Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR HELGASON bókbindari, Krummahólum 10, Reykjavík, sem lést föstudaginn 27. febrúar, verður jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 8. mars kl. 13.30. Ingveldur Sigurðardóttir, Inga Sigríður Halldórsdóttir, Ólafur Helgi Halldórsson, Stefán Jökull Eiríksson, Stefán Brandur Jónsson, tengdabörn og barnabörn. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð vegna andláts föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, LEÓS GUÐLAUGSSONAR húsasmíðameistara, Víghólastíg 20, Kópavogi, og heiðruðu minningu hans. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Trausti Leósson, Guðlaugur Leósson, Þórir Jón Axelsson. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÚLÍUSAR JÚLÍUSSONAR kennara, Skálarhlíð, Siglufirði. Svava Baldvinsdóttir, Baldvin Júlíusson, Margrét Sveinbergsdóttir, Theodór Júlíusson, Guðrún Stefánsdóttir, Hörður Júlíusson, Sigurlaug J. Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum hlýhug og stuðning vegna fráfalls móður, dóttur, unnustu, systur, mágkonu og frænku okkar, MARGRÉTI ÞÓRU SÆMUNDSDÓTTUR, sem lést af slysförum föstudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Sæmundur Karl Finnbogason, Daníel Björn Finnbogason, Júlía Nicole Finnbogadóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Sæmundur Nikulásson, Klaus Abel, Ragnheiður Halldóra Sæmundsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Berglind Ásgeirsdóttir og börn. Elsku frænka, nú er komið að leiðarlokum. Margar eru minning- arnar og allar eru þær góðar. Það eru ekki all- ir svona lánsamir eins og við frændsystkinin öll að eiga svona frænku sem allt vildi fyrir okk- ur gera. Þegar við hugsum til baka þá ert þú alltaf með okkur hvort sem það voru jól, afmæli eða einhverjir KRISTRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Kristrún Þórðar-dóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1921. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 28. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 5. mars. aðrir viðburðir. Meiri dýravin er vart hægt að finna og segir það margt um það hvaða persónu þú hafðir að geyma. Ekki má heldur gleyma hvað þú vildir hafa fallegt í kringum þig og allt jólaskrautið sem Villi frændi og fjöl- skylda aðstoðuðu þig við að setja upp um hver jól og allir í fjöl- skyldunni höfðu gaman af að koma og skoða. Rúna mín, við kveðj- um þig með söknuði og biðjum Guð að styrkja þær Settu og Sigrúnu systur þínar sem eru að missa kæra systur og mikinn vin. Guð veri með þér og takk fyrir allt. Ævar og fjölskylda. Okkur skolar út- byrðis jafnt og þétt af skipi lífsins. Sá er gangurinn en því miður hremma holskaflar suma þeg- ar síst skyldi. Matthías Viðar Sæmundsson, lærimeistari minn og ótal annarra stúdenta í íslenskum bókmenntum, er fallinn frá. Fræðakönnuðurinn sem leiddi okkur um víðerni bók- menntanna sem barnahóp á fram- andi strönd. Honum nægði aldrei að vaða grunnt og gusa. Undir hans leiðsögn skyggndumst við í djúpin, köfuðum í nýjustu kenningar fræð- anna. Hver tími hjá Matthíasi var þrotlaus vinna í að öðlast nýjan skilning á viðfangsefninu. Þær dyr sem ekki vildu opnast af sjálfum sér voru spenntar upp með afli. Fyrir- lestrar hans voru vandlega undir- búnir og hann ætlaðist til þess að við nemendurnir legðum hart að okkur MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON ✝ Matthías ViðarSæmundsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1954. Hann lést á krabbameins- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut að kvöldi dags 3. febr- úar síðastliðinn og var honum sungin sálumessa í Krists- kirkju í Landakoti 13. febrúar. við námið. Góðlátlegt glottið aldrei langt undan þegar við rembdumst eins og rjúpan við staurinn. Óspar á gagnrýni en hvatningin þeim mun meiri þegar hann fann að eitthvað nýtt var að kvikna. Brennandi áhugi hans á umfjöllun- arefninu var bráðsmit- andi enda var Matthías einn af þeim sem tóku fræðistörfin föstum tökum. Viskubrunnur hans var hringiða túlk- unar og tjáningar. Matthías Viðar skilur eftir sig drjúgt innlegg í menningarsögu 20. aldar. Kjarnyrtur stíll hans í rituðu máli og fyrirlestrum ásamt fram- sæknum kenningum munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Á meðan aðrir kusu jafnsléttuna kleif Matthías fjöllin og tókst á við hvern fjallgarðinn á fætur öðrum. Meðal óteljandi viðfangsefna hans voru skáldverk Gunnars Gunnarssonar. Um þau skrifaði hann heilu bækurn- ar og ótal greinar ásamt því að gera sjónvarpsþátt um skáldið á Skriðu- klaustri. Þau verk hafa reynst mér haldgóð við þekkingaröflun í starfi mínu. Leiðir okkar Matthíasar lágu saman á nýjan leik þegar hann dvaldi við fræðastörf í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri fyrir hálfu þriðja ári. Hann kom keyrandi austur með fjölskylduna með sér, nýbakaður faðir, geislandi af hamingju og sköp- unarkrafturinn sem aldrei fyrr. Til stóð að hann kæmi aftur í gesta- íbúðina nú í janúar til að sinna fræð- unum en örlögin ætluðu honum ann- að. Að þessu sinni varð kjarkmikli könnuðurinn að lúta í lægra haldi. Við sem stígum áfram ölduna eigum aðeins minningarnar en þær munu halda áfram að blása lífi í marga fræðaglóðina þó að lærifaðirinn sé horfinn. Sárastur er missirinn fjöl- skyldunni, Steinunni, Jóhönnu Steinu og Nönnu, og þeim sendi ég innilegar samúðarkveðjur úr Fljóts- dalnum. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar. Þegar ég hitti Matthías eftir nokkurt hlé núna í janúar fór ég glaður og upphafinn af þeim fundi. Ekki síst yfir að hitta hann aftur og rifja upp hvað skemmtilegar sam- ræður okkar gátu verið og vegna þess að veikindi hans sýndust ekki jafn alvarleg og virtist í fyrstu. Hann bar sig mjög vel og var talað um framtíðina og ýmislegt var í bígerð. Andinn var sterkur og hæðnin á sín- um stað. Varð mér hugsað að Matt- hías mætti ekki missa úr þessu lífi. Hlakkaði ég til að hitta hann fljót- lega. En skjótt skipast veður og eng- inn má sköpum renna. Það er svo með égið sem ætti ekki að setja mikið í minningargreinar en ég get þó ekki minnst Matthíasar án þess að vera ég. Sá Matthías Viðar sem ég minnist og skrifa um er að- eins sá sem ég sjálfur þekkti og upp- lifði. Á meðan ég man Matthías var hann margur og meðal annars man ég að mörg gleðimótin voru skemmtileg og eftirminnileg. Matthías var þó aldrei mikill drykkjumaður og drakk stundum af sorg frekar en gleði. Oft viðkvæmur, stundum að leita að einhverju sem að öllum líkindum er ekki endilega hér né nokkurs staðar. En kannski er það einhvers staðar í hugar- fylgsnum í rökkrinu um nótt eða augnabliks sælu um dag. Matthías var maður mikilla til- finninga og rómantískur í annarrar aldar skilningi. Trúmaður