Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 30

Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 30
30 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALLS freistuðu á þriðja þúsund manns gæfunnar í sms-leik Lauga sem lauk um síðustu mánaðamót. Í vinning voru; tvö árskort í Bað- stofu og heilsurækt Lauga, þrjú árskort í heilsurækt ásamt fjölda vinninga í nudd- og snyrtistofuna Laugar–Spa, Laugar Café, hár- greiðslustofu Punk og Fitness Sport. Guðrún Daníelsdóttir hjúkr- unarfræðingur vann árskort í tví- gang með aðstoð sonar síns, Sindra Snæs Harðarsonar. Guðrún hafði horft löngunar- augum til Lauga frá því að stöðin var opnuð, og þá sérstaklega til Baðstofunnar og ákvað að taka þátt í sms-leiknum þegar hún sá auglýsinguna um leikinn og bað son sinn að aðstoða sig að senda sms-skeytið og um hæl var hún búin að eignast árskort í heilsu- rækt. En hún lét ekki deigan síga og fékk soninn sér aftur til að- stoðar því að draumurinn var að eignast árskort í Baðstofuna og heppnin lék við hana aftur og hreppti hún draumakortið en mörg hundruð manns höfðu tekið þátt í leiknum í millitíðinni, segir í fréttatilkynningu. Hafdís Jónsdóttir afhendir tveimur heppnum vinningshöfum árskort í Bað- stofu og heilsurækt Lauga. Vann í tvígang árs- kort í Laugar FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ harm- ar þá skoðun sem fram kemur í um- mælum landbúnaðarráðherra um að ekki skuli notast við ódýrt vinnuafl og tækni í landbúnaðarstörfum. Telur félagið að ummælin beri vott um „aft- urhaldssemi og vilja til að halda bændum í viðjum þess kerfis sem er þeim mjög íþyngjandi,“ segir í álykt- un sem borist hefur Morgunblaðinu. Þar segir einnig: „Réttara væri að stefna að frelsi en auknum höftum í landbúnaðarmálum. Horfið hefur verið frá haftastefnu á ýmsum sviðum með góðum árangri og ætti sá árangur að gefa vísbend- ingu um hvað reynist best við skipu- lagningu vinnunnar. Bændur hér á landi hafa í auknum mæli tekið nýja tækni í sína þjónustu og því ber að fagna. Bætt framleiðni og hagræðing er það sem eykur hag bænda, neyt- enda og annarra sem landið byggja. Með hagræðingu í rekstri gefst bændum færi á að nota tíma sinn í sköpun meiri verðmæta og ná því betri útkomu þegar á heildina er litið. Það er ekki yfirvalda að ákveða hvaða form rekstrar sé best. Eigend- ur framleiðslutækjanna og fjár- magnsins eiga að ákveða það, því þeir hafa mestar upplýsingar um hvað best sé að gera. Þeir eru líklegastir til að komast næst réttri niðurstöðu.“ Harmar skoð- un landbún- aðarráðherra Frjálshyggjufélagið VINNUEFTIRLITIÐ hefur sett á heimasíðu sína, www.vinnueftirlit.is, upplýsingasíðu um persónuhlífar. Með persónuhlífum er m.a. átt við öryggishjálma, heyrnarhlífar, ör- yggisskó, hlífðarhanska, fallvarnar- búnað, öndunarfærahlífar og endur- skins- og hlífðarfatnað. Á síðunni er fróðleikur fyrir framleiðendur, selj- endur og kaupendur persónuhlífa. Auk þessa er algengum spurning- um svarað á síðunni og einnig er unnt að senda inn fyrirspurnir. Markmiðið með síðunni er að framleiðendur, seljendur og kaup- endur geti greiðlega fengið upplýs- ingar um þær kröfur sem gilda um framleiðslu, merkingar og markaðs- setningu persónuhlífa, svo og upp- lýsingar um notkunarleiðbeiningar sem persónuhlífum eiga að fylgja á íslensku Á síðunni er jafnframt gátlisti sem getur reynst gagnlegur við kaup, sölu og val á persónuhlífum. Upplýsingar um persónu- hlífar á Netinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.