul McCartney
og tveimur árum yngri en John
Lennon. Hann hreifst snemma af
tónlist, segist hafa verið úti að hjóla
er hann heyrði Heartbreak Hotel
hljóma út um glugga og eftir það
komst ekkert annað að en tónlist.
Harrison kynntist McCartney í
strætó á leið í skólann og þeim varð
vel til vina, enda báðir áhugamenn
um gítara og tónlist. Það var einmitt
McCartney sem kom Harrison inn í
The Quarrymen, hljómsveit Johns
Lennons og frumgerð Bítlanna, en
Lennon fannst hann of ungur og upp-
burðarlítill, ekki nema fjórtán ára.
Það var ekki fyrr en hann heyrði
Harrison spila að hann sló til enda
langaði hann að færa sig úr skiffle í
rokk og ról.
Þögli bítillinn
Harrison var ekki síst frægur fyrir
það að vera þögli bítillinn, á meðan
þeir félagar hans léku á als oddi var
hann jafnan rólegri, lagði minna til
málanna, en hugsaði greinilega sitt.
Þannig varpaði hann fyrstur ljósi á
það hve arfaslæmt það gat verið að
vera í vinsælli hljómsveit; sjá lagið
Don’t Bother Me á With the Beatles
sem kom út 1963. Það var og fyrsta
lagið sem hann kom að á Bítlaskífu,
ekki það að hann hafi verið svo slakur
lagasmiður, sjá til að mynda If I
Needed Someone af Rubber Soul,
Taxman á Revolver, While My Guit-
ar Gently Weeps og Here Comes the
Sun á Hvíta albúminu og Something
af Abbey Road, sem var eina lag hans
sem komst sem a-hlið á Bítlasmá-
skífu (með Come Together á b-
hliðinni).
Frægðin fór einkar illa í Harrison
og fáir þeir sem njóta almannahylli í
dag gera sér grein fyrir því hve Bítla-
æðið var mikið æði, hve aðdáendur
hljómsveitarinnar voru hamslausir. Í
viðtali fyrir nokkrum árum sagði
hann að frægðin hefði virst freistandi
þegar þeir félagar voru að byrja feril
sinn, en ljóminn verið fljótur að fara
af henni. „Ekki leið á löngu þar til við
áttuðum okkur á því að við værum í
raun ekki að leita eftir frægðinni,
bara afrakstri hennar. Eftir að
spennan og eftirvæntingin fór að
fölna varð ég þunglyndur, hugsaði
sem svo: Á þetta eftir að vera svo það
sem ég á eftir ólifað? Að vera á flótta
undan æpandi brjálæðingum úr einu
ömurlegu hótelherbergi í annað?“
Þótt McCartney hafi verið fyrstur
til að tilkynna að hann væri hættur í
Bítlunum hætti Harrison þegar
sveitin var að baslast við upptökur í
Twickenham-kvikmyndaverinu í
Lundúnum í janúar 1969, en þá hafði
hann fengið sig fullsaddan af spenn-
unni milli þeirra Lennons og
McCartneys og frekjunni í þeim síð-
arnefnda. Hann sneri reyndar aftur
fyrir þrábeiðni félaga sinna en sýtti
það síst af öllum þegar McCartney
lýsti því yfir að hann væri hættur
(fyrstur þeirra til að hætta opin-
berlega en síðastur til að hætta í
raun, Ringo Starr fyrstur 1968, þá
George Harrison í janúar 1969 og
Lennon þá um haustið).
Þrefalt meistaraverk
Sólóferill Harrisons hófst í raun
löngu áður en Bítlarnir hættu op-
inberlega, hann sendi frá sér kvik-
myndatónlist undir nafninu Wonder-
wall Music 1968 og stuttskífu,
Electronic Sound, 1969. Hann var
líka búinn að spila talsvert með ýms-
um tónlistarmönnum, þar á meðal
Delaney og Bonny Bramlett og fé-
lögum þeirra, en sá hópur tónlistar-
manna kom mjög við sögu á fyrstu
eiginlegu sólóskífu Harrisons. Hann
hélt í hljóðver stuttu eftir að ljóst var
að Bítlarnir væru búnir að syngja sitt
síðasta og fékk Phil Spector til að
vera við takkana. Afraksturinn var
meistaraverkið þrefalda All Things
Must Pass, sem margir segja bestu
sólóplötu Bítils og má til sanns vegar
færa þó Plastic Ono Band Lennons
hafi vissulega verið áhrifameiri.
