Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 41

Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 41 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTJÖNU JÓSEPSDÓTTUR, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Stuðningur ykkar hefur verið okkur öllum mikill styrkur. Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólki á deild L3 Landakoti fyrir alveg einstaka umönnun og vináttu sl. mánuði. Óli Pétur Friðþjófsson, Ingiríður Oddsdóttir, Hólmfríður Friðþjófsdóttir, Michael Hohnberger, María Björk og Haukur Óskarsbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Það er með miklum söknuði sem við kveðj- um Ingibjörgu sem nú er látin. Þessi svipsterka og orkumikla kona, sem gaf bænum okkar svo mikinn svip og karakter. Þau eru ófá skiptin núna upp á síðkastið sem ég lít út um gluggann og býst þá og þegar við að sjá Ingibjörgu koma gang- andi með vagninn sinn að ná í lestr- arefni. Það hefur verið mér mikill heiður að fá að vera samferðamaður Ingibjargar í gegnum lífið í nokkur ár eftir að ég komst til vits og ára, þannig að ég hefði þroska til að meta þá þekkingu og fróðleik sem hún bjó yfir. Ekki hafði hún svo sem ferðast víða, en var víðsýnni en margur og þau voru ófá góðu ráðin sem hún gaf mér á síðastliðnu ári sem hún hafði sankað að sér á löngum tíma og eru í góðu gildi í dag. Mannþekkjari og mikill barna- vinur var hún og var virðingarvert að sjá hvernig börn hændust að henni, og þá sjálfsagt fyrst og fremst vegna þess að hún kom alltaf fram við þau eins og jafningja, og hafði skemmtilega sögu að segja. Þó ég hafi þekkt Ingibjörgu frá því í barnæsku þá er það fyrst nú á síð- astliðnu ári sem ég hef haft tækifæri til að kynnast henni sem skyldi og verð ég ævinlega þakklát fyrir. INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Páls-dóttir fæddist á Blönduósi 7. ágúst 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 24. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduós- kirkju 6. mars. Mig langar að þakka henni þann góðhug og velvild sem hún ávallt sýndi mér og fjöl- skyldu minni og mig langar að kveðja þenn- an mannvin, ættfræð- ing, húmorista og lífs- kúnstner með þessum ljóðlínum: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér (Ingibj. Sig.) Við þökkum samfylgdina og send- um Bjarna Pálssyni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Anna Kr. Davíðsdóttir, Heiðar Óskarsson, Íris Emma og Óskar Þór Heiðarsbörn. Komið er að kveðju- stund. Hjörtur Bjarnason, mikill og góður fjölskylduvinur til margra ára, er lát- inn eftir stutt en erfið veikindi. Margar góðar minningar eigum við um Hjört sem koma til með að lifa með okkur um ókomna tíð. Margt er að þakka í gegnum árin frá góðum, traustum og hlýjum vini, þó sérstaklega hvað hann reyndist Baldri ávallt góður afi, sem alltaf var til staðar og elskaði hann. Hjörtur var bráðgáfaður og raunsær maður. Hann var löngu búinn að gera sér grein fyrir hvert stefndi í veikindum hans og tók því með miklu æðruleysi. Missir Gunnu er mikill en hún stóð sem klettur við hlið Hjartar þar til yfir lauk. Þau hjónin voru ávallt mjög samrýnd og eftirtektarvert hvað þau töluðu ávallt hlýlega hvort til annars. Hjörtur var heimakær maður, hann naut þess að lesa góð- ar bækur, ráða krossgátur, föndra og ekki má gleyma kettinum Kela. Þær voru ófáar ferðirnar sem kött- urinn Keli fór í heimsókn á líkn- ardeildina í Kópavogi, þar lá hann marflatur uppi í rúmi hjá Hirti og malaði. Hjörtur var ákveðinn í því fyrir mörgum árum að láta af störfum þegar hann yrði sextíu og sjö ára. Þau hjónin ætluðu að hafa það svo gott saman í ellinni, ferðast og njóta lífsins. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hjörtur var hættur störfum í sept- ember sl. þegar hann náði þessum áfanga en það var af öðrum ástæð- um og nú stuttu síðar er hann far- inn í sitt stærsta ferðalag. Elsku Hjörtur hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, HJÖRTUR BJARNASON ✝ Hjörtur Bjarna-son fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1936. Hann lést á líknardeild Lsp. í Kópavogi 16. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 26. febrúar, í kyrrþey að hans ósk. svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurð- ardóttir.) Elsku Gunna og aðrir ástvinir, við biðj- um góðan guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Guð blessi minningu Hjartar Bjarnasonar, Ingdís og Hallur, Baldur og Lárey. Nú er hann farinn, fallegi, góði maðurinn hennar systur minnar. Þau hittust fyrst á Kanaríeyjum og voru þá bæði í sárum. Brátt tók við betri tíð. Fyrstu skrefin sem þau tóku saman voru dansspor, ekki veit ég hvort það var ljúfur vals eða tangó með trukki. Alla- vega tókst vel til. Síðan þá hafa þau samtaka og taktföst stigið ölduna á lífsins ólgusjó. Hávaxin, glæsileg og létt í spori. Lífið er nú því miður ekki enda- laust dansiball, daglega lífið reynir okkur öll á ýmsan hátt, en allt er bærilegra ef við eigum traustan og tryggan ferðafélaga. Það voru þau hvort öðru. Svo margt áttu þau sameiginlegt, raunsæi, hugrekki og dugnað. Bæði listræn og nutu þess að búa til fallega hluti. Hans þurri og sérstaki húmor og hennar glettna fyndni fléttuðust saman svo þau örvuðu, skemmtu og glöddu hvort annað og allt um hring. Þau voru gott fólk. Er hægt að gera betur? Erum við ekki ævinlega að basla við að læra listina aða lifa? Það er okkur flestum ofurefli þó aðeins sé frá degi til dags. Hvað gerum við þegar við okkur blasir síðasta ferðin? Síðasta æv- intýrið, sem bíður okkar allra. Stundum erum við svo heppin að fá stundargrið til að undirbúa okk- ur undir það ferðalag og aðskiln- aðinn, sem því fylgir. Elsku Gunna mín og Hjörtur notuðu þann tíma eins vel og hægt er að hugsa sér. Ef hægt er að læra listina að deyja með fullu viti, trúi ég því að Hjörtur með hjálp Gunnu og Kela hafi gert það. Þessum kveðjuorðum lýk ég með mannlýsingu Sth. G. Sth. Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Svona þekkti ég Hjört og mun minnast hans. Ég þakka fyrir samfylgdina. Jóna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRYGGVI JÓNSSON matreiðslumeistari, Sóltúni, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju miðviku- daginn 10. mars kl. 13.30. Jón Tryggvason, Bjarni Þór Tryggvason, Guðfinna Arnarsdóttir, Berglind Tryggvadóttir, Karl Ómar Jónsson og barnabörn. Ég frétti það um jól- in að Þórhildur væri mjög veik og ákvað strax að heimsækja hana við fyrsta tækifæri. Því miður lét ég það drag- ast og nú er það orðið of seint. Það minnir mig á það sem ég veit og hef alltaf vitað, aldrei að draga það sem maður getur mögulega gert strax, það er ekki víst að tækifærið gefist aftur. ÞÓRHILDUR SALÓMONSDÓTTIR ✝ Þórhildur Salóm-onsdóttir fæddist í Steig í Mýrdal 28. júlí 1925. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut laugar- daginn 31. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal 14. febrúar. Þórhildur hafði áhrif á mig þegar ég hitti hana fyrst. Mér fannst svo mikil glettni og góðvild í augunum á þessari konu að ég fann strax til mikils trausts til hennar, það átti líka eftir að koma á daginn að hún rétti mér hjálp- arhönd þegar ég þurfti á að halda. Ég stóð á erfiðum krossgötum í lífinu og hún hjálpaði mér, hjálpaði mér um vinnu og studdi við mig þangað til ég hafði komið fótunum undir mig. Eins og reyndar öll hennar fjölskylda. Ég verð henni alltaf þakklát fyrir það. Þórhildur var virðuleg og bar höf- uðið hátt. Samt kraumaði glettnin og húmorinn rétt undir yfirborðinu. Hún spjallaði við mig um daginn og veginn í vinnunni og lá ekki á sínum skoðunum, sérstaklega var hún dug- leg að segja mér til í sambandi við launamál og rekast í mér vegna líf- eyrismála og að ég hefði allt mitt á hreinu. Það væri sko ekkert vit ann- að en passa þau mál! Ég vildi að ég hefði hlustað betur því hún var haf- sjór af reynslu og gott að leita til hennar. Um jólin 2002 kom ég til hennar og ætlaði bara rétt að henda inn jóla- pakka en einhvern veginn fór það samt svo að ég sat hjá henni í tvo tíma í spjalli og kaffi, og myndatöku líka. Þá sagði hún mér að hún væri veik en lét nú ekki mikið yfir því, þetta væri nú ekkert mál. Æðruleys- ið var öfundsvert. Ég hugsaði um það marga daga á eftir hversu mikils virði það væri að vera í svona góðu jafnvægi og sáttur við sjálfan sig og lífið. Þórhildur var glæsileg kona, sem ég mat ævinlega mikils og reyndist mér og Jóni Þór syni mínum gríð- arlega vel. Kæra fjölskylda, ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur í sorg ykkar og missi. Ingveldur Jónsdóttir, Þorlákshöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.