var hann og andríkur sem naut sín í löngum samræðum, ekki síst meðal skálda og skáldskapar. Innihaldsríkar sam- ræður gátu meira að segja átt sér stað við skál. Ekki var síður hægt að tuða um dægurmálin en að vera á háu and- legu plani og fannst mér rýni og at- hugun Matthíasar á íslenskum nú- veruleika ein sú sannasta sem ég heyrði í síðustu heimsókn minni til Íslands. Mun ég sakna þess að geta ekki tuðað við hann um íslenskan óveruleika. Matthías hafði ímugust á því sem troðið er ofan í almenning og fólki síðan talin trú um að það sé við alþýðuhæfi. Það er slæmt að missa hann úr þeim óskapnaði sem er svokallað íslenskt menningarlíf. Er við umgengumst aðhylltist Matthías Viðar heiðna hugsun og þekkingu og því átti ég eftir að ræða betur við hann þá pápísku eða svart- kaþólsku sem hann sagðist sjálfur fylgja. Meinti hann þá almennilega íhaldssemi áður en Rómarkirkjan spilltist, gafst upp og útvatnaðist af svokölluðum tískutíðarandaumbót- um. Kannski var Rómarkirkjan helsta framhald og vettvangur heið- innar hugsunar? Ég veit að hann taldi ekki nútíma- heiðni vettvang annarrar trúar en einhvers konar náttúruhyggju. Mig grunaði þó strax hvert stefndi þegar hann fyrir þó nokkrum árum lagðist í Játningar Ágústínusar kirkjuföður og svo Loyola Jesúíta. Matthías þótti djarfur fræðimað- ur með skáldlegt innsæi og stíl. Var hann langt frá því að vera óumdeild- ur enda það ekki ætlunin með hans skrifum sem tóku mið af tilfinninga- afstöðu, upplifunum sammannlegrar reynslu. Hann þurfti að verja fjöl- hyggjuna og sá ekki hlutverk sitt einskorðast við þröngar skorður bókmenntafræði sem fyrir honum spannaði þó ansi vítt svið. Vegna afstöðu sinnar gegn þröng- sýni þeirra sem miða fræði sín við okkar þurru skynsemistíma var hann sakaður um að skrifa upp úr Fúkka hinum franska og öðrum síðnútímamönnum. Skrif hans voru stundum innblásin skáldlegri róm- antík þar sem dregnar voru svo dramatískar myndir að jaðraði við skrúðmælgi. Tilvistarkreppa forgengilegrar til- veru og angist mannlegs ástands gat verið ofarlega í huga. Raunverulegt raunsæi í bland við gamla rómantík með viðeigandi dramatík. Matthías Viðar var maður andlegs fjörs og ímyndunarafls sem sá hjátrú og hindurvitni fyrri alda í mannlegu og sögulegu samhengi í stað þess að af- greiða það sem bábiljur og bull fyrir utan formlegu trúarkerfin sam- kvæmt venjulegum skilningi. Skrif Matthíasar gátu storkað þeim hugsunarhefðum sem reyna að skýra allt út frá hagnýtri skynsemi eins og að t.d. bannhelgi tengd nátt- úruvættum og fornir siðir væru sprottin af hagnýtum orsökum. Matthías virti og varði goðsöguna sem eina tegund sammannlegra sanninda er yfirleitt endurnýjar sig og sprettur upp aftur í nýjum mynd- um miðað við veruleika og sam- félagsaðstæður hvers samtíma. Jú, ætli hann hafi ekki verið nýróman- tískur skýjaglópur illa haldinn af dulhyggju. Mannsævin kemst nálægt því að vera harmleikur, en þrátt fyrir vissu um endalokin er ekki sanngjarnt að fara svona snemma. Það er sárt að vita til þess að þegar meira jafnvægi var komið á líf Matthíasar Viðars skuli hann fara frá fjölskyldu sinni og kornungri dóttur. Með Matthíasi er genginn merkilegur maður og góður félagi. Með þeirri vissu minni að andi Matthíasar verði alltaf einhvers staðar. Sálu hans fylgi allar góðar vættir. Þorri Jóhannsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.