Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 6. mars 1994: „Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráð- herra, lagði fram á ríkisstjórn- arfundi í fyrradag frumvarp um niðurfellingu laga um flutningsjöfnunarsjóð og inn- kaupajöfnun olíu og benzíns. Ríkisstjórnin samþykkti að leggja frumvarpið fyrir þing- flokka stjórnarflokkanna. Hér er hreyft mikilsverðu máli, sem m.a. var til umfjöll- unar hér í Morgunblaðinu fyr- ir skömmu. Það kerfi, sem nú ríkir, hefur það m.a. í för með sér, að olíufélag getur haft meiri tekjur af því að flytja olíu langar leiðir en að selja hana! Þar að auki hefur þetta kerfi áreiðanlega þýtt hærra olíuverð mjög víða en ella hefði orðið. Forstjórar tveggja olíufélaga af þremur hafa mjög hvatt til þess, að flutningsjöfnun verði afnumin og bent á, að kerfið kæmi í veg fyrir eðlilega samkeppni á milli félaganna. Viðskiptaráðherra lýsti af- leiðingum þessa jöfn- unarkerfis m.a. á þennan veg í samtali við Morgunblaðið í gær: „Nú hefur komið í ljós, að þetta stendur meðal annars í vegi fyrir viðskiptum okkar við skip, sem koma hingað til lands að landa afla og til við- gerða. Vegna hás olíuverðs, sem af þessu leiðir, þýðir það að þessi skip skipta ekki við okkur um olíuvörur heldur sigla héðan eftir landanir til hafna í Noregi eða í nærliggj- andi löndum, þar sem þau fá olíuna á miklu lægra verði. “ . . . . . . . . . . 7. mars 1984: „Rúmum tveim- ur mánuðum eftir að alþingi afgreiddi fjárlög fyrir árið 1984 sem meðal annars var lýst þannig hér á þessum stað að þau væru til fyrirmyndar vegna þess hve raunhæf þau væru kemur í ljós að tæplega tveggja milljarða króna gat er á fjárlögunum. Það vantar sem sé um tvo milljarða króna til þess að endar nái saman hjá ríkissjóði, sú fjárhæð svar- ar til rúmlega 10% af nið- urstöðutölum fjárlaga. Allt er á huldu um hvernig á þessum vanda verður gripið sem sýn- ist hafa komið ráðherrum og þingmönnum í opna skjöldu. Í Bandaríkjunum glíma stjórnvöld við mikinn halla á ríkissjóði og var ritað um hann í vikuritinu Time fyrir skömmu. Hófst sú frásögn með þessari sögu: Þegar Lúð- vík 16. var við völd í Frakk- landi á Maria Antoinette einu sinni að hafa spurt fjár- málaráðherrann: „Hvað ætlið þér að gera við gatið á rík- issjóði, ráðherra?“ Og hann svaraði: „Ekkert, það er of stórt.“ . . . . . . . . . . 7. mars 1974: „Eins og menn minnast, skoraði fram- kvæmdastjórn Framsókn- arflokksins á fólk að skrifa ekki undir áskorunarskjöl „Varins lands“. Að vísu var sú samþykkt gerð með naumum meirihluta í framkvæmda- stjórninni, en engu að síður var þar mörkuð stefna með lögmætum hætti. Þrátt fyrir þessa áskorun skrifuðu marg- ir framsóknarmenn undir og sumir beittu sér við undir- skriftasöfnun, en að sjálfsögðu var áskorun þessi þó til þess fallin að draga úr árangri und- irskriftasöfnunarinnar. En þrátt fyrir það, að forusta ann- ars stærsta stjórnmálaflokks- ins skoraði á menn að rita ekki undir áskrifendaskjölin, varð árangurinn svo glæsilegur að meira en helmingur kosn- ingabærra manna í landinu hefur skrifað undir. “ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. R ögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari, sem lést fyrir skömmu, var án efa ein- hver merkasti tónlistar- maður tuttugustu aldar á Íslandi, enda brautryðj- andi á sviði píanóleiks um áratugaskeið eftir að hafa aflað sér menntunar víða um heim, ungur að aldri. Sem tónlistarkennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og síðar yfirkennari fram- haldsdeildar píanódeildar skólans á árunum 1945 til 1986 hafði hann mjög mótandi áhrif á þá fjölmörgu píanóleikara er lærðu undir hans handleiðslu og nú setja svip sinn á tónlistarlíf hér á