Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 39

Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 39 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Útför elsku litlu dóttur okkar, systur og barna- barns, SUNNU ÞÓRSDÓTTUR, verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 8. mars klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Fyrir hönd allra aðstandenda, Þór Sigurjónsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hrund Þórsdóttir, Freyr Þórsson, Gunnar H. Pálsson, Sesselja G. Kristinsdóttir, Sif Aðils, Sigurjón Jónsson, Þórunn Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 29. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. mars kl. 13.30. Magna Baldursdóttir, Sigurður Guðlaugsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Þórir Gunnarsson, Rafn Baldursson, Unnur Einarsdóttir, Örn Baldursson, Kristín Gísladóttir, Ingibjörg Baldursdóttir, Tryggvi Axelsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR K. SIGURJÓNSSON píanóleikari, Álfheimum 64, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 9. mars kl. 13.30. Þór Rögnvaldsson, Inga Bjarnason, Geir Rögnvaldsson, Guðlaug Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, ELLEN MARIE STEINDÓRS, Herjólfsgötu 24, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 13.30. Óskar Steindórs og aðrir aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem heiðruðu minningu föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, STEFÁNS JASONARSONAR bónda í Vorsabæ, Gaulverjabæjarhreppi, sem lést fimmtudaginn 19. febrúar sl. Blóm, kveðjur og minningargreinar eru þakk- aðar af heilum hug. Einnig þökkum við starfsfólki á Sólvöllum, Eyrarbakka, og Kumbaravogi á Stokkseyri fyrir góða umönnun. Helgi Stefánsson, Elinborg Baldvinsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Tómas Búi Böðvarsson, Kristín Stefánsdóttir, Ólafur Einarsson, Unnur Stefánsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Sveinbjörg Stefánsdóttir, Hans Lind Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð. Sá lést, sem reis þögull frá dísanna borði, sem kraup við þess öndveg með kalið blóð og kom ekki fyrir sitt hjarta orði. Þessar ljóðlínur Einars Benedikts- sonar koma mér í hug, þegar Helgi Sæmundsson er kvaddur hinstu kveðju. Hann reis vissulega ekki þög- ull frá borði dísanna, því að eftir hann liggja mörg lífvæn ljóð, hvort sem núverandi eða komandi kynslóðir kunna að meta þau að verðleikum eð- ur ei. Ekki verður heldur með sanni sagt, að hann hafi ekki komið fyrir sitt hjarta orði, því að hann þótti löngum með málsnjallari mönnum, hvar og hvenær sem hann kvaddi sér hljóðs. Þótt sumum fyndist málróm- ur hans dálítið sérkennilegur bætti mælskan og áhrifamáttur orðanna það upp, svo að fólk lagði við hlustir og hreifst af sannfæringarkraftinum, sem orðum hans fylgdi. Hann kunni líka þá list að leika á ýmsa strengi ræðumennskunnar til að gera hana áhrifameiri. Ýmist beitti hann græskulausri gamansemi og fyndni eða alvöruþunga og traustum rök- stuðningi þess málefnis, sem hann bar fyrir brjósti hverju sinni. Því urðu ræður hans mörgum minnis- stæðar. HELGI SÆMUNDSSON ✝ Helgi Sæmunds-son fæddist í Baldurshaga á Stokkseyri 17. júlí 1920. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 18. febrúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 26. febr- úar. Ungur hóf Helgi að fást við ritstörf og ræðumennsku. Aðeins 16 ára að aldri birtust fyrstu ljóð hans á prenti í Sunnudags- blaði Alþýðublaðsins og vöktu þau nokkra athygli. Þegar hann var tvítugur kom út fyrsta ljóðabók hans, Sól yfir sundum. Það voru æskuljóð, en mörgum þótti hann fara ekki óefnilega af stað á skáldabrautinni miðað við ungan aldur. Síðan varð hlé á ljóðagerð hans í 35 ár, en árið 1975 birtist næsta ljóðabók hans og síðan hver af annarri með nokk- urra ára millibili. Árið 1997 sendi hann frá sér síðustu ljóðabók sína, Streymandi lindir, og voru þær þá orðnar alls 7 talsins. Að loknu námi í Samvinnuskólan- um árið 1940 hóf Helgi að starfa sem blaðamaður við Alþýðublaðið, en hann hafði ungur skipað sér í raðir jafnaðarmanna. Gegndi hann því starfi í 9 ár, en síðan varð hann rit- stjóri þess í 7 ár. Starfsmaður Bóka- útgáfu Menningarsjóðs var hann 1959–1990 og ritstjóri tímaritsins Andvara 1960–1972 og gegndi að auki fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann helgaði félags- og stjórnmál- um krafta sína drjúgan hluta ævinn- ar, sem alþjóð er kunnugt. Helgi sendi frá sér mörg ritverk og stóð fyrir útgáfum verka annarra, einkum um menningarmál og bók- menntir. Þá þýddi hann allmargar bækur úr erlendum málum og eru þau bókmenntastörf hans