Reyndar má segja að það hafi ekki
verið fyrr en með endurútgáfu á All
Things Must Pass sem margir áttuðu
sig á hve platan var góð, því fyrri út-
gáfa hennar á geisladisk var afleit
vegna þess hve upprunalegur hljóm-
ur var sérhannaður fyrir vínylplötur;
hljóðveggur Spectors virkar einkar
vel á vínylútgáfu plötunnar, um það
ber ég fúslega vitni, og á nýju útgáf-
unni hljómar hann líka einkar vel,
enda var gert nýtt frumeintak. Sér-
staklega hljómar spuninn á þriðju
plötunni í kassanum vel í nýju gerð-
inni og heyrist vel hvað Harrison
safnaði um sig miklum snilldar spil-
urum.
Næsta verkefni hans á eftir All
Things Must Pass var tónleikar til
styrktar fórnarlömbum flóða í
Bangladesh sem gefnir voru út á
plötu 1971 og síðan komu þrjár breið-
skífur, Living In The Material World
1973, Dark Horse 1974 og Extra
Texture 1975, fyrsta platan fín, önnur
slæm, hálfköruð, eins og hann hafi
ekki gefið sér tíma til að semja nóg af
lögum, og sú þriðja sundurlaus en þó
býsna góð. Það var reyndar galli á
Harrison alla tíð; hann gat samið lög
sem voru hreinustu perlur, en líka
talsvert af miðlungsefni – gaf sér
ekki alltaf nógan tíma til að safna í
sarpinn.
Dark Horse Records
Plöturnar sex sem hann gaf út hjá
eigin fyrirtæki, Dark Horse Records,
Thirty Three & 1/3, George Harri-
son, Somewhere in England, Gone
Troppo, Cloud Nine og Live in Jap-
an, hafa verið ófáanlegar árum sam-
an og einni plötu betur reyndar, því
The Best of Dark Horse (1976–1989),
sem kom út 1989, er forvitnileg fyrir
það að á henni voru aukalög sem
hvergi hafa komið út annars staðar.
Síðustu æviárin vann Harrison að
því að búa Dark Horse-plöturnar
undir endurútgáfu og fyrsti skammt-
ur er kassinn The Dark Horse Years,
1976–1992, sem kemur út á morgun,
en í honum eru plöturnar með mjög
endurbættum hljóm og aukalögum
nema tónleikaskífan. Í kassanum er
að auki DVD diskur. Plöturnar verða
gefnar út stakar fljótlega en DVD
diskurinn ekki.
Bæklingar í hverjum diski eru
mjög auknir með fáséðum myndum
og greinum eftir Harrison sjálfan, en
hann var einmitt að vinna að þessari
útgáfu síðustu æviárin, og með fylgir
bæklingur með lærðri grein eftir
rokksögufræðinginn David Fricke,
blaðamann Rolling Stone. Að auki er
með DVD-diskur með myndböndum
og tónleikaupptökum. Olivia Harr-
ison, eiginkona Harrisons, skrifar
líka sögu útgáfunnar og segir frá
merki hennar.
Thirty Three & 1/3 Fyrsta Dark
Horse platan. Kom út 1976. Harrison
stýrði sjálfur upptökum en ýmsir
voru honum til aðstoðar. Lagið This
Song náði talsverðum vinsældum en
á skífunni eru fleiri fín lög, til að
mynda Crackerbox Palace og It’s
What You Value.
George Harrison Einvalalið tónlist-
armanna kemur við sögu, þar á með-
al Eric
Clapton og
Steve
Winwood. Meðal laga voru
Your Love Is Forever, Here Comes
The Moon, Soft Touch og Not Guilty
sem samið var fyrir Hvíta albúmið
Bítlanna og tekið upp (í ótal útgáfum)
en komst ekki á plötuna þegar upp
var staðið. Kom út 1979.
Somewhere In England Morðið á
John Lennon hafði að vonum mikil
áhrif á Harrison og næstu árin fór
hann nánast ekkert á meðal manna.
