Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 48
SKOÐUN
48 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
niðri við höfnina svo ekki sé talað
um ef hægt var að vera í skjóli fyrir
norðanáttinni.
Austur-vesturmarkahugsunin
og miðborgin
Alþingi, Stjórnarráðið, Hæstiréttur,
Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið,
Þjóðmenningarhúsið, Háskóli Ís-
lands, stofnanir hans og Norræna
húsið eru bara nokkrar af mörgum
stofnunum sem prýða miðborg
Reykjavíkur en eru og verða tákn
þeirrar miðju sem mynda það sem
við köllum íslenskt þjóðfélag. Allar
eru þessar stofnanir og þær bygg-
ingar ungar sé borið saman við
sambærilegar stofnanir og bygg-
ingar hjá þjóðum Evrópu.
Breytingarnar sem orðið hafa á
höfuðborgarsvæðinu eru gífurlegar
á stuttum tíma, slíkum breytingum
fylgja eðlilega vaxtarverkir. Það eru
ekki nema tæp 50 ár síðan mér
fannst fjölskyldan leggja mikið á sig
við að fara í heimsókn til frændfólks
sem bjó þar sem nú er Smáralind,
fjölskylda mín bjó þá í Drápuhlíð í
Reykjavík og þetta ferðalag með
stuttu stoppi hjá frændfólkinu tók
allan daginn. Þótt margt hafi breyst
þá er enn erfitt um vik að ferðast
fótgangandi í norður-suðurátt, t.d.
úr Safamýrinni þar sem ég bý nú og
til fólksins míns sem býr í vest-
urhluta Garðabæjar. Fyrir nokkr-
um vikum ákváðum við að fara
gangandi þessa leið. Er skemmst
frá því að segja að tengingar fyrir
hjólandi og gangandi milli bæj-
arhluta eru mjög lélegar, þó sér-
staklega á þetta við milli Kópavogs
og Garðabæjar. Sé borið saman við
göngu- og hjólreiðastíga innan
borgarinnar og þeirra bæja sem
nefndir eru þá eru stígar góðir svo
fremi að þeir liggi í austur-vestur,
bara ekki á milli sveitarfélaganna.
Og svo togast þessi sveitarfélög á
um skattgreiðendur og kóngarnir
sem þar ráða vilja rétt eins og í
Evrópu til forna verja landamæri
sín. Er að furða að við skiljum illa
viðleitni frændþjóða vorra á meg-
inlandi Evrópu þess efnis að eyða
landamærum í þeim tilgangi að
auka viðskipti og efla mannlíf?
Miðbær Reykjavíkur er miðstöð
þjóðarinnar hvað sem ímynduðum
landamærum líður og því þarf það
ekki að koma á óvart þótt áhugi
manna kvikni þegar rætt er um
miklar skipulagsbreytingar á því
svæði rétt eins og nú á sér stað.
Ný hugsun í skipulagsmálum
En það er brýnt að eyða þessum
hreppamerkjum. Nú veit sá sem
„VIÐ búum á mörkum hins
byggilega sonur sæll,“ var faðir
minn vanur að segja þegar ég
kvartaði undan norðannæðingnum í
miðbænum og niðri við
höfnina. Pabbi var sjó-
maður og fór oft með
okkur á sunnudögum
niður að höfn. Hann
sigldi sem tog-
arasjómaður til útlanda
og kynntist aðstæðum
og veðurfari á Norð-
urlöndum, Þýskalandi
og Englandi og vissi
hvað hann söng í þess-
um efnum.
Jafnvel á hinum
björtustu dögum var
maður minntur á þessa
staðreynd norpandi í næðingnum
niðri á Arnarhóli 17. júní. Þeir eru
fáir Reykvíkingarnir sem ekki telja
það skyldu sína að fara niður í
miðbæ, niður á Arnarhól, til þess að
taka þátt í þjóðhátíðarhöldum eða
öðrum fjöldaviðburðum sem þar eru
haldnir. En það koma einnig ljúfar
stundir þegar sólin skín og hlýtt er
og þá skilst okkur að það getur ver-
ið gott að njóta
stundar í miðbænum.
