Morgunblaðið - 07.03.2004, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 55
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Verndarsjóði villtra laxastofna:
Til að vinna gegn almennri fækk-
un í laxastofnum Atlantshafsins hef-
ur Verndarsjóður villtra laxastofna
verið brautryðjandi í rúman áratug
við að koma á náttúruverndarsamn-
ingum á grunni viðskipta. Samning-
arnir byggjast á samvinnu sjómanna
sem veiða lax.
Þeir gangast inn á að hætta að
veiða gegn sanngjarnri greiðslu
ásamt nýjum atvinnutækifærum við
sjálfbærar fiskveiðar eða í endur-
reistum ferðaiðnaði sem byggist á
stangaveiði. Aðgerðirnar hafa reynst
vel og eflt villta laxastofna beggja
vegna Atlantshafsins.
Starfshópar Verndarsjóðsins í
mörgum löndum hafa ekki aðeins
haft frumkvæði að hugmyndafræði
um náttúruvernd og virkri stefnu í
þeim málum. Þeir hafa farið á vett-
vang og komið áætlunum sínum í
framkvæmd með samningum við
hagsmunaaðila.
Upphaflega var það ógnin sem
steðjaði að laxinum á úthafsfæðu-
slóðum við Grænland, Ísland og
Færeyjar sem rak Verndarsjóðinn
af stað. Afrakstur þess voru fyrstu
viðskiptasamningarnir við línuveiði-
menn í Færeyjum og netaveiðimenn
í Grænlandi. Kanadastjórn fylgdi í
kjölfarið með fjármögnun svipaðrar
stefnu við austurströnd Kanada.
Annað skref áætlunar Verndar-
sjóðsins fólst í því að gengið var frá
samningum fyrir Ísland, Wales, Suð-
vestur-England, Norðursjó og nátt-
úruverndarsvæði Norður-Írlands.
Þessir samningar hafa stöðvað
fækkun í villtum laxastofnum og við
erum farin að sjá bata á nokkrum
svæðum, einkum í því að aftur eru
farnir að birtast stærri laxar sem
hafa verið fleiri en eitt ár í vetrarbeit
í hafinu, en þeir hrygna flestum
eggjum.
„Árangurinn er mikill og við meg-
um vera stolt af honum,“ sagði Orri
Vigfússon, formaður Verndarsjóðs-
ins, á skrifstofu sjóðsins í Reykjavík.
„Það birtir yfir framtíð villta Atl-
antshafslaxins með hverjum mánuð-
inum sem líður. Ég efast ekki um að
við erum með svarið við vanda lax-
ins.
Við þurfum bara að koma því í
framkvæmd. Förum nú og tökumst
af nýjum krafti á við það sem eftir er
að ryðja úr vegi.“
Verndarsjóðurinn hefur ekki tíma
til að bíða. Nú er ætlunin að hefja
þriðja skrefið, lokaskrefið til að verja
laxinn, með verndun á leið hans heim
úr hafbeitinni. Orri sagði: „Það er til
lítils að vernda laxana úti í hafinu ef
þeir eru svo veiddir í net við strend-
ur Skotlands og Írlands og í norsku
fjörðunum. Ef stofnarnir eiga að fá
að vaxa aftur verður að gefa þeim
færi á að snúa heim í árnar sínar til
að hrygna. Með gagnkvæmum
samningum og nýrri sjálfbærri at-
vinnu fyrir sjómenn verður það
hægt.“
Nú þegar eru fjölmargir at-
vinnusjómenn tilbúnir að starfa með
hópum Verndarsjóðsins til að byggja
laxastofna upp í það sem þeir voru
fyrir aðeins tveimur áratugum. Ver-
ið er að undirbúa leiðbeinandi áætl-
un í Noregi og flestir rek- og drag-
netamenn Írlands hafa lýst vilja til
að semja.
Samstarfssamningar myndu hafa
gríðarleg áhrif á þróun stangaveiði-
tengdrar ferðamennsku á þessum
svæðum. Við fjármögnun samninga
sinna reynir Verndarsjóðurinn að
ýta undir þá hagnaðarvon sem felst í
frjálsum viðskiptum. Þannig hefur
brautin verið rudd og miklir fjár-
munir safnast úr einkageiranum. En
sjóðurinn ætlast einnig til að hið op-
inbera taki þátt með því að leggja til
sanngjarnan hluta af því fé sem þarf
til að bæta þá eyðileggingu sem léleg
stjórnun hefur valdið á laxastofnum.
„Stangaveiðimenn verða líka að
leggja sitt af mörkum með því að
takmarka fjölda veiddra laxa og
vinna að betri búsvæðum í ánum.
Það mun koma mörgum á óvart hve
hratt villti laxinn mun þá ná sér á
strik í ánum okkar,“ segir Orri.
Verndarsjóður villtra laxa er
bandalag náttúruverndarhópa sem
hafa sameinast um að endurreisa
villta laxastofna í þá sögulegu gnótt
sem þar ríkti áður.
Samningar um að hætta veið-
um vatnaskil fyrir villtan lax
!
"# $
%
"
& '#
()
%*
*&+
"
,
&
-.
.$
%
% / ($0
*
,
1
2
3
4
2
'567
'8
"
-9
4:
FYRSTI samningur sinnar tegund-
ar milli lögreglu og björgunarsveita
var undirritaður í gær af lögreglu-
embættunum í Reykjavík, Kópa-
vogi, Hafnarfirði, ríkislögreglu-
stjóra og svæðisstjórn
björgunarsveita Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar. Samningurinn
mun fastmóta áralangt samstarf
þessara aðila við leit og björgun að
týndu fólki og viðbrögð við slysum.
