Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 52
Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri
borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu
kl. 13. Skráning í síma 511 5405.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æsku-
lýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með fundi í
safnaðarheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20.
Tekið er við bænarefnum alla virka
daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og
10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æsku-
lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.
Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn
er í sal Álftanesskóla kl. 11. umsjón
með sunnudagaskólanum hafa Krist-
jana og Ásgeir Páll. Allir velkomnir.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu-
dag kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða-
smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti
601. Í dag er samkoma kl. 14. Lofgjörð
og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir
1–6 ára og 7–12 ára börn á samkomu-
tíma. Kaffi og samfélag eftir sam-
komu. Allir velkomnir. Nánari upplýs-
ingar á www.kefas.is
Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaður Samúel Ingimarsson. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðumað-
ur Vörður Leví Traustason. Gospelkór
Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok
samkomu. Barnakirkja á sama tíma.
Miðvikudaginn 10. mars kl. 18–20 er
fjölskyldusamvera með léttri máltíð.
Allir velkomnir. Bænastundir alla virka
morgna kl. 06. www.gospel.is
Vegurinn. Á léttum nótum, fjörug fjöl-
skyldusamkoma kl. 11, trúður, brúður
og fjör, létt máltíð á vægu verði eftir
samkomu. Allir velkomnir. Bænastund
kl. 19.30. Almenn samkoma kl.
20.00, Freddy Filmore predikar, lof-
gjörð, fyrirbænir og samfélag eftir sam-
komu í kaffisalnum. Allir velkomnir.
Bænarefni má senda inn á vegurinn-
@vegurinn.is eða hringja inn í síma
564 2355. www.vegurinn.is
Safnaðarstarf
HUGVEKJA
52 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag er æskulýðsdagurþjóðkirkjunnar, og athygl-inni sérstaklega beint aðerfingjum landsins. Í guðspjöllunum
sést vel, að Jesú þótti
vænt um börn og oftar en
ekki tók hann málstað
þeirra. Hér mætti nefna
dæmi úr 10. kafla Mark-
úsarguðspjalls. Þar reyndu for-
eldrar að koma börnum sínum til
Jesú, í von um að hann blessaði
þau, en lærisveinarnir settu ofan í
við þá og meinuðu aðgöngu. En
Jesú sárnaði þessi framkoma
lærisveinanna og sagði: „Leyfið
börnunum að koma til mín, varnið
þeim eigi, því að slíkra er Guðs
ríki. Sannlega segi ég yður: Hver
sem tekur ekki við Guðs ríki eins
og barn, mun aldrei inn í það
koma.“ Og hann faðmaði börnin,
lagði hendur yfir þau og blessaði
þau. Og í 18. kafla Matteusarguð-
spjalls segir hann berum orðum:
„Nema þér snúið við og verðið
eins og börn, komist þér aldrei í
himnaríki ...“
Gleði þeirra, einlægni, hrein-
skilni og falsleysi var Jesú að
skapi; þeir eiginleikar, sem hina
fullorðnu vantar gjarnan. Jafn-
framt vissi hann, að ef guðsríkið
ætti nokkru sinni að vera á þess-
ari jörðu, yrði það að gerast fyrir
áhrif barnanna. Þau voru fram-
tíðin. Og lengi býr að fyrstu gerð.
Nú á tímum er mörg hættan
sem á börn okkar og ungmenni
leitar, og varnaðarorð gamla
barnasálmsins, sem aldrei falla úr
gildi, því við hæfi: „Gættu að þér
litla eyra hvað þú heyrir“ og
„Gættu að þér litla auga hvað þú
sérð“ og „Gættu að þér litli
munnur hvað þú segir“.
Á degi barnanna á kirkju-
listahátíð í Hallgrímskirkju 1.
júní 2003 flutti sr. Sigurður Páls-
son athyglisverða ræðu, sem
hann nefndi „Börnin og mengun
hugarfarsins“. Þar sagði hann
m.a.:
Með sunnudagsblaði Morgunblaðsins barst
okkur nú um helgina sérprent sem nefnist
Andaðu léttar. Þetta er áróðurs- og
fræðslurit gegn reykingum, gegn mengun
andrúmsloftsins. Það er langt síðan þeim
skilaboðum var komið á framfæri að reyk-
ingar væru ekki einkamál reykingamanna,
þeir væru einnig að menga andrúmsloft
þeirra sem í kringum þá eru og margs kon-
ar hömlur hafa verið settar á möguleika
reykingamanna til að menga andrúmsloftið
fyrir náunga sínum. En mengunarvarnir
hugarfarsins eru skemmra á veg komnar
og vitund þeirra sem trúað er fyrir börnum
hefur ekki vaknað að sama skapi til verndar
hugarfarinu.
