Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 34

Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar í tónleikaröð Langholts-kirkju, Blómin úr garðinum, verða ídag kl. 17. Það er sópransöngkonanUnnur Astrid Wilhelmsen sem syng- ur. Með henni leikur Ólafur Vignir Albertsson á píanó og Jón Stefánsson leikur á orgel í tveim aríum, að auki orgelverk milli efn- isflokka. Tónleikaröðin er skipulögð af Kór Langholtskirkju í tilefni 50 ára afmælis kórs- ins. Þar koma fram söngvarar sem hafa sungið með kórnum og stigið sín fyrstu skref á ein- söngsbrautinni með honum. Á efnisskránni eru m.a. aríur eftir Pergolesi, Haydn, Verdi og Dvorák. Þá syngur hún sex ljóð úr ljóðaflokknum „Haugtussa“ eftir Grieg og lög eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kalda- lóns, Sigurð Þórðarson og Sveinbjörn Svein- björnsson. Unnur Astrid býr í Köln í Þýskalandi með manni sínum, Kolbeini Ketilssyni söngvara, og hefur getið sér gott orð sem söngkona. „Já, ég er komin hingað heim sérstaklega til að syngja á tónleikum þar sem minn gamli kór fagnar nú 50 ára afmæli sínu,“ segir Unnur Astrid. Hún er fædd og uppalin í Drammen í Noregi en á einnig rætur sínar á Vestfjörðum þaðan sem móðir hennar, Sigríður Guðmundsdóttir, er ættuð. En hvernig stóð á því að hún fór í Kór Langholtskirkju? „Ég stundaði nám í tónlistarfræði við Há- skólann í Ósló árið 1987 og fór í stutta heim- sókn til afa míns á Íslandi þetta árið. Ekki ór- aði mig fyrir því að þar með væru örlög mín ráðin. Tveimur dögum áður en ég ætlaði að snúa heim til Noregs hitti ég Garðar Cortes og Jón Stefánsson og má segja að þeir hafi platað mig á söngbrautina. Á einum degi ákvað ég að fara í Söngskólann í Reykjavík til Garðars og í Kór Langholtskirkju til Jóns. Þar með var ten- ingunum kastað og ég fór ekki til Noregs í þetta sinn. Ég var hér í einn vetur og lærði söng hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söng- skólanum. Garðar gerði mér kleift að vera í skólanum og hjálpaði mér á margan hátt. Ég er þeim afar þakklát. Þennan sama vetur fór ég á námskeið í Íslensku óperunni hjá prófess- or Helene Carusso frá Tónlistarháskólanum í Vín. Þar var öðrum örlagasteini kastað því þar hitti ég manninn minn, Kolbein, sem kom til að hlusta á mig syngja. Er það ekki svolítið væm- ið að hitta manninn sinn í óperunni?“ spyr Unnur og skellihlær. „Síðar fór ég í framhalds- nám til Helene í Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Þar lauk ég mínu fyrsta diplomaprófi.“ Síðar stundaði hún nám í ljóða- og óratóríu- deild skólans og svo í óperudeildinni og út- skrifaðist þaðan með einsöngvara- og magist- ersgráðu. Unnur hefur sungið á ótal Vínar- og óperettutónleikum og árið 1995 var hún meðal aðalverðlaunahafa í hinni alþjóðlegu óperettu- söngkeppni IKND í Austurríki. Unnur hefur aldrei haldið einsöngstónleika á Íslandi en hún starfar aðallega á Ítalíu. „Ég hef verið að syngja sl. 10 ár en aldrei haldið einsöngs- tónleika hér heima. Þess vegna eru þessir tónleikar meira spennandi fyrir mig heldur en margt annað sem ég hef gert, þó það hafi verið erfiðara. Það er svo gefandi að syngja fyrir fólk sem maður þekkir og ég hlakka mikið til. Meðan ég var að læra hér heima söng ég einu sinni með Jónasi Ingimundarsyni í Gerðubergi. Árið 2000 var ég einsöngvari með kvennahljómsveitinni Wiener Opernball Damenensemble sem ég bauð hingað til lands og héldum við tónleika m.a. í Íslensku óperunni. Við höfum haldið hljómleika saman víða um Evrópu, en þó sér- staklega á Ítalíu.