Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 46
SKOÐUN
46 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ stefnir í enn eitt skipulags-
slysið í Reykjavík. Þessi grein er
reyndar skrifuð alltof seint. En
betra er seint en aldrei. Fram-
kvæmdir er enn ekki hafnar. Enn
má hætta við.
Ég er að tala um færslu Hring-
brautar.
Seint á liðinni öld kom nýtt fólk til
valda í Reykjavík. Fólk með aðrar
áherslur en áður höfðu
tíðkast; bæði mýkri og
„mannlegri“. R-listinn
hefur nú setið í Ráð-
húsinu í bráðum áratug
og betrumbætt margt í
ásýnd borgarinnar.
Laugavegurinn er fal-
legri, göngustígarnir
lengri og hægt er að
synda í Nauthólsvík. Í
aðalskipulagsmálum
hefur stefnan þó
löngum haldist óbreytt
frá því Geir Hall-
grímsson var og hét:
Borginni hefur eftir sem áður verið
stefnt austur á Selfoss annarsvegar
og upp í Borgarnes hinsvegar: Eins
langt í burtu frá Miðbænum og
mögulegt er. Stutt er síðan Korp-
úlfsstaðir voru gerðir að hverf-
isskóla og næst á dagskrá er nýtt
hverfi við Rauðavatn. Sjálfsagt er
þess ekki langt að bíða Litla Kaffi-
stofan verði hverfissjoppa í huggu-
legu botnlangahverfi þar sem allar
götur verða jafn blindar og bylurinn
sem geysa mun um þær. Allt okkar
huggulega vinstrafólk sem sefur sín-
um umhverfisvæna svefni undir súð-
unum í gamla bænum hefur um ára-
bil stefnt komandi kynslóðum í
rislág bönker-hverfin upp til fjalla.
„Bláfjallabyggð“ og „Kolviðarhólar“
eru sjálfsagt þegar komin á kortið.
En batnandi fólki er best að lifa:
Nýverið var okkur kynnt verðlauna-
skipulag fyrir Slippsvæðið og nú er
loksins komin fram ný skipulags-
hugmynd fyrir Kvosina. Samanlagt
er þetta það besta sem sést hefur í
skipulagsmálum frá því að hug-
myndin um uppbyggingu Skugga-
hverfis kom fram. R-listinn virðist
aðeins vera að taka við sér og minn-
ist þess nú kannski að einhverju
sinni lagði hann af stað með þá hug-
mynd að færa mölinni líf fremur en
lífinu möl.
Vinstri meirihlutinn var þó ekki
fyrr búinn að kynna okkur Kvos
City en hann flautaði til útboðs á ein-
hverri furðulegustu framkvæmd í
sögu Reykjavíkur. Já, það er sem-
sagt búið að auglýsa útboð á færslu
Hringbrautar og því er pennanum
hér í raun beitt gegn jarðýtum frek-
ar en bollaleggingum.
Borgarmenn segja
framkvæmdina hafa
verið kynnta með lög-
legum hætti og það
mótbárulaust. Þeir
hafa sjálfsagt haft
teikningarnar til sýnis
í einhverjum kjall-
aranum í Borg-
artúninu í lögboðinn
tíma en um raunveru-
lega kynningu var
aldrei að ræða. Hér er
um alltof stóra fram-
kvæmd til þess að
embættismönnum leyfist að lauma
henni bakvið sjónvarpstæki og dag-
blöð borgarbúa.
Ég verð að játa að fyrst þegar ég
heyrði talað um færslu Hring-
brautar skildi ég hana ekki. Ég
botnaði ekkert í því hversvegna hún
var nauðsynleg. „Til að rýma fyrir
stækkun Landspítalans“ hét það. Og
þrátt fyrir að hafa kynnt mér málið
betur skil ég enn ekki hvers vegna
færa þarf Hringbrautina. Þetta er
botnlaust rugl. Bara fixídea. Blautur
verktakadraumur. Borgin er að lúffa
fyrir býrókrötum í heilbrigðiskerf-
inu. Það á að gefa Landspítalanum
svigrúm á stærð við sjálfa Kvosina á
einum besta stað í borgarlandinu.