Arnarhóllinn og
höfnin skipta mig
miklu og veit ég að
svo er um margan.
Sjálfur átti ég mis-
góðar stundir á 17.
júní eða sumardaginn
fyrsta sem blásari í
lúðrasveit drengja og
skylduþátttakandi í
hátíðarhöldunum í
Reykjavík um
margra ára skeið.
Fyrir rúmum 30 ár-
um vann ég eitt sumar við járna-
bindingar og í steypuvinnu við
byggingu Faxaskála. Það sumar
skynjaði ég að þeir geta vissulega
verið yndislegir dagarnir þarna
þetta ritar að það er ekki auðvelt en
svo tillit sé til þess tekið þá er
a.m.k. ljóst að við verðum að horfa á
þetta svæði skipulagslega sem eina
heild enda má segja að nokkuð hafi
áunnist í því hin síðari ár.
Fyrir rúmum 20 árum, þegar ég
var að berjast í prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Reykjavík vegna borg-
arstjórnarkosninga, lagði ég m.a. til
að við bættum almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
með lestarsamgöngum. Hugmynd
mín var að fara að dæmi annarra
þjóða og leggja teina og gera göng
neðanjarðar þar sem þess þyrfti.
Enn er hægt að huga að þessu og
ekki nauðsyn að framkvæma allt í
einum gráum eins og gjarnt er með
okkur. Slík uppbygging tekur ára-
tugi en mikilvægt að skipulagslega
taki hún til alls svæðisins frá Esju í
norðri til Hafnarfjarðar og áfram út
á Suðurnes í suðri.
Því er þetta áréttað hér að það er
skoðun mín að til þess að miðborgin
öðlist þann sess sem okkur er nauð-
syn sem þjóð þá verða samgöngur
frá öðrum hlutum svæðisins sem
telur meira en helming hennar að
vera góðar. Það er rangt hjá fylgj-
endum „einkabílsins“ að við sem
viljum bættar almennings-
samgöngur séum á móti bílnum.
Reynsla annarra þjóða sýnir að
bættir vegir kalla bara á meiri bíl-
isma sem kallar á enn meira vega-
kerfi o.s.frv. Miðborgin okkar hefur
ekki það rými sem þarf um næstu
árhundruð til að mæta samsvarandi
aukningu bifreiðavæðingar og verið
hefur. Þess vegna verður að huga
að almenningssamgöngum, ofan- og
neðanjarðarlest sem gangi í hring
frá Grafarholti um Breiðholt, Kópa-
vog, Öskjuhlíð, niður í miðbæ og
þaðan inn Sund, í Grafarvog og upp
í Grafarholt. Aksturstíðnin þarf að
vera mikil og frá stoppistöðvunum
vagnar er gangi um úthverfin. Þótt
færa megi að því rök að þetta gangi
illa upp rekstrarlega má færa jafn
sterk rök fyrir því að samfélagslega
eru góðar almenningssamgöngur
miklu betri kostur en einkabifreiðin,
a.m.k. í þéttbýli. Þegar ég var í
borgarráði lagðist ég gegn því að
fargjöld með strætisvögnum væru
lág og rekstur vagnanna mikið nið-
urgreiddur. Ég tel að markaðs-
lögmálin geti gilt um almennings-
samgöngur sem aðra vöru og
þjónustu; ef þjónustan er góð þá
fæst það verð sem þarf.
Miðbæjarumgjörðin
Fyrsta tillaga mín sem borgarfull-
trúa í Reykjavík var að koma á úti-
markaði við höfnina og nefndi ég
þar til svæðið austan við Slippinn
sem áhugavert svæði. Það skipti
máli þá að ég hafði um nokkurra
ára skeið starfað við ferðaþjónustu
og þótti erlendum ferðamönnum
það skondið að ekki væri fiskmark-
aður í höfuðborginni. Eftir flutning
tillögunnar er ég enn sannfærðari
um nauðsyn þess að koma hér á
slíkum markaði. Reyndar má segja
að Kolaportið sé vísir að slíku.