“ En hvað ætlar þú að leyfa fólki að heyra í dag? „Mér fannst náttúrulega tilvalið að flytja verk eftir Edward Grieg á þessum tónleikum en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Og af því að það er svo frábært orgel hér í kirkjunni bað ég Jón að leika með mér í nokkrum lögum eftir Haydn og Pergolesi og svo ætla ég að flytja nokkur íslensk lög sem mér þykja svo falleg, t.d. Draumalandið, Betlikerlinguna og Sprett. Þessi tvö síðustu eru ekki oft sungin af konu og mér fannst alveg tilvalið að reyna við þau. Ég þori kannski að leggja í þau þar sem ég er ekki alíslensk og ekki mjög bundin af hefðinni,“ segir hún kankvís. „Þegar mér var boðið að syngja í þessari tónleikaröð datt mér strax í hug að tala við Ólaf Vigni. Hann þekki ég frá því ég var í Söngskólanum, þar lék hann alltaf undir í ljóðadeildinni. Það er ofsalega gaman að syngja aftur með hann sér við hlið. Hann er mjög fær píanóleikari, svo jákvæður og léttur. Svo lýk ég tónleikunum á nokkrum aríum eftir Verdi og Dvorák.“ Syngur með Kór Langholtskirkju í haust Í haust kemur Unnur aftur í Langholts- kirkju því hún mun fara með hlutverk dóttur álfakóngsins í óperunni „Elverskud“ (Ólafur Liljurós) eftir N. Gade með Kór Langholts- kirkju. „Þá verður gaman að hitta minn gamla kór og ekki síður hlakka ég til að syngja með jafnfrábærum stjórnanda og Jón er. Hann fær fólk til að gleðjast í söngnum og fær út úr fólki meira en það ímyndar sér að það eigi til. Mig langar að koma hingað heim á næsta ári með píanóleikara með mér og halda þá nokkra tón- leika úti á landi.“ Á næstunni mun Unnur halda tónleika víða í Noregi og á Ítalíu. Örlögin réðust á einni kvöldstund Morgunblaðið/Eggert Unnur Astrid Wilhelmsen æfir ásamt Jóni Stefánssyni orgelleikara. helgag@mbl.is Sópransöngkonan Unnur Astrid Wilhelmsen syngur á tónleikum í Langholtskirkju Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Ak-ureyrarkirkju kl. 16 í dag, sunnudag. Hljómsveitin erað þessu sinni eingöngu skipuð strengjaleikurum, enflutt verða þrjú verk; Holbergssvíta fyrir strengja- sveit eftir Edvard Grieg, Básúnukonsertína eftir Lars-Erik Larsson og serenaða fyrir strengjasveit eftir Antonin Dvorák. Stjórnandi er sem fyrr Guðmundur Óli Gunnarsson. Þetta eru lokatónleikar hljómsveitarinnar á þessum vetri, en hún mun í sumar taka þátt í tónlistarhátíð í Mývatnssveit og flytja þar Sköpunina eftir Haydn. Einleikari með hljómsveitinni að þessu sinni er Kaldo Kiis básúnuleikari. Hann er frá Eistlandi en hefur búið á Íslandi í tæp sex ár, flutti ásamt fjölskyldu að Laugum í Reykjadal haustið 1998. Kaldo starfar sem skólastjóri Tónlistarskólans á Laugum, en hann hefur einnig kennt á Húsavík, í Mývatnssveit og á Akureyri og kennir bæði á blásturshljóðfæri og píanó. Þá er hann organisti við Einarsstaðakirkju og stjórnar Lúðrasveit Þingeyjarsýslu. Í henni eru m.a. börn frá Laugum og úr Hafra- lækjarskóla en einnig nokkrir, bæði börn og fullorðnir, frá Húsavík. „Við ætlum að leggja land undir fót í sumar og halda á heimaslóðir mínar í Eistlandi, en við munum taka þátt í risa- sönghátíð sem haldin hefur verið í Tallinn í um 130 ár,“ sagði Kaldo. Hann sagði þessa tónleikahátíð hafa mikið gildi fyrir Eistlendinga, í raun