landi. Rögnvaldur, sem fæddist árið 1918, lauk píanónámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1937. Eftir það dvaldi hann í París í tvö ár, við frekara nám í píanóleik hjá M. Ciampi. Á árunum 1942 til ’45 var hann í New York og lærði hjá Sascha Gorodnitzki, auk þess að ljúka prófi í hljómsveitarútsetningum við hinn virta tónlistarskóla Juilliard School of Music, árið 1944. Saga Rögnvalds er samofin þróun íslensks tónlistarlífs og þeirra ótrúlegu framfara sem orðið hafa frá því í kreppu síðustu aldar fram til dagsins í dag, þegar atvinnumenn skipa hvert rúm í öflugu tónlistarlífi. Það var þó ein- ungis fyrir fórnfýsi og einurð ýmissa frum- kvöðla að þessum framförum var ýtt úr vör. Í bók Guðrúnar Egilsonar, „Spilað og spaugað, Rögnvaldur Sigurjónsson leikur af fingrum fram“, segir Rögnvaldur frá því að heimkoma Árna Kristjánssonar píanóleikara árið 1933 hafi valdið straumhvörfum í námi hans. Undir handleiðslu Árna tók Rögnvaldur miklum fram- förum; „nú fór fyrst að vera eitthvert vit í þessu hjá mér“, segir hann. Rögnvaldur lýsir því einnig í bókinni hversu slæmt það var fyrir hann og aðra tónlistarnema á þessum tíma hversu „bærinn var venjulega tómur af öllu því, sem hét músík“. Góðir tónleikar urðu honum því mjög eftirminnilegir og nefnir hann sér- staklega tónleika með Árna og síðan orgeltón- leika þar sem Páll Ísólfsson lék í Dómkirkj- unni. Hann minnist einnig Sigfúsar Einarssonar, prófdómara síns á lokaprófi frá Tónlistarskólanum, og segir menn sem sömdu tónlist á þessum árum hafa átt erfitt upp- dráttar þar sem engin hljómsveit var í landinu. Rögnvaldur finnur þó jákvæðan flöt á vanda þessara tónskálda og segir að fyrir bragðið komi „hæfileikar þessara manna einkum fram í stuttum og einföldum sönglögum, sem eru sum svo falleg, að þjóðin hefur drukkið þau í sig, og þau munu áreiðanlega varðveitast um ókomin ár, eins og allt annað sem kalla má sanna list“. Í þessum endurminningum sínum lætur Rögn- valdur heldur ekki undir höfuð leggjast að minnast erlendra tónlistarmanna sem hér létu til sín taka; dr. Victors Urbancic, dr. Heinz Edelstein og dr. Róberts Abrahams Ottósson- ar. Víst er að Rögnvaldur Sigurjónsson átti mikla möguleika á að skapa sér nafn fyrir pí- anóleik sinn erlendis. Frægur er dómur sem hinn virti tónlistargagnrýnandi Glenn Dillard Gunn skrifaði um tónleika hans í blaðið Times Herald í Washington í Bandaríkjunum árið 1945. Í þýðingu Morgunblaðsins á dómnum, er birtist 23. júní sama ár, segir m.a.: „Þessi ungi píanóleikari hefur gífurlegt vald yfir nótnaborði slaghörpunnar. Hann hefur geysikraftmikinn tón og á samt yfir mikilli mýkt að búa. Hann þekkir margar listastefnur og virðist einkum geðfellt að leika hina glæsilegu kafla Prokof- ieffs.“ En Rögnvaldur ákvað, þrátt fyrir að fé og frami virtist bíða hans í Ameríku, að snúa heim til Íslands, ásamt eiginkonu sinni Helgu Egilson og ungum syni þeirra. „Ég gat ekki endalaust látið fólk styrkja mig fjárhagslega, og ég varð að fara heim og sýna hvað ég hafði lært,“ segir hann í „Spilað og spaugað“. Síðustu orð þeirra bókar eru: „En sú spurning verður oft anzi áleitin, hvað hefði gerzt, ef ég hefði haldið áfram í Ameríku. Hefði ég náð lengra og ef til vill fengið þá fullnægingu í listinni, sem mig þyrsti eftir? Hefði ég getað miðlað gim- steinum píanóbókmenntanna betur og víðar en mér hefur tekizt? Ég veit, að það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Maður verður bara argur út af því. En samt …“ Þakkarskuld íslensks tónlistarlífs við menn á borð við Rögnvald Sigurjónsson er mikil, því án vilja þeirra til að snúa heim hefði sú öra þróun sem nú sér stað ekki orðið að veruleika. Rögn- valdi tókst að „miðla gimsteinum