Hér mætti nefna tölvuleiki
ýmsa og bannaðar kvikmyndir,
sem foreldrar margir hverjir
virðast ekki átta sig á að geti haft
skaðleg áhrif á hinar lítt mótuðu
sálir.
Og nokkru síðar var þetta:
Mér finnst sem djarfi fyrir vitundarvakn-
ingu í íslensku þjóðfélagi, vitundarvakningu
um mikilvægi fjölskyldunnar í uppeldi upp-
vaxandi kynslóðar. Baráttan fyrir jöfnum
rétti fólks til menntunar og starfa sem hug-
urinn stendur til, óháð kynferði, hefur á
liðnum áratugum að mínu mati skilið eftir
utan garðs baráttuna fyrir rétti barnsins til
umönnunar og uppeldis í skjóli fjölskyldu
sinnar. Réttur barnsins til foreldra sinna og
fjölskyldu hefur oftar en ekki vikið fyrir
kröfunni um rétt foreldranna til að njóta
sín. Þannig hafa börnin oft og tíðum orðið
afgangsstærð í íslensku þjóðfélagi liðinna
áratuga …
Á síðustu árum hafa svo kallaðar tengsla-
kenningar orðið æ fyrirferðarmeiri innan
tiltekinna greina sálfræðinnar. Þær ganga
út frá þeirri forsendu að meginviðfangsefni
manneskjunnar sé ekki, eins og gjarnan
var sett á oddinn áður fyrr, að fá frum-
hvötum sínum fullnægt, heldur að fá full-
nægt þörf sinni fyrir að tengjast annarri
manneskju. Grundvöllurinn að þessum
tengslum er lagður í nánu tilfinninga-
sambandi foreldra og barns. Slík tengsl
komast ekki á nema þeim sé sinnt og þau
ræktuð. Til þess þarf tíma, mikinn tíma. Í
tímasnauðu og strekktu þjóðfélagi þarf að
forgangsraða viðfangsefnunum. Í þeirri
forgangsröð eiga börnin að vera efst á
blaði. Við getum ekki framselt öðrum þess-
ar skyldur að rækta tengslin við afkvæmi
okkar. Grundvöllur heilbrigðrar sjálfs-
myndar liggur í þessum tengslum, grund-
völlur siðgæðisins liggur í því hvaða lífs-
viðhorfum, gildismati og siðferði er miðlað
með þessum tengslum, í þessum sam-
skiptum. Forsenda sjálfstæðis síðar meir
grundvallast á því öryggi sem slík tengsl
veita í frumbernsku. Réttur barnsins er
fyrst og fremst réttur þess til tilfinn-
ingalegra tengsla og öryggis í skjóli sinna
nánustu. Slík tengsl ásamt hollu andlegu
viðurværi eru áhrifaríkustu meng-
unarvarnir hugarfarsins …
Börn verða aldrei alin upp til trúar, aðeins í
trú – og hinar trúarlegu erfðir skipta máli,
um það vitnar reynsla kynslóðanna og einn-
ig fræðilegar rannsóknir. En rannsóknir
benda einnig til að þeir sem alast upp í trú
eiga á margan hátt erfiðara með að varð-
veita arfinn sinn að heiman en þeir sem
alast upp í guðleysi. Hvers vegna skyldi það
vera? Margt bendir til að það sé vegna þess
að þau áhrif sem sterkust eru í menningar-
umhverfinu styðji illa við hinn trúarlega
þátt. Hér hefur kirkjan verk að vinna, að
stuðla að því að hið heilnæma andrúmsloft
kristinnar trúar sé börnunum okkar tiltæk-
ara en sú stybba siðleysis og guðleysis
sem mengar andrúmsloftið í samtíðinni …
Ég á mér þann draum að kirkjan verði í
forystu þeirra sem berjast fyrir rétti barna
til þess að alast upp í siðferðilega ómeng-
uðu andrúmslofti.
Hér er vel mælt, og engu við að
bæta, nema kannski því, að aldrei
verður of oft ítrekað að börnin
eru það dýrmætasta sem Ísland
á. Í þeim liggur heill og framtíð
þjóðarinnar. Okkar er að búa þau
úr garði með hollt veganesti, það
besta sem unnt er að gefa, og
byggir á arfleifð Krists, en ekki
eitthvað sem mengar huga og lík-
ama.
Burt með sorann.
