Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ H veragerði hef- ur orð á sér fyrir að vera gróðursæll staður þar sem vaxa fögur blóm í gróður- húsum, greinar svigna undan tómötum og græn- metið sprettur í hlýjum jarðveg- inum. En það er ekki aðeins gróðurinn sem dafnar í Hveragerði, mannlífið er líka gróskumikið og fjölbreytt. Dvalarheimilið Ás býður t.d. upp á ýmsa athyglisverða möguleika hvað búsetu snertir, m.a. geta hjón fengið þar hjónaíbúðir með ým- iskonar þjónustu. „Sá búsetukostur hefur þá sér- stöðu að fólk býr svo sjálfstætt í sínum húsum að það verður varla vart við að það er komið inn á heil- brigðisstofnun, þó svo að það njóti allrar þjónustu, svo sem læknis- og hjúkrunarþjónustu, fæði, húsnæði, ræstingu, þvott á fatnaði, lyf, sjúkraflutning, sjúkraþjálfun, hár- greiðslu og fótsnyrtingu, dægra- dvöl og fleira,“ segir Ragnhildur meðan við örkum áleiðis að Ásum 7, þar sem þau Guðleifur og Ást- ríður búa. En geta allir fengið inn á Ási? „Til þess að fá vistun á Ási, hvort heldur er í hjúkrunarrými eða dvalarrými, þarf svokallað vistunarmat sem þjónustuhópar aldraðra í viðkomandi sveitarfélagi sjá um að útbúa,“ svarar Ragnhild- ur. Blaðamaður er kominn að Ási með það einkum fyrir augum að forvitnast um fyrrnefndar, hjóna- íbúðir sem hafa notið vaxandi vin- sælda. „Sem stendur eru sextán hjón skráð á biðlista hér, en það er aldrei að vita hversu langur bið- tíminn er. Þó svo að íbúð losni er ekki endilega víst að þau hjón sem eru framarlega á listanum séu tilbúin til að koma þá,“ segir Ragnhildur ennfremur. Bygging á hjónaíbúðum hófst 1965. Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri Grundar og Áss árin 1934 til 1994, hafði að sögn Ragnhildar óbilandi trú á Hveragerði fyrir starfsemi sem þessa og kom með mikilli vinnuhörku og útsjónarsemi upp þessum hjónaíbúðum. Dvalarheimilið Ás í Hveragerði tók til starfa 1952 og er það í eigu Grundar í Reykjavík en er rekið sem sjálfstæð eining. Nú eru að sögn Ragnhildar heimilismenn í Ási rúmlega 150 talsins. Vistarver- ur eru 15 hjónaíbúðir, 15 einstak- lingsíbúðir og sambýli, þ.e. hús með herbergjum og sameiginlegu eldhúsi, stofu og baðherbergi. Einnig er hjúkrunardeild starf- rækt og búa þar 26 einstaklingar. „Strax þegar hjúkrunardeildin var í byggingu jókst aðsóknin mjög að Ási, þá sá fólk fram á áframhaldandi þjónustu, þótt heils- an bilaði,“ segir Ragnhildur. Greidd eru daggjöld sem ákveð- in eru af heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og koma greiðsl- urnar frá Tryggingastofnun ríksins, en hafi einstaklingar tekjur sem eru hærri en um 45 þúsund krónur á mánuði greiðir Tryggingastofnun ekki fullt gjald til heimilsins heldur greiðir ein- staklingurinn þá mismuninn. „Það er sem kunnugt er æði misjafnt hvað hver einstaklingur hefur í tekjur, t.d. lífeyrissjóðs- tekjur,“ bætir Ragnhildur við. En hvað gerist ef annað hjónanna fellur frá – heldur þá hitt íbúðinni áfram? segir blaðamaður. „Við fráfall maka fær sá sem eft- ir lifir að búa áfram í hjónaíbúð- inni þar til hentugt húsnæði á dvalarheimilinu finnst. Sá biðtími hefur verið allt frá einum mánuði upp í sex mánuði,“ svarar Ragn- hildur. Hafði í bakþankanum að flytja í Ás Við erum nú komin að dyrunum hjá þeim Guðleifi og Ástríði og ætlum að fá að skoða hjónaíbúðina þeirra og heyra ofan í þau hvernig þeim líki þar vistin eftir það hálfa ár sem þau hafa búið í Ási. „Ég var satt að segja búinn að hafa lengi í bakþankanum að flytja í hús sem aldraðir eiga kost á hér hjá Ási áður en ég lét til skarar skríða,“ segir Guðleifur Sigurjóns- son og fylgir okkur um húsið. Það er satt að segja harla glæsi- legt um að litast í stofu þeirra hjóna og ekki er lengi verið að hafa til kaffi í notalegu eldhúsinu, þar sem greinilega er allt til alls. „Hádegismatinn borðum við á dvalarheimilinu, það er hiti í stétt- unum svo ekki er hætt á að við dettum á leiðinni í matinn. Svo sækjum við okkur kaffi, mjólk, brauð, álegg og ávexti