píanóbók- menntanna“ til landa sinna með ógleyman- legum hætti, bæði í gegnum list sína og önnur störf á sviði kennslu og menningarmála. Eng- um sem á hafa hlýtt gleymast heldur þættir hans í Ríkisútvarpinu „Túlkun í tónlist“ sem urðu eitt vinsælasta útvarpsefni sem unnið hef- ur verið á Íslandi. Morgunblaðið vottar minn- ingu Rögnvaldar Sigurjónssonar virðingu sína og sendir sonum þeirra Helgu, Geir og Þór, samúðarkveðjur. Sameiginleg saga Á ráðstefnu, sem dönsk og íslenzk stjórnvöld héldu í sameiningu í Kaup- mannahöfn í gær, föstudag, til að minnast 100 ára afmælis heimastjórnar á Íslandi, kom skýrt fram að Íslendingar og Danir eiga mikla og merkilega sameiginlega sögu. Þjóðirnar bjuggu enda í sama ríki um meira en fimm alda skeið. Kirsten Hastrup, prófessor í mannfræði við Kaupmannahafnarháskóla, orðaði það svo að ekki væri hægt að skilja íslenzka sögu nema setja hana í samhengi við danska. Samfélagið við Ísland og íslenzka menningu væri líka mik- ilvægt fyrir sjálfsskilning Dana. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, orðaði sömu hugsun með öðrum hætti þegar hann sagði að þegar menn vildu skyggnast um íslenzka sögu hlytu menn að fara upp á þann hól, þar sem þeir sæju líka til sögu Danmerkur. Sameiginleg saga Íslands og Danmerkur ber þess auðvitað merki að þjóðirnar voru ekki jafnsettar þótt þær heyrðu undir sömu stjórn; Danir voru herraþjóðin, Íslendingar byggðu hjálenduna. Hún litast sömuleiðis af því að frá því á fyrri hluta nítjándu aldar og allt fram til 1918 stóðu þjóðirnar í miklum deilum um það hvernig stjórnskipulegu sambandi þeirra skyldi háttað. Íslendingar vildu aukna sjálfstjórn en Danir streittust á móti. Íslendingar höfðu sigur í þeirri baráttu, en það er samt ekki hægt að orða það svo að Danir hafi tapað henni. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók svo til orða á ráðstefnunni að heimastjórnin 1904 hefði verið sigur heilbrigðrar skynsemi. Hún var líka sigur þeirra hugmynda, sem voru að byrja að ryðja sér til rúms á þessum tíma. Anders Fogh Rasmussen, starfsbróðir Dav- íðs, viðurkenndi að samningaviðræður landanna hefðu tekið of langan tíma og verið of erfiðar, en benti réttilega á að sögulega atburði yrði að skoða í ljósi samtíðar þeirra. Sjálfstjórn smá- þjóða átti einfaldlega ekki upp á pallborðið á nítjándu öld. Hugmyndir um sjálfsákvörðunar- rétt þjóða öðluðust í raun ekki alþjóðlega við- urkenningu fyrr en í lok fyrri heimsstyrjald- arinnar, og þá féllust Danir líka á að Ísland yrði fullvalda ríki, enda gerðu þeir þá sjálfir kröfu um að fá dönskumælandi hluta Slésvíkur aftur frá Þýzkalandi með vísan til raka um sjálfsákvörðunarrétt. Lagaprófessorinn Henrik Zahle hélt athygl- isvert erindi á ráðstefnunni, þar sem hann benti á að það væri í raun merkingarlaust nú, öld eftir að Ísland fékk heimastjórn, að velta því fyrir sér hvort Danir hefðu breytt rétt gagnvart Íslendingum. „Það, sem hefur merk- ingu, er að tala um hvernig við viljum að sam- skipti okkar séu í dag,“ sagði Zahle og hitti þar naglann á höfuðið. Það er full ástæða til að gefa gaum að þessum orðum. Mörgu neikvæðu hefur löngum verið haldið á lofti úr sameiginlegri sögu Íslands og Dan- merkur. Einokunarverzlun og maðkað mjöl, ill meðferð á almúgafólki, sem oft var refsað harð- lega fyrir litlar sakir, íslenzkar kirkjuklukkur bræddar upp í dönsk hallarþök – allt eru þetta kunnugleg minni. En þegar þetta er skoðað í ljósi sinnar samtíðar rennur auðvitað upp fyrir fólki, að verzlunarhöft af ýmsu tagi, arðrán og ill meðferð á bændaalmúganum viðgekkst um alla Evrópu á öldum áður, sama hvers lenzkur furstinn eða kóngurinn var, sem réð á viðkom- andi landsvæði. Að gera Dönum upp einhverja sérstaka