Ég er til að mynda þeirrar skoð-
unar að verslunum og hótelum á
höfuðborgarsvæðinu sé nauðsyn á
að fá virkan kjöt- og grænmet-
ismarkað, markað þar sem einstakir
bændur komi vöru sinni á framfæri.
Afurðamál bænda hafa í veigamikl-
um atriðum verið í röngum farvegi,
en það er efni í aðra grein og verður
ekki tíundað hér. Þá má hugsa sér
sjávardýrasafn o.fl. sem staðsett
verði á hafnarsvæði miðborg-
arinnar. Því er þetta nefnt hér að
það er ýmislegt sem getur unnið
ásamt með stórmarkaði, hóteli og
tónlistar- og óperuhúsi að því að
gera þetta svæði aðlaðandi.
Þá get ég ekki látið hjá líða að
minnast á hugmynd sem mér fannst
afleit fyrir 15 eða 16 árum sem
Katrín Fjeldsted flutti í borgarráði
þess efnis að opna lækinn í Lækj-
argötu. Síðan hef ég oft hugsað til
þessarar hugmyndar og finnst hún
því betri sem ég hugsa meira um
hana. Hugmyndin gekk út á að
opna lækinn sem lá (liggur) milli
sjávar og Tjarnarinnar. Þegar hon-
um var lokað bjuggum við við allt
aðrar aðstæður en nú er og tel ég
víst að ef af yrði yrði Lækjargata
sannkölluð og myndi verða til mik-
illar prýði.
Veggöng
Í þeirri umræðu sem nú á sér stað
er mikið rætt um nauðsyn þess að
koma Geirsgötunni niður í göng.
Nefnt er í því sambandi að það sé
nauðsynlegt til þess að tryggja
„eðlilegt“ flæði gangandi fólks um
svæðið. Ég bjó í Helsingjaborg í
Svíþjóð um nokkurt skeið síðastliðin
ár. Þar hefur orðið gagngerð upp-
bygging á hafnarsvæði sem áður
var um margt líkt okkar (nema að
það snýr gegnt hafi til suðurs). Þar
er rétt verið að ljúka við gagngera
uppbyggingu sem hefur tekist ein-
staklega vel (sbr. Lesbókargrein
Braga Ásgeirssonar frá því fyrir um
ári). Þar skilur aðalumferðaræð
borgarinnar þetta „nýja“ hafn-
arsvæði sem og járnbrautarstöðina
frá gamla miðbænum. Umferðin fer
ekki hratt en allt gengur þetta vel
með umferðarljósum fyrir gang-
andi. Fyrir þá sem benda á nauðsyn
þess að setja Geirsgötu í göng
vegna þungaflutninga frá vest-
ursvæði hafnarinnar til annarra
hluta landsins skal á það bent að
um sundið milli Helsingjaborgar í
Svíþjóð og Helsingjaeyrar í Dan-
mörku eiga sér stað tíðustu flutn-
ingar í Evrópu. Loks skal í þessu
sambandi bent á að í Koblenz, á
oddanum þar sem mætast Rín og
Mósel, hvar stórmarkaður miðborg-
arinnar er, hafa Þjóðverjar frekar
lagt göng fyrir gangandi yfir á aðr-
ar verslunargötur en að leggja göng
fyrir bíla.