hafa haldið lífi í tungumáli og menningu þjóðarinnar á þeim tíma sem Rússar réðu lögum og lofum í landinu. „Þessi tónlistarhátíð hefur mikila þýðingu fyrir þjóðina og það verður gaman að taka þátt í henni í sumar, ég held að það verði mjög gaman að fara þarna út með Íslendinga og leyfa þeim að fylgjast með,“ sagði Kaldo, en um 24 þúsund manns munu taka þátt í hátíðinni sem stendur yfir dagana 2. til 4. júlí. Kaldo lék um átta ára skeið með Sinfóníuhljómsveit Eist- lands og Þjóðaróperunni í Tallinn áður en hann flutti til Íslands. Auk þess lék hann með ýmsum hljómsveitum öðrum. „Ég frétti eiginlega alveg óvart af þessu starfi hér á Íslandi. Landi minn hafði áður gegnt starfinu og ég frétti af því að það væri laust. Ég var í raun ekki lengi að ákveða mig þegar mér stóð til boða að taka við starfi hans. Var búinn að fá nóg af því að búa í erl- inum sem fylgir stórborgarlífinu, þreyttur á stöðugum þeyt- ingi,“ sagði hann. „Það var gott að koma hingað, róandi, hér er mikil friður og ró og það er það sem skiptir mestu í lífinu, að búa í rólegu og góðu umhverfi.“ Hann sagði tónlistarlífið fjölbreytt þrátt fyrir fámennið og sem dæmi eru nær allir nemendur grunnskólans við nám í tón- listarskólanum. „Þarna er mikill áhugi fyrir tónlist,“ sagði Kaldo. Eiginkona hans er djasssöngkona og kennir einnig fyrir austan, á Laugum og Húsavík. Kaldo hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands allt frá því hann kom til landsins, „ég hef verið með þegar vantar básúnuleikara, en nú gefst mér færi á að leika einleik með hljómsveitinni og það er mjög skemmtilegt“, sagði hann. Verkið valdi hann sjálfur, en það er eftir sænska tónskáldið Lars-Erik Larsson og er kafli úr Tólf konsertínum, þ.e. básúnuhluti verks- ins. „Ég er ekki sérlega hrifinn af nútímatónlist, er meira fyrir klassíkina, en það er bara ekki mikið um básúnuverk í sígildu tónlistinni, þannig að ég valdi þetta verk. Það er bæði gott og fallegt,“ sagði hann og bætti við að það væri heldur ekki langt, tæki 12 mínútur í flutningi. „En það er töluvert mikil vinna lögð í þessar mínútur, mikill undirbúningur að baki, þótt ekki taki langan tíma að leika verkið.“ Larsson samdi verkið þegar hon- um var falið að hafa eftirlit með nokkrum áhugamanna- hljómsveitum sem nutu ríkisstyrkja, en um er að ræða tólf lítil einleiksverk fyrir jafn mörg hljóðfæri og Kaldo mun leika bás- únukonsertínuna á tónleikunum á morgun. Hvert verk um sig er bæði tæknilega og listrænt mjög krefjandi, en þessi verk hafa notið vinsælda alla tíð. „Það er afar þýðingarmikið fyrir tónlistarmenn að hafa hér starfandi sinfóníuhljómsveit, þannig fáum við tækifæri til að taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum og auðga um leið tónlistarlíf á svæðinu,“ sagði Kaldo, en hann gat þess að hljómsveitin væri alltaf að verða betri og betri, „hún hefur tekið miklum framförum frá því ég heyrði í henni fyrst“, sagði hann. Sveitin hefur tekið miklum framförum Gestir á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fá að heyra öflugan básúnuhljóm á tónleikunum í dag. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við ein- leikarann, Kaldo Kiis, sem er frá Eistlandi en býr á Laugum í Reykjadal. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eistinn Kaldo Kiis, básúnuleikari búsettur á Laugum, er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.