Hann skýrir og skilgreinir boðunar-
ferli björgunarsveita á höfuðborg-
arsvæðinu, hvenær þær eru boð-
aðar út og hvaða verkefnum þær
eiga að sinna. Þá tekur samning-
urinn á verkaskiptingu milli aðila.
Samningurinn er hinn fyrsti sem
gerður er milli lögreglu og björg-
unarsveita sem er byggður á
grundvelli laga um björgunarsveitir
og björgunarsveitamenn og lög-
reglulaga um samstarf lögreglu og
björgunarsveita sem lýtur yfir-
stjórn lögreglustjóra í hverju um-
dæmi.
Fyrsti samn-
ingur lögreglu
og björgunar-
sveita und-
irritaður
STJÓRN Stangveiðifélagsins Flúða
Húsavík hefur samþykkt ályktun
þar sem lýst er yfir andstöðu við
bráðabirgðaákvæði í fyrirliggjandi
frumvarpi til laga um verndun Laxár
og Mývatns, sem opna fyrir mögu-
leika á stækkun stíflu Laxárvirkjun-
ar.
„Með slíkri stækkun er verið að
sökkva undir vatn einu af fegurstu
svæðum Laxár í þeim tilgangi að
verja virkjunarvélarnar gegn sandi,
klakaburði og grjóti.
Því hefur verið haldið fram að skil-
yrði fyrir laxinn neðan við virkjun
myndu batna með minnkandi sand-
burði í ánni. Þessi fullyrðing styðst
ekki við neinar rannsóknir og er
hrein ágiskun. Sandurinn hefur ver-
ið hluti af lífríki Laxár í gegnum ald-
irnar og minnkandi sandur í ánni
gæti alveg eins valdið neikvæðum
áhrifum í lífríki hennar. Þetta er
órannsakað.
Okkur finnst það skjóta skökku
við að samtímis uppbyggingu í ferða-
mannaiðnaði í Þingeyjarsýslum, með
náttúruskoðun á svæðinu sem aðal-
verkefni, er fyrirhugað að gera nátt-
úruspjöll á þessari náttúruperlu okk-
ar fyrir fáein kílóvött,“ segir í
ályktuninni.
Mótmæla stækkun
stíflu Laxárvirkjunar
Ályktun frá stjórn Stangveiðifélags
Flúða Húsavík
Toyota Landcruiser VX dísel
turbo 24V, árgerð 1996, ekinn 240
þús. km, óbreyttur, fallegur bíll.
Ásett verð 2.850 þús. Áhv. 700
þús. Skipti koma til greina. Upp-
lýsingar í síma 893 6123.
Sími 590 2000
Hratt og örugglega
frá Bandaríkjunum,
tvisvar í viku
Sími 590 2000
Eilífðarábyrgð
12 og 220v
Hleðsluvasaljós Prolong-smurefni minnkar nún-
ing og hita í vélum. Sparar elds-
neyti. Er notað af stærri fyrirtækj-
um landsins. Uppl. í s. 868 4522.31“ kr. 12.990 stgr.
33“ kr. 13.990 stgr.
35“ kr. 14.990 stgr.
Gerið verðsamanburð Ökukennsla
Ökukennsla, endurhæfing,
akstursmat og vistakstur.
Upplýsingar í símum 892 1422 og
557 6722, Guðbrandur Bogason.
Suzuki Intruder 800 árg. 2003
ekið 600 km. Verð 900 þús. stgr.
Upplýsingar í síma 466 3326.
Forsíða Viðskipti Íþróttir Fasteignir Smáauglýsingar Atvinna Fólkið
Föstudagur | 14. desember | 2003
Smáauglýsingar á mbl.is
Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu
og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins.
Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins,
með yfir 150.000 heimsóknir á viku.
Frítt til 1. febrúar.
Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. febrúar.
Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag.
N†TT Á NE
TINU
Frítt til . mars.
ma s.
VW Polo til sölu Einstaklega vel
með farinn og sparneytinn VW
Polo, árg. 1999. Þriggja dyra,
sumar- og vetrardekk. Aukabún-
aður: Geislaspilari og fjarstýrð
samlæsing. Fæst gegn u.þ.b. 200
þús. kr. útborgun og afgangurinn
á láni. Verð 680 þús.
Þeir gerast ekki hagkvæmari.
Upplýsingar í síma 663 7913.
BE-ÁSTANDIÐ og seinkunartækn-
in er meðal þess sem bera mun á
góma á námskeiði fyrir konur undir
yfirskriftinni „Hann?“ sem haldið
verður næstkomandi laugardag, 6.
mars, í Brautarholti 4a kl. 13–17.
Námskeiðið er sjálfstyrkingarnám-
skeið fyrir konur á öllum aldri sem
haldið er af Jóhönnu Guðrúnu Jóns-
dóttur fjölskylduráðgjafa.
Jóhanna hefur haldið sjálfstyrk-
ingarnámskeið fyrir konur síðan
2002. Hún segir titil námskeiðsins,
„Hann?“ vera til kominn vegna þess
hve þetta orð komi oft fyrir í þeim
hópum sem hún hefur verið með í
ráðgjöf. Hún lítur á námskeiðin sem
nokkur konar innlegg í jafnréttis-
baráttu. Jóhanna Guðrún segir kon-
um hætta til þess að nota karla sem
afsökun fyrir öllu mögulegu, t.d.
beiti þær því sem hún kallar seink-
unartækni og felur í sér að seinka því
sem þær langar að koma í verk
vegna þess sem aðrir þurfa að koma í
verk. Það sem Jóhanna Guðrún kall-
ar BE-ástandið stendur fyrir „betra
en ekkert“ en hún vill kenna konum
að sætta sig ekki við hvað sem er.
Námskeið fyr-
ir konur á öll-
um aldri