Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg systir okkar og frænka, BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju- daginn 9. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg S. Sigurjónsdóttir, Þóra Sigurjónsdóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Ágúst Halldórsson, Björg Halldórsdóttir. Faðir minn, JÖRGEN DOUGLAS CARLSSON skipamiðlari í Gautaborg, lést á Mölndals sjúkrahúsinu í Svíþjóð mið- vikudaginn 25. febrúar sl. Hann verður jarðsunginn frá Öckerö, Gamla Kyrka, fimmtudaginn 11. mars nk. Alexander Carlsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR, (Stella), Lönguhlíð 3, áður til heimilis í Sigluvogi 16, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 26. febrúar, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 10. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Tómas Vilhelm Kristinsson, Hulda Hanna Jóhannsdóttir, Sigríður Júlía Wíum Kristinsdóttir, Anna Sigurlaug Wíum Kristinsdóttir, Jón Halldórsson, Hjörtur Vilhelm Wíum Kristinsson, Reynir Páll Wíum Kristinsson, Halldór Þór Wíum Kristinsson, Jenefer Kruskamp Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES ÁGÚST HJARTARSON, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 14:00. Þorgerður Bergsdóttir, Smári Hannesson, Gunnhildur Júlíusdóttir, Ólöf Hannesdóttir, Sævar Benidiktsson, Haukur Hannesson, Sigríður Svavarsdóttir, Heiðrún Hannesdóttir, Ingólfur Hafsteinsson, Þ. Hanna Hannesdóttir, Egill Másson, Guðni Hannesson, Lilja Líndal Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, ANTONS PROPPÉ frá Þingeyri við Dýrafjörð. Gréta B. Gunnlaugsdóttir, Gunnar Antonsson, Hjalti Proppé, Erna Höskuldsdóttir, Elísabet Proppé og barnabörn. ✝ Guðlaug Sveins-dóttir fæddist á Siglufirði 16. maí 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinn Norðmann Þorsteinsson, f. 15. desember 1894, d. 7. október 1971, og Anna Guðmunds- dóttir, f. 29. júlí 1901, d. 30. desem- ber 1985. Systkini hennar eru: Jón, lát- inn, Snorri, látinn, og Magnús, maki Eva Sóley Rögnvaldsdóttir. Fyrri eiginmaður Guðlaugar var Alexander Helgason, f. 11. júlí 1918, d. 22. nóvember 1972. Þau bjuggu á Vesturhúsum í Vestmannaeyjum. Guðlaug og Alexander eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðrún, maki Gísli Guðjónsson, börn þeirra eru Guðlaug, Aldís Bára, Jóna Rún, Anna Dögg og Guð- rún Björk, en hún lést af slysförum 10. ágúst 2000. 2) Anna Ragna, sambýlis- maður Lúðvík Har- aldsson. Börn Önnu Rögnu af fyrra hjónabandi eru Júl- ía Tan og Alex Tan. 3) Sveindís, maki Guðmundur Óskars- son, börn þeirra eru Berglind, Alexander, Hafþór og Anna Júlíana. 4) Drengur fædd- ur árið 1948, lést stuttu eftir fæðingu. Seinni maður Guðlaugar var Gunnlaugur Þorsteinsson, f. 25. febrúar 1920, d. 19. júní 1993. Útför Guðlaugar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ég er nú orðin óttalegt skar finnst þér ekki? sagðir þú og hlóst um leið, ég gat nú samt ekki látið þetta ætt- armót líða án þess að mæta, þú veist að ég er alveg ómissandi! Svo hlóg- um við svo hátt saman að allir litu til okkar. Þannig heilsuðumst við, ég og þú á ættarmótinu sl. sumar eftir að hafa kysst hvor aðra í bak og fyrir eins og sönnum ættingjum sæmir. Reyndar vorum við Lauga ekki beint skildar, hún var mágkona mömmu og reyndar mágkona margra því við systkinin og fleiri vöndumst því að kalla hana Laugu mágkonu. Þó ald- ursmunur á okkur væri um 40 ár skipti það svo litlu máli, Lauga var ung í anda og alltaf hress, hún átti samleið með öllum og öllum líkaði vel við hana, annað var bara ekki hægt. Fyrir um það bil 25 árum stóð mér það til boða að fara með Laugu til Svíþjóðar að heimsækja Önnu Rögnu dóttur hennar, það var skemmtilegur tími ekki síst fyrir mig sem aldrei hafði farið út fyrir land- steinana áður. Í þessari ferð var Lauga foringinn eins og svo oft áður því hún var fædd með þá hæfileika og kraft að vera sjálfskipaður for- ingi. Þessi ferð okkar til Önnu Rögnu var ógleymanleg og höfðum við gam- an að rifja hana upp þegar við hitt- umst sem var því miður ekki nógu oft núna seinustu árin, en Lauga skildi það hún skildi allt. Traustari vin var ekki hægt að hugsa sér því hún var hrein og bein og meint það sem hún sagði og stóð við orð sín. Á fyrr- nefndu ættarmóti í sumar mætti hún galvösk