að mínu mati hin markverðustu og má þar nefna Morgun lífsins eftir Krist- mann Guðmundsson, smásagna- safnið Fögur er foldin eftir Arnulf Överland og skáldsöguna Lygn streymir Don eftir Mikael Sjolokoff. Það er reynsla þeirra, sem þýtt hafa bókmenntaverk, að það er engu minni vandi en að frumsemja verk á móðurmálinu. Það var Helga mikil gæfa að kynn- ast ungur ýmsum ágætum mönnum hér í Reykjavík og víðar og eiga marga þeirra að vinum og samstarfs- mönnum langa ævi. Þeirra á meðal voru skáld, rithöfundar og raunar listamenn í ýmsum greinum, því að Helgi lét sér fátt óviðkomandi á lista- sviðinu. Í návist slíkra manna naut hann sín vel. Þau kynni auðguðu anda hans og víðsýni meira en flest annað og veittu honum margar ánægjustundir. Eins og þeir vita, sem þekktu Helga Sæmundsson, var hann afar mannblendinn og glaðsinna. Hann var einstaklega fróður og minnugur og hafði mikla ánægju af að blanda geði við fólk og ferðaðist töluvert innan lands og utan. Hann var því vinsæll og eftirsóttur og þótti hvarvetna auðfúsugestur. Þótt stundum slægi í brýnu milli hans og pólitískra andstæðinga á framboðs- fundum fyrr á árum var hann manna sáttfúsastur að þeim snerrum lokn- um. Bókasafn átti Helgi mikið og gott, líklega 4–5 þúsund bindi. Margar merkustu bækur hans voru með eiginhandaráritun höfundanna eða útgefendanna og því honum mjög kærar. Í bókasafni sínu undi hann löngum stundum við ritstörf. Það var hans helgilundur. Þetta verðmæta safn gaf hann og kona hans bóka- safni Snæfellsbæjar til ævarandi varðveislu. Nú er rödd Helga Sæmundssonar hljóðnuð. Það gerir tilveru okkar, sem eftir stöndum, litlausari og fá- tæklegri. En minningin um hann, glaðbeittan og manna skemmtileg- astan, mun seint fölna hjá þeim, sem nutu návistar hans á lífsleiðinni. Þorvaldur Sæmundsson. Elsku afi Siggi minn, ég trúi þessu varla að þú sért farinn. Þú varst alltaf svo skemmtileg- ur og stríðinn. Alveg frá því að mamma og Eiríkur fóru að vera saman, þegar ég var átta ára, tókstu mér alveg eins og afabarni. Þú vildir allt fyrir mig gera og varst alltaf svo gjafmildur. Alltaf brosandi og í góðu skapi þegar við hittumst. Þú elskaðir að stríða mér og sagðir alltaf Sara rabarbara og spurðir hvort ég væri ekki farin að fá mér rabarbara og hlóst þig máttlausan. Þú elskaðir börn og að dekra við þau, ég man þegar Siggi bróðir var bara rétt innan við eins árs þegar við komum í heimsókn til þín á aðfangadag. Mamma var að grobba sig af því að Siggi bróðir hefði aldrei smakkað kók né nammi. Við vorum ekki búin að vera lengi þegar afi Siggi var búinn að laumast til að gefa Sigga nafna sínum bæði kók og súkkulaði. Það var alltaf yndislegt að koma til þín og Ásu. Við vorum alltaf velkom- in hvenær sem var á Suðurgötuna á ykkar hlýlega og fallega heimili og alltaf höfðuð þið svo mikið fyrir því að láta okkur líða vel. Elsku afi Siggi minn, þín verður sárt saknað. Guð blessi þig. Sara Dögg. Það þyrmir yfir mann og allt frýs þegar fregnir af fráfalli ástvinar ber- ast. Þó verður áfallið aldrei eins mik- SIGURÐUR GUNNAR EIRÍKSSON ✝ Sigurður GunnarEiríksson fædd- ist í Njarðvík 19. febrúar 1938. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 20. febrúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 27. febrúar. ið eins og þegar kær vinur fellur frá án við- vörunar. Kynni okkar af Sigga Eiríks höfðu staðið í 15 ár þegar ótímabæran dauðdaga hans bar að höndum. Við kynntumst fyrst á óveðursdegi í febrúar og þótt óveður geisaði og snjóþyngsli tefðu fyrir þá var efst í huga hans að ná tali af Ásu sinni sem hann og náði eftir mikla erfiðleika og stóð það samband í gegnum súrt og sætt þar til yfir lauk. Hann féll strax inn í kunningja- hópinn og margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka til þeirra fjöl- mörgu ánægjustunda sem sauma- klúbburinn hefur átt með mökum sínum. Ferðalög hérlendis og er- lendis eru mörg ógleymanleg eins og ferðin í Karabíska hafið og útileg- urnar í misjöfnum veðrum að ógleymdum veiðiferðunum á Gugg- unni þar sem veiðikappið hljóp hon- um í kinn. Þá kom sér oft vel hvað hann var laghentur og þekkti vel til allra tækja. Við færum honum þakk- ir fyrir þær samverustundir. Hressi- leiki og hreinskilni einkenndu Sigga og alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda að ógleymdri gestrisninni sem honum var svo eðlislæg. Við minnumst hans með söknuði sem hlýs og góðs vinar, mikillar barnagælu, náttúruunnanda og trú- aðs manns og vottum hans nánustu okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd saumaklúbbsins og maka, Guðbjörg Ingimundardóttir, Sigurður G. Ólafsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.