Hann breytti laginu All Those Years
Ago, sem samið hafði verið fyrir
Ringo Starr, þannig að það fjallaði
um Lennon og fékk McCartney og
Starr til að spila með sér í því. Þó
Harrison hafi verið að gefa út á eigin
merki var það ekki nema á pappír-
unum því þegar hann skilaði plötunni
tilbúinni til útgáfunnar var henni
hafnað, hann þurfti að skipta út fjór-
um lögum og breyta umslaginu líka.
Kom út 1981. Í kassanum er upp-
runalegt umslag og þrjú laganna
týndu með sem aukalög.
Gone Troppo Þykir sísta plata
Harrisons, jafnvel lakari en Dark
Horse og var Harrison þó nánast
raddlaus þegar hann söng inn á þá
plötu. Kom út 1982.
Cloud Nine Harrison tók sér fimm
ára hlé frá plötuútgáfu og það skilaði
sér í fyrirtaks plötu, bestu plötu hans
frá All Things Must Pass. Skipti ef-
laust miklu að meðreiðarsveinn hans
við upptökurnar var hinn Bítlaóði
Jeff Lynne. Kom út 1987. Lögin Got
My Mind Set On You, When We Was
Fab og This Is Love fengu mikla spil-
un og platan seldist afskaplega vel.
Síðasta hljóðversplatan sem hann gaf
út sem sólólistamaður en hann átti
eftir að koma að The Traveling
Wilburys á næstu árum (Brainwas-
hed kom út að honum látnum).
Live in Japan Upptökur frá heims-
reisu Harrisons 1991. Hljómsveitin
var vel mönnuð, skipuð Eric Clapton,
Andy Fairweather Low og Chuck
Leavell. Prógrammið var skothelt og
greinilegt að menn voru að skemmta
sér, en Harrison var í sinni fyrstu
tónleikaferð í átján ár. Kom út 1992.
Fín tónleikaplata sem er í
tveimur útgáfum, venjulegum
víðómi og að auki 5.1 Surround
SACD.
Steinsteypukjólfötin
Næstu plötur sem Harrison kom
að voru tvær skífur með The Travel-
ing Wilburys, þar sem þeir Bob Dyl-
an, Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbi-
son og Tom Petty skemmtu sér með
því að fela sig á bak við hljómsveit-
arnafn og gefa út tónlist. Fyrsta
Wilburys-platan, Vol. 1, sem kom út
1988, var prýðileg, en eftir að Orbi-
son lést það ár má segja að gamanið
hafi farið úr sveitinni og næsta plata,
Vol. 2, sem kom út 1990, var öllu síðri.
Eftir að ævintýrinu með The Trav-
eling Wilburys lauk hafði Harrison
hægt um sig. Hann hafði reykt eins
og strompur frá unglingsaldri og það
kom honum í koll; hann greindist
með krabbamein í hálsi 1998 sem dró
hann til dauða á þremur árum. Ætt-
ingjar og vinir hans segja að hann
hafi ekki hræðst dauðann, hafi litið á
hann sem eðlilegan hluta af lífinu.
Hann eyddi síðustu árunum í að und-
irbúa útgáfuna á All Things Must
Pass og endurútgáfuna sem nú lítur
dagsins ljós, aukinheldur sem hann
nánast lauk við breiðskífuna Brain-
washed sem kom út eftir lát hans.
Fín Harrison-plata og ekki að
merkja á henni að hann hafi verið
banvænn er hún var tekin upp. Það
er helst að hann nefni það í stöku
textum og gerir meira að segja nett
gaman að öllu saman – í einu laginu
syngur hann um steinsteypukjólfötin
sín.
Þó The Dark Horse Years, 1976–
1992, segi ekki alla tónlistarsögu
George Harrisons, það er enn mikið
sem eftir er að gefa út aftur og sitt-
hvað forvitnilegt sem aldrei hefur
verið gefið út á löglegan hátt, gefur
kassinn góða mynd af mistækum
listamanni. Þegar hann var upp á sitt
besta hafði hann í fullu tré við þá
Lennon og McCartney og þó nokkuð
sé af miðlungslögum á plötunum þá
eru góðu stundirnar fleiri.
Mistækur listamaður
George Harrison vann
að því áður en hann lést
að endurútgefa plötur
sínar sem flestar voru
ófáanlegar. Árni Matth-
íasson segir frá Dark
Horse árum Harrisons.
arnim@mbl.is