þó svo heilsan væri ekki upp á marga fiska eins og hún sagði sjálf, og var hrókur alls fagnaðar eins og svo oft áður, hló með fólkinu sínu og gantaðist við unga fólkið. Í eitt skipt- ið var mér á að spyrja hana og mömmu hvort þær væru að rifja upp gamla tímann, þar sem þær pískruðu samann yfir kaffibolla, svaraði Lauga að bragði.. við erum nú ekki orðnar svo gamlar ennþá. Þetta svar lýsir Laugu vel, hún var alltaf ung í hugsun og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra sama á hvaða aldri viðkomandi var. Oftar enn einu sinni kom hún mér til hjálp- ar með ákveðni sinni og dugnaði hvatti mig áfram og reyndi að hafa áhrif á ákvarðanir mínar með minn hag fyrir brjósti. Þannig hvatti hún mig til að sækja um vinnu á stórum vinnustað í Reykjavík. Þar sem mig skorti kjark dreif hún sig bara með mér og sagði jafnframt, „Þú verður að vera ákveðin, vinnuveitendurnir vita ekki af þér þó þú vitir af þeim.“ Á þessum vinnustað vann ég síðan í 10 ár eða þar til ég stofnaði mitt heimilli og flutti út á land. Elsku Lauga, þú skilur eftir þig stórt skarð sem aldrei verður upp- fyllt enn minninguna um þig eigum við öll sem þekktum þig og erum þakklát fyrir það. Dætrum Laugu og öllum ættingjum hennar sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragna Aðalbjörnsdóttir. GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR Til minningar um afa okkar. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð SIGURBJARTUR GUÐJÓNSSON ✝ SigurbjarturGuðjónsson fæddist á Bala í Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu 7. mars 1918. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík sunnudaginn 31. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Árbæjarkirkju 9. september. með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Með kveðju og þökk fyrir allt og allt. Dóra, Markús, Ragnheiður, Valgeir, Einar, Helena, Tyrfingur, Þórdís og fjölskyldur. Ég hitti Hrefnu fyrst síðla sumars 1982. Þá var hún búin að eiga heima í Bandaríkjunum mestan hluta ævi sinnar eða frá því hún gift- ist manninum sínum honum Kenny árið 1958, þá aðeins 18 ára gömul. Það kom mér á óvart þá og í raun alltaf síðan hvað hún talaði góða ís- GUÐNÝ HREFNA KRISTINSDÓTTIR PULLEN ✝ Guðný HrefnaKristinsdóttir Pullen fæddist á Seyðisfirði hinn 14. júní 1940. Hún lést á heimili sínu í Pan- ama City í Flórída hinn 22. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Her- itage Funeral Home Chapel í Panama City 25. janúar. lensku. Það var ekki að heyra á framburði hennar annað en að hún talaði íslensku á hverjum degi. Stund- um notaði hún þó orð eða orðasambönd sem mér fannst vera „göm- ul“ íslenska en enska var það mál sem alltaf var talað á heimili Hrefnu og Kennys. Hrefna las mikið bæði á íslensku og ensku. Hún sagði mér einu sinni að það sem hefði orðið til þess að halda íslenskunni við væri að hún hugsaði mest á íslensku. Þessi lífsglaða kona fann rétta lífsförunautinn í Kenny sínum og það var alltaf gaman að heimsækja þau hjónin. Þegar ég fór fann Hrefna alltaf pláss í töskunni minni fyrir einhverjar bækur. „Þú verður að lesa þessa, Magga“. Skólaganga Hrefnu var ekki löng en hún þurfti á hætta í Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1955 af því að hún fékk snert af lömunarveiki. Þess vegna hafði hún mikla ánægju af því að nema hótelfræði í Bandaríkjunum þegar hún var komin á miðjan aldur og börnin farin að heiman. Á seinni árum reyndi hún að koma til Íslands eins oft og hægt var og var henni sérstaklega annt um að eiga tíma með mömmu sinni Ágústu. Stelpan frá Djúpavogi fékk tækifæri til að ferðast, sjá nýja staði, fleiri bækur og nýtt fólk en hún var samt alltaf Ís- lendingur. Ég á ekki von á öðru en að næst þegar ég fer til Florida færi ég dætrum Hrefnu íslenskt sælgæti eins og hangikjöt, Ora fiskibollur, SS pylsusinnep, steiktan lauk og Prins Póló. En þetta voru ómetanlegar gjafir í huga þessara Íslendinga í Ameríku. Ég sendi innilegar samúðarkveðj- ur til Kennys, Lindu, Lorí, Kristins og fjölskyldu þeirra. Ágústu og systkinum Hrefnu votta ég einnig samúð. Blessuð sé minning Hrefnu Kristinsdóttur Pullen. Margrét Rögnvaldsdóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum). Frágangur afmælis- og minning- argreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.