Hvers vegna má ekki þenja út LSH í
Fossvogi? Þar er nóg pláss og þá
kæmi kannski loksins eitthvað já-
kvætt út úr sameiningu Land- og
Borgarspítala. Sjálfsagt er ár og öld
þar til mönnum tekst að finna upp
eitthvað bólgueyðandi fyrir heil-
brigðiskerfið: Spítalar gera auðvitað
ekki annað en að þenjast út: Eftir
fimmtíu ár verður sjálfsagt komið að
því að færa þurfi Hringbrautina enn
lengra út í Vatnsmýrina til að rýma
fyrir Genadeildinni og hinni ört vax-
andi Lýtalækningadeild.
Hér er hugsað skammt yfir stutt:
Samkvæmt nýjustu fréttum mun
þessi gríðarframkvæmd ekki einu
sinni flýta fyrir umferð, heldur fá öll
umferðarljósin að halda sér og ein
bætast að auki við. Hvað eru menn
að hugsa? Stundum taka umferð-
armál höfuðborgarinnar á sig und-
arlega mynd. Á meðan við bíðum
þess að framkvæmdir hefjist við
mislæg gatnamót á erfiðustu kross-
götum borgarinnar, á mótum
Kringlumýrar- og Miklubrautar,
finna hinar mislægu hendur skipu-
lagsins enn og aftur „lausnir“ á mun
smærri vöndum. Færsla Hring-
brautar er ekkert annað en of-
urlausn á gervivandamáli. Annað
slíkt dæmi er furðuverkið sem reist
var inni í Faxafeni um árið þegar
byggð var heil brú yfir Miklubraut
til að koma fólki af McDonalds og
upp í Smáíbúðahverfi, brú sem er
svo ljósum prýdd og svo klúðursleg
að það er vart heil brú í henni.
Hvað er að Hringbrautinni eins og
hún er? Mikil umferð jú, en sjaldn-
ast til vandræða. Sjálfur hef ég verið
með bílpróf í aldarfjórðung en aldrei
þurft að bíða lengur á Hringbraut en
sem nemur tveimur ljósum. Hávaða-
mengun kannski? Já, ef til vill, en
vart meiri en gengur og gerist, og
enn minni en frá Miklubraut. Nei.
Hér er fyrst og fremst verið að
hugsa um þarfir yfirstjórnar Land-
spítalans. Færsla Hringbrautar er
þrjátíu ára gamall býrókrata-
draumur sem aldrei hefur fengið
sinn eðlilega dauðdaga í Borg-
arstjórn vegna þess að honum hefur
verið haldið lifandi af embætt-
ismönnum borgarinnar af tómri
þrjósku, bara vegna þess að „það var
búið að ákveða þetta“. Með hinni
nýju Hringbraut bætist enn eitt
mannfjandsamlegt mannvirkið í
borgarlandið sem verður þó al-
gjörlega í stíl við skipulagsmistök
síðustu aldar: Þá var gamli bærinn
fluttur í pörtum upp í Ártúnsholt.
Nú skal hraðbrautarumhverfi Ár-
túnshöfðans flutt niður í miðbæ. Sex
akreina hraðbraut með tilheyrandi
umferðareylöndum, steypuslaufum
og hljóðmönum verður reist í Vatns-
mýrinni, við Þingholtin og sjálfa
Tjörnina!
Mann verkjar hreinlega í sálina af
því að hugsa um þetta. Því manni er
ekki sama um borgina sína.
Sé litið á loftmynd af Reykjavík
má glöggt sjá hve framkvæmdin
mun stinga í augu. Hún særir feg-
urðarskynið jafnvel það mikið að sú
ástæða ein ætti að nægja til þess að
menn hætti við. Vesturlandsvegur,
Miklabraut og Hringbraut mynda
hryggjarstykkið í skipulagi Reykja-
víkur, hryggsúlu sem endar í eðlileg-
um og nokkuð „mænulegum“ sveig
framhjá Tjörninni. Þessi beini og
breiði akvegur er öxullinn í gatna-
kerfi okkar. Slíkar beinlínur eiga sér
hliðstæður í öðrum borgum. París er
til dæmis skorin í tvennt af línu sem
nær alla leið frá Bastillu-torginu, um
rue de Rivoli, Champs-Élysées, í
gegnum Sigurbogann, og út í hið
spánnýja La Defense hverfi.