á dvalar- heimilið til þess að hafa í morg- unmat og síðdegiskaffi. Ég var talsvert lengi að venjast því að þurfa ekki að kaupa í matinn og elda að staðaldri, mér fannst það skrítið,“ segir Ástríður þegar hún hellir kaffi í bollana fyrir okkur Ragnhildi. Þau Ástríður og Guðleifur kynntust fyrir röskum fimmtíu ár- um í Ölfusinu og bjuggu nokkur ár í Hveragerði á sínum fyrstu bú- skaparárum svo nú eru þau komin á fornar slóðir á ný og una að eigin sögn hag sínum einkar vel. „Ég er raunar Keflvíkingur í húð og hár, fólkið mitt kom þangað 1860, móðurætt mín er í framætt úr Árnes-, Rangárvalla- og Skafta- fellssýslu en föðurættin er af Snæ- fellsnesi,“ segir Guðleifur. Það er ekki komið að tómum kofunum hjá honum hvað ættfræð- ina snertir. Þegar hann fylgir okk- ur þessu næst inn í gestaherbergi blasa við okkur ættfræðibækur í mörgum hillum. „Ég hef lagt þetta herbergi und- ir mig fyrir ættfræðigrúskið og mér endist varla dagurinn, svo mikið hef ég að gera við þessa iðju,“ segir hann og sækir úr hillu bækur um ættir Keflvíkinga í þremur bindum sem hann á mikið efni í, sem og bæklinga sem hann hefur sett saman um ættir sínar og konu sinnar. Á meðan situr kona hans og prjónar hvíta peysu og hefur sig lítt í frammi, segir mér þó þegar við komum til baka að hún fái garnið ódýrt í handavinnudeildinni hjá Ási. En það var eins og gerist tilvilj- unin einber sem leiddi þau Guðleif og Ástríði saman hér um árið. „Hingað austur kom ég sem ungur maður vegna þess að félagi minn hafði ráðið sig í kaupavinnu að Egilsstöðum í Arnarbælishverfi í Ölfusi en fékk pláss á síldveiðibát fyrir norðan og bað mig að fara í sinn stað í kaupavinnuna. Ég ætlaði að vera í tæpa tvo mánuði hér eystra en var í tíu ár,“ segir Guðleifur. „Ég fékk löngun til þess að búa í sveit í kaupamennskunni og sótti um á Hvanneyri en fékk það svar að ég væri velkominn þangað eftir að hafa verið ársmaður í sveit. Þá réð ég mig í Auðsholt þar skammt frá og í Auðsholtshjáleigu var Ásta heimasæta. Þetta var árið 1953 og við vorum rösklega tvítug. Það endaði með að ég fór aldrei á bún- aðarskólann á Hvanneyri. Þess í stað fluttum við Ásta til Hafn- arfjarðar þar sem ég vann við vél- smíði skamman tíma. Þegar ég var strákur var ég oft í heimsókn hjá frændfólki mínu þar í bæ og kannski vegna þess fannst mér ég alltaf vera gestur í Hafnarfirði. Þegar ég sá auglýst í Hafnarfjarð- arblaðinu eftir aðstoðarmanni við gróðrarstöð Hafnarfjarðarbæjar í Krýsuvík sótti ég um og fékk starfið. Þetta var árið 1957. Eftir eitt ár í garðyrkjunni fluttumst við í Ölfusið til tengdaföður míns og ætluðum í búskap en garðyrkjan varð yfisterkari og ég réði mig til Jóns Björnssonar landslagsarki- tekts sem þá var með garðyrkju- stöð í Hveragerði. Svo var það eitt sinn að ég fékk að fljóta með á fyrirlestur hjá Breinholt Nielsen, dönskum pró- fessor í Garðyrkjuskólanum. Þetta varð kveikjan að því að mig lang- Ásar 7, heimili þeirra Guðleifs og Ástríðar. Hjónahúsin í Ási Hjónahúsin í Ási í Hveragerði voru hið „fyrirheitna land“ í huga Guðleifs Sig- urjónssonar, sem býr í einu slíku með konu sinni Ástríði Hjart- ardóttur. Guðrún Guð- laugsdóttir heimsótti þau ásamt Ragnhildi Hjartardóttur hjúkr- unarframkvæmda- stjóra, sem gaf jafn- framt ýmsar upplýsingar um þennan búsetukost. Ma llorc a 34.142kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 41.730 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Po rtúg al 38.270kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Krít 48.230kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 59.020 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Skala, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Co sta del Sol 53.942kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 67.830 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur á St. Clara, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Be nid orm 35.942kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.