Mengun
hugarfarsins
Mengun getur verið af ýmsum toga, og und-
anfarin ár hefur athyglinni aðallega verið beint
að því sem að náttúrunni snýr. En Sigurður
Ægisson bendir á, að maðurinn á líka sál og hana
þarf að verja fyrir óæskilegum áhrifum, ekki síst
á barns- og unglingsárum.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
RÚMLEGA 22 punda fiskur sem
veiddist í Þórðarvörðuhyl í Eldvatni í
Meðallandi á spón síðastliðið haust,
og álitamál þótti vera hvort að var lax
eða sjóbirtingur, reyndist við athug-
un vera „99% örugglega lax“ eins og
veiðimaðurinn Gunnar Andri Gunn-
arsson sagði í samtali við Morg-
unblaðið og vitnaði þar í fiskifræðinga
Veiðimálastofnunar.
Gunnar Andri var sjálfur á því að
um lax hefði verið að ræða, en veiði-
félagar hans, með veiðireynslu í Vest-
ur Skaftafellssýslu til 15 ára, auk
veiðivarðarins sem er þaulkunnugur
á umræddum slóðum, héldu því hins
vegar fram að um sjóbirting væri að
ræða. Myndbirting í Morgunblaðinu
og á vef Lax-ár, sem hefur Eldvatn á
leigu, þótti leiða rökum að því að um
lax væri að ræða, en alls konar kenn-
ingar fóru á kreik, m.a. að um kyn-
blending væri að ræða, en slíkt er
ekki óþekkt fyrirbæri á þessum slóð-
um.
Örmerkið
Gunnar hugðist strax láta stoppa
tröllið upp og setti því í frost, en hins
vegar tafði það greiningu fisksins, því
afskorinn veiðiuggi benti til þess að
fiskurinn væri örmerktur, með merki
í trjónu, og væri þar með úr slepp-
ingu. Skoðun á því þurfti hins vegar
að bíða þess að fiskurinn væri tekinn
úr frosti hjá uppstoppara. Þegar það
var loks gert í vetur, kom í ljós að
merkið hafði misfarist, en sérfræð-
ingur á Veiðimálastofnun tók þess í
stað hreistursýni sem tók af allan
vafa um hvers kyns var, þ.e.a.s. gaf
99% til ynna að um lax væri að ræða.
Myndin sem hér birtist var ekki til
reiðu í haust, en sýnir mun betur að
vart er um birting að ræða. „Þegar ég
sótti fiskinn minn til Manuels upp-
stoppara var þarna 23 punda birt-
ingur sem einhver veiddi í Tungulæk
og var uppstoppaður og ósóttur. Þá
sá ég að þetta var allt annað fyr-
irbæri, allt annar vöxtur, allt annar
litur, þéttari dröfnur, sverari stirtla
og fleira. Þeir voru ekki einu sinni lík-
ir,“ bætti Gunnar Andri við.
Enn bók frá Gísla
Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal hef-
ur sent frá sér fjórðu bókina um lax-
veiðiárnar í umdæmi hans, áður voru
komnar bækur um Laxá á Ásum,
Vatnsdalsá og Blöndu/Svartá, en sú
nýjasta er um Hrútafjarðará og hlið-
ará hennar Síká. Bókin er að stofni til
lík hinum bókunum, með leiðarlýs-
ingum um veiðisvæðin auk kafla um
lífríki og rannsóknir, veiðifélagið og
býlin í sveitinni sem land eiga. Leið-
arlýsingin er í bókinni um Hrútuna er
í höndum Sverrir Hermannssonar
sem var viðloðandi ána um langt ára-
bil og er lýsing hans á hyljum árinnar
krydduð tröllslegum veiðisögum. Þá
á Matthías Johannessen nokkur ljóð í
bókinni.
Eldvetningurinn var lax
Bókin um Hrútafjarðará.
Morgunblaðið/Eggert
Gunnar Andri með stórfiskinn úr
Eldvatni. Hvernig gátu menn
haldið þetta vera birting?
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
„Þótt ég fari um
dimman dal“
ÞRIÐJUDAGINN 9. mars, kl. 18.00
hefst í Grensáskirkju námskeið á
vegum Leikmannaskóla kirkjunnar
sem fjallar um 23. sálm Gamla
testamentisins.
Þessi alkunni sálmur er tvímæla-
laust vinsælasti sálmur Saltarans
og er leitun að öðrum textum í
Gamla testamentinu sem hafa haft
viðlíka áhrif hvort heldur er meðal
kristinna manna eða gyðinga.
Á námskeiðinu verður lögð
áhersla á að skoða síðari tíma notk-
un sálmsins, túlkun hans í ólíku
samhengi svo sem í menningu og
listum. Fjallað verður sérstaklega
um túlkun Lúthers á sálminum,
áhrif sálmsins hér á landi og svo
notkun hans í kvikmyndum.