mannvonzku í garð Íslendinga er ekki sanngjarnt, enda eiga Íslendingar löngu að hafa tekið út þann þroska að hætta slíku. Þvert á móti má segja að Danir hafi verið óvenjulega mild herraþjóð, ef horft er til þess hvernig mörg evrópsku nýlenduveldin komu fram við þegna sína. Danir gerðu ekki alvar- legar tilraunir til að þröngva tungu sinni og menningu upp á Íslendinga nauðuga, heldur báru fremur virðingu fyrir íslenzkri menningu, ekki sízt miðaldabókmenntunum. Það var þann- ig danskur maður, Rasmus Christian Rask, sem vann mikilvægt starf, sem margir telja að hafi orðið íslenzkri tungu til bjargar. Dönsk stjórnvöld beittu sér fyrir ýmsum umbótum á Íslandi, bæði í atvinnulífi og löggjöf. Síðast en ekki sízt bárust alþjóðlegir menningar- og hug- myndastraumar til Íslands um Danmörku, þar VIRKT AÐHALD NEYTENDA Eins og tæpast hefur fariðframhjá nokkrum, hefurgengi Bandaríkjadals lækkað mjög gagnvart krónunni síðustu mánuði. Mörgum finnst þó sem sú lækkun hafi ekki komið íslenskum neytendum til góða með nægilega skýrum hætti, þó reyndar megi merkja lækkun í verði á bandarísk- um jeppum. Misbrestur virðist vera á því að lækkun bandaríkjadals skili sér að fullu til neytenda svo sem í lægra verði þeirrar matvöru sem flutt er inn frá Bandaríkjunum og margir neyta daglega. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að samkvæmt könnun Neytendasamtakanna hefði morgunkorn ekki lækkað í verði, en könnunin var gerð eftir að í ljós kom að innflytjandi morgunkorns frá „General Mills“, hafði lækkað verðið um 5,5%, til smásala. Í fréttinni seg- ir að „sú verðlækkun hefði ekki skil- að sér til neytenda nema að litlu leyti. Flestar verslanir hefðu þvert á móti hækkað verð á þessum vörum á tímabilinu, en einungis fjórar versl- anir hefðu lækkað verðið“. Neytendur eru sterkasta aflið þegar kemur að því að veita smásöl- um aðhald í vöruverði. Þó ýmis merki séu um að neytendavitund sé að eflast hér á landi er hún hvergi nærri nógu sterk enn sem komið er. Full ástæða er fyrir neytendur að veita öllum verðkönnunum eftirtekt, fylgjast vel með vöruverði, því ein- ungis þannig geta þeir tryggt að ávinningurinn af ýmsum þáttum, er lækkað geta þann stóra kostnaðarlið sem matarinnkaup eru hér á landi, lendi í þeirra eigin vasa en ekki ann- arra. INNHERJASVIK Í BANDARÍKJUNUM Í Morgunblaðinu í gær var sagt fráþví, að kviðdómur í Bandaríkjun- um hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að ein þekktasta kaupsýslukona þar í landi, Martha Stewart að nafni, hefði gerzt sek um ákveðna tegund inn- herjasvika og ætti yfir höfði sér þung- ar fjársektir og jafnvel fangelsisdóm. Þetta mál er eitt af mörgum, sem upp hafa komið í Bandaríkjunum á löngum tíma, sem sýnir hversu alvar- lega Bandaríkjamenn taka á öllum málum, sem varða viðskipti með hlutabéf í fyrirtækjum á almennum markaði. Þar er ekki farið í neinn manna- mun. Ef upp kemzt að einhver hafi brotið lög og reglur, sem settar hafa verið um viðskipti með hlutabréf, get- ur sá hinn sami búizt við þungri refs- ingu. Þar er ekki um það að ræða að horft sé fram hjá slíkum brotum, ef eitthvað hefur gleymzt eða eitthvað hafi verið gert eftir á, svo að dæmi séu tekin. Þar er gerð krafa um að settum reglum sé fylgt í einu og öllu. Morgunblaðið er ekki að hvetja til neinnar refsigleði í þessum efnum. Hins vegar er ljóst, að íslenzkt við- skiptalíf stendur ekki undir nafni nema það sé alveg ljóst, að þeim lög- um og reglum, sem settar hafa verið, sé fylgt út í æsar og engar undantekn- ingar þar frá. Þeir sem fjárfesta í fyr- irtækjum eiga skýlausa kröfu til þess að hið sama gangi yfir alla hluthafa hvort sem þeir eru stórir eða smáir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.