Franskir skipulagsmeistarar höfðu
á sínum tíma mikið fyrir því að
mynda þennan öxul í þá annars
glæsilegu óreiðu sem París er. Hér
heima vorum við hinsvegar svo
heppin að menn teiknuðu hryggj-
arsúluna í borgarmyndina til-
tölulega snemma og „líkami“ hennar
fékk síðan að vaxa umhverfis hana á
eðlilegan hátt. En nú skal gera
Færsla Hringbrautar:
Hryggbrot Reykjavíkur
Eftir Hallgrím Helgason
’Í stað þess að raun-gera þrjátíu ára gömul
skipulagsmistök ættu
menn fremur að beina
sjónum sínum þrjátíu ár
fram í tímann …‘
Hallgrímur Helgason
HJALLABRAUT - ELDRI BORGARAR
Við vorum að fá í sölu mjög
fallega og bjarta íbúð á 2. hæð í
lyftufjölbýli sem eingöngu er
ætlað eldri borgurum. Íbúðin er
93 fm með 2 svefnherbergjum og
rúmgóðri stofu. Í eldhúsi er borð-
krókur. Parket er á flestum gólf-
um. Íbúðin er í góðu ástandi og vel um gengin. Í húsinu er mjög góð
og stór sameign þar sem stunduð er ýmis tómstundastarfsemi o.þ.h.
Þá er í húsinu húsvörður og ýmis þjónusta eins og hárgreiðsla, nudd
o.fl. Örstutt í matvöruverslun og strætó stoppar framan við húsið!
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar s. 565 5522 eða hjá
Guðjóni s. 824 4500 eða Ívari s. 861 2928.
Ingólfsstræti – heil húseign
Virðulegt og fallegt steinhús í hjarta borgarinnar. Eignin var öll
endurnýjuð fyrir nokkrum árum á vandaðan og smekklegan hátt
og skiptist í þrjár hæðir og kjallara, samtals um 500 fm. 1. og 2.
hæð eru 140 fm hvor, 3. hæðin 100 fm og kjallari er 140 fm. Ró-
settur og gipslistar í loftum. Svalir út af efstu hæð, fallegt útsýni
yfir borgina. Nýjar lagnir og nýtt hitakerfi. Sérinngangur á hverja
hæð ef vill. Tilvalið t.d. fyrir stórfjölskyldu eða margs konar fyrir-
tæki, t.d. tannlækna, lögfræðinga eða gistiheimili. Sex sérbíla-
stæði fylgja eigninni. Bílskúrsréttur.
Eign sem býður upp á ýmsa möguleika.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Erum með til leigu alla götuhæðina í þessu nýja glæsilega húsi. Um er
að ræða tvo hluta, annars vegar 250 fm og hins vegar 247 fm. Hvorum
hluta fylgja 3 stæði í bílageymslu ásamt hlutdeild í sameiginlegum
bílastæðum við húsið. Miklir möguleikar eru með útfærslu húsnæðisins
því það er í dag tilbúið til innréttinga. Til afhendingar strax. Hentar sem
skrifstofu- eða verslunarhúsnæði. Góð aðkoma og næg bílastæði.
Upplýsingar gefur Ólafur B. Blöndal í síma 6 900 811
eða Jóhann Halldórsson í síma 6 900 884.
Laugavegur 182
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
SÍMI 5 900 800
Vandað um 200 fm atvinnuhúsnæði (skrifstofur/verslun/þjónusta) á götuhæð
við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í opið rými, snyrtingar, kaffistofu,
geymslu og tvö skrifstofuherbergi. Linoleumdúkur á gólfum. Kerfisloft með inn-
felldri lýsingu í loftum. Eignin er öll nýstandsett að innan og getur hentað ýmist
undir verslun, þjónustu eða skrifstofur.
Nánari uppl. veita Sverrir og Óskar.
SÍÐUMÚLI - TIL LEIGU - LAUST STRAX
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
ÁSVALLAGATA 81 - EINBÝLI
OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14-16 Í DAG
Virðulegt og vandað 320 fm ein-
býlishús með bílskúr á horni Ás-
vallagötu og Vesturvallagötu. Hús-
ið er kjallari og tvær hæðir. Á að-
alhæð er m.a. eldhús, 3 stofur og
1 herbergi. Á efri hæð eru 4 her-
bergi og baðherbergi. Í kjallara
eru 4 herbergi, geymsla ofl. og er
möguleiki á aukaíbúð með sér inngangi. Húsið hefur í gegnum tíð-
ina fengið gott viðhald. V. 34,0 m. 3643
OPIÐ Á LUNDI LAU. OG SUN. FRÁ KL. 12-14