Skjólgóð óperu- og tónlistar-
hús, verslunarmiðstöð og hótel
Það fer vel á því að hafnarbakkinn
þar sem nú er Faxaskáli og um-
hverfið þar í kring rými alla þessa
starfsemi og aðra þá sem svipar til
þess sem hér hefur verið nefnt fyrr
í þessari grein. Og auðvitað eigum
við að byggja tónlistarhús gert til
þess að mæta nútímakröfum. Við
eigum stórkostlega Simfóníu-
hljómsveit, „hljómsveit allra lands-
manna“, eins og Eyþór Arnalds
komst svo ágætlaga að orði á sam-
eiginlegum tónleikum hljómsveit-
arinnar Todmobile og Sinfón-
íuhljómsveitarinnar í
Laugardalshöll nýverið, og við eig-
um aðra tónlistarmenn, söngvara og
hljóðfæraleikara á heimsmæli-
kvarða, sem allir munu leggjast á
eitt um að gera þetta svæði að
miklu hámenningarsvæði þar sem
flutt verða óperutónverk sem önnur
tónverk. Ekki mun það spilla fyrir
að hafa þar ýmsa aðra starfsemi
sem til þess er fallin að efla og
göfga mannlíf á svæðinu.
Kem ég þá aftur að upphafinu og
megintilgangi greinarinnar, nefni-
lega þeim að haga fyrirhugaðri
mannvirkjagerð þannig að hún geti
veitt skjól þeim sem vilja sækja
útihátíðarhöld framtíðarinnar við
Arnarhól. Þá á ég við að þar verði
gert varanlegt mannvirki, bogasvið
eða hvað annað sem hentar og
gagnast má við flutning skemmti-
atriða jafnframt því að önnur mann-
virki verði hönnuð með það í huga
að veita gott skjól fyrir norðannepj-
unni. Slíkt skjól mun efla allt mann-
líf miðbæjarins og getur haft mikil
og hagfelld margfeldisáhrif.
Miðbæjarskipulag – á
mörkum hins byggilega heims
Eftir Bjarna P. Magnússon
’Miðbær Reykjavíkurer miðstöð þjóðarinnar
hvað sem ímynduðum
landamærum líður …‘
Bjarni P. Magnússon
Höfundur er fyrrverandi
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins.
OKKUR HEFUR VERIÐ FALIÐ AÐ LEITA
EFTIR ATVINNUHÚSNÆÐI
MEÐ LANGTÍMALEIGUSAMNINGI
HÖFUM KAUPENDUR AÐ ATVINNUHÚSNÆÐI
MEÐ GÓÐUM LANGTÍMALEIGUSAMNINGUM
Á VERÐBILINU 30-250 MILLJÓNIR
OG 250-500 MILLJÓNIR
UM ER AÐ RÆÐA TRAUSTA OG ÖRUGGA KAUPENDUR
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Uppl. veitir
Magnús Gunnarsson,
s. 588 4477 eða 822 8242.
Förum með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Við leggjum áherslu á góða þjónustu, heiðarleika og vönduð vinnubrögð.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Einstaklega falleg 81 fm 4ra her-
bergja íbúð á tveimur hæðum á
þessum frábæra stað. Íbúðin,
sem skiptist í tvö herbergi, ann-
að með nýjum skápum, tvær
stofur og eldhús með fallegri ný-
legri innréttingu, gashelluborði
og veggofni. Baðherb. er flísa-
lagt í hólf og gólf, með baðkari og góðri innréttingu. Góð og falleg
eign á frábærum stað. Áhv. 10,2 millj. húsbréf o.fl.
Verð 14,8 millj.
Kristín Ýr og Jónas Páll taka á móti ykkur í dag
á milli kl. 14.00 og 16.00.
Sólvallagata 70
Bárður Tryggvason, sölumaður,
sími 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9-17.30
3ja-4ra herb. nýleg íbúð óskast í austurbænum,
Mánatúni, Sóltúni, Lindahverfi, Smárum eða
einhverju góðu nýlegu húsi miðsvæðis í
Reykjavík eða Kópavogi. Sterkar greiðslur í
boði. Verðhugmynd 13-19 millj.
Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggva-
son í síma 896 5221 eða á skrifstofu.
Reykjavík - Kópavogur
Staðgreiðsla í boði
Ást og umhyggja
Barnavörur
www.chicco.com
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
www.thjodmenning.is