Kennarar á námskeiðinu er guð-
fræðingarnir dr. Gunnlaugur A.
Jónsson, Árni Svanur Daníelsson
og dr. Kristinn Ólason. Kennt verð-
ur í 4 skipti, tvo tíma í senn.
Skráning á námskeiðið fer fram í
síma 535 1500 eða á vef Leik-
mannaskólans, www.kirkjan.is/
leikmannskoli.
Æskulýðsdagurinn í
Laugarneskirkju
NÚ breytir guðsþjónusta sunnu-
dagsins kl. 11.00 nokkuð um svip í
tilefni æskulýðsdags þjóðkirkj-
unnar.
Barnakór Laugarness mun koma
fram ásamt stjórnanda sínum Sig-
ríði Ásu Guðmundsdóttur. Börn úr
TTT-starfinu munu frumsýna nýja
stuttmynd sem ber heitið ’Miskunn-
sama brettastelpan’. Kirkjuprakk-
arar koma fram með söng, en ferm-
ingarbörn flytja frumsamdar bænir
og leika á hljóðfæri. Auk þess munu
leikskólakennararnir, Hildur Eir
Bolladóttir, Heimir Haraldsson og
Þorvaldur Þorvaldsson halda uppi
fjöri og fræðslu ásamt sóknarpresti
og meðhjálpara. Kór Laugarnes-
kirkju leiðir sönginn undir stjórn
Gunnars Gunnarssonar organista.
Klassísk messa og
gregorssöngur
ÁHUGAHÓPUR um klassíska
messu og iðkun gregorssöngs held-
ur áfram starfsemi sinni á nýju ári.
Áfram verður messað með greg-
orslagi í Friðrikskapellu og nú 1.
sunnudag hvers mánaðar kl. 20 .
Hópurinn kallar til helgiþjónustu
ýmsa presta.
Önnur messa nýs árs verður
sunnudaginn 7. mars kl.20, annan
sunnudag í föstu, prestur sr. Krist-
ján Valur Ingólfsson. Sungin verð-
ur Orbis factor messan og áhersla
lögð á passíusálma Hallgríms Pét-
urssonar við íslensk þjóðlög sem
Smári Ólason hefur tekið saman.
Kynning og æfing á messunni
verður sem endranær deginum áð-
ur, laugardag, kl. 12–13 í Frið-
rikskapellu.
Klassísk messa og gregorssöngur
er dýrmætur arfur kirkjunnar og
kjarnmikið andlegt fóður. Það er
von þeirra sem að þessari messuröð
standa að með henni skapist vett-
vangur fyrir þau sem gleði hafa af
því að iðka klassíska tilbeiðslu-
hætti, hins elsta söngs kirkjunnar,
sem tjáningarform trúarinnar. All-
ir eru hjartanlega velkomnir.
Töfrabrögð og
kraftaverk á
æskulýðsdaginn
Í TILEFNI af æskulýðsdegi þjóð-
kirkjunnar verður Fjölskylduguðs-
þjónusta í Lindaskóla í dag, sunnu-
dag kl. 11. Heiðursgestur dagsins
er töframaðurinn Bjarni. Hann
mun fletta ofan af ýmsum leynd-
armálum töfrabragðanna og leitað
verður svara við spurningunni
Hver er munurinn á töfrabrögðum
og kraftaverkum? Kór Salaskóla
syngur, stjórnandi er Ragnheiður
Haraldsdóttir.
Hannes Baldursson organisti
leikur undir. Sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson þjónar. Allri velkomn-
ir.
Vertu þú sjálf
KVENNAKIRKJAN heldur nám-
skeið undir yfirskriftinni: Vertu þú
sjálf. Veltu þér ekki upp úr vand-
ræðum. Vittu hver þú vilt vera og
vertu sú manneskja. Taktu eftir
vendipunktum lífs þíns og gerðu
upp. Notaðu það góða og haltu
áfram í rýminu sem þú skapar þér.
Láttu lífið vera skemmtilegt.
Námskeiðið fer fram með fyr-
irlestrum, samtölum og æfingum.
Inn í það fléttast ný bók kirkjunnar:
Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn
konum, sem fjallar um líkamlegt,
andlegt og félagslegt ofeldi. Kenn-
arar verða Halla Jónsdóttir, kenn-
ari og heimspekingur, og séra Auð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir.
Námskeiðið stendur í fjögur
mánudagskvöld, frá 8. til 29. mars,
milli klukkan 17.30 og 19. Það kost-
ar 4.000 krónur. Innritun er í síma
551 3934 og á staðnum þegar nám-
skeiðin